Alþýðublaðið - 05.07.1962, Qupperneq 8
Hér sést Ingólfur Bárðarson stökkva me5 sínum skemmtilega og sérstæða stíl, en hann varð
sigurvegari í hástökki og stangarstökki. Ingólfur er í Ungmennafélagi Selfoss, og fyrir nokkrum
árum var hann ísfandsmeistari í hástökki.
FÓLK upp í Hlíðum, sem á
sumarbústað á Þingvöllum
skrapp þangað um síðustu
helgi að gamni sínu. Þetta
fólk á kött, sem er allra gam-
an í fjölskyldunni, og hefur
áunnið sér hylli allra sem
hann þekkja fyrir háttprýði
og hreinlæti.
Þessi köttur var sjálfsagð-
ur með í ferðalagið, og var
honum því kippt upp í bílinn
og síðan ók öll halarófan til
Þingvalla. Þegar þangað kom,
týndist kisi, og fannst ekki
þrátt fyrir mikla leit. Varð þá
uppi ramakvein mikið og þótti
mönnum sem ei sæi lengur
til sólar vegna hvarfs kattar-
ins góða.
Daginn eftir hélt kattarlaus
fjölskyldan í bæinn, og var
hnípin hjörð og þögul, sem
lagðist til svefns um kvöldið.
En er fyrstu kennimerki
dagsins komanda brutust inn
í svefnhús hjónanna, verður
bónda vaknað við þrusk á
glugga. Skyggnist hann betur
um og sér þá að kisi er kom-
inn á bognum löppum með
bólgnar tær. Var þá sem hús
vaknaði og þustu hver um fæt-
ur öðrum að hylla hinn fyrr
heillum horfna kött.
Undraðist fólk stórum hví-
líka ratvísi kötturinn hafði
sýnt og einkum þótti frænd-
rækni hans með afbrigðum
að hann skyldi aftur koma til
síns heima, en ekki slást í
hóp farandkatta, hverjir títt
raska ró kerlinga um nætur
með breimi sínu.
• En kisi var hinn hægasti
undraðist sig ei, þó aðeins
sárar tær sínar mjúkri tungu.
Þykir sýnt, að sár hans grói
óðum og brátt muni hann al-
heill standa.
^ærh?? 1 urs,itum hundraff metra hlaupsins. Það eru tvær frænkur sem haf;
-« m? na’ íf?r/ra Ungmennafélaginu Samhygð og heita Helga ívarsdóttir, sú sem er á und
inni hoifinMeni *8úr !fsí-a.eftir heitir RaPhe|5ur Stefánsdóttir, Þriðja stúlkan sem sést á mynd
inm heitir Margret Hjaltadóttir og er frá Selfossi.
Það er harka í úrslitasprettinum í 100 metra hlaupinu. Ungur Selfyssingur. Sigurður Sveins-
son hefur tekið forystuna og sigrar með herzlumun. Sigurður er ungur að árum, en eigi að síður
færði hann félagi sínu mörg stig á þessu móti. — Hann varð annar í þrístökkinu. Það er gaman að
geta þess, að Sigurður á systkini, sem oft hafa farið með sigur af hólmi þarna á Þjórsártúni,
bróðir hans, sem stundar nám í háskólanum sigraði í kringlukasti, og systir hans sem varð stúdent
frá Laugarvatni í vor sigraði í langstökki kvenna. Sjálfur er Sigurður í menntaskóla, svo að sjá
má að þau systkini eru vel gefin bæði til „munns og handa".
í SKINI milli skúra lögðum
við af stað á sunnudagsmorg-
uninn og ætluðum að fara til
Þjórsártúns, þar sem garpar
í Skarphéðni leiða saman
hesta sína til úrslita um hver
er sprettharðastur, hver get-
ur klofað lengst eða glímt
snarpast.
Það má því segja að Opnan
í dag verði íþróttasiða, þar
sem svo liittist á að allar aðr-
ar myndir en þær, sem teknar
voru af íþróttamönnunum mis
heppnuðust svo herfilega að
engin þeirra reyndist birting
arliæf. Verður varla annað
ætlað en skrattinn hafi hlaup
ið í myndavélina. þegar ljós-
myndarinn ætlaði að taka
myndir af mótsgestum: fal-
legum stúlkum sitjandi á
garðsins vegg eða manni með
pytlu í fanginu, sem var að
reyna hvað hann *gæti oltið
marga hringi þar sem leireðj-
an var sem allra mest. Því
miður töldum við ekki hring-
ina sem hann snerist, en
segja mætti, að ef einhver
löggiltur dómari hefði verið
viðstaddur, hefði hann stað-
fest árangurinn sem eitt allra
glæsilegasta afrek unnið á
mótinu.
Annars má það segja að vín
var ekki áberandi á mönnum,
utan þessum eina, þó var kalt
í veðri og hefði mátt ætla að
fleiri hefðu fallið fyrir tál-
snörum Bakkusar.
Furðulega fátt fólk var á
mótinu, einna fæst sem ver-
ið hefur í fleiri ár, og má
þar kannski um kenna veðr-
inu, sem var vont fyrri hlr.ta
sunnudagsins, kuldi, og skúrir
öðru hverju. Á laugardag
höfðu verið áætlaðar undan-
rásir, en ekki var þó hægt að
keppa í öllum greinum vegna
veðursins, sem var vont, rok
og rigning.
Framkvæmd mó^s:ns vnr
ekki góð, hefði mátt skipu-
leggja keppnirnar betur, og
einnig var mikið um að krakk
ar hlypu inn á leikvanginn og
þyrptust utan um keppend-
ur og keppnissvæðið.
Lúðrasveit Selfoss lék á
milli atriða skemmtileg og
fjörug lög. Það vakti eftir-
tekt gesta að ung stúlka lék
með lúðrasveitinni af hinni
mestu prýði, og gaf karlmönnr
um ekki eftir í sínu hlutverki.
Að íþróttakeppninni lok-
inni var haldið yfir á gamla
völlinn, þann sem snýr út að
ánni mót Skeiðunum, og þar
fór fram glíma, sem vakti
einna mesta athygli mótsgesta.
Gnúpverjar eru sprett
ur. Þetta kom í Ijós nú
sem er lengst til vinstr
asti íþróttamaður austa
annars Skarphéðinsm
stökkum öðrum.
Það bar til tiðinda í g
að þrír bræður fóru n
ur af hólmi, hlutu 1.
verðlaun 1. verðlaur
Sigurður Steindórsso
hin tvö hlutu Guðmui
Hérna er Heiga ívarsi
stökkva langstökk, og f
svo mikil að hárið ster
ur af henni í alíar áttir.
8 5. júlí 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ