Alþýðublaðið - 07.07.1962, Síða 10

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Síða 10
RitstjórL ÖRN EIÐSSON Oiympíski eldurinn Tokyo, 5. júlí. (NTB-AFP). ★ OLYMPÍSKI eldurinn fyrir leikana 1964 verSur fluttur meS wvwvwwwawwv.wvvw* Drsngir og stúlkur reynið ykkur í frjálsum íþróttum ★ FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR hefur ákveðið að efna til nýjungar til að auka áhuga unglinga fyrir frjálsíþrótt- um. Þjálfari félagsins, Ung- verjinn Gabor (hann talar ís- lenzku) verður staddur á Melavellinum ásamt dómur- um á morgun (sunnudag) kl. 10,30 til 11,30. Þeir drengir og stúlkur, sem hafa áhuga geta komið á þessum tíma og reynt sig. Á morgun verður það 80 m. hlaup og langstökk, fyrir þau, sem fædd eru 1944 eða síðar. Næstu sunnudaga verður þessu haldið áfram, aðrir ald- ursflokkar fá að reyna sig og aðrar greinar verða á boðstól um. Allir þeir unglingar, sem tóku þátt í námskeiði ÍR í vor geta að sjálfsögðu komið og reynt sig og ailir sem áhuga hafa eins og fyrr segir: Bezt er að hafa æfingagalia (overalls) og boi og stuttbux- ur, einnig er betra að hafa gaddaskó, en þeir sem ekki eiga „overalls“ eða gaddaskó geta notað gallabuxur, peysu og strigaskó. Munið á morg- un kl. 10,30 til 12,00 á Mela- vellinum. (Frjálsíþróttadeild ÍR). flugvél frá Aþenu til Naha á Okin- awa, segir japanska olympíunefnd- in I dag. Eldurinn verður kveiktur á Olym pos 10. ágúst 1964, tveim mánuðum áður en leikarnir hef jast. j Á leiðinni til Japan mun olymp- íueldurinn faráí gegn um Istanbul, Ankara, Teheran, Kabul, Karachi, New Dellii, Rangoon, Bangkok, Kuala Lumpur, Singapore, Djak- arta, Manila, Hongkong og Taipeh. j Flugvélin með eldinn lendir á bandaríska flugvellinum í Kadena 10. september. Þaðan munu jap- anskir íþróttamenn leggja af stað með hann til Tokyo og koma tii Olympíuleikvangsins 10. október. - íhRÓTTAFRÉn'IR í smnu MÁu . ★ SEXTÁN þúsund manns fylgd- ust með stangarstökks-einvígi Nik- ula og Tork frá USA á Olympíuleik vanginum í Helsingfors í gær- kvöldi. Finninn gjörsigraði og stökk 4,85 m., sem er nýtt stadion- met. Tork varð aðeins þriðji með 4,45 m. — Saloranta, Finnl. sigraði í 3 km. á 8:03,6 mín. Bezti tími í Finnl. í ár_Hellén sigraði í há- sökki með 2,08 m. bezti árangur Finna í ár. ★ RÚSSINN Titov, sem er oiymp- íumeistari, varð heimsmeistari í fimleikum, en heimsmeistarakeppn inni í Prag lauk í gærkvöldi. — í flokkakeppni sigraði Japan, en Rússar voru í öðru sæti. ★ ARSENAL hefur keypt Baker frá Torino. Samningar hafa staðið yfir í margar vikur og verðið er ca. 70 þús. pund. Þjálfari flokksins sýnir hér æfingu á svifrá, hann er fyrrverandi landsliðsmaður. Sænska fimleikafólkið vakti mikla hrifningu SÆNSKA fimleikafólkið frá Stokkhóimi vakti gífurlega hrifn- ingu á fyrstu sýningu sinni í Há- skólabíó í fyrrakvöld. Auk fim- leikanna voru sýndir þjóðdansar frá ýmsum byggðarlögum í Sví- þjóð og þeir vöktu einnig athygli áhorfenda, þó að hrifningin væri ekki eins mikil. Áður en sýningin hófst gengu fiokkarnir inn á sviðið undir sænska fánanum, en Benedikt Jak- obsson íþróttakennari og formaður móttökunefndar ávarpaði gesti. Mest var hrifningin, þegar karla flokkurinn sýndi og öryggi og fimi flokksins var stórkostleg, bæði í staðæfingum og á dýnu, svifrá og hesti. Mesta athygli og hrifningu vakti ungverskur flóttamaður, sem dvalið hefur í Sviþjóð síðustu fimm árin. Hann er mjög lágvaxinn og heitir Béla Somogyi og fjaðurmagn hans og öryggi er mikið. Annars tilkynnti fararstjórinn með afsök- unarhreim í röddinni, að þetta væru nú ekki þeirra beztu menn, ,,þeir eru að keppa á heimsmeist- arákeppninni í Prag“, sagði hann. Kvennaflokkurinn vakti einnig mikla hrifningu, stúlkurnar sýndu fallegar æfingar með undirleik og túlkuðu á fullkominn hátt kven- legan yndisþokka. Að loknum sýningunum gengu flokkarnir aftur inn á sviðið og Benedikt Jakobsson þakkaði é/- horfendum komuna. Það er alveg óhætt að hvetja fólk til að koma og sjá þetta sænska íþróttafólk, sem eru ágætir fulltrúar sænskrar líkamsmenntar, er stendur á mjög háu stigi eins og kunnugt er. Úrslit í afmæl- ismóti HVÍ NÝLEGA birtum við umsögn um ^ 50 ára afmælismót Héraðssam- bands Vestur-ísfirðinga, en hér koma úrslit í einstökum greinum. Karlar 100 m. hlaup : Karl Bjarnason, S. 12.7 Har. Stefánsson, H. 12,8 Sæþór Þórðarson, G. 12,9 400 m. hiaup : Karl Bjarnason, S. 61,3 Kristján Hjaltason, G. 62,3 Ólafur Finnbogason, H. 62 3 1500 m. hlaup : Sigurjón Gunnl. H. 5:12,1 Jón Pálsson, H. 5:12,9 Friðbert Jónasson, S. 5:15,8 Boðhlaup 4x100 m.: Sveit Stefnis 51,1 Sveit Grettis 51,3 Sveit Höfrungs 53,0 Sveit Mýrarhrepps 55,1 Framhald á 14. síðu. | í Gær hafði sænski ambassador- ! inn Aug. von Hartmansdorff og frú boð inni fyrir íþróttafólkið og þar var þröng á þingi. Okkur tókst samt að ná tali af nokkrum Sví- um og fyrstur á vegi okkar var far- arstjórinn, Olof Schager, lögfræð- ingur. — Ég hef verið með þessum flokkum í tvö fyrri skiptin, sem þeir hafa komið hingað til lands, \ fyrst var það 1938, en þá var ég í | sýningarflokknum, síðan var ég far ! arstjóri 1956 og nú er ég aftur kom | inn, sagði Schager. — Finnst yður ekki hafa orðið miklar breytingar hér síðan 1938? — Vissulega, Reykjavík hefur [ vaxið mjög hratt, bæði að útliti og 1 stærð og jafnvel síðan 1956 finnst mér allt horfa í framfaraátt hér, í Hingað er alltaf gott að koma og gestrisni er íslendingum í blóð bor- ! in. — Við búum í KR-húsinu og i- PVamhalrt » <' síðu. 400 stúku- miðar seidust i gær Stúlkurnar sýndu mjög fallegar og mjúkar æfingar. * VIÐ ATTUM leið framhjá Ut- : vegsbankanum í gær, en þar eru ! seldir aðgöngumiðar að landsieikn- um gegn Norðmönnum, sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánu- daginn. Salan hefur gcngið vel og allt útiit er fyrir, að stúkumiðar verði ófáanlegir eftir daginn í dag. Þegar fyrsta daginn seldust 400 mið.-.’ í stúku. Fólk talar lítið um það, þó verð á miðurn sé hærra en venjuiega, enda verð'nr aðeins um I Iandsleikinn að ræða og dýrt að í taka norska liðið hingað. J_Q 7. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.