Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 4
Reykjavík er fyrst og fremst höfuðborg íslendinga. Örskammt virðist þess að bíða, að hún nái þeirri íbúatölu að komast í tölu STÓRBORGA, eins og það hug- tak er skilgreint á alþjóðavísu. Reykjavík verður þegar af þessari ástæðu aldrei talin HAFNARBORG. En hitt orkar ekki tvímælis, að starfsemi Keykjavíkurliafnar hefur ávallt haft mikilvæg áhrif á lífsbaráttu borgaranna. Á þetta jafnt við þann tíma, er fátækir fiskimenn ýttu frumstæðum fleytinn úr vör tií að afla sér og sínum lífsvið- urværis, þar til íslenzkir og er- lendir sjómenn sigla í höfn á ný- tízkulegum fiski- og flutninga- skipum og fá þar afgreiðslu traustra og reyndra hafnar- •verkamanna. Sú saga verður ekki rakin hér, en á það vill blaðið henda, að þáttaskil urðu í þeim málum, er varða aðbúnað hafnarverka- xnanna hinn 1. maí sl. Þennan dag hófu hinar svonefndu „HAFNARBÚÐIR” starfsemi sína og tóku við hlutverki gam- als og hrörlegs verkamanna- skýlis. Eg minnist þess vart, að hafa séð nútímann þoka fortíð- inni til hliðar með meiri glæsi- brag í bessu bæjarfélagi. Hafnarbúðir myndu hvar sem er sóma sér meðal betri hótela. Þar eru rúmgóðir veitingasalir, snyrtileg gistiherbergi ásamt skemmtilegri setustofu. Auk þessa hafa verkamenn aðgang að rúmgóðum biðsal á götuhæð, böðum og geymsluhólfum. Vin- sældir staðarins hafa þegar komið í l.jós. því að hann er þeg- ar orðinn langstærsti matsölu- staður bæjarins, og snæða þar stundum hátt á fjórða liundrað manns liádegisverð. Albýðnblaðið hafði áhuga á að kynna sér, hvaða ástæður væru þess valdandi, að staðurinn væri svo effirsóttur, er raun ber vitni. Með v'ðtöJum við allmarga við- skiptavini Ifafnarbúða, sem auk verkamanna eru snttar af iðnað- armönnum, skrifstofumönnum og öðrum bæjarbúum, virtist á- vallt koma fram sama svarið : „Hér fáum við mjög vel fram- reiddan mat á 20-50% lægra verði en á hliðstæðum stöðum. Ilans neytum við í björtum og snvrtilegum húsokynnum. Hér er fljót afgreiðsla og einslaklega prúðmannleg fyrirgreiðsla þjón- uátufólksins.” stöðumaðurinn, „að veita ge^tum staðarins góðan mat, nægan mat og á eins vægu verði og frekast er unnt.” Eftir að hafa litið yfir troð- fullan salinn af verkamönnum og öðru starfandi fólki og snætt með því hádegisverð, var blaða- maðurinn ekki í neinum vafa um, að Haraldi hafi vel tekizt með ásetning sinn varðandi gæði og magn þess, er fram var reitt, enda greinilegt, að fært fólk hafði lagt þar hönd að verki. — Blaðamaðurinn var eðlilega mjög ánægður yfir þessari stáð- reynd, því að maturinn ér manns ins mcgin, en hið lága verðlag olli honum miklum bollalegg- ingum. Þegar Haraldur Hjálmarsson var inntur eftir þessu atriði, benti hann á, að ekkert leynd- armál væri, að hann njóti ákveð- inna sérréttinda frá Reykjavík- urborg, enda hafi þeim samn- ingum verið lýst af borgarstjóra við vígslu hússins. Borgin reisti og á húsið, en lætur Haraldi það í hendur leigulaust. Sama er að segja um meginhlutann af liúsgögnum, cldhúsáhöldum og öðru því, sem í húsinu er. Það var bæði forstöðumannin- um og borgaryfirvöldum ljóst, að taprekstur yrði á sumum þátt- um starfseminnar, svo sem böð- unum, geymsluskápum og bið- sal verkamanna. „Vm reksturinn á vcitingasal og gistiherbergjum er hins veg- Framh. á 14. síðu Háa tvödálka myndin 'er af Skafta Skaftasyni, liús- og baðverði í Hafnarbúðum. Hinar myndirnar eru teknar L matmálstíma á sama stað. Auðséð er að margir hafa hug á að fá sér máltíð á hinum vist- lega matsölustað, enda munu á fjórða hundrað manns hafa borðað þarna á einum og sama degi. Blaðið sá því ástæðu til að kynnast málinu frá sjónarhóli fórstöðumannsins, Haraldar Iijálmarssonar. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, 47 ára að aldri. Matreiðslustörf á sjó hóf hann árið 1929 á gamla Gullfossi og var síðan í þjón- ustu Eimskips, Kveldúlfs og Bæjarútgerðarinnar, nær frá upp hafi liennar, þar til hann tók við rekstri verkamannaskýlisins ár- ið 1958. Haraldur segist líta svo á, að hann hafi skyldur gagnvart við- skiptavinum -sínum, eins og hver annar veitingasali, en auk þess sérstaklega gagnvart borgar- félaginu, en á réttarsam- band hans við borgar- stjórnina verður drepið síöar. „Höfuðskylda mín er,” segir for- 4 23. jání 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ «*> i .. • • ■ UIVJ/I .wv ■*. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.