Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 15
Nevilie Shute hverju. Þetta var sportbíll og sæt ið hennar var fast upp við mitt, axlir okkar snertust. Við vorum bæði niðursokkin í hugsanir. Ég hafði ekki viljað að þetta kæmi fyrir. Við vorum bæði einmana og gátum ekki gifst. Nú hafði þetta skeð, ég var glaður, ég held að hún hafi verið það líka. -Þegar við vorum komin í gegn um Blakford og áttum eftir svo sem tíu mílur til Duffington, sagði hún. „Við skulum stoppa aðeins Johnnie“. Ég ók út á vegbrúnina og slökkti ljósin, regn draup af trjám ofan á þak bílsins. „Við skulum tala saman“, sagði hún. „Það held ég við ættum að gera“, sagði ég. Hún kinkaði kolli í rökkrinu. „Mig langar til að spyrja þig einnar spurningar". „Gjörðu svo vel“, sagði ég. . „Gerirðu mikið af þessu?“, sþurði hún. „Áttu margar vin stúlkur?“. ' „Nei“, sagði ég. „Þú ert fyrsta stúlkan, sem ég kyssi, síðan ég skildi við Judy“. „Alveg,satt?“ „Alveg satt“. Hún andvarpaði. „Það var það sem mig langaði til að vita. Mér datt þetta í liug. Ekki bætir það úr skák“. „Við getum reynt að gleyma þessu, ef þú vilt“, sagði ég. „Við getum það ekki“, sagði hún. „Það er heldur ekki rétta svarið“. Mér fannst hún vera svo ó- hamingjusöm, að ég tók í hencli hennar, hún var máttlaus. Hafðu engar áhyggjur“, sagði ég þýð- lega“. „Þetta hefur lengi verið í upp siglingu. Fyrr eða síðar hlaut að koma-að því“. Hún sneri sér að mér. „Ég veit það. Ef málum væri öðruvísi hátt að væri þetta dásamlegasti dag ur lífs míns. En ég er gift kona og þú átt að heita giftur. Ég vil ekki að svona lagað komi fyrir, og ég held, að þú viljir það ekki heldur“. „Við erum nú ekki svo harð- gift“, sagði ég. „Það getur verið að þú sért það ekki, en ég er það“, svaraði • hún. Ég strauk um hendi hennar. „Þótt ég vildi ekki að þetta kæmi \ ' fyrir, er ég samt glaður yfir því .%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%u%%%%%%%%%%%%u%%%%u Skrýtin flugför Þyrilvængjan er af brezkri Belvedere gerð, en neðan í henni hangir nýstárlegra farartæki. Það er loft- blástursvél, iiý gerð bifreiða án hjóla, sem svífa með því að blása niður lofti, og geta farið yfir land eða sjó. að skuli vera buið að ske“, sagði ég að lokum. „Þetta var allt todd íunum að kenna eða þakka". Hún brosti lítið eitt. „Ég veit að við eigum eftir að lenda í ýms- um erfiðleikum. En í þessum heimi fær maður ekkert, sem er einhvers virði án þes að þurfa að hafa fyrir því“. Ég var þögull. „Mig langar til að segja þér svolítið“, sagði ég að lokum. „Ég fór til lögfræðings fyrir skömmu og ég get fengið skilnað frá Judy án nokkurra erf iðleika. Það er meira að segja byrjað að undirbúa það“. „Fá skilnað?" Ég kinkaði koili. „Hún hefur búið með öðrum náunga sem eig- inkona hans síðastliðin átta ár í Hollywood. Þetta kemur til með að taka sinn tíma og verður nokkuð dýrt. En ég vil gera það og ætla að gera það. Þá er hájfn að verkið“. Hún var þögul í mínútu eða svo. Síðan sagði hún. „Hvað mundir þú gera ef ég fengi líka skilnað?" Ég sneri mér að henni. „Ég mundi biðja þig um að giftast mér“. Hún kinkaði kolli hugsandi. „Nú hefur þú sagt það og ég vil ekki að þú segir það aftur. Aldrei. Setjum svo að ég fengi skilnað frá Derek. Það mundu líða mörg ár þangað til við gæt- um gifst, og fólk breytist mikið á skemmri tíma. Við höfum ver ið mikið saman þessa síðustu mánuði, og þú hefur verið mér mjög góður. Betri en nokkur mað ur. Ég hef hlakkað til að hitta þig á hverjum degi og næstum talið stundirnar, þangað til við hittumst." Ég þrýsti hönd henn ar. „Ég hef ekki komið sem bezt fram. Ég hefði ekki átt að láta þetta ske, ef ég hefði ekki verið reiðubúin að láta þetta ganga lengra. Þú hefur verið mér svo góður, og ég launa það ekki einu sinni með gæzku. Ég hef sært þig. Viltu reyna að íyrirgefa mér?“ „Það er ekkert að fyrirgefa", sagði ég. „Ég hef notið þess að vera samvistum við þig“. „Sömuleiðis“, sagði hún. Við sátum þögul um stund, síð an sagði ég. „Hér hefur nokkuð byrjað, sem við sjáum fyrir end ann á. Hvað svo sem fyrir kemur munum við hvorugt gleyma því sem skeð hefur. Ef þú vilt að við sjáumst ekki um tíma, þá er auð velt að koma því fyrir. Ég get fengið annað starf. Það vantar flugmenn hjá Imperial Airways". „Og fara þá á brott héðan?“ spurði hún leið á svip. „Ef þú vilt, þá geri ég það“, sagði ég. „Mundi það vera nauðsyn- legt?“ spurði hún. „Ef ég geri það ekki“, sagði ég, „þá kemur þetta sennilega fyrir aftur.“ „Það er víst rétt“, sagði hún. Síðan sagði liún. „Ég er þreytt núna, Johnnie, of þreytt til að geta hugsað skýrt. Ef eitthvað leiginlegt þarf að ske þá skulum við standa saman, gegnum þykkt og þunnt. En Derek er sá sem við verðum að hugsa um. Hann er sjúklingur og hann er nú einu sinni maðurinn minn. Við verðum að hugsa um hann en ekki okkur sjálf, því við erum frísk og heilbrigð". Ég þagði því ég vildi ekki særa hana. Mér varð hugsað til manns ins, sem hafði ráðizt á litlar stúlkur, og fengið sinn dóm fyr ir það. Hún hafði auðvitað rétt að mæla, ég gat ekkert sagt við því, sem hún sagði. Að lokum sagði hún. „Viltu nú fara með mig heim Johnnie. Ég tek einhverja ákvörðun inn an eins eða tveggja daga, og þá segi ég þér frá því“. Ég kinkaði kolli. „Ekkert liggur á, Brenda. Minn hugur breytist ekki. Ég held áfram að láta ganga frá skilnaðinum, það breytist ekkert". Ég þrýsti hönd hennar. „Við skulum bára taka þessu rólega". „Vinur minn“, sagði hún þýð- inga. Ég setti bílinn í gang og við lögðum af stað aftur. Fyrst ók- um við út á flugvöll, svo ég gæti sótt minn bíl. Þar fór ég út. „Sjáumst á morgun“, sagði hún um leið og hún ók á brott. Ég stóð kyrr og horfði á bílinn hverfa út í myrkrið. Hún var mér sannarlega kær“. Daginn eftir var veður mjög gott. Hún hringdi í mig snemma um morguninn. Þegar hún var búin að heimsækja Derek fór hún með lestinni til Peter- borough til að sækjá vélina. Hún kom aftur seinna um daginn en okkur fór ekkert á milli. Hún vildi ekkert tala og ég vildi ekki neyða hana til þess. Nokkrir dag ar liðu. Hún kom einu sinni eða tvisvar út á völl til að fljúga. Sunnudaginn næstan á eftir stakk hún upp á því að við borðuðum saman hádegisverð £ þorpi í um það bil 30 mílna fjar lægð. „Fólk talar svo mikið hér“, sagði hún. „Eg held það sé betra að vera þarna“. Ég kinkaði kolli. „Ég flaug yfir þetta þorp fyrir nokkrum dögum. Bláklukkurnar þar hljóta að vera fallegar núna. Maður sér bláar breiðurnar úr lofti. Eigum við að hafa með okkur mat að heiman og borða hann einhvers ' staðar úti?“ Það létti yfir henni. „Það mundi verða alveg dásamlegt. Ég skal sjá um matinn.“ Við á- kváðum að hittast á þorpstorg- inu um hádegisbili á frídegi mín um. Við gerðum það og skildum bíl inn hennar eftir en fórum á mín um inn í skóginn. Það var gotb veður og yndislega fallegt í skóg inum. Loftið var næstum áfengt af ilmi blómanna og bláklukku- breiðurnar voru stórkostlegar. Við skildum bílinn eftir og geng um unz við fundum fallið tré þar sem við gátum setið og borðað matinn. Hún byrjaði að taka upp úr körfunni, sem maturinn var L , Allt í einu sagði hún. „Ég tal ; aði við Dr. Baddely í vikunni". , „Um hvað?“ spurði ég. „Derek“, sagði hún, „og okk-1 ur. Ég nefndi þig ekki á nafn, ég sagði bara að það væri karl maður". Hún hafði sagt lækni manns síns alla sólarsöguna. Hún hafði sagt, að hvað sem hún gerði ’ mundi það vera með hagsmuni eiginmannsins fyrir augum. E£ , hann héldi að skilnaður. mundi valda honum miklu sálartjóni, mundi ekkert verða úr skilnaði. Þau höfðu víst rætt þetta éður, . einhvern tíma þegar Derek var með fullu viti. Hann hafði þá , sagt að sér fyndist að þau ættu ( að slíta samvistum. Þau mundu , sennilega ekki geta eignast heii brigð börn. Hún væri enn ung og það væri ekki nema sann- t gjarnt að hún fengi frelsi og gæti . gift' sig aftur, ef hún kærði sig um. Hvert var álit læknisins? Læknirinn hafði sagt henni að maður hennar hefði talað um , ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. júlí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.