Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 8
Nemendurnir á Redhill — cinkaskóla fyrir stúlk- ur í Jóhannesarborg, — gerðu fyrir skömmu upp- reisn. Þær neituðu að klæðast lengur hinum formföstu skólabúning- um, en það eru kringlótt- ar húfur, röndóttir jakk- ar, skyrtur með bindi, svartir sokkar og svört pils, og svo svartir þung- ir skór með snæri yfir ristina. Og — þær unnu stríðið á móti yfirvöldunum í skólanum. Aðferðin til vinnings var einfaldlega, sú, að þær skrópuðu stöð- ugt í skólanum, þar til forstöðukonan hafði skrif- að undir fyrirmæli, sem gerðu stúlkunum heimilt ' að klæðast venjulegum drögtum og pilsum, og að þær fengju að vera í silki sokkum og ganga í ný- tízku skóm með háum hæl. Þessi bylting var, eins og sjá má á myndinni, til mikilla bóta, og þessi ný- tís&u fatnaður stingur mjög í stúf við hina gömlu formföstu búninga sem fyrir voru. — En samt hafa risið upp einstaka raddir sem bent hafa á, að gamli hátt urinn sé alþýðlegri og ó- dýrari, því að allir bún- ingarnir séu eins. Þessar ungu stúlkur virðast hafa gert meira en að ráðstafa nýjum búningi sér til handa, því að nú er komin á stað hreyfing á meðal ýmsra skóla um nýja skólabúningp, — og meira að segja einn há- skólinn hefur pantað nýja og alveg hæstmóðins skóla búninga frá París, eða hvorki meira né minna frá hinum fræga DIOR. HÚN er aðeins 24 ára gömul, en þó hefur hún nú þegar lagt allt Svíaríki að fót- um sér, sérstaklega yngri kyn- slóðina og margt af hinu eldra fólki, svo vel syngur hún. Þessi stúlka heitir Lill Babs. Þessi söngkona sem fyrir nokkrum árum var meðal óþekktra skemmtikrafta í Sví- þjóð, er nú orðin eftirsótt sem skemmtikraftur á alþjóða- vettvangi. Þrisvar sinnum sama kvöldið sá ég hana leika og syngja sama atriðið, atriði, sem gæti fengið hvern einasta skemmtikraft til þess að verða gráan af öfund. Hvernig fá Svíar hugkvæm- ni til þess að færa upp slíkt atriði sem þetta, jafn sniðugt með aðeins ómenntaðri stúlku? — En hvernig fer stúlkan að því að töfra svona áheyrendur? Klukkan 18, er Lill Babs langt frá því að vekja hina minnstu eftirtekt. Nýi sport- bíllinn hennar stendur fyrir utan skemmtistaðinn. En i búningsherberginu situr hún í venjulegri blússu og pilsi ir.eð hárið flaksandi í allar áttir. Hún er dálítið hás, svöng. Einn af bezt’<; sjónvarps- leikstjórum Svía, Karl Haskel, sem hefur alveg eftirlit með Lill og sér um öll hennar hlut- verk kemur inn með heitan mat í pappaöskju handa henni Hún fer að ferðatösku sinni og dregur þar upp hitabrúsa og mataráhöld úr plasti. Það er ekki furða þótt áhorfendurnir hrífist af Li sér til þess með því að koma fram í salinn og synj faðma karlmennina að sér. Hérna er hún að skjalla < er alveg kominn sjöunda himinn. ekið til Gautaborgar í skyndi, þar sem Lill skemmti aftur 1500 manna hóp. — Á báðum stöðunum sló hún í gegn. Lill Babs er frammi á svið- inu að jafnaði 34 hluta hverr- ar sýningar og alltaf beinast athygli allra að henni. Hún hefur næmt eyra fyrir músík, takt hefur hún eins og jazz dansari liðugheit eins og akropatikdama, kímni eins og revíuleikkona. Fyrir mánuði síðan var stofnaður í Svíþjóð Lill Babs klúbbur. Hann hefur nú þegar 12 þúsund meðlimi. LILL BABS er þegar orðin fræg, e'n leikstjóri hennar er alveg viss um það að hún eigi eftir að verða ennþá frægari Hann spáir ..ð hún eigi eftir að verða heimsfrægur skemmtikraftur, — hún hefur það í sér — segir hann. Liíl hefur nú þegar borizt freist- andi tilboð frá bandariska sjónvarpinu um að koma og leika þar, en hún hefur orðið að hafna því, enn er nóg að gera heima í Sviþjóð. — brátt mun þó svo fara ;.ð einhver risafyrirtæki 'vnr vestan tiaf geri svo góð ’.iíboð að þeim verði ekki neitað — Lill er væntanleg til Ðanmerkur í september, og þar mun hún skemmta á ýmsum beztu skemmtistöðum Dana og einn- ig koma fram í sjónvarpi. Hvernig væri anns Lill Babs til að íslands áður en hv orðin svo fræg að ís hafa ekki lengur efi hana til landsins? Lill er falleg Lill er töfrandi — Jú, ég er hás, segir hún. Þess vegna fór ég 'íka til læknis. Hann skoðaði mig alla hátt og lágt. Hann sagði að við værum öll hás, ef við værum búinn að syngja fjóra til fimm klukkustundir á dag — það var það eina sem hann gat sagt. Simon Brehem, sem er allt milli himins og jarðar og þar að auki framkvæmdastjóri Lill Babs kom inn og taiaði við stjörnuna. Brehm sem hefur stutt I.ill á alla vegu, er maðurinn á nak við hana, ef svo mætti að orði komast. Hann sér um það að enginn gleymi því að Lill Babs er stjarna. Hann sá einnig um að hún varð stjarna. Líll Babs er sparsöm og tekur tilboðum, sem sænskum fram leiðendum þykja alls ekki há, 1200 krónur sænskar fyrir atriðið. — Ég vil gjarna koma aftur. Við tökum þessu öllu með ró, __ er það ekki Símon. Kannski er það þess vegna sem okkur hefur vegnað svona vel hingað tiL Bengt Hallberg, eirin af fær- ustu píanóleikurum Svía og tónskáld, er við hljóðfærið til aðstoðar Lill þegar hún er að skemmta. Jonny Brud- vík er líka með til hjálpar og ráðlegginga. Ein stúlka og fjórir karlmenn um eitt skemmtiatriði sem stendur í 58 minútur. Og bak við tjaldið eru ennþá fleiri. Að öllum meðtöldum. munu vera eitt- hvað um 12 manns á bak við sem einungis hafa það á hendi að hjálpa stjörnunni Lill Babs. Á hverju kvöldi skemmta þau þúsundum manna. Eitt /kvöldið skemmti Lill 1200 manns i Boras Folkepark. Að skemmtuninni þar lokinni var 8' 23. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.