Alþýðublaðið - 25.07.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Qupperneq 13
tlngur, afríkanskur nemandi Iær- ír kemiskar formúlur lijá „friðar- fylkingar“-kennara. eins og fjölmargir aðrir ungir Ameríkumenn gengið í „friðar- fylkingu“ Bandaríkjanna sem uppfundin var og stofnuð af Kennedy forseta. Það, sem veldur því, að Rockefellers er sérstak- lega getið hér, er það, að hann er bróðursonur Nelsons Rockefell er, ríkisstjóra í New York, eins af þeim repúlíkönum, sem iíkleg astir eru taldir til að verða keppi nautar Kennedys um forsetaem- bættið. Þessi ákvörðun Johns iná því teljast nokkuð öruggt merki um hve vel hefur tekizt til með „fylkinguna" á því eina ári, sem hún hefur starfað. Innan sviga má raunar geta þess, að John D. Rockefeller IV. er vanur að fara sínar eigin brautir, eins og t.d. þegar hann tók sig til og lagði um þriggja ára skeið stund á nám í japönskum háskóla og lifði á Fulltrúar fylkingarinnar eru nú að störfum á 973 mismunandi stöðum um allan heim. Til þessa hefur kostað 1,3 millj arða að þjálfa fylkingarmenn, en svo vel hefur starfið þótt takast, að þingið, sem í fyrstu var í nokkr um efa um ágæti fyrirætlananna, hefur nú samþykkt, að tvöfalda framlag íil friðarfylkingarinnar fyrir næsta ár. Friðarfylkingin byrjaði sem hugmynd, er Kennedy varpaði fram 'í kosningabaráttunni 1960. Hann stakk upp á, að Bandaríkja stjórn fengi unga menn og konur til að starfa sem sjálfboðaliða með íbúum hinna nýju ríkja til að bérjast gegn sjúkdómum, menntunarskorti og hungri „Þessi þjóð á nóg af ungu fólki, sem ósk ar eftir að þjóna friðnum á bezta mögulegan hátt,“ sagði Kennedy — og það kom í ljós, að hann sem þeir voru sendir til, og þeir þurftu að vera, ef ekki sérfræð- ingar, þá a.m.k. færir um að fram kvæma sín verk, hvort sem þau voru fólgin í að vera ljósmæður í Bolivíu, traktoraökumenn í Tún is ( í stað þeirra frá Tékkóslóva kíu, sem áður voru þar)- landbún aðarforkólfar í Chile eða fiskisér fræðingar í Vestur-Afríku Markmiðið með starfi friðar- fylkingarinnar er að veitá aðstoð til sjálfshjálpar, að kenna, að að- stoða, að skipuleggja, að gera hinar nýju þjóðir færar um að geta haldið áfram sjálfar. Það fór auðvitað ekki hjá því, að svo hugsjánakennd áætlun vekti nokkra vantrú í byrjun og margur brandarinn var um hana sagður. En öll vantrúin og liæðnin hefur fallið um sjálfa sig, ekki hvað sízt sá ótti, er kom fram í þinginu, að í fylkinguna mundu sjúkdómar hafa ekki komið fram — þrátt fyrir að fólkið vinnur iðu lega við mjög erfið skilyrði og f loftslagi, sem það er óvant. Un{ tíu giftingar hafa orðið á árlnu, ýmist milli fylkingarfólks innbyrð ið eða fylkingarfólks og íbúa landsins, sem það vinnur í Fyrsta „friðarfylkingar-barnið“ fæddist 16. maí, friðarfylkingar- hjónum, sem kenna í Nígeríu. í þeim löndum, sem ‘ fylkingin starfar í, hefur hún stöku sinnum rekizt á kæruleysi, stundum á van trú, aldrei á opna mótspyrnu. Aðeins sjö af meðlimunum hafa verið sendir heim aftur. Þrír vegna heilsufars eða af f jöiskyldu ástæðum, aðeins fjórir vegna þess, að eitthvað það hafi gerzt, sem gerir þá óæskilega, en fræg asta dæmuð um það er þegar Margery Michelmore var send heim. Hún hafði skrifað póstkort, í * ■ Mamká ; 1 ■ • ppl - •' \ i ■■■ •'r-4 JOIIN D. ROCKEFELLER, 25 ára gamall og fjórði ættliður liinnar frægu margmilljóna fjöl- skyldu í Bandaríkjunum og sjálf ur margfaldur milljónamæringur ætlar nú á næstunni að skipta á sinni lúxustilveru 1 New York og starfi, sem hann fær um 2000 • krónur fyrir á mánuði og hús við frumstæðar aðstæður í Tangany- ika, Ceylon eða fruirsköguni Suð ur-Ameríku. Rockefeller hefur neínilega rúmum 1200 krónum á niánuði. Allt um þetta má telja þessa á- kvörðun hans sönnun þess, að friðarfylkingin hefur reunveru lega eitthvað til að bjóða urigum Bandaríkjamönnum, sem geta miðlað öðrum einhverju, auk þess sem hún vissulega býður liinum vanþróuðu þjóðum upp í mikið. Núna á síðustu viltum hafa 1000 þjálfaðir friðarfylkingarmenn ver ið sendir af stað til fjarlægra landa og enn eru 1379 i þjálfun. Nýliðar í „friðarfylkingunni“ liljóta þjálfun í Puerto Rico, en lands- lag og veðrátta þar er mjög lík og í þeim löndum, sem þeir munu verða sendir til Innfæddir og meðlimir úr „friðarfylkingunni slappa af í sameiginlegum tennis. hafði rétt fyrir sér. Hugmyndinni var hrundið í framkvæmd, þegár Kennedy hafði verið kjörinn. í boðskap sínum til þingsins 1. marz 1961 sagði hann: „Um víða veröld berjast íbúar hinna nýju þjóða við að koma á efnahagsleg um og félagslegum framförum til þess þar með að uppfylla frum- þarfir sínar Ef heimurinn á áfram að vera frjáls, er það komið uridir getu þeirra til að skapa sjálfstæð ar þjóðir, þar sem fólk getur bú ið laust við hlekki hungursins, fá fræðinnar og fátæktarinnar." Og svo var hafizt handa um að velja fólk í friðarfylkinguna, og allega í bandarískum háskólum. Frumskilyrðið með friðarfylking unni var, að meðlimir hennar skyldu starfa og búa við sömu skilyrði sem íbúar þeirra landa, sem þeir væru fluttir til. Þeir áttu ekki, og máttu ekki vera ,,stétt“ út af fyrir sig, þeir áttu að liafa sömu laun og landsbúar þeir þurftu að tala mál þess lands safnast „skáldaspírur" og „rugl- aðir ídealistar." Til þessa hafa borizt 26.807 um sóknir til aðalstöðva íylkingarinn ar um 20.000 af þeim hafa tekið inntökupróf og 4000 eru byrjaðir á undirbúningsþjálfun eða eru um það bil að byrja á henni. Um 18% heltast úr lestinni, þegar út í þjálfunina er komið. Laun eru breytileg eftir stöðum frá 1600 upp í 7300 krónur eftir því hve lífskjörin eru á hverjum stað. Auk þess eru á hverjum mánuði lagðir inn 75 dollarar mánaðarlega á lokaðan reikning fylkingarinnar í Washington, sem hægt er að taka út, þegar tveggja ára þjónustunni er lokið Flestir fylkingarmenn eru búnir að vera um tvö ár í háskóla og er meðal- aldur þeirra 24 ár, en til eru sex- tugir menn í fylkinguuni. Er fylkingin hefur nú starfað i eitt ár stendur dæmið þannig: Þrír af meðlimunum hafa dáið við þjónustustörf sín — tveir í flugslysi í Colombíu, einn eftir ^ppskurð í Manila, alvarlegir þar sem liún var að störfum í Ní geríu, og kortið komst i hendur röngum persónum. í and-amer- ísku blaði í Nígferíu var því, sem hún sagði á kortinu ..slegið upp“ og varð frægt um allan heim Það sem hún sagði, var raurverulega mjög saklaust. Hún talaði um lífskjör fólks í landinu væru slæm, en þetta var túlkað þann ig, að hún hefði sýnt Nígeriu fjandskap.. Hún var kölluð heim og starfar nú í aðalstöðvum fylk ingarinnar í Washington. Á flestum stöðum hefur sam- starf og samvinna hinna ungu Bandaríkjamanna við íbúa hinna ýmsu landa tekizt furðulega fljótt og vel og fylkingin hefur dreift út þeim anda vináttu, sem til var ætlazt í byrjun. Það vekur undr un í vanþróuðu löndunum, þar sem menn áður voru aðeins vanir að sjá ameríska milljónamæringa og kvikmyndastjörnur, að sjá Bandaríkjamenn; sem eru ósköp venjulegt ungt fólk, er iifir við sömu kjör og það sjálft. gegn eymd og skorti WWMWMMWVWMWWWWWMMMWW wvwwwwmwwwvwwmwwmwmw -i ALÞYÐUBLAÐIÐ - 25. júlí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.