Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 2
■ttstjoiar: Gísli J. Asxpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — ASstoBarritstjóri: Hjörgvin GuOmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðubiaðsins, Hverfisgötu •—10. — Askriftargj ald kr. 55.00 á mánuði. I lausasölu kr. .",00 eint. Útgeí- andi: Alþýðuflokkurinn. -- Framkvæmdastlóri: Ásgeir Jóhannesson- ÓVÆNT MYNDASÍÐA HVER HEFÐI trúað því fyrir nokkrum árum að Vísir ætti eftir að tárfell-a yfir því, að tekjuskipt ing væri ekki nægilega mikil í þjóðfélagi okkar, og Þjóðviljinn að birta heila síðu af myndum af heild sölum og iðnrekendum í fullri sátt við þá? Einhverjum kynni að finnast þetta efni í öfug- mælavísu. En hvort tveggja hefur gerzt. Hvorugt ivar þó tilkomið af góðu. Vísir tók hina óvæntu af- stöðu til að klekkja á íslenzkum sjómönnum. Þjóð viljinn birti myndir af heildsölunum með ánægju, þegar það var til að hjálpa kommúnistaríkjunum í . Austur-Evrópu. Skyldi ekki einhverjum flokksmanni Þjóðvilja- ritstjóranna úr alþýðustétt hafa brugið, þegar hann sá heila síðu af myndum af heildsölum, iðnrekend- um og höfuð atvinnurekendum bæjarins? Skyldi ekki einhverjum hafa dottið í hug, að þessu hefði hann sízt af öllu átt von á? En svona er það. Þegar hagsmunir húsbændanna fyrir austan járntjald eru annars vegar, gerir Þjóðviljinn allt, meira að segja að taka brodda þjóðfélagsins í sátt. Vonandi hafa broddarnir verið lukkulegir, er þeir sáu myndirnar af sér í 'Þjóðviljanum. En eitt bvað mirinir þetta á gamlar sagnir um menn. sem seldu sál sína fyrir nokkra skildinga. Þegar komm únistar komast til valda í einu þjóðfélagi, eru það einmitt heildsalar, iðnrekendur og aðrir atvinnu- rekendur, sem fyrst eru skornir niður við trog. ÓFRIÐUR STÖÐVAÐUR SAMKOMULAG hefur náðst milli Hollendinga og Indónesa varðandi framtíð Vestur-Nýju Guineu. Ilefur sáttasemjarastarf Sameinuðu þjóð- anna enn einu sinni borið góðan árangur, og eru þau ekki fá ,,smástríðin“, sem samtökunum hef- ur tekizt að fyrirbyggja eða stöðva. Þetta frum- stæða land verður um sinn undir eftirlitsstjórn SÞ, síéan taka Indónesar við því, en eftir hæfilegan tíma eiga íbúarir að segja til sjálfir um framtíð sýia. Var óhugsandi annað en að hafa þarna all- langan umþóttunartíma, því lífskjör eru lág og al- þýðumenntun nær engin í landinu. Sovétríkin höfðu gert mikið til að blása á elda ófriðarins á Nýju Guineu. Þau höfðú sent Indónes um ógrynni vopna og gert allt, sem þau gátu, til að hindra lausn málsins. Það hefði sem sé þjónað hágsmunum kommúnismans betur að hafa þarna HVargra ára eða áratuga vopnaviðskipti, sem dæmi um baráttu nýlenduþjóða. Lausri málsins mun r4ynast hinum snauðu íbúum landsins mun hag- stfeðara en það, sem kommúnistar vilja. 2 21. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ölvaðir.... Framh. af 1G. síðu og þar var m. a. utanbæjarmaður, sem gerðist mjög drukkinn, þegar líða tók á kvöldið. Varð að lokum að fieygja honum út. Sá var ekki ánægður með málalokin og , vildi hann komast inn aftur. Tókst honum að skríða vpp á þak hússins, og þar fann liann gat rétt við skorsteininn. Hann gat troðið sér þar inn í ris hússins. Eftir að dansleiknum lauk urðu menn varir við liann, og tveir fóru upp ,í risið gegnum smálúgu. Ut- anbæjarmaðurinn neitaði þá aiveg að koma niður, og varðist með kjafti og klóm. Eftir mikla erfið- leika og strit komu mennimir hon- um niður og afhentu hann lögregl- unni. Frestun afvopnunar Genf, 20. ágúst. NTB. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands á afvopnunarráðstefn- unni i Genf lögðu í dag til að ráð- stefnunni verði frestað frá 1. stept. og teknar upp að nýju 29. nóv. Verði það gert til þess, að AIls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna fái að fjalla um ágreiningsmátin í sambandi við afvopnun. Fulltrúi Indlands lagði +11, að enn verði reynt að ná samkomu- lagi um bann við tilraunum með öll kjarnorkuvopn. Fulltrúinn kvað nokkuð hafa miðað í sam- komulagsátt meðal stórveldanna. i WEN ELUR ER i l , , L Pantið verðlista yfir hin marg- víslegu VLC tæki. VLC TÆKNI FYRIR IÐNAÐ og VERKSTÆÐI. GUFUHREINSARI Framleiðir blöndu af hreins- unarefni og háþrýstigufu, sem lircinsar vel og örugglega véla hluti, hreyfla, verkstæðistæki, gólf. frystihúsatæki, bátalestar, sláturhús og m.m. fl. HREYFANLEG VÖKVALYFTA Ómissandi alls staðar þar sem lyfta þarf og flytja þunga hluti. Auðveld að stjórna í þrengsl- um. Stjórnað af einum manni. 3 gerðir: 1000, 1500 og 2500 kg- Tilboð óskast án skuldbindingu. Bréfaskipti á dönsku, norsku, sænsku, ensku og þýzku. V. L0WENER VESTERBROGADE 9B - K0BENHAVN V. - ÐANMARK TELEGRAMADR.: STAALL0WENER - TELEX: 5585 HANNES Á HORNINU k Peningaskipti löndum. Norð- k Rétt gengi í Danmörku og í Noregi. k En alls ekki í Svíþjóð. ★ Skeljasandurinn í Nauthólsvík. FERÐALANGUR SKRIFAR: „Fyrir nokkru auglýstu bankarnir að framvegis gætu íslendingar skift íslenzkum peningum í bönkum á Norðurlöndum og fengið gjaldeyri fyrir. Fyrir nokkru fór ég til Dan- merkur og kom við í Noregi og Svlþjóð, og af því að ég var með nokkur þúsund krónur í íslenzkum scðlum til vara, lét ég skifta í öll um þessum þremur löndum. FYRST LÉT ÉG skipta í Kaup- mannahöfn, fimm hundruð íslenzk- um krónum, og fékk fyrir þær næst um því sömu upphæð og gengið sagði til um, en það hafði ég kynnt mér áður. Einhverja- smávegis próvisjón tók bankinn. Þá lét ég skipta í Osló og það fór á sömu leið ég fékk heldur meira út úr því, enda er norska krónan dálítið lægri en sú danska. Þetta reyndist mér góður viðbætir við gjaldeyriseign mína héðan að heiman. ráðir, um þetta. Hins vegar sýnir það ekki viðskiptafræði að haga sér á þennan hátt. Ég vil loks geta þess að ég hef heyrt um þetta framferði Svíanna fyrr í sumar.“ EG SAT í bíl mínum langa stund á bökkunum við Nauthólsvík og horfði á tvær jarðýtur jafna úr stór eflis skeljasandsbing, sem búið var að setja í fjöruna. Mér fannst þetta ævintýri líkast og fór aS hugsa um það, hvort það borgaði sig að gera þetta undir haustið og ÞÁ FÓR ÉG til Gautaborgar og (veturinn. Það hefði verið sjálfsagt hugðist skipta þar. Ég fór í Skandi , að gera það í vor fyrir sumarsói- naviska bankann með fimm hundr j skinið, sem við bjuggumst við að uð íslenzkar krónur og hélt sattjmundi koma. Var ekki rétt að að segja, að ég mundi fá sem svar- ^fresta þessu þangað til næsta vor? aði að ég greiddi gengismuninn að l viðbættri svolítilli próvisjón eins og í hinum löndunum, en sænsk króna er nú skrásett og hefur verið i ( á kr. 8.35 íslenzkar. En mér brá í brún þegar Svíinn tók tíu íslenzk ar krónur fyrir hverja sænska. Ég j'T’U Ú kvartaði nnrian hcssu við af-'•CÍ hægt Verður að Þek|a alla una með þessum mjúka og fallega EG HEF EKKI þckkingu á því, en ég óttast að sjávargangur. skoll |öllu þessi skeljasandsfjalli aftur út í fjörð í haust og vetur. — Gam ,an verður fyrir Reykvíkinga að : busla í Nauthólsvík næsta sumar kvartaði undan þessu við af- greiðslustúlkuna, en hún gat ekki sinnt því og ég varð að sætta mig við þetta. sandi. NÚ LANGAR MIG til þess að fá að vita, hvort þetta séu eðlileg bankaviðskipti. Geta sumir tekið upp hjá sjálfum sér að okra á gjald miðli? Eru ekki samningar milli viðkomandi landa um slík peninga skipti, það er að segja gengið á gjaldmiðli, sem er á annað borð gjaldgengur? Eru Svíar I raun og veru að okra á okkur íslendingum? Getur þú svarað þessu?“ MÉR SKILST, að verð Svíanna sé óeðlilega hátt. Þess vegna hefur bréfritarinn nokkuð til síns máls þegar hann minnist á okkur. Hins vegar eru engir samningar uip þetta milli landa. Bankarnir eru sjálfráðir, eða nokkurnveginn sjálf Hannes á horninu. R0KTO EKKI í RÚföiNU! Hússigsndafélag Reykiavtkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.