Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 11
'ÁíÞÝðUbCAÐID - 23. jöhí 1962 Myndin er af farþegranum, sem er að fara í 210. ferðina með Hafn- arfjarðarstrætó. Ferðir til Hafnar og Hafnarfjarðar Beðið komu sérfræðinga LT ÓBREYTT í GUFUNESI EINS og við greindum frá jfluttur inn í vélasal í Áburðar- gær, hefur Áburðarverksmiðjan verksmiðjunni. Hann hefur ekk- nú stöðvast, vegna þess, að spólá ert verið tekinn í sundur, það brann yfir í spenni þar sl. þriðju bíður sérfræðingsins. Fundið var dag. Ekki er enn hægt að segja út með mælingum hvar bilunin um hversu miklum töfum þessi var. BRUNAVAEÐAFELAG Reykja víkur er að fara af stað níeð ferðahappdrætti. Vinningarnir eru margir og mismunandí eða allt frá fcrð til Kaupmaníiahafnar og heim aftur, að 210 ferðum með strætisvögnum Hafnarfjarðar. Á- góðanum, sem verður af happ- drættinu, á að verja til að taka á móti brunavörðum frá Norðurlönd um, en hugmyndin er, að þeir Flís fór í augað Hvolsvelli, 22. júní. í GÆR varð það slys hér á Hvolsvelli, að stálflis fór í aug-! að á ungum manni, sem þar var við vinnuna. Maöurinn heitir Er- lingur Ólafsson. Hann var þegar! í stað fluttur til Reykjavíkur og[ lagður inn á Landsspítalann í Reykjavík. < * S N S S s * \ s s 1 s < s s s k N s s $ s * * $ s s s s komi hingað á brunavarðaþing árið 1965. Brunaverðir ræddu við frétta- menn fyrir nokkrum dögum og sögöu frá fyrirætlan sinni. Þeir hafa í huga að „fara út” á slökkvi liðsbifreið og í öllum herklæðum á morgun og selja happdrættis- miða og ef til vill næstu sunnu- daga, ef vel gengur. Brunaliðsmenn eiga von á nýj- um brunabíl til landsins. Er hann af Ford-gerð og fullkomnari að gerð en aðrir þeir slökkvibílar, sem hér eru. Brunaliðsmenn skýrðu frá því á fundinum með fréttamönnum, að þeir hefðu sótt þing brunavarða á Norðurlöndunum, en það væri dýrt að halda slík þing og íslend- ingar hefðu ekki fram til þessa séð sér fært að standa fyrir því fyrirtæki. Það væri þess vegna, sem brunaverðirnir hæfu fjár- söfnun sína svo snemma eða fyrir þing, sem halda á eftir þrjú ár, en þá vonast þeir til, að nýja slökkvistöðin verði risin af grunni. Nýja slökkvistöðin á að standa við Reykjanesveg. ______ bilun veldur, en von er á . sér- fræðingi hingað um helgina og mun þá væntanlega verða hægt að segja til um hversu langan tíma viðgerð tekur. Spólan, sem brann yfir er í spenni, sem notaður er til að lækka 34 þúsund volta straum nið ur í 4160 volt. Slíkir spennar eru fremur sjaldgæfir hér á landi, þar eð venjulegra er að háspennu straum sé breytt niður í 6 þús. volt. í þessum spenni eru þrjár spól- ur og hver þeirra tvöföld, í þeirri ytri er háspenntur straumur, en lágspenntur í þeirri innri. Sennilega hefur svo einangrun á annarri hvorri spólunni bilað og skammhlaup orðið á milli. þeirra. Á sunnudag kemur hingað til lands sérfræðingur frá fram- leiðendum spennisins og mun hann þá væntanlega kveða upp ■úrskurð um það, hvort hægt sé að gera við þennan spenni eða hvort fá þurfi nýjan. Spennirinn hefur nú verið HUHUHMMMMMHHtHMM' L Gufunesi eru nú til nokkrar birgðir af áburði, en ekki er tal- ið ósennilegt að flytja þurfi inn nokkuð magn af áburði fyrir seinni sláttinn, ef ekki rætist úr(senda flota sinn hin&aff a veiðar. þessu innan skamms. __________________________________ 66,000 mál Framhald af 1. síðu. Ægir og Johan Hjört fóru inn til Siglufjarðar í morgun og ætla fiskifræðingarnir að bera saman bækur sínar áður en Johan Hjört fer aftur til Noregs 1. júlí. Rúss- neskt rannsóknarskip verður og á Siglufirði, og munu Rússarnir sitja á ráðstefnu með fiskifræð- ingunum. Eins og kunnugt er af fréttum, höfðu Rússar ákveðið að taka ekki þátt í veiðunum fyrir Norður- landi, en fyrir nokkru snérist þeim hugur, og báðu þeir um að fá að sitja þennan fund. Aðeins eitt rússneskt síldarskip hefur sést á miðunum, en útlit er nú fyrir, að Rússarnir ætli nú að' Iþróttafréttamenn Frh. af 10 slðn urðu umræður allfjörugar um þetta mál. Fjórða umræðuefnið var „Eru Norðurlandaíþrótta- menn vinsælir um öll Norður- lönd.” Framsögumaður var Stig Haeggblom frá Finnlandi. Síðasta framsöguerindi móts- ins flutti Sigurður Sigurðsson og fjallaði það um þjóðarremb ing og íþróttafréttamennsku. Eins og áður sagði, verð'a þessum erindum gerð nánari skil síðar, en þau voru öll hin fróðlegustu og margt af þeim að læra. ^Vuk þessara um- ræðna var rætt um tilboð frá Caltex-olíufélaginu sænska um að gefa „íþróttamanni Norðurlanda” ár hvert heiðurs laun, olíufélagið bauðst til að borga brúsannj ef íþróttafrétta menn veldu manninn. Þessu tilboði var hafnað', þar eð hér væri um auglýsingabragð að ræða, en' hins vegar fékk það hljómgrunn, að íþróttafrétta- menn veldu árlega afreksmann og verðlaunuðu úr eigin sjóð- um, og þessu efni vísað til liinna ýmsu félaga til sam- þykktar. Fundarstjórar á þessu Norð- urlandamóti voru Sven Ek- ström, Svíþjóð, og Evald An- dersen, Danmörku. Heiðursgestur var Benedikt G. Waage, forseti íþróttasam- bands íslands. Samtök íþróttafréttamanna sáu um mótið, formaður er Atli Steinarsson, eins og áður getur. Með honum eru í stjórn Frímann Helgason og Orn Eiðsson. Sérstök undirbúnings nefnd sá um allan undirbún- ing og framkvæmd m'ótsins, en í henni áttu sæti: Sigurður Sigurðsson, formaður, Atli Steinarsson og Einar Björns- son. Mót þetta var mikið fyrir tæki og ofviða svo fámenfium félagsskap, aðalfélagar eru að eins sex, svo eru nokkrir auka félagar skráðir. Ýmsir aöilar réttu þessum fámenna hópi hjálparhönd og studdu með ráðum og dáð. — Fyrst ber að nefna mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- son og borgarstjórann í Rvík, Geir Hallgrímsson. Síðar mun- um við geta um hina ýmsu að- ila aðra, sem áttu mikinn þátt í því að gera mót þetta á- nægjulegt og lærdómsríkt. NIKULA Kauhava, 22. júní. NTB-FNB. Á móti hér í kvöld setti hinn frábæri finnski stangar stökkvari Pentti Nikula nýtt heimsmet, stökk 4.94 m. Þetta er 1 cm. betra en ó- staðfest heimsmet Banda- ?.-íkjatnannsfUs Dave Tork. Fyrir nokkrum dögum stökk Nikula 4,94 m. en það afrek ver.,ur ekki staðfes. þar sem stöngin fylgdi á eftir honum í gryfjuna. f % Þessi mynd var tekin í vélasal Aburðarverksmiðjunnar í gærdag. A henni sést spennirinn sem valdið hefur því að verksmiðjan er nú ó- starfhæf. Það var fremsta spólan, sem skammhlaupið varð í. mwwwv>wv»vvwwww ,That thykir' Framh. af 1. síðu ur ágætra landsmanna — nefni- Iega Norðmanna. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær. Það er ekki fyrr en í lok frá- sagnar Arbeiderbladets, sem mál- ið verður dularfullt. í enda frétt- arinnar er nefnilega hnýtt eftir- farandi setningu (og birtum við hana stafrétt): „Thad thykir ekki fint ad skreyta sig med stolnum fjödrum nema tha i Noregi." Tilkynning Nr. 5/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið, að verð hverrar seldrar vinnustundar hjá bifreiðaverkstæðum megi hæst vera, sem hér segir: Dagvinna: Eftirvinna: Næturvinnaa Sveinar ................. kr. 48.20 kr. 75.00 kr. 90.62 Aðstoðarmenn ............ — 40.90 — 59.70 — 72.70 Verkamenn ............... — 40.25 — 58.75 — 71.55 Verkstjórar ............ — 53.05 — 82.50 — 99.70 Söluskattur er innifalin í verðinu og skal vinna, sem C9f undanþegin söluskatti, vera ódýrari sem því nemur. Reykjavík, 22„júní 1962. L Verðlagsstjórinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.