Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 3
TTINA - EN GARDY Á MÓTI París og- Óran, 22. júní. NTB-AFP. Samtímis því sem Salan, fv. hershöfðingi, lýsti yfir fullum stuðningi við friðarsamning OAS og alsírskra þjóðernissinna lýsti OAS-foringinn í Óran, Paul Gar- dy fyrrverandi hershöfðingi, yfir andiið sinni á samningunum. Gardy, sem talaði frá leyni- legri útvarpsstöð í Óran í kvöld, kvað vopnahlé manna af evrópsk um ættum og Múhameðstrúar- manna, mundu aðeins verða tál- von. Hann sagði, að OAS í Óran mundi áskilja sér' rétt til þess að gera hvað sem því sýndist. Hann skipaði foringjum áhlaupasveita OAS að vera kyrrir í stöðvum sín um og gera það, sem af þeim væri ætlazt. Gardy skoraði á íbúa af evrópskum ættum að halda til Frakklands. Salan bað OAS-foringjana í Óran og Bone í bréfi sínu að láta af hinni óvægilegu stefnu sinni, og viðurkenna í þess stað friðar- samninginn. Hann bað alla menn af evrópskum ættum í Alsír, frá Btrne til Óran — að taka höndum saman með Múhameðstrúarmönn um og skapa sameiginlega, sam- stillta framtíð landsins innan ramma samvinnu við Frakkland. Salan sendi blöðum þessa yfir lýsingu frá klefa sínum í Fresn- es-fangelsi, sunnan Parísar, þar sem hann afplánar lífstíðarfang- elsisdóm, m. a. fyrir störf í þágu OAS. í bréfinu kveðst Salan vilja skýra vinum sínum frá skoðunum sínum. Atburðirnir 17. júní, þeg- ar friðarsamningurinn var undir- ritaður, hefðu gert það að verk- um, að hann hefði rofið þögn- I ina. Hann kvað fólk af evrópskum ★ LEOPOLDVILLE: Tshombe Ka- ] ættum hafa fengið tryggingar tangaforseti og Adoula, forsætis- j fyrir framtíð sinni í Alsír, og ráðh'erra miðstjórnarinnar. hafa i sagði, að of miklu blóði hefði hafið aftur viðræður um innlimun verið úthellt í baráttunni. Katanga í Kongó, en Tshombe sleit viðræðunum á miðvikudag á þeirri forsendu, að herlögregla hans í N-Katanga hefði orðið fyrir árás hersveita miðstjórnarinnar. — Eftirlitsnefnd SÞ hefur kannað málið, og ekki orðið var við liðs- flutninga Katangamanna eða Kon- gómanna. Talið er, að skipuð verði 4 nefndir undir eftirliti SÞ, sem leggja eigi til hvernig Katanga cigi að sameinast Kongó. ★ VIENTIANE: Souvanna Phouma prins, foringi hlutlausra í Laos til- kynnti á föstudagskvöld að náðst hefði samkomulag um konungsyfir- lýsinguna, sem gefin verður út í sambandi við valdatökuna. Hlut- lausir fá 11 ráðherra af 19 í stjórn inni, 4 hægrimenn og 4 kommún- istar. Eftirlitsnefndin mun sækja kommúnistaforingjana Souphan- ouvong prins í flugvél á laugardag, en prinsinn er á Krukkusléttu. Rusk eyðir tor- tryggni Adenauers Bonn, 22. júní (NTB—Reuter) UTANRÍKISRAÐHERRA Banda- ríkjanna.Dean Rusk, og Adenauer kanzlari ræddust við í 70 minútur í dag og að þeim viðræðum lokn- um kváðust þeir vera sammála um öll mikilvæg vandamál varðandi Berlín, efnahagsbandalagið og stefnu vesturveldanna í landvarna málunum. Adenauer lagði áherzla á það, að hann væri ánægður með viðræðurn ar. Hann sagði, að senuilega vær; meira gagn af persónulegum en löngum orðsendingum. Vonandi. yrði framhald á slíkum skoðana- skiptum. Rusk lét einnig í Ijós ánægju með viðræðurnar. Háttsettir vestur þýzkir embættismenn voru við- staddir. Pólitískir fréttamenn í Bonn að skapa alúðlegri samskipti milli telja, að Rusk eigi fyrst og fremst Bandaríkjanna og Vestu-rÞýzka- lands, en nokkurrar tortryggni hefur gætt í samskiptunum. Tor- Frá Rocher Noir í Alsír berast þær fregnir, að bráðabirgðastjórn in hafi samþykkt að skrá nýliða af evrópskum ættum til þjónustu í lögreglu þeirri, sem til þessa hefur aðeins verið skipuð Múha- meðstrúarmönnum . („Force Lo- cale”). Fyrst verða 225 menn af evrópskum ættum teknir í þessa lögreglu. Þessi þátttaka evrópskra manna var eitt af skilyrðunum, er þjóðernissinnar gengu að þegar friðarsamningurinn var sam- þykktur. Skömmu eftir ræðu OAS-hers- höfðingjans Gardy sprungu fimm plastsprengjur í Óran. Einnig sprungu fimm plast- sprengjur ÍParísídagma. fyr- * LONDON: Bretar segjast ekki ir framan heimili dr Vidal nokk-1 viðurkenna kröfur FUippseyinga ti! PAUL GARDY fv. hershöfðingi SÍÐUSTU FRÉTTIR : Svo að segja samtímis því sem Gardy hélt ræðu sína varð öflug sprenging í ráðhúsinu í Óran. Loga tók í báðum álmum byggingarinnar, en slökkvilið- inu tókst að ráða niðurlögum eldsins að hálftíma liðnum. Nokkrum mínútum eftir að ræðu Gardys var lokið mátti heyra skothljóð frá miðbiki Óran. Svo virtist sem skotið hefði verið á búðir öryggisliðs ins í nágrenni hafnarinnar. urs Maquet, sem fengið hefur mörg þúsund hótunarbréf að und- anförnu. Ástæðan er sú, að hann hefur verið meðmæltur friði í Al- sír. Sex varðmenn meiddust í sprengingum þessum. Viðbúnaður Kín- verja vekur ugg Peking og London,' jláta í ljós ugg. Utanrlkisrá&uneyt- 22. júní (NTB—Reuter) I ið í London vill yfirleitt ekki láta FRÉTTUM vestrænna blaða um ' í ljós skoðun sína á fregnunum, en liðsflutninga Kínverja í Fukien í Paris er bent á, að óljóst sé hvaða liéraði, nálægt eyjunum Quemoy tilgangi liðsflutningar sem þessir og Matsu hefur verið tekið með eigi að þjóna. miklum ugg í höfuðborgum á Vest-' í París er bent á það, að ekki urlöndum, en þó eru erlendir fré .ta | sé ljóst, hvort með þessu cigi a) menn í Peking mjög í vafa urn hræða Chiang Kai-Shek svo að livort nokkur fótur st- fyrir þess- | hann þori ekki að gera innrás. cða um fregnum. . hvort samband sé á milli liðsflutn- Talsmaður brezka utanríkisráðu- ! inganna og ástandsins í innanríkis- neytisins og embættismenn í Pari i Imálum í sjálfu Kína. tryggni Adenauers stafar m. a. af stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Adenauer efar, að nokk- uð gagn sé af tilslökunum í Berlín- armálinu. Auk þess mun Rusk hafa kynnt sér hvað Vestur-Þjóðverjar álíti um endanlega aðild Breta að efna- hagsbandalaginu. Enda þótt Aden- auer lýsi yfir stuðningi við brezka aðild er ólíklegt að liann leggi öll spilin á borðið fyrr en hann heim- sækir -de Gaulle í næsta mánuði. Vandamálið í sambandi við aðild Breta er nátengt stefnu Adenauers um evrópska einingu og mikilvægi þess, að koma á bandalagi Frakka og Vestur-Þjóðverja. Á laugardag heldur Rusk og fylgdarmenn hans, sem eru átta talsins, til Rómar, og þaðan til London. E ,smáskikomþaðá aót is Leiðangur Wilson Washington, 22. júní. NTB-Reuter. Leiðangur fjögurra Banda- ríkjamanna, sem óttazt var að hefði horfið, þegar hann reyndi að klífa Gayachung Kang tind- inn í Himalayafjöllum, er kominn til Nepal, og leiðangursmönnum líður vel. Blaðafulltrúi Kennedys forseta, Pierre Salinger, skýrði frá þessu í dag. Foringi leiðangursins er dótt- ursonur Wilsons Bandaríkjafor- seta, prófessor Woodrow Wilson. Leiðangurinn fór frá fremstu bæki stöð sem hægt var að komast til, hinn 3. maí. Hann hafði mat til 20 daga, og síðan hafði ekkert frá honum heyrzt. Formannafundur FIMMTI formannafundur Kven- félagasambands íslands var hald- inn í Reykjavík dagana 5. og 6. júní, og sóttu hann fulltrúar frá 16 héraðssamböndum af 18, ásamt stjórn sambandsins. Á fundinum voru einkum rædd félagsmál og starf sambandsins, svo og möguleikar á því. að fá ráðunauta til starfa hjá Kvenfé- lagasambandi íslands og héraðs- samböndunum. Þá var ræit um sögu kvenfélaganna, serr. búið er að safna allmiklum drögum að, og lá fyrir fundinum greinargcrð um það efni, samin af raiiliþinga nefnd. Er þar einkum bent á nauðsyn þess, að sgfna frumgögn- um til sögunnar og varðveita þannig frá tortýmingu heimildir, sem sýna þátt kvenna í ýmsum þjóðfélagsmálum. Kosnar voru nefndir til ýmissa aðkallandi verk efna fyrir sambandið. Norður-Borneo. Þeir viðurkenni hvorki kröfur, sem reistar séu á fyrrverandi yfirráðum Spár.verja og Bandaríkjamanna á Sulueyjum né kröfur soldánsins af Sulu. Utn þessar mundir fara fram viðræður um sambandsríki Malaja, Singa- pore, Norður-Borneo, Sarawak og Brunei. Filippseyingar munu hafa sent nokkra hermenn til Brezku Norður-Borneo. BJÖRGUN GEIMFARA LIÐSSTYRKUR KATANGA SAMEINAST KONGÓ-HER. í sameiginlegri yfirlýsingu frá miðstjórn Kongó, undir forsæti Adoula, og Katanga-stjórn, und ir forsæti Tsjombes, segir að gerður hafi verið sáttmáli þess efnis, að hafizt verði handa um að undirbúa sameiningu allra liðssveita í fylkjunum Katanga og Kasai við hinn opinbera her- styrk Kongóstjórnar undir um- sjá Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt sáttmálanum á nefnd, skipuð þrem herforingj- um frá hvorum aðila undir stjórn TILLÖGUR um að koma á fót björgunarþjónustu fyrir áhafnir geimfara, sem hrapa til jarðar, voru lagðar fram bæði af hálfu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í fyrri viku. Tillögurnar komu fram bæði vísindalegu og Iög- fræðilegu undirnefndinni, sem starfa í umboði þeirrar nefndar Sameinuðu þjóðanna, er fjallar um friðsamlega nýtingu geims- ins. Báðar undirnefndirnar sitja nú á rökstólum í Genf. Fulltrúi Sovétríkjanna í lög- fræðilegu undirnefndinni, Grig- ory I. Tunkin, lagði áherzlu á, að alþjóðleg samvinna væri nauð synleg við könnun geimsins, eft ir þær framfarir sem orðið hefðu upp á síðkastið . Hann lagði til, að nefndin gengi frá formlegri yfirlýsingu um þáu lögfræðilegu grundvallaratriði, sem vörðuðu geiminn, og undirbyggi sáttmála um. alþjóðlega samvinnu um björgun geimfara og áhafna þeirra, þegar þau hröpuðu til jarðar. ' Bandaríski fulltrúinn, Leonard C. Meeker, var sammála um að öll ríki ættu að leggja fram hjálp sína við að bjarga geim- könnuðum, sem hrapað hefðu. Af mannlegum og vísindalegum ástæðum bæri aö fara með geim könnuði, sem vegna óheppni, slysfara eða misreiknings lentu annars staðar en ætlað hefði verið, í samræmi við fyllstu mannúðarkröfur og senda þá þeg ar í stað til þeirra stjórnarvalda, sem hefðu sent þá út í geiminn. Meeker lagði til, að samin i.yrði ályktunartillaga um hjálu til handa geimkönnuðum og skjóta heimsendingu þeirra. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1962* 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.