Alþýðublaðið - 27.06.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 27.06.1962, Page 15
1 í> C> 0 í> frásovét Bond stóð yfir henni. Var sekt í andliti hennar, eða ótti? Nei, aðeins undrun og kuldi, eins og í hans eigin andliti. „Heyrðu nú, Tania“, rödd Bonds var kuldaleg. ,,Það hefur dálítið komið fyrir. Ég verð að skoða í töskuna og sjá, hvort vélin er þar“. Hún sagði kæruleysislega: „Taktu hana niður og skoðaðu." Hún skoðaði hendurnar í kjöltu sinni. Svo að nú var það að ger ast, þetta, sem forstjórinn hafði talað um. Þeir ætluðu að taka vélina og fleygja henjii sjálfri síðan á haug, jafnvel láta setja hana af lestinni. Ó, guð. þessi maður ætlaði að gera henni þetta. Bond tók niður þunga. tösk- una og setti hana á sætið. Hann opnaði rennilásinn og horfði of an í töskuna. Jú, grálakkað málm hylki með þrem röðum af tökk- um, lálítið svipað ritvél. Hann snéri opinni töskunni að henni. „Er þetta Spektor?" Hún horfði kæruleysislega of an í töskuna. „Já“. Bond lokaði rennilásnum aft- ur og setti töskuna upp á hill- una aftur. Hann settist við hlið stúlkunna. „Það eru þrír MGB menn í lestinni. Við vitum, að það eru mennirnir 3, sem komu til aðalstöðva þinna á mánudag. Hvað eru þeir að gera hér, Tan- ia.?“ Rödd Bonds var blíð- leg. Hann horfði á hana, leit- aði á henni með öllum skilning- arvitum sínum. Hún leit upp. Það voru tár í augum hennar. Voru það tár barns, sem komizt hefur upp um? En það var enginn vottur sekt- ar í andliti hennar. Hún virtist aðeins dauðskelfd við eitthvað. Hún rétti fram hönd sína og dró hana síðan til sín aftur. „Þú ætlar ekki að fleygja mér af lest innj núna, þegar þú ert búinn að fá vélina?" „Auðvitað ekki“, sagði Bond óþolinmóður. „Láttu ekki eins og bjáni. En við verðum að fá að vita, hvað þessir menn eru að gera. Hvað þýðir þetta allt saman? Vissir þú, að þeir mundu verða með lestinni?" Hann reyndi að lesa svip hennar. Hann gat aðeins séð mikinn létti. Og hvað annað? Kænsku? Hlé- drægni? Já, hún leyndi ein- liverju. En hverju? Tania virtist taka ákvörð- un. Skyndilega strauk hún hand arbakinu yfir augu sín. Hún hall- aði sér fram og lagði höndina á Jiné hans. Vætan af tárunum sást á handarbaki hennar. Hún horfði í augu Bonds og neyddi hann til að trúa sér. „James“, sagði hún. „Ég vissi ekki, að þessir menn væru í lest inni. Mér var sagt, að þeir væru að fara í dag. Til Þýzkalands. Ég gerði ráð fyrir, að þeir mundu fljúga. Þetta er hið eina, sem ég get sagt þér. Þangað til við komum til Englands, þangað, sem mínir menn ná ekki til mín, máttu ekki spyrja mig meira. Ég hef gert það, sem ég sagðist mundu gera. Ég er hér með vélina. Treystu mér. Vertu ekki hræddur um okkur. Ég er viss um, að þessir menn ætla ekki að gera okkur neitt. Alveg viss. Treystu mér“ Var hún svona viss, hugsaði Tania? Hafði þessi Klebb kvensnift sagt henni allan sannleikann? En hún varð einnig að treysta — treysta á fyrirskipanjr, sem henni höfðu verið gefnar. Þessir menn hlutu að verða verðirnir, sem sjá áttu um, að hún færi ekki úr lestinni. Þeir gátu ekki haft neitt illt í hyggju. Seinna, þegar þau væru komin til London, gæti þessi maður falið hana einhverg stað ar, þar sern SMERSH næði ekki til hennar, og þá mundi hún segja honum allt, sem liann lang aði til að vita. Hún var þegar bú inn að taka ákvörðun um þetta. En guð mátti vita, hvað gerast mundi, ef hún sviki þá núna. Þcir mundi einhvern veginn hafa hendur í hári hennar og hans. Hún vissi það. Það var ekki hægt að halda neinu leyndu fyrir þessu fólki. Og þeir mundu ekki sýna neina miskunn. Á meðan hún rækti sitt hlutverk, mundi allt vera í lagi). Tania horfði í andlit Bonds til að hjá ein- hver merki þess, að hann tryði henni. Bond yppti öxlum. Hann stóð upp. „Ég veit ekki, hvað ég á að haJda, Tania“, sagði hann. „Þú leynir mig einhverju, en ég Jield, að það sé eitthvað, sem þú veizt ekki að er mikilvægt. Og ég trúi því, að þú haldir, að við séum örugg. Það kann að vera rétt. Það kann að vera til- viljun, að þessir menn eru í lest inni. Ég verð að tala við Ker- im og ákveða, livað gera á. Hafðu engar áhyggjur. Við gæt um þín. En nú verðum við að vera mjög varkrár". Bond leit um klefann. Hann reyndi dyrnar inn í næsta klefa. Þær voru læstar. Hann ákvað að setja þvingu á þær, þegar þjónn inn væri farinn. Hann ætlaði að gera hið sama við dyrnar fram á ganginn. Og hann yrði að vaka. Þar fór brúðkaupsferðin! Bond brosti kuldalega með sjálfum sér og hrigdi á vagnþjóninn. Tan- ia horfði kvíðin á hann. _______ „Hafðu engar áhyggjur, Tan- ia“, sagði hann aftur. „Hafðu engar áhyggjur af neinu. Hátt- aðu, þegar maðurinn er farinn. Opnaðu ekki dyrnar ,nema að þú vitir, að það sé ég. Ég ætla að vaka í nótt og vera á verði. Ef til vill verður það auðveldara á morgun. Ég ætla að leggja á ráðin með Kerim. Það er góður maður“. Vagnþjónninn barði að dyrum. Bond hleypti honum inn og gekk fram í ganginn. Kerim var enn að horfa út um gluggann. Lest- in var nú komin á fullan hraða og þaut nú gegnum nóttina. Ker im var hreyfingarlaus en aug- un athugul í spegli gluggans. Bond sagði honum frá sam- talinu. Það var ekki auðvelt að útskýra fyrir Kerim, hvers vegna hann treysti stúlkunni, eins og hann gerði. Hann horfði á háðssvipinn á munninum í glugganum, þegar hann reyndi að lýsa því, sem hann hafði les ið í augum hennar, og hvað eðl- isávísun hans sagði honum. Kerim andvarpaði í uppgjöf. „James“, sagði hann, „þú ræð- ur núna. Þetta er þinn hluti áf aðgerðunum. Við erum þegar búnir að ræða þetta að mestu í dag — hættuna í lestinni, mögu leikann á að koma vélinni heim í stjórnarpósti, heiðarleika, eða annað, þessarar stúlku. Það virð ist sannarlega svo sem hún hafi gefizt upp skilyrðislaust fyrir þér. En jafnframt játar þú að hafa gefizt upp fyrir henni. Ef til vill aðeins að nokkru leyti. En þú Iiefur ákveðið að treysta henni. í símtalinu við M. í morg un Jcvaðst hann mundu styðja þína ákvörðun. Hann lét þig um það. Amen. En hann vissi ekki, að við ættum eftir að fá fylgd þriggja manna frá MGB. Ekki við heldur. Og.ég býst við, að það hefði breytt skoðunum okkar allra. Ekki rétt?“ „Jú“. „Þá ér ekki um annað að ræða en ryðja þessum þrem.mönnum úr vegi. Koma þeim af lestinni. Guð má vita til hvers þeir eru hér. Ég hef ekki meiri trú á til viljunum en þú. En eitt er vist. eftir lan Fleming Við ætlurn okkur ekki að vera í lestinni með þessum þrem náung um. Rétt?“ „Auðvitað”. „Láttu mig þá um það. Að minnsta kosti í kvöld. Við erum enn í mínu landi, og þar hef ég viss völd. Og nóg af peningum. Ég hef ekki efni á að drepa þá. Lestin mundi tefjast. Þú og stúlk an kynnuð að flækjast í málið. En ég skal koma einhverju í kring. Tveir þeirra hafa svefn- pláss. Fyrirliðinn, sá með yfir- skeggið og litlu pípuna, er í næsta herbergi við þig — hérna í nr. 6“. Hann benti með höfð- inu aftur fyrir sig. „Hann ferð- ast á þýzku vegabréfi undir nafn inu „Melchior Benz, sölumað- ur“. Sá dökki, Armeníumaður- inn, er í klefa nr. 12. Hann hef ur líka þýzkt vegabréf — „Kurt Goldfarb, byggingaverkfræðing- ur“. Þeir^ hafa miða alla leið til Parísar. Ég er búinn að sjá skil ríki þeirra. Ég á lögreglukort. Vagnþjónninn olli engum vand- ræðum. Hann er með öll vega bréfin og miðana í klefa sínum. Þriðji maðurinn, sá með bóluna á hálsinum, reynist líka vera með bólur í andlitinu. Heimsk og ljót skepna. Ég hef ekki séð vegabréf hans. Hann ferðast í sæti í næsta klefa við mig á fyrsta farrými. Hann þarf ekki að afhenda vegabréf sitt fyrr en Ódýrar . Kven og barna bómullar peysur. » |É ■ i\Æ)' VerK Snét a Vesturgötu 17. við landamærin. En hann hefut látið.miðann af hendi.“ Eins °k sjónhverfingamaður tók Keriia gulan, fyrsta farrýmis farseðil upp úr frakkavasa sínum. Hann setti hann í vasann aftur. Hann brosti stoltur til Bonds. „Hvernig í fjandanum?" Kerim hló lágt. „Áður erii hann Hjó urn sig fyrir nóttina, fór þetta naut á salernið. Ég stó8 í ganginum og mundi skyndilega eftir því, hvernig við fórum aff því að stelast með lestum, þegat ég var strákur. Ég gaf honura eina mínútu. Svo gekk ég að dy£ unum á salerinu og hrissti þær. Ég hélt þeim mjög föstum. „Miða vörðurinn“, sagði ég hátt. „MifJ ann, ef þér viljið gjöra svo vel.1' Ég sagði það á frönsku og svo á þýzku. Það heyrðist muldur af> innan. Ég fann, að hann reyndl að opna dyrnar. Ég hélt fast, svd Listin er að hringja í 14900 ÞAÐ ER ÁSKRlFTASÍRÆBftN. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1962 15*'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.