Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Blaðsíða 9
iður- háskólan m ramma knar sjálf rar, segir ún er dug - og hún ekk. er unnt. i I leti á allorca er li. Það er úlkur taka cólann og leika sem til hags. ■ konur hús inn sína og hóp á legg. sig, vinna að, en þær - Það væri n áður en WANN i í Casa Mar ^æmdur af ungum stúlkum, sem búa í ná- lægum smáþorpum og bíða eft ir því að hinn hentugi eigin- maður komi eins og af himn um ofan. Þær fá sex peseta á tímann, — eða sem samsvar ar 3 krónum íslenzkum. — En tímarnir hafa breytzt, segir signorá Maria þreytu- legri röddu. Stúlkurnar vilja aðeins vinna 8 tíma á dag, og helst sauma einhverja smá- hluti, sem þær eru íljótar með. Þetta sést vel, þegar litið er á smádúkana sem enn er eftir að pressa eftir saumana Á litlum miðum sem eru heft ir við hverja einustu tusku sést hve lengi unnið hefur verið við hana. Nú er sá tími kominn, sem allir á eyjunni vilja þéna sem mesta peninga, og græða sem mest á íerðamönnunum. Það vill blátt áfram ekki þurfa að vinna allt sitt líf, án þess að fá nokkru sinni nokkuð fyrir það. í Casa Maria er verðið svipað og hérna, en vinnulaunin öll önnur. Þetta munu ungu stúlkurnar sem vinna hjá signora Maríu sjá. — og þá munu laun þeirra verða að hækka allmikið. Frú María saumar ekki lengrur sjálf. Nú heldur hún reikninga og er vinnumiðlari. mar gera svona. SLYSlNOREGI OG U. S. A. EFTIR fridaga og hátiðisdaga í Bandaríkjunum er það venja yfirvaldanna að senda út skýrslu, sem skýrir frá því, hvað mörg hundruð manna urðu fyrir bifreiðum og dóu eða slösuðust yfir hátíðina. Það fer nú hrollur um Norð menn þegar þeir lesa þessar hræðilegu skýrslur. Já, þeir þakka guði fyrir að lifa í jafn tryggu Iandi og Noregi, þar sem aðeins fá hnndruð banaslys af völdum umferðar verða árlega. En er umferðin í Noregi nokkru skaðlausari en í Bandaríkjunum? Með nokkr- um tölum er hægt að sýna fram á ástandíð. í Noregi eru 3.5 milljón íbúa, árið 1960 voru þar 622.949 farartæki og á því ári fórust 372 manneskjur í umferðaslysum. Hliðstæðar tölur frá Banda- rikjunum líta svona út: 180 milljónir íbúa, 75 millj ón farartækja, og 38 þúsun.i dauðsföll. Ef síðan er reiknað út frá þessu, kemur í íjós, að á hverju ári verða 106 umferða slys í Noregi á hverja millj- ón íbúa, en í Bandaríkjun- um 211 á hverja milljón. Þetta virðist líta vel út fyr- ir Norðmenn. En reyndin er sii að dauðaslys á hverja þús- und bifreiðir eru fleiri hjá Norðmönnum heldur en Bandaríkjamönnum. Og siðan ef rannsakaður er bílafjöldi á hverja 100 íbúa í Noregi og Bandaríkjunum, þá kemur í ljós, að þeir eru 17.8 í Noregi en 41.7 í Bandaríkj- unum. Með öðrum orðum: Bandaríkjamenn hafa þrisvar sinnum fleiri bíla miðað við fólksfjölda heldur en Norð- menn. En þá kemur önnur spurning: .Hve mörg dauðaslys yrðu árlega í Noregi ef umferðin þar yrði eins þétt og hún er í Bandaríkjunum? Þcssu er fljótsvarað eftir þeim tölum, sem fyrir liggja. Ef Norðmenn hefðu lent í jafnmörgum dauðaslysum hlutfallslega árið 1960 og Bandaríkjamenn, þá hefðu dauðaslysin þar verið 905 í staðinn fyrir 372, sem raurn- in varð á. Sem sagt: Hlutfallslega verða nærri þrisvar sinnum fleiri umferðaslys í Noregi en Bandaríkjunum. * ÚTSALA Vegna mikilla þrengsla í búðinni, er áformað að selja út með miklum afslætti öll sumarkjólaefni, ullarefni, pilsefni, gluggatjalda- damaskefni, bobinotefni og jerseyefni, og hefst salan í dag. ATH. Útsalan verður eingöngu á Skólavörðustíg 8. VERZL. H. TOFT Teak útihurðir, Oregonpine útihurðir. HÚSGÖGN qg innréttingar, Ármúla 20 — Sími 32-400. RAUÐAMÖL Höfum ágætis RAUÐAMÖL til ofaníburðar og upp- fyllingar. Hagstætt verð. Vörubílasföðin Þróttur, Símar 11-471 — 11-474. Lögtök Sambvæmt beiðni Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undangengnum úrskurði, uppkveðnum 20. júlí 1962, fara lögtök fram á kostnað gjaldenda, en ábyrgð gjörðarbeiðanda fyrir vangoldnum iðgjöid- um til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, gjaldföllnum á tímabilinu 1. apríl til 1. júlí 1962, að báðum gjaid dögum meðtöldum, að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn 1 Reykjavík, 21. júlí 1962. Kr. Kristjánsson. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa á skrifstofu, 4 klukkutíma á dag (frá kl. 1—5). Starfstími hefst í byrjun september næstk. Ritvélarkunnátta nauðsynleg. — Umsókn sendist blað- inu merkt: „5 0 8" fyrir 12. ágúst næstk. Áskriffarsíminn er 14901 i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. júlí 1962 0.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.