Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 11
Það er alveg eins og boltinn liígi ofan á þverslá KR-marksins. AFNTEFLI ÍBA SÖGULEGUM LEIK ★ Akureyri: Einar Helgason, Sig- uróli Sigurðsson, bigurður Víg- lur.dsson, Guðni Jónsson, Jón Stefáhsson, Jakob Jakobsson, Páll Jónsson, Skúli Ágústsson, Stein- grímur Björnsson, Kári Árnason, Þormóður Einarsson. •A Keflavík: Gísli Þorkelsson, Eeynir Sehmidt, Kristinn Jóns- son, Örn Steinsson, Hörður Fel- ixsson, Ellert Schram, Halldór Kjartansson, Jón Sigurðsson, Gunnar Felixsson, Gumiar Guð- mundsson, Sigþór Jakobsson. Akureyringar kjósa að leika undan golunni og eiga frumkvæðið í leiknum er Jakob lyftir inn til Kára, er spyrnir að marki en varnarmaður kemst fyrir og bjarg- ar í horn. Er 10 mín eru af leik hafa Ak. átt betri sóknarkafla og á 13. mín. fá þeir gott tækifæri, er þeir leika vel saman, Skúli, Páll, Þormóður til Steingríms, eem spyrnir að marki, en bjargað er í horn. Nokkru seinna á Gunnar Felixsson gott skot að marki Ak. nokkuð óvænt, en Einar bjargar í horn með yfirslætti. Upp úr horni myndast þvaga, Sigþór nær að gefa til Gunnars F., sem spyrnir, en framhjá. Um miðjan hálfleik cr Stein- grími brugðið illa, er hann brýzt í gegn, en það brot fór framhjá dómaranum eins og margt annað 1 þessum leik. Akureyringar eiga mun meira í hálfleiknum og tekst oft að skapa hættu, sem þó nýt- ist aldrei, en mark Ak. komst aldrei í verulega hættu og hálf- leikurinn endar þannig að ekkert mark er skorað. Strax í seinni hálfleik fá Ak. á sig horn, en Einar grípur vel inn í og spyrnir frá marki. Nokkru seinna gefur Páll h. útherji Ak. vel fyrir markið Þormóður nær að skjóta úr góðri stöðu en beint í fang markmanns KR. Um miðjan hálfleik, sækja KE-ingar og Gunnar Guðmundss. spyrnir fal- lega að marki, en knötturinn hrekkur í hliðarstöng og út en Ak. ná að hreinsa, var þetta bezta tækifaeri KR í leiknum. Akur- eyringar eru meira í sókn og skellur hurð nærri hælum. Þor- móður v. úth. gefur fyrir Páll á gott skot, en Gísli markmaður nær að bjarga. Er 15 mín. eru eftir af leik kem- HMWmMHMHMMHMMWW Fram - ÍA I gærkvöldi gerðu Fram Fram og Akranes jafntefli í I. deildarkeppni íslands- mótsins, en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Akurnesingar voru mun frískari í leiknum í gær og áttu fleiri tækifæri, en vegna frábærrar markvörzlu Geirs Kristjánssonar og dugnaðar Fram varnarinnar tókst Akurnesingum ekki að skora. Fram hefur nú forystuna í I. deild með 12 stig á eftir einn leik (gegn Akureyri fyrir norðan). Akurnesingar og Valur hafa 11 stig hvort félag, en Vaiur á eftir 1 . leik og Akranes 2. Það eru Valur—Akranes og KR —Akranes. KR er með 10 stig og einn leik eftir, Akur- eyri 9 stig og 1 Ieik eftir óg loks ísfirðingar með 1 stig og hafa lokið keppni. Næst verðin- leikið 12. september í I. deild, Fram —Akureyri fyrir norðan. ur svo mark Akureyringa. Stein- grímur gefur út til Páls er leikur á varnarmann KR, gefur fyrir mark og Skúli spyrnir knettinum viðstöðulaust í blá hornið vinstra megin. Enn ná Ak. sókn Jakob lyftir inn til Skúla, er spyrnir að marki en yfir. Er um 4 mín. eru eftir af leik fá Akureyringar á sig auka- spyrnu á miðjum vallarhelmingi sínum út við hliðarlínu. Örn Síeinsen spyrnir í átt að marki Ellert skallar inn fyrir vörn Ak., er hafði myndað vegg rétt við vítateigslínu, tveir KR-ingar virðast innan við í rangstöðu en línuvörður og dómari ,gefa ekki merki. Gunnar Guðmannss. fær knöttinn, Einar hleypur út úr markinu, Gunnar gefur til nafna síns Felixssonar í átt að markinu, sem spyrnir í mannlaust markið. Þarna virðist Gunnar Felixsson vera innsti maður en, enn gefur gefur línuvörður ekki merki. Dómari ber sig saman við línu- vörð og þeir dæma mark eftir nokkuð samtal. Rétt fyrir leiks- lok, er hætta við mark KR Jakob spyrnir að marki, Páll er þar fyrir rétt við markhornið, nær ekki að sp.vrna og markvörðurinn Gísli og Páll liggja flatir, en knötturinn fer út fyrir endamörk og litlu seinna flautar dómarinn, leiknum er lokið. Akureyringar höfðu yfirburði i þessum leik og léku nú vel saman, voru fljótari á boltann og ákveðn- ari í návígi. í ieiknum fær KR á sig 9 hornspyrnur, en Akureyr- ingar 3. 2 til 3 marka munur væru sanngjörn úrslit. Liðin: í liði KR var vörnin betri helmingur liðsins með Hörð Felixsson, bezta mann. Jón Sig- urðsson og Gunnar Felixsson voru beztu menn framlínunnar. En VALSMENN tryggðu sér bæði stigin í síðasta leik Xsfirðinganna í I. deild, að sinni, á sunnudaginn var. Leikurinn fór fram á Laugar dalsvanginum. Vissulega gekk þetta nokkuð erfiðlega hjá Val. Leikurinn í heild var síður en svo vel leikinn. Sýndu Valsmenn yfirleitt litlu meiri tilþrif en falí- liðið, og undir lokin síðúr en svo. Valsmenn skoruðu tvö mörk, bæði í fyrri hálfleiknum og sami maður inn, Þorsteinn Sívertsen, gerði þau Þetta var hvort tveggja clánsmörk því fyrra hnoðað inn með því að reka hnéð í boltann, en það síð- ara, að vísu með allgóðu skoti, en eftir ömurleg mistök annars bak- varðarins, sem hugðist senda knöttinn til markvarðar, en skeik- aði heldur en ekki. Þorsteinn komst á milli og renndi svo knett inum auðveldlega fram hjá út- hlaupandi markverðinum. Þessi tvö mörk Vals komu á fyrstu 25 minútum leiksins. Þrátt fyrir mun meiri sókn að ísfirzka markinu, meginhluta hálfleiksins, tókst Vals mönnum ekki að setja það í frek ari hættu. Framherjarnir þæfðu og hnoðuðu knettinum á milli sín inni á vítateigi og markteigi, áttu hvað éftir annað færi á að skjóta, en skutu aldrei. Sókn ísfirðing- anna var hins vegar öll í molum og tækifæri þeirra nánast engin, ef frá er tekið allgott skot v. inn- herja á 18. mín. en utan stangar. Eina virkilega góða færið, sem ís- firðingar fengu í fyrri hálfleikn- um, var meira en vafasöm víta- spyrna sem dómarinn Karl Berg mann, dæmdi er 10 mín voru eftir til hlés. Rugluðu varnar og sóknar- leikmaður, saman fótum sínum, svo af varð ,,bræðrabylta“ og síð- an vítaspyrna, sem Björn Hclgason svo „brenndi af“ næsta örugglega. í síðari hálfleiknum juku Vals menn enn á hnoðið með knöttinn og varð árangurinn eftir þvi í bess um hálfleik tókst þó ísfirðingum að skora sitt eina mark. Mest var það vegna „einstaklingsframtaks1* h. innherjans, Erlings Sigurlaugs sonar, sem brauzt með knöttinn af miklum dugnaði og harðfengi alla leið frá miðju og upp að enda mörkum, sendi það laglega fyrir markið, en miðherjinn, Sigurður Gunnarsson, „þrumaði“ svo knett inum inn. Þessi næsta óvænta „viðrétting“ jók ísfirðingum ásmegin, sem sóítu fram af auknum krafti góða stund en varð þó ekki frekar ágegr.t. Lauk leiknum með sigri Vals 2:1. Það er dálítið eftirtektarvert í sambandi við þátttöku ísfirðinga í I. deildinni, að þeim hefir gengið yfirleitt miklu betur í leikjum sín um heiman en heima. ÍA sigrar þá fyrir vestan með 6 mörkum gegn 0 en uppi á Skaga verður jafntefli 0:0 Valsmenn senda hálfgert „tætings- ingslið" vestur en sigra auðveld- lega með 4:0, en á Laugardalsvell- inum bera Valsmenn sigurorð af þeim. Sama gildir um Frám, sem sigrar þá með 6:0 á ísafirði, en FramKald á 13. síðu. MMMMMMMMMMMMMMMD Reyna ekki við Erma- sund i ár Þeir Axel Kvaran og Eyj- ólfur Jónsson hafa nú ákvéð- ið að reyna ekki við Erm- arsundið í ár. Ástæður eru ýmsar, m. a. veikindi Eyi- ólfs. Einnig hefur Axel vér- ið frá æfingum undanfarið vegna sinaskeiðabólgu. Þeir félagar segja einnig, að enn hafi ekki fengizt nægilegt fé til fararinnar og þéir telji ekki rétt að fara fyrr en vel sé gengið frá öllu. tMMMMMMMMMMMMMMMI MMMMMMHMHMMMMMMh Framliald á 13. síðu. Leiðbeiningarnám- skeið \ Reykjadal NÆSTKOMANDI föstudag 24. ágúst hefst leiðbeinenda og kenn aranámskeið í frjálsum íþróttum í íþróttaskólanum í Reykjadal. Námskeiðið stendur yfir til 26. ágúst og aðalkennarar verða ung verksi þjálfarinn Gabor og banda ríski þjálfarinn Vernon Cox. Námskeið þetta er haldið á veg um Útbreiðslunefndar FRÍ og all ar upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu ÍSÍ sími 14955 kl. 3 til 5 daglega. Kostnaður er kr. 450,00 (fæði og uppihald) og það má mæla með matnum. Á námskeiði þessu verða flutt fræðsluerindi og ávörp fyrri hluta dagsins ásamt kvikmyndum og fyr irspurnum verður svarað. SíðdegtS verða tæknilegar leiðbeiningar. Þeir, sem halda ræður og flytja ávörp eru Þorsteinn Einarssoq, Lárus Halldórsson, Gabor Sim- onyi, Vernon Cox, Vilhjálmar Ein arsson, Höskuldur G. Karlsson og Stefán Kristjánsson. ÍBK og ÍBH unnu TVEIR leikir fóru fram í II. deild um helgina. Hafnarfjörður sigraði Breiðablik með 1 marki gegn engu. Einnig léku Keflavíh og Reynir og lauk leiknum með sigri Keflavíkur 4-1. ALÞÝÐUBLAÐIÐ -"21. júlí 1962 Naumur sigur Váls yfir ísfirðingum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.