Alþýðublaðið - 05.07.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 05.07.1962, Side 2
MitstfcSrar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentaniðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—1Q. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- ^ndi: Alþýðuflokkurimi. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Minningarorð: Hafnarfjörður (frh. af 1. s.) Innheimtumaður IJm atburði víðsvegar um land skal ekki rætt að sinhi, aðeins talað um Hafnarfjörð af tilefni valda- töku at'vinnurekenda þar þessa dagana. Kommún istár fengu alla helztu liðsmenn alþýðuhreyfingar innar rekna úr verkamannafélaginu Hlíf með á- hlaupsfundi — og þar með var deild kommúnista- flokksins stofnuð opinberlega í Firðinum. Síðan hefur styrjöldin verið háð. Kommúnistar höfðu orð fyrir forystunni, en liðsmenn þeirra voru sendlar íhaldsins og frávillingar úr alþýðuhreyfingunni í liði kommúnista. Margt studdi þá. Togaraútgerðin lenti í miklum erfiðleikum og hágéngi varð hjá einstökum at- fvinnurekendum á tímabili uppbóta og styrkja. Jafnframt fór alþýða manna að verða tvílráð, missti sjónarmiðin á hinu upphaflega takmarki samtaka sinna og reyndist ekki stöðugt í ýmsum veðrabrigðum atvinnu og stjórnmála. Og loks fehgu kommúnistar bæjarfulltrúa kosinn, ekki á ko^tnað atvmnurekendavaldsins heldur á kostnað alþýðuhreyfingarinnar. Þegar svo var komið vildi Alþýðuflokkurinn freista samstarfs við alþýðufólk ið í þessum flokki. En það reyndist óhaldbæft og meira til tjóns en ábata — og við síðustu kosning- ar tapaði Alþýðuflokkurinn einum fulltrúa til nýs latvinnurékendavalds, sem keppir við atvinnurek- endavald Sjálfstæðisflokksins um land allt. Þetta vald hefur skriðið saman um stjórn kaupstaðarins. Kommúnistar héldu sínum fulltrúa við minnkandi fylgi — og eru nú gjörsamlega áhrifalausir í bæj- arstjórn, eiga ekki neinn mann f nokkurri stjórn eða neinni nefnd. Atvinnurekendavald tveggja kaupsýsluflokka hefur tekið valdið. Valdið verður framkvæmt með sjónarmið atvinnurekenda- og kaupsýsliunanna fyrir augun. Alþýðufólkið er aðeins hráefni fyrir það. Þannig er ávöxturinn af þrjátíu ára rógssáningu kommúnista. Atvinnurekendavaldið sker upp. Það hafa gerst merk tíðindi í Hafnarfirði. Þau eru lærdómsrík fyrir alla hugsandi menn. Þau sanna það svo skýrt að ekki verður um villst, að starfsemi kommúnista er til hagsmuna og fram- dráttar fyrir andstæðinga verklýðshreyfingarinn- ar. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi, en atburð- irnir í Hafnarfirði vekja nýja athygli á staðreynd- inni. Kommúnistar ætluðu sér að gleypa allt, en sitja nú eftir með tóman kjaftinn. Atvinnurekendavald ið greip steikina og stakk upp í sig. Alþýðan sjálf situr eftir — og verður innan tíð- ar-að hefja að nýju það starf, sem hún hélt að hún hefði lokið við. Hún verður að endumýja samtök sín, þoka sér saman og stefna fram. GUÐMUNDUR G. Breiðdal inn- heimtumaður í Hafnarfirði lézt á Vífilsstaðahæli fimmtudaginn 28. júní eftir langa og þunga legu. Jarðarför hans fer fram í dag frá Fossvogskapellu. Guðmundur var fæddur 15. júlí 1895 í Fremri-Breiðdal i Ön- undarfirði, sonur h.jónanna Jó- hönnu Guðmundsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar, er þar bjuggu. Guðmundu*, sem var elztur fimm bræðra, ólst upp í foreldiahúsum, en fór ungur til sjós og þótti snemma dugnaðar- maður að hverju sem hann gekk. Fékkst hann við ýmis störf til lands og siávar fram til 1925, er hann réðst í vinnu til vitamála- stjórnarinnar og siðan vann hann við bj'ggingu vita á ýmsum stöð- um á landinu næstu árin. Árið 1925 fluttist hann til Hafnarf.iarðar og átti þar heima siðan. Árið 1936 gerðist hann innheimtumaður hjá bæjarfóget- anum þar og því starfi gegndi hann unz hann varð að hætta störfum sakir vanheilsu árið 1959. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Helgu Gísla- dóttur, kvæntist hann 5. júní 1935. Þau eignuðust tvö mann- vænleg’ börn, Guðmund kaup- mann í Hafnarfirði, sem er kvæntur Önnu Hansdóttur. og Jarþrúði, sem er gift Einari Árna syni verzlunarmanni, Helga lézt 7. apríl 1943. Eftirlifandi konu sinni Jónínu Jónsdóttur, kvænt- ist Guðmundur 14. ágúst 1947. Guðmundur var maður einarð ur og ákveðinn í skoðunum og hélt vel hlut sínum við hvern sem var. í starfi sínu ávann Guðmund GUÐMUNDUR G. gREIÐDAL ur sér traust allra, sem til þekktu, jafnt yfirmanna sinna sem annara, enda var hann fram- úrskarandi samvizkusamur starfs maður. Xnnheimtustörf eru oft og- tíðum óvinsæl, en Guðmundur hafði lag á að leysa þau af hendi með þeirri lipurð og alúð, sem öfluðu honum hvarvetna vtn- sælda. Vinnudagur hans var jafn an miklu lengri en hjá öðru skrif stofufólki, hófst snemma á morgnana og lauk oftast ekki fyrr en seint á kvöldin. Sjaldan gaf hann sér tíma til að taka fullt sumarleyfi. Aldrei heyrði ég Guðmund þó telja eftir sér neina fyrirhöfn við starf sitt. — Honum þótti allt slíkt sjálfsagt og, eðlilegt. Að lokum þaklca ég Guðmundi G. Breiðdal ánægjulega og eftir minniiega kynningu. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég innilega samúð. Björn Sveinbjörnsson. NÝ SÆTI í GAMLA BÍÓ GAMLA BÍÓ er nú lokað vegna breytir.ga. Verður það væntan- lega opnað aftur um miðjan þenn an mánuð. Skipt verður alveg um sæti uppi, en ný bök og setur verða sett á sætin niðri í salnum. Tré- smiðjan Meiður smíðar nýju sæt- in og seturnar og bökin á stólana niðri. Sömu sæti hafa verið í Gamla Bíó síðan húsið var byggt árið 1927. Fjögur á ferö út um Baud LEIKFLOKKUR, sem nefnir sig „Fjóra á ferð,” mun brátt hefja ferðalag umhverfis land- ið, og sýna Ieikritið „Eg vil eignast barn” eftir Leslie Ste« vens, gamanleik í þýðingu As« geirs Hjartarsonar. Leikararn- ir í flokknum eru fjórir eiris og nafnið bendir til, þau Jóa Sigurbjörnsson, Sigríður Haga« lín, Þóra Friðriksdóttir og Guð- mundur Pálsson. Ilafa þau að undanförnu æft í Iðnó, eftir að leiksýningar þar hættu. Leik- tjöldin málaði Gunnar Bjarna- son, en Ieikstjóri verður Guð« mundur Pálsson. Fyrsta sýning þeirra fjór- menninganna verður á Höfn I Ilornafirði á föstudagskvöld i Mánagerði. Verður síðan hald- ið á Austfirði og farið hring- inn og sennilega komið aftur til Reykjavíkur eftir rúmar sex vikur. Þctta er sjötta sumarið, seia þessir leikarar fara í leiksýn- ingarferð í kringum landið, og hafa þau ávallt sýnt viö hinar beztu undirtektir, enda jafnan haft góðum leikritum á a® skipa. Myndin er af leikurun- um Jóni, Sigríði, Guðmundi og Þóru. 2 5. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.