Alþýðublaðið - 25.07.1962, Page 16

Alþýðublaðið - 25.07.1962, Page 16
í DAG er hálfur mánuður li'ðinn frá því, að það slys varð á Suðurlandsbrautinni, að piltur á bifhjóli rakst á vörubifreið og slasaðist svo, að hann var fluttur meðvit- undarlaus á Landakotsspít- ala. í gærkveldi, þegar blað ið spurðist fyrir um piltinn var hann enn meðvitundar- laus, en líðan hans þó ekki Iakari en verið hefur. /VVWVVHMtMMttHMMMMWV ŒCíme) 43. árg. — Miðvikudagur 25. júlí 1962 — 167. tbl. Gylfi í>. Gíslason, menntamáhffáðherra, var viðstaddur í gær, þegar ’ fréttamönnum var boðið að skoða nýja handritasalinn í Landsbóka- • «afnshúsinu. Hér er Gylfi að virða fyrir sér skápana, sem getið er um í fréttinni. Verksmiðjan í fullum gangi ÁRIÐ 1946 var byggð stór síldar verksmiðja á Skagaströnd. .Sifan verksmiðjan var byggð hefur síld in hins vegar aldrei gengið inn á Húnaflóa, fyrr en nú fyrir skömmu að vart var við síld í Reykjafjarð- arálnum og síld tók að veiðast út af flóanum. Blaðið átti í gær stutf samtal við Ásinund Magnússon verksmiðju-1 stjóra í síldarverksmiðjunni á Skagaströnd. Ásmundur skýrði frá því að í sumar hefði verksmiðjar. alls feng ið tæp 30 þús. mál og af því væri; búið að bræða um tuttugu þúsund. Tíu þúsund væru í þróm. 12 þús und mál voru brædd í íyrstu inot unni í sumar. Fyrsta síldin barst til Skagastranda 26. júní. Verksmiðjan afkastar 6000 mál um á sólarhring og geymslu- þrærnar við hana rúma 26 þús. mál Þessi verksmiðja var eins og áð ur er sagt byggð árið 1946, eða sama ár og S.R. á Siglufirði. Verk smiðjan hefur hins vegar staðið auð og ónotuð að mestu leyti sið an hún var byggð vegna þess að síldin hefur brugðist. A5ur fyrr gekk síldin oft inn á Húnaflóa og þess vegna var verksmiðjunni val inn staður þarna. Nú hefur hins vegar veiðst mikil síld út af Húna flóa eins hefur síldar orðið vart inni í flóanum sjálfum. Einnig hef ur mikil síld verið flutt til verk- smiðjunnar með flutningaskipuni að austan. í gærdag var einmirt verað að losa flutningaskipið Lud vig, seni var að koma í annað skipti með síld að austan. Ásmundur sagði okkur eintiig, að þegar verksmiðjan hefði verið byggð hafi verið gert ráð fyrir að Framh. á 5. síðu íslendingamir unnu giæsiiegan sigur í skákinni Nú getum við tekið á móti handritunum NÚ hefur verið sköpuð aðstaða til þess að taka á móti handritum úr Árnasafni og konungsbókhlöð- unni á Landsbókasafninu Frétta • tpönnum var í gær sýudur ný-inu- ' réttaður salur í Landsbókasafninu þar sem handritin verða geymd í framtíðinni og einnig verð'ur þar ! hin ákjósanlegasta aðstaóa til rann sókna á handritum. Gylfi Þ. Gislason, menntamáia ■ ráðherra, sagði nokkur orð þegar fréttamönnum var sýndur salur- inn. Sagði hann m.a. að hér hefði áður verið sýningarsaiur náitúru gripasafnsins en þegar það flutti i ný húsakynni hefði það orðið að samkomulagi milli menntamála- ráðuneytisins og Landsbókasafns ins, að húsnæðinu skyldi breytt í * handritageymslu. Landsbókasafnið á nú um 12 þúsund handrit og hafa þau verið geymd við mjög ófulikomnar að- stæður til þessa., Aðstaða til að rannsaka þau hefur einnig verið mjög léleg. Fyrir handrit safnsins var talið að þyrfti um 400 metra af hillum, en í skápum í þefcsum nýja sal eru liillurnar 700 metrar að Jengd. Fyrir öðrum enda salarins er eld- traust herbergi, þar er ætlunir. að geyma skinnhandrit. Það verð ur því auðvelt að koma handritum úr Árnasafni og konungsbókhlöðu þarna fyrir. En jafnframt sagði menntamálaráðherra, að fyrir þau yrði reist veglegri bygging, eins og þegar hefði verið veitt fé til á Alþingi. Þannig yrði þetta að- eins bráðabirgðahúsnæði fyrir þau handrit. Skáparnir, sem handritin verða þarna geymd í, eru smíðaðir i Ofnasmiðjunni og eru af nokkuð nýstárlegri gerð. Þeir eru smíðaðir úr stálplötum, og eru í fjórum röðum. í tveim eru 13 skápar >■ og í tveim 7. Allir eru skáparnir á hjólum og ef fara þarf t.d. í mið skápinn í einhverri röðinni er skáp unum til hliðar við hann ýtt ein- ungis til hliðar þeim megin sem fara á í skápinn. Annars falla skáparnir þétt hver að öðrum og hverri skáparöð er hægt að loka með einu handfangi á endaskáp- unum. Með því að nota svona Framhald á 14. síðu. SKAKMOTI sporvagnastjóra á Norðurlöndum (NSU) og leigubíl- stjóra af Hreyfli lauk í Reykjavík í gærkvöldi. íslendingarnir báru glæsilegan sigur af hólmi, — unnu í nær öllum flokkunum. 24 erlend- ir. þátttakendur tefldu á móti þessu, sem lvefur staðiö síðan 19. þ. m. Urslit urðu sem hér segir: I 1. flokki voru 20 þátttakendur og tefldar tvær umferðir eftir Mon rad-kerfi. Efstur varð Þórður Þórð arson með 5Vz vinning. 2. Sóffan- ías Márusson með 5 vinn. 3. Óskar Sigurðsson með 5. vinn. 4. Anton Sigurðsson með 4Vá vinning. 5. Alvar Törnkvist (Svíi) með 4!-á. 6. og 7. urðu þeir Georg Haak (Svíi) og Donald Ásmundsson með 4 vinninga hvor. Öðrum flokki var skipt í tvo riðla, en keppendur voru 12, 6 í hvorum. í IX. flokki A urðu úrslit þessi: Tveir efstir og jafnir urðu þeir Ásgeir Benediktsson og Hugo Möller (Svíi) með 331ú vinning. 3. varð Magnús Vilhjálmsson með 3. vinn. í II. flokki B urðu einnig efstir og jafnir þeir Þorvaldup Magnússon og Svíinn Börje An- derberga með 3Vá vinning. 3. varð John Johansson (Svíi) með 3 vinn- inga. I þriðja flokki var einnig keppt í tveim riðlum. Þátttakendur voru )1, 6 í öðrum og fimm í hinum. Úrslit urðu þessí í III. fl. A: 1» Þórir Davíðsson. 2. Guðmundur V. Guðmundsson báðir með 3Vú vinning og 3. Steingrímur Aðal- steinsson með 2Vz vinn. í þriðja flokki B urðu úrslit þessi: 1. Guð- bjartur Guðmundsson með 3 vinn. 2. Bengt Zetterman (Svíi) með 2Vz vinning og 3. Erik Wiistan (Svíi) með 114 vinning. Á morgun verður farið með er- lendu þátttakendurna austur á Þingvöll að Gullfossi og Geysi og víðar um Suðurland. — Þeic munu fara heim um mánaðamótin. FLUGSLYS Á REYKJAVÍK- URFLUGVELLI í GÆRDAG Flugvél af gerðinni Cessna, sem er í eigu Björns Pálssonar, sjúkraflugmanns, varð fyrir tölu- verðum skakkaföllum í Iendingu á Reykjavíkurflugvelli í gær um kiukkan fjögur. Flugvélin hafði rétt snert brautina er hún stakkst á nefið með þeim af- leiðingum, að annar vængur hennar bognaði mikið svo og skrúfan. í vélinni voru þrír farþegar auk fiugmannsins, Guðjóns Guð- jónssonar, en engin slys urðu á þeim. Guðjón, sem er fastur flugmaður hjá Birni, var að koma frá Þingeyri með farþeg- Framhaid a 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.