Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 9
K9 II - hún íia — og sinn, sem irs að fá koma til in verður ilendingar ni á að fá Renjamín Franklín hinn heimsfrœgi vitsmunamaður, skrifaði löngu fyrir dauða sinn, er standa skyldi á leg- steini hans. Hér hvilir líkami Benja- míns Franklíns, bókbindar- ans, sem er eins og gömul bók sem hefur verið rænd titli sínum og innihaldi sínu, og er með máða gyllingu og til fæðu ormunum, — — þó mun bindið ekki týnast, heldur eins og hann sjálfur heldur — einhverntíma koma aftur út í nýrri og fallegri útgáfu, endurbætt og yfirlcsin af höf- undinum. CICERÓ, Rómverjinn frægi, átti það til að vera hnittinn og beinskeyttur í tilsvörum. Eitt sinn sagði rómversk kona við hann, að nú væri hún einmitt 30 ára gömul. Já, það hlýtur að vera satt, sagði Ciceró, úr því að þú ert bú- in að halda því leyndu í 20 ár. 0 EINU sinni er Roosevelt, Stalin og Churchill hittust á ófriðartímum, sagði Banda- ríkjamaðurinn : í gamla daga þurfti pen- inga og ekkert nema pen- inga til að vinna stríð. Nú þarE fólk peninga, og tíma til að geta unnið stríð,: Þá vinnum við, sagði Chur chill, Rússar hafa fólk, þið hafið peninga og við Brelar höfum gnægð af tíma. MUSIKALSKIR ÍSLENDINGA hefur alltaf Vantað góðan skemmtistþð, þar sem hægt er að færa upp cirkusa og ýmsar úti- skemmtanir undir beru lofti á góðum stað, þar sem fjöl- skyldan getur eytt einum góðviðrisdegi og komið á- nægð heim að kvöldi. Því miður gegnir okkar TIvolí alls ekki þessari skyldu sinni, til þess er landrýmið allt of lítið og fábreytt skemmti- atriði á boðstólum. Þar ber meira á ryki og möl heldur en fallegum grasblettum og trjám. Þar er enginn salur til að færa upp almennileg- ar skemmtanir. Við birtum núna mynd í opnunni af heimsfrægu skemmtiatriði, öpum, sem leika ýmsar kúnstir, undir stjórn leiðbeinanda síns. Það er víst, að íslenzkum börnum þætti eins gaman að þeim og iyr^g/ri kynslóðinni erlendis, en hvar gætu þeir sýnt? KENNINGIN UM ADAM OG EVU HEFUR verið tekin út úr nýútkominni biblíu í Englandi. Þetta er skýrt þannig í formála að útgáfunni, sem er vísindaleg, — að kenn- ingin um Adam og Evu samræmist alls ekki nútíma þroska manna . . .og því er henni fleygt. ÞESSI vísindalega biblía cr unnin af dr. Brian Pampil, sem er prófessor við háskól- ann í Durham og virkur með- limur ensku ríkiskirkjunnar. Hann hefur útskýrt þessa gerð sína þannig, að við vinn- una við hina nýju biblíu hafi það verið hans kappsmál að hin nýja útgáfa gæti gefið vísindalega og rétta mynd af hinni fyrstu sköpun án þess að brjóta í bág við kenninguna í 1. Mósebók. Biblía Pampils byrjar á þennan hátt: í upphafi hugsaði guð ráð til hinnar fyrstu sköpunar. Guð sagði: Lát efnið og aflið mynda frumagnir, og lát frum agnirnar sameinast og þjappa sér saman, svo að þær geti myndað heilstéypta líkama, og lát stjörnur og plánetur myndast í milljónatali. Og það varð. Dr. Pamplin, sem er 29 ára gamall, útskýrir síua sköpun- arsögu á þennan hátt: Það þarf ekki að vera ósam- ræmi milli sannleikans í Mósebók og á þess sannleika, sem þróunin hefur slegið föstum. Grundvöllur sköpun- arinnar er sá sami í 1. Móse- bók og í biblíu nútíma þróun- ar. Og um sköpun hins íyrsta manns og hinnar fyrstu konu, stendur svo í vísinda- legu biblíu dr> Pampils: Þannig þroskaðist mann- veran, karl og kona, allt irá þeim dýrum, sem stóðu við hægri hönd drottins. Búizt er við að þessi vís- indalega biblía dr. Pampils muni mæta geysilegum and- mælum meðal leikra og lærðra í Englandi og jafnvel víðar. Garðarósir - Garðarósir Klifurrósir — Rósarunnar — , Alls konar f jölær blóm — Sumarblóm. Steinhæðajurtir Fossvogi — Sími 23632. Gróðrasföðin Sólvangur Sendum um allt Iand. SKÓR Á BÖRN og UNGLINGA. margar gerðir. Terelyne buxur á telpur og drengi. Regnföt fyrir börn. Verzlunin MIÐHÚS Vesturgötu 15. SfLD SÍLD Vanar síldarstúlkur vantar mig strax og síldveiði hefst til Siglufjarðar, Raufarhafnar og Vopnafjarðar. Upplýsingar í síma 34580. GUNNAR HALLDÓRSSON. Síldarstúlkur Óskast til Ásgeirsst'ðvar á Siglufirði, Óskars- stöðvar á Raufarhöfn, og Haföldunnar Seyðis firði. Upplýsingar gefnar í síma 12298. Ólafur Óskarsson, Engihlíð 7. BRafsuðuþráður Rafsuðuvélar Rafsuðutæki - Yélsmiðjan Héðinn hf. hefur tekið að sér um- fooð fyrir dönsku ESAB verksmiðjurnar. Fyrirliggjandi í smásölu og heildsölu alls konar tegundir af rafsuðuþræði og rafsuðu- tækjum frá þessum viðurkenndu framleiðend um. Kynnið yður verð og g£eði. = HÉÐ9NN Áskriftarsíminn er 14901 JB ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1952 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.