Alþýðublaðið - 25.07.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Qupperneq 15
Neville Shute vissi að það þýddi, að svo sem tvö gallon væru eftir á geymin- um. Nú sáum við til Buxton, og ég fór að lækka flugið. Skömmu síðar lentum við. Ég sá ekki að Proctor vélin væri ltomin frá Ho- bart. Ég ók vélinni að flugskýl- inu. Strákarnir komu hlaupandi ' út og studdu við vængbroddana, ■ svo ég ók henni beint irin í skýli. „Þegar ég hafði drepið á mót- ornum, sátum við þögulir stund- arkorn. „Þetta fór verr, en skyldi”, sagði ég að lokum. „Ég hélt að þetta mundi takast. En það var þess virði að það væri reynt”. Hann sagði: „Leitt að mér skyldi ganga svona illa með dyrn- ar”. Hann hikaði aðeins og sagði svo. „Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mig”. „Þetta var allt í lagi”, sagði ég. „Það hefði enginn staðið sig bet- ur”. Monkhouse gekk upp að vél- inni, þegar ég opnaði dyrnar. ,,Gekk það ekki?” spurði hann Ég hristi höfuðið. „Ég kom lienni niður á brautina, en þurfti að láta hana ganga svo hratt að læknirinn gat ekki opnað dyrnar fyrir loftstraumnum frá mótorn- um”. Hann kinkaði hugsandi kolli. „Gaztu ekki látið dyrnar detta af?’” Ég hristi höfuðið. „Mér datt ' það í luig, en þorði ekki að reyna ■ það. Er hægt að fljúga þessu hurðarlausu?” „Já, já”, svaraði hann. „Pas- coe fór einu sinni upp með fall- lilífarstökkvara í þessari. Hann flaug henni langar leiðir hurð- arlausri. Það var allt í lagi”. Ég beit vörina. „Það vissi ég ekki. Ég þorði ekki að láta hana ' fara”. „Það er skoðunarskilyrði, að 'hægt sé að fljúga þessum vélum •hurðalausum”, sagði hann „Flug- vélin verður að geta flogið örugg lega án alls, sem hægt er að losna þannig við”. „Svo það er alveg í -lagi að fljúga þeim þannig”. Ég steig út úr vélinni, og sagði ekki neitt. Ég mundi þetta með skoðunarskilyrðið, þegar hann minntist á það. Ég hef aldrei ver- .ið reynsluflugmaður, aldrei haft neitt af því að segja. Ég hafði aldrei lent í því að fljúga vél með opinn neyðarút- gang, og hafði ekki einu sinni hugsað út í það. Það hefði ég þó átt að gera. Nú kynni Johnnie Pascoe að deyja, vegna þess að .... Ég gekk út á malbikið f.vrir framan skýlið. Nú var alveg dreg ið fyrir sólu. Loftið var þungbú- ið og drungalegt. Skýin voru ö svona 1500 feta hæð og lækkuðu stöðugt. Vindurinn var svipaður og áður. Það var dimmt í vestri og leit út fyrir meiri rigningu. Ég rigningu. Ég gekk aftur inn í skýlið. Læknirinn var að stíga út úr vélinni. „Monkhouse segir, að það sé allt lagi að fljúga vél- inni hurðarlausri”, sagði ég. „Ættum við kannske að gera aðra tilraun nuna strax?’” „Áttu við að taka hurðina al- veg af?” spurði hann. „Það er engin hætta á að ég detti út, er það?” Þetta var ákaflega eðlileg spurning, vegna þess að hurðin myndaði alveg hlið klefans hans megin. „Mér er alveg sama um það .... ” Hann leit á mig. „Fyrst við erum byrjaðir á þessu, er eins gott að reyna að ljúka því. Öll mín tæki eru í töskunni, svo það verður ekki mikið gagn í mér hér. En við verðum að hafa hrað- ann á, efcki satt? Vegna veðurs- ins”. Ég kinkaði kolli. „Við látum setja benzín á vélina núna strax”. Ég sneri mér að Monkhouse. „Er nokkuð matarkyns hér?” Ég hef engan morgunverð borðað. „Ég var svangur og mér var kalt, ég fann að ég var að þreytast. „Ég hafði vakað, alla nóttina, og flogið heilmikið síðan ég svaf síðast. „Ekkert nema bitinn minn og kaffilögg á brúsa”, sagði hann og benti yfir á bekk skammt frá. „Ykkur er velkomið að borða það”. Ég mótmælti, en hann sagði: „Ég fæ mér eitthvað, þeg- ar þið eruð farnir”. Ég bauð lækninum að borða með mér, en hann þáði það ekki. Prestsfrúin hafði gefið honum morgunverð, áður en hann lagði af stað. Ég stóð við bekkinn og borðaði samlokur með lambakjöti á milli, og drakk kaffi úr hitabrúsanum. Ég var að hugsa um hvað ég væri nú vitlaus. Ég, fiugstjórinn þaul- reyndi, sjálfskipaður sérfræðing- ur, hafði tekið stjómina í mín— ar hendur og nú var allt komið í vitleysu. Jafnvel Mónkhouse, lélegur flugvélavirki, hafði vitað það sem mér yfirsást um vegna stolts míns. Þótt ég væri nú dauðþreyttur, var ekki um annað að ræða, en að halda áfram. Nú hefði læknir- inn getað verið kominn til John- nie Pascoe, ef ekki væri klaufa- skap mínum um að kenna. Brauð- ið og heitt kaffið hleyptu nýju lífi í mig, og ég hresstist. Ef við færum strax af stað, gæti ég bætt fyrir brot mitt. Við mundum ná til Lewis River, áður en veðrið versnaði. En það gæti orðið erf- itt að komast til baka. Það tók um 15 mínútur að setja 15 gallon af benzíni og eitt galion af olíu á vélina með gömlu hand- dælunni, sem þarna var. Við fór-. um upp í hana aftur. Ég sá að læknirinn hafðt’ fest sig vel með öryggisbeltinu, annað var ekki um að ræða, til að varna því að hann félli út, þegar vélin færi að láta illa. „Mér finnst ég vera eins og Aladdin á teppinu”, sagði hann. „Fer sæmilega um þig?” spurði ég. Hann kinkaði kolli. „Núna fer ekki hjá því að ég komist út”. „Allt í lagi”, sagði ég. „Þá skul um við leggja í hann”. Ég gaf Monkhouse merki og hann sneri vélinni í gang. Ég lét hana ganga all hratt og reyndi magneturnar, svo ók ég henni út á völlinn, og sneri henni upp í vindinn. Strák arnir héldu við vængbroddana. Þegar ég var búinn að ganga úr skugga um að allt væri í íagi, leit ég upp. Þá sá ég bíl aka upp að flugskýlinu. Mér datt í hug að þetta gæti verið Parkinson, sem hafði átt að koma með Proctor vélinni, ég hinkraði aðeins við. Þá sá ég að þetta var leigubíll. Út úr honum steig kona. Monk- house gæti sinnt henni, hugsaði ég, gaf drengjunum merki, og tók vélina síðan á loft. Það voru slæm skilyrði til flugs og vélin lét ilia. Skýin voru í 1200 feta hæð, rigning var í að- sigi og það var fremur kalt. Þar sem aðra hliðina vantaði eigin- lega í klefann, þá blés vindurinn beint inn á okkur, kortið varð •þvalt í höndunum á mér. Nú varð ég að fara mikið lengra út með ströndinni en áður, og skýin neyddu okkur til að lækka flug- ið æ meir. Þegar við vorum yfir Trial vorum við í 700 feta hæð og skyggnið versnaði stöðugt. Ég vissi, að við gætum ekki stoppað mikið við Lewis River, ef við kæmumst þangað þá. Flugbraut- in þar var 530 fet yfir sjávarmál. Það mátti ekki miklu muna. Tindurinn á Sorell höfða var hulinn skýjum, þegar við flug- um þar fram hjá. Ég leit á klukk- una og athugaði stefnuna með aðra höndina á kortinu, sem lá á hnjánum á mér. Hraði okkar var 37 mílur á klst. og það voru 68 mílur eftir til Lewis River. Ég reiknaði í huganum Ef hraðinn væri 90 mílur mundum við vera komnir eftir 45 mínútur. En við fórum ekki alveg svo hratt, senni lega yrðum við komnir eftir 47 mínútur. Ég skrifaði tímann og áætlaði komutíma á kortið hjá Sorell liöfða. Ég gætti þess að missa ekki sjónar af ströndinni á vinstri hönd. Tíu mínútum síð- ar byrjaði að rigna. Það hlýtur að hafa runnið upp fyrir mér þá, að þetta væri von- laust, en samt hélt ég áfram. Það var mér að kenna, að læknirinn var ekki kominn til Johnnie Pas- coe. Það gat alltaf skeð, að það hætti að rigna og rofaði aðeins til þegar við kæmum til Lewis Ri- ÞETTA lítur ver. Nú var skyggnið orðið innan við ein míla, og skýin neyddu okkur til að lækka flugið enn þá meira, þangað til hæðin var ekki orðin nema 2000 fet. Ströndin var eyðileg, mikið af svörtum skerj- um, sem í sífellu braut á. Sum- staðar skvettist brimið meira en hundrað fet í loft upp. Ef eitt hvað hefði orðið að mótornmn þarna, voru möguleikarnir til að komást af alls engir. Það rigndi stöðugt. Vatnið af rúðunni rann niður á lækninn, og eftir tíu mínútur var hann orð- inn rennandi blautur, en við því var ekkert að gera. Við skoðuð- um hvert einasta ármynni sem við flugum ýfir og leituðum það svo uppi á kortinu. Kortin yfir vesturströnd Tasmaníu eru mjög ónákvæm, vegna þess að þar búa svo fáir. Brátt vorum við villtir, héldum þó áfram þangað til við yrðum að snúa heim vegna benz- ínsins. Þegar við samkvæmt tímanum ekki sem bezt llSBalil út en þetta ei vitanlega tóhjiV fflens, sem sjá má á andlitnm þátttakenda. Myndin er frá æf ingu stúdenta sem tóku þátt í hinni árlegu sumarhátíð í Hast- ings. áttum að vera komnir til Lewis River, höfum við verið á flugi t' eina klukkustund og fjörutíu og þrjár mínútur. En við ættum að> vera fljótari til baka, hugsaði ég.i Benzínið var af svo skomum skammti að ég liafði ekki nemaí tíu mínútur til að lenda og losnai við lækninn. Ég flaug nú nær ströndinni, inn ijimmuna. Þarnai var frekar láglent, skýjahæðin. var 400 fet. Það bólaði ekki k neinu ármynni. Ég beygði til hægri inn yfir ströndina til að sjá hvernig landið lægi. Fyrir' sunnan Lewis River átti strand-- lengjan að sveigja til austurs, en. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25.' júlí 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.