Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 5
ÉÉtÉl
v - §
«1; . |
KVR bátur kom til Grindavíkur í gær. Er það 155 tonna stál-
skip smíðað í Austur-Þýzkalandi. Hlaut hann nafnið Sigfús
Bergmann GK 38. Eigzl.idi er hlutafclagið Hafrenningur. Skip-
stjórj á heimieiðinni var Ólafur Björnsson, skipstjóri í Keflavík.
Myndip sýnir bátinn við komuna. (Ólafur Þorvarðarson, Lága-
felli Grindavík, tók myndina.)
120 SÚTTU ÁRS-
ÞING SÍR
20. ÁRSÞING Sambands ísl.
rafveitna var haldið í Keflavík
dagana 23.-25. ágúst og lauk um
kvöldið laugardaginn 25. ágúst,
með samkvæmi í salarkynnum
Rafha í Hafnarfirði.
Alls sóttu þingið rúmlega 120
manns, rafveitustjórar og aðrir
fulltrúar rafveitna, svo og konur
þeirra.
Margvísleg málefni rafveitn-
anna voru rædd á þinginu. Má
þar' nefna virkjunarmál, stjórn-
unarmál rafveitna, gjaldskrármál,
reglugerðarmál og mörg fleiri
málefni.
Flutt voru þar og mörg erindi,
svo sem um virkjunarrannsókn-
ir í Þjórsá, Hvítá og Jökulsá á
Fjöllum á vegum Raforkumála-
skrifstofunnar. Erindi um stórar
Stíflur, er Árni Snævarr forstjóri
Almenna byggingafélagsins flutti,
og erindi, er Jakob Guðjohnsen
rafmagnsstjóri flutti um nýja há
spennulínu frá Sogi til Rvikur.
A fundinum var kjörin stjórn
sambandsins fyrir næsta starfsár.
Hana skipa:
Jakob Guðjohnsen, rafmagns-
stjóri formaður,
Eiríkur Briem, rafveitustjóri
ríkisins, ritari og varaform.
Baldur Steingrímsson deildar-
verkfr. gjaldkeri —
og meðstjórnendur
Óskar Eggertsson, rafveitustj.
Andakílsárvirkjunarinnar og Ad-
olf Björnsson, rafveitustjóri á
Sauðárkróki.
Steingrímur Jónsson, fyrrver-
andi rafmagnsstjóri í Reykjavík,
sem verið hefur formaður sam-
bandsins frá stofnun þess, baðst
nú eindregið undan endurkosn-
ingu. Var sú beiðni hans tekin til
greina, en hann hins vegar kjör-
inn heiðursformaður sambands-
ins og hylltur fyrir ágætt starf
og forustu rafveitnasambandsins
á liðnum árum.
ÓÁKVEÐIÐ )
UPPLAG
NÝ íslenzk útgáfa af Evróini-
frímerkjum kemur út 17. septetn-
ber næstk. Eru það tvö mer ti,
grænt og gult og er yerðgildé
þeirra 5,50 og 6,50. Þau eru meí>-
mynd af tré með 19 laufblöðum.
í auglýsingum frá frímerkja-
sölum um merki þessi, er þess
getið, að upplag þeirra verði óá-
kveðið. Eins og kunnugt er, þá
urðu miklar deilur og blaðaskrif
er Evrópu-merki komu hér út síð-
ast, og var það vegna þess, að frí-
merkjakaupmenn víða um heim,
sem pöntuðu merkin, fengu ekki'
það, sem þeir báðu um vegna'
takmarkaðs upplags.
Nú á auðsjáanlega að koma; í
veg fyrir að sama sagan endurtakj
sig ekki, og hefur póststjórnin
því ekki ákveðið upplag merkj-
anna, þannig, að hægt yrði að
prgnta meira ef skortur yrði. —
Þetta minnkar að vísu sölumögu-
leikana á merkjunum.
Fréttir frá Akureyri:
snéri aftur
en ekki biluð
Akureyri í gærkvöldi:
ALLT komst í uppnám hér, þeg
ir um það fréttist, að Skymaster-
ilugvél, sem lagði upp héðan í
'tvöld væri með bilaða vél. Flug-
stjórinn tilkynnti flugturninum
hér, að einn hreyfillinn væri bilað
ur og snéri aftur til Akureyrar eft
ir stutta ferð en á vellinum voru
gerðar allar ráðstafanir til að taka
á móti vélinni, sem ætlaði að lenda
hér aftur á þrem hreyflum.
Sjúkrabifreið, lögregiubifreiðum
og brunabifreiðum var ekið á vett
vang og múgur og margmenni hafði
safnazt saman til að fylgjast með
lendingu vélarinnar.
Vélin lenti heilu og höldnu og
við vélarskoðun kom engin bilun
í ljós. Skömmu síðar hélt flug-
stjórinn aftur af stað með þessa
sömu vél og voru þá allir hreyflar
í gangi.
Bærinn er með miklum liátíðar-
brag. Hátíðarlýsing er hvarvetna í
miöbænum, fjöldi gesta er kominn
til bæjarins til að taka þátt í af-
mælisnátíðinni, sem nær hámarki
á morgun. Eftirvænting liggur í
loftinu, — en það skyggði nokkuð
á gleði manna, að áfengisverzlunin
var lokuð hér í morgun fyrirvara-
laust, og þótti mörgum súrt í broti.
í dag var opnuð Iðnsýning á
Akureyri, að viðstöddum forseta
íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni
og fleira stórmenni. — Árni.
Jóhann strauk
Framh. af 16. siðu
samlega, og ekki gert neinar til-
raunir til stroks síðan í fyrrahaust
en þá komst hann til Reykjavikur
og brauzt víða inn ásamt öðruSn
sakamanni að austan.
Bíllinn sem Jóhann stal að þessu
sinni, var mjög illa farinn eftir öku
ferðina, og var vélin m.a. úrhrædd
Er það mikið tjón fyrir eigandann,
þar eð Jóhann er vissulega ekki
borgunarmaður fyrir skemmdim
HENNAR konunglega hátijli, Márgrét prinsessa, vakti feiki
lega athygli, þegar hún tróð upp í þessum ævintýralega búningi
á sjálfstæðishátíð Jamaica, sem haldin var ekki alls fyrir löngu
Prinsessan var í níðþröngum kjól með axlaslá sem náði niður
á fald og sem hékk næstum laflaus eins og kápan á öxl Sæmund-
ar fróða íerðum. Prinsessan var konunglegur fulltrúi hennar há-
tignar Elísabetar Englandsdrottningar, systur sinnar, við þessi
hátíðahöld.
Kvöldskemmtun
Suomi að Hótel
Borg í kvöld
Finnlandsvinafélagið Suorni1
heldur kvöldfagnað að Hótel
Borg í kvöld kl. 9,20 í tilefni af
komu finnska kórsins, Muntra
Musikanter. Mun kórinn syngja
á skemmtuninni. Ennfremur verð
ur sýnd litkvikmynd, þ. e. Heklu-
mynd Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Sitthvað fleira verð-
ur til skemmtunar. Aðgöngumið-
ar Verða afhentir félagsmönnum
og gestum í Bókabúð Lárusar
Blöndal að Skólavörðustíg 2.
LEIÐRETTING
í TEXTA með mynd á baksíðu
blaðsins í gær víxluðust nöfn
mannanna, sem á myndinni voru.
Vinstra megin á myndinni var
Gunnar Arthúrsson, flugmaður,
og hægra megin Kristján Karl
Guðjónsson, flugleiðsögumaður.
Ennfremur féll niður lína úr
textanum, sem átti að enda svo:
Þeir félagar eru heldur kampa-
kátir á myndinni, enda hafa þeir
ærna ástæðu til.
90 ára
Jóhanna Eiríksdóttir Melhaga 10
er 90 ára í dag.
Bátur..................
Framhald af 1. síðu
Þegar lekans varð vart var klukk
a|K rúmlega tvö. Klukkan hálf sex
í gærmorgun kom óhöfn Stellu
inn til Grindavíkur með Flóakletti.
í viðtalinu við Alþýðublaðið lof-
samaði Einar mjög hversu örugg
og hentug björgunartæki gúmmí
bátarnir væru.
Á Stellu voru fjórir menn auk
Einars. Haukur Kristjánsson, stýri
maður Hafnarfirði, Holger Vibjörk
vélstjóri frá Færeyjum, Pálmi
Friðriksson. II. vélstjóri úr Skaga
firði og Sveinn_HaIldórsson mat-
sveinn úr Reykjavík.
Stella var gamalt skip, byggð ár
ið 1934, en var endurbyggð einu
sinni eða tvisvar. Hún var um 64
tonn að stærð.
Eibar taldi ekki ólíklegt, að gam
alt botnstykki, sem sett hafði verið
í gat eftir dýptarmæli, kynni að
hafa losnað, annars sagðist hann
varla geta ímyndað sér hvað valdið
hefði þessum skyndilega leka.
Eins og menn rekur kannski
minni til fórst þilfarsbáturinn Arn
artindur í innsiglingunni i Grir.da
vík 2. febrúar í fyrra. Á honum
voru þrír menn, og björguðu'st
tveir og var Einar anhar
þeirra. Þegar honum var bjargnð
hafði hann verið lengi á sundi óg
var hann orðkjn meðvitundarlítill
Myndin á 1. síðu var tekin afc-
Einari 3. febrúar í fyrra. dagihn
eftir að honum var bjargað.
BEN GURION kom í dag í scx
daga opinbera heimsókn til Ósló
ar. í nóvemver síffastliðnum heim
sótti Einar Gerhardsen til ísra-.
ALÞÝ8UBLAÐIÐ - 29. ágúst 1962 £