Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 15
C> 0 c> að stytta okkur stundir við. Hreinsaðu nú byssuna og gættu hennar vel. Þið þarfnist bæði hvildar". Bond gekk upp stigana, opn- aði herbergi sitt og þegar hann var kominn inn læsti hann vand lega á eft.ir sér. í gegn um gluggatjöldin barst tunglskinið í herbergið. Hann kveikti á nátt lampanum hinu megin í her- bergið og fékk sér steypibað. Hann hugsaði um það hvað laug ardagurinn 14. hefði verið miklu atburðaríkari, en föstudaginn 13. Hann burstaði í sér tennurnar til að ná óbragði dagsins úr munninum. Síðan slökkti hann ljósið og fór aftur inn í svefnher bergið. Bond dró aðra gardínuna frá og opnaði gluggana upp á gátt og stóð og horfði út. Það var dá samlegt að láta svalan nætur- gustinn leika um nakinn lík- amann. Hann leitt á úr sitt. Klukkan var tvö. Hann geispaði og dró glugga- t.iöldin aftur fyrir. Hann beygði sig niður til áð slökkva á nátt- lampanum. Allt í einu stirðnaði hann upp og hjarta lians tók kipp. Hann hafði heyrt óstyrk- an hlátur úr liinum enda her- bergisins. Stúlkurödd sagði: Veslings, Bond. Þú hlýtur að vera þreyttur, komdu í rúmið. 20. kafli. SVART Á BLEIKU. Bond snéri sér eldsnöggt við. Hann leit á rúmið, en sá ekki glóru, af því að hann hafði ver- ið að glápa á tunglið. Hann kveikti aftur á fölbleiku ljósinu við rúmið. Það var langur lík- ami undir rekkjuvoðunum. Brúnt hár flóði um koddann. Það sást í fingurgóma, sem héldu sænginni yfir andlitið. Brjóstin gnæfðu upp eins og snævi þakt- ir hólar. Bond liló lítið eitt sem snöggv ast. Hann beygði sig fram og tog aði í hárið. Mótmæla skrækur heyrðist undan sænginni. Bond settist á rúmstokkinn. Eftir augnabliksþögn var annað sæng urhornið fært varlega til hliðar og eitt blátt auga skoðaði hann. „Þú lítur ósæmilega út“, heyrð ist muldrað undir sænginni. „En hvað um þig? Hvernig komstu hingað?“ „Ég gekk bara niður tvo stiga. VI [) FRÁ SOVÉT Ég bý hérna nefnilega líka“. Röddin var djúp og ertnislega. Hún hafði næsjum -engan mál- hreim. „Jæja, ég ætla að koma mér í rúmið". Nú færðist sængin niður að höku, og stúlka reis upp við dogg. Hún roðnaði. „Ó, nei. Það máttu ekki“. „Þetta er þó mitt rúm. Og þú moira að segja sagðir mér að koma“. Stúlkan var ótrúlega lagleg. Bond skoðaði andlit hennar ná- kvæmlega. Hún hélt áfram að roðna“. „Ég sagði si svona, til þess að láta vita af mér“. „Einmitt það. Gaman að hitta sig. Ég heiti James Bond“. „Og ég heiti Tatiana Roman ove.” í mið a-inu í Tatiana og fyrra a-inu í Romanova dró hún seiminn. „Vinir mínir kalla mig Taniu“. Það var þögn og þau horfðu hvort á annað. Stúlkan var for- vitnisleg á svip og eins og henni liði betur. Hann var kaldur og rólegur. Hún varð fyrri til að rjúfa þögnina. „Þú ert alveg eins og myndirnar af þér“, hún roðnaði aftur. „Þú verður að fara í eitt hvað. Þetta æsir mig“. „Þú æsir mig alveg jafn mik ið. Þetta er eðlið. Það mundi lagast ef ég kæmi upp í til þín. Heyrðu annars, í hverju ertu?“ Hún dró snægina aðeins neð ar, þannig að sást í mjóan flau elisborða, sem hún var með um hálsinn. „Þessu“, sagði hún. Borid leit í stríðnisleg bláu augu hcnnar. Það var eins og bau spyrðu, hvort þetta væri ekki rióg. Hann fann að hann var að missa stjórn á sér. „Tættu nú, Tania. Hvar eru fötin þin? Komstu kannske svona niður í lyftunni?" „Nei, nei. Það hefði verið ó- sæmilegt. Fötin eru undir rúm inu“. „Jæja. ef þú heldur að þú kom ist út héðan án . . . ", Bond hætti í miðri setningu. Hann stóð upp af rúminu og fór að klæða sig í blá silki náttjakk ann, sem hann svaf vanalega í, í stað náttfata. „Það sem þú lætur liggja að finnst mér mjög ósæmilegt“. „Já, finnst þér það ekki”, sagði Bond hæðnislega. Hann kom aftur að rúminu og dró stól að því. Hann brosti til hennar. „Ég skal segja þér eitt, Þú ert einhver fallegasta kona í heimi“. Stúlkan roðnaði aftur og leit á hann, alvarleg á svip. „Ertu að segja satt?. Mér finnst ég vera of munnstór. Er ég eins falleg eins og stúlk- ur á vesturlöndum? Mér var einu sinni sagt að ég væri lík Gretu Garbo. Er það satt?“ „Enn þá fallegri, en hún“, sagði Bond. „Það er bjartara yf ir andliti þínu. Og þú ert ekk- ert of munnstór. Hann er alveg mátulegur. Fyrir mig að minnsta kosti“. „Hvað sagðirðu „bjartara yfir andliti mínu?“ Hvað áttu við með því?“ Bond átti við að sér fyndist liún ekki líta út eins og rússnesk ur njósnari. Hana vantaði kuld- ann og nákvæmnina. Honum virtist hún hjartaheit og fjörug. Það skein eiginlega út úr augum hennar. Hann leitaði eftir ein- liverju til að segja. „Augun í þér eru lífleg“, sagði hann án mik- illar sannfæringar. Tatiana varð alvarleg á svip. „Það er einkennilegt“, sagði hún. „Það er ekki svo mikið líf og fjör í Rússlandi. Þetta hefur enginn sagt við mig áður“. Fjör? Henni varð hugsaði til siðustu tveggja mánaða. Hvern- ig gat það átt sér stað að hún væri lífleg. Og samt, þá var henni óneitanlega dálítið hlýtt um hjartarætumar. Var hún laus lát að eðlisfari, eða hvað? Eða stóð þetta í einhverju sambandi við þennan mann, sem hún hafði aldrei séð áður. Var þetta léttir vegna þess að þetta hafði allt reynst mikið auð veldara enn hana hafði dreymt um? Hann gerði þetta svo auð velt, — svo skemmtilegt, en þó var þetta hættulegt. Mikið af- skaplega var hann laglegur. Hann var svo hreinlegur líka. Mundi hann fyrirgefa henni þeg ar þau kæmu til London og hún segði honum alla sólarsöguna? Segði honum að hún hefði ver- ið send til þess að draga hann á tálar. Hefði vitað herbergisnúm erið og allt mögulegt? Honum mundi sennilega standa nokkurn veginn á sama. Honum yrði ekk ert mein gert. En þetta var eina leiðin til að komast til Englands. „Lífleg augu“. Hvers vegna gat það ekki staðizt? Það var dá- samlcg tilfinning að vera ein með þessum manni og eiga ekki refsingu yfir höfði sér fyrir bragðið. Þétta var alveg óskap- lcga sp'cnnandi. „Þú ert afskaplega laglegur”, **> * sagði hún. í huga sér leitaði hún eftir samanburði, sem gleddi hann. „Þú ert eins og amerísk- urkvikmyndaleikari". Hún hrökk við, þegar hún sá hvernig honum varð við þessa gullhamra. „Guð almáttugur. Það er nú held ég það versta sem hægt er að segja um nokk- urn mann“. Hún flýtti sér að bæta úr þessu broti sínu. Einkennilegt að þess- ir gullhamrar skyldu ekki 'falla honum í geð. Var nokkur mað- ur til á vesturlöndum, sem ekki vildi líta út eins og kvikmynda leikari? „Ég var að skrökva", sagði hún. „Ég hélt, að þú hefð-’ ir gaman af að heyra þetta. Þú lítur alveg eins út og eftirlætis söguhetjan mín. Hann er í bók eftir Rússa, sem heitir Lemon- tov. Ég segir þér frá honum ein hvern tíma seinna“. Seinna? Nú fannst Bond kominn tími til að láta til skarar skríða. „Heyrðu mig nú, Tania“. Hann reyndi að horfa ekki á undur fag urt andlitið ó koddanum. Hann horfði á hökuna á henni. „Nú skulum við hætta þessum bjálfaskap og láta alvöruna ráða. •Hvað gengur eiginlega á? Ætl- arðu þér að fara með mér til Englands?" hann horfði nú í augu hennar. Þáð hefði hann ekki átt að gera. Þau voru glennt upp og ofur sakleysisleg. „Auðvitað”. Bond brá við það, hversu hrein skilin hún var. Hann leit á hana grunsamlega. „Ertu alveg ákveð in í því?“ | „Já“„ Nú var hún alvarleg ái svip. Það var ekkert daður leng ur í svip hennar. „Þú ert ekki hrædd?“ Hann sá skugga líða yfir and- lit hennar. En hann var ekki þájð sem bann hélt, að hann vaéri. Hún hafði munað eftir, að hurt þurfti að leika hlutverk. Hún íjjjti að vera hrædd við það, sem hún. var að gera. Dauðskelkuð. Það hafði hljómað svo einfalt að eiga að leika, en nú var það erfitt. En hvað þetta var einkennilegt; Hún ákvað að fara bil beggja. „Jú, ég er hrædd. En ekki svo mjög nú orðið, Þú verndar mig. Ég vissi, að þú mundir gera það . . “ „Já, auðvitað geri ég það“. Bond hugsaði til skyldfólks henn ar í Rússlandi. Hann losaði sig fljótlega við þá hugsun. Hvað yar hann að gera? Reyna að telja hana ofan af því að koma? Hann lokaði huga sínum fyrir afleið- ingunum, sem hann ímyndaði sér. að allt þetta mundi hafa fyr ir liana. „Þú þarft engar áhyggj ur að hafa. Ég skal passa þig“. Og nú var það spurningin, sem. hann hafði verið að veigra sér við. Hann fann til hlægilegrar feimni. Stúlkan var á engan hátt lík því, sem hann hafði búizt við. Það eyðilagði allt að spyrja spurningarinnar. En það varð að gerast. „Hvað um vélina?“ Já. Það var eins og hann hefði gefið henni utan undir. Það vár sársauki í augunum og hún virt ist að því komin að tárast. TIL HAMINGJU MEÐ OAGINN, SIR NÝLEGA hélt Harry S. Truman fyrrum Bandaríkjaforseéi upp 3 78 ára afmæli sítt, í Kansas City í Bandaríkjunum. Þang -að voru m. a. boðnir nokkrir erlendir stúdentar, sem eru við nám í Kansas háskóla. Sá, sem þarna *r að óska Trutnan til hamingju, er íslenzk- ur og heitir Viihjálmur Lúðvíksson. Hann er að nema efna- verkfræði við Kansas háskóla. Vilhjálmur er sonur Lúðviks A. Jóhannessonar og konu hans, og er héðan úr Reykjavík. ALÞÝOUBLftÐID - 23. júní 1962 *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.