Alþýðublaðið - 01.09.1962, Side 3
Menn Ben
Varð númer
5 í Isfanbul
GUÐNÝ Björnsdóttii', fulltrúi
Keflavíkur Keflavíkur í síð-
ustu fegurðarsamkeppni er ný
komin lveim frá Istanbul, þar
sem hún varS fimmta I röff-
inni í úrslitum fegurðarsam-
keppninnar þar. Hún fór liéðan
3. ágrúst sl. til London, þaðan
til Barcelona og þá með skipi
til Istanbul.
Blaðið hitti hana að máli í
gær, og hafði hún frá mörgu
að segja. Sagði hún, að feg-
urðarsamkeppnin hefði staðið
allt frá því að hún fór frá
Spáni, en allir keppendurnir
fóru með sama skipinu til Ist-
anbul og fór keppnin fram um
borð. Síðan ferðuðust þær viða
um og alls staðar var keppt.
Guðný sagði, að öll keppn-
in og fei-ðin hefði verið ævin-
týri líkast, og hún hefði raun
verulega þurft að klípa í sjálfa
sig til að vera viss um að þetta
væri ekki bara draumur. Mót-
tökurnar hefðu verið stórkost-
legar, og tyrknesku karlmenn-
irnir hefðu verið svo æstir í
að sjá þær, að oft hefði orðið
að kalla lögregluna á vettvang
til að þær kæmust leiðar sinn-
ar.
Þátttákendur áttu að vera
17, en urðu ekki nema 11. Ung
frú Belgía sigraði. Guðný
vakti mikla athygli í þjóðbún-
ingnum sínum, en hún var í
upphlut.
Áður en hún fór starfaði hún
hjá bæjarstjóranum í Kefla-
vík, og mun nú býrja vinnu
þar aftur eftir helgi. Foreldrar
hennar eru frú Elízabet Ás-
berg og Bjöm Snæbjörnsson.
Myndin er tekin í fyrrakvöld
á heimili Guðnýjar, og er það
bróðir hennar, Ásberg Björns-
son, sem situr hjá henni.
halda kyrru fyrir
Neptun gerir
við sæsímann
SKIPIÐ, sem leggur sæsímann
milli íslands og Nýfundnalands
heitir Neptun og fer frá Norden-
liam í Þýzkalandi 2. september
með sæsímann innanborðs. Fer
síðan til Southamton í Bretlandi
og tekur þar viðgerðarsíma til
þess að gera við sæsímann, sem
nú er slitinn milli Færeyja og
Skotlands. Skipið býzt við að vera
í KVÖLD vei-ður dregið í Happ
drætti Frjálsíþróttasambandsins.
Þeir, sem ekki hafa gert skil, eru
beðnir að gera það nú. þegar í
l)ósthóif 1099.
á tr iunarstaðnum 2. sept.
Eftir viðgerðina byrjar skipið
að leggja sæsímann milli íslands
og Nýfundnalands og byrjar vest-
anfrá eða frá Hampden í Ný-
fundnalandi til Fredriksdal á S.-
odda Grænlands og áfram til Vest
manuaeyja. Þessi vegalengd er
um það bil 3000 km. en sæsíminn
milli íslands. og Skotlands er hins
vegr.r aðeins um 1300 km.
1 ngningu sæsímans verffur
ekki lokiff fyrr en eftir miffjan
október, ef veður ekki tefja. Og
verður væntanlega tekinn í notk-
un um áramót.
ALGEIRSBORG, 31. ágúst (NTB
Reuter) Síðdegis í dag kom til
vopnaviðskipta í Algeirsborg,
skómmu eftir að Wilaya fjögur
(héraðsherstjórnin á Algeirsborgar
svæðinu) hafði varað viff því í út-
varpssendingu, að ástæða væri til
að óttast blóðsúthellingar í Algeirs j
borg og í öðrum borgum Alsír.
Wilaya fjögur bað þjóðina að
mótmæla endanlegri byltiugu her-
sveita, sem hliðhollar væru Ben
Bella varaforsætisráðherra. Sam-
tímis þessu gaf stjórnmálanefnd
Ben Bella út yfirlýsingu þar sera
sagoi, að nokkrir af foringjum VV il
aya fjögur reyndu að steypa land
. inu út í borgarastyrjöld.
| I kvöld hermdu heimildir í Oran
að miklir liðsflutningar ættu sér
stað frá Marokkó og Tlemcen mn
Oran. Hersveitir þessar tilheyrðu
Wilaya 5 og herforingjaráði Þjóð-
lega frelsishersins. Hér er a.m.k.
um aff ræffa þýzkt stórskotalið og
nokkra vélvædda herflokka.
Á fjöldafundi landssambands
verkalýðsfélaga í kvöld í Algeirs-
borg, er 20 þús. manns sóttu, var
samþykkt tillaga um allsherjar-
verkfall ef borgarastyrjöld skylli
á í landinu.
Síðdegis í dag hertóku hermenn
Wilaya 4 skrifstofur stjórnmála-
nefndarinnar í Algeirsborg.
Ben Bella dvaldist UOran í dag,
en Mohammed Khider er senni-
lega ennþá í Algeirsborg. Það var
Khider sem fyrir hönd stjórn-
málanefndarinnar hvatti ,,tryggar“
héraðsherstjórnir að • senda her
^tanna til höfuðborgarinijar til
þess að koma á lögum og reglu.
Tilkynnt var, að hersveitir stjórn
Tékkneskur
fiðluleikari
yæntanlegur
HINGAÐ er kominn á vegum
Tónlistarfélagsins, tékkneski fiðlu
Ieikarinn prófessor Karel Suc-
berger. Hann ætlar að halda tón-
leika fyrir styrktarfélaga Tón-J
listarf élagsins nk. þrið judags-1
og miðvikudagskvöld kl. 7 í Aust
urbæjarbíói.
Próf. Sucberger er aðalkennari
í fiðluleik við Músikháskólann í
Prag og er mjög virkur þátttak-
andi í tónlistarlífinu . þar. Hann
er vel þekktur tónlistarmaður í
föðurlandi sínu og víðar, bæði sem
kennari og fiðluleikari.
Á efnisskránni á tónleikunum'
hér eru verk eftir: Franz Benda,
Mozart, Beethoven, Dvorák og J.
Suk. — Árni Kristjánsson ann-
ast undirleik.
★ MILANO: Dómstóll nokkur í
Mexíkó hefur ógilt hjónaband Sop
hiu Loren, kvikmyndaleikkonu, og
kvikmyndaframleiffandans Carlo
Ponti. Ponti fékk skilnað frá fyrri
konu sinni í Mexíkó áður en hann
giftist Sophiu Loren. ítalir viffur-
kenna ekki lijónaskilnaði og þau!
hjónin hafa verið sökuð um fjöl-J
:væni á Ítalíu. I
málanefndarinnar héldu aff
minnsta kosti enn sem komið væri
kyrru fyrir viff landamerki her-
stjórnarsvæðis Wilaya 4, og for-
mælandi Wilaya 4 skýrði svo frá
í dag, að enn hefði ekki komið til
vopnaviðskipta.
FREITIR í
STUTTU MÁLI
Moskva, 31. ágúst.
NTB-Reuter.
Sovézku geimfararnir Nikola
jev major og Popovich undirof-
ursti sögðu í dag í grein í Prav-
da, að lofntetin á Vostok 3 og
| Vostok 4 hefðu farið að bráffna
, þegar geimförin komu inn í gufu
hvolf jarffar.
j Geimfararnir misstu radiosam-
i band sín í milli og við jörðu. —
í Ekki er sagt í greininni að hve
j miklu leyti radiosambandið var
l tekið upp að nýju eftir að hrað-
I inn minnkaði og loftnetin kóln-
uðu.
Madrid, 31. ágúst.
(NTB-AFP).
í DAG var vinna hafin að
nýju í sjö námum í Caudl-daln-
um í Asturia, Norður-Spáni, og
um það bil 4 þús. verkamenn fóru
til vinnu sinnar eins og venju-
lega.
Enn eru þó 20 námur lokaðar
af stjórninni, þar af 19 í Nalön-
dal. Alls rekur Felgueira-félagið
12 af þessum námum, sem undir
venjulegum kringumstæðum
leggja til 18% kolaframleiðslu
Spánverja.
Opinber formælandi í Madrid
skýrir svo frá, að ástandið í náma
héraðinu Selary sé óbreytt. Talið
er, að 9 þús. verkamenn séu enn
í verkfalli. 2 þús. hófu vinnu í
fyrradag.
Lissabon, 31. ágúst.
(NTB-AFP).
Fimmtíu portúgalskir stjórn
arandstöffuleiðtogar hafa beðiff
Americo Thomaz forseta að leysa
stjórn Salazar frá störfum vegna
hættuástands þess, er nú ógni
portúgölnsku þjóðinni.
Fylgja verffur nýrri stefnu í ný-
lendunum og heimalandinu segir
í yfirlýsingunni. Hún er undirrit-
uff af mörgum fyrrverandi ráff-
herrum, þekktum lögfræðingum
og blaðamönnum.
★ BERLÍN: Fimm vélbyssukúium
heyrðist skotið í dag austan megin
markanna í Berlín. Taliff er að
skotið hafi veriff á flóttamenn,
einn eða fleiri, sem reynt hafi að
komast yfir múrinn.
★ SAIGON: Tvær bandarískar
þyrlur hafa verið skotnar niffur í
Ihernaffaraffgerðum gegn Viet-
Cong skæruliöum í Norffur-Viet-
nam. Bandaríkjamenn og 2 Viet-
nam-menn særðust.
í tillögu verkalýðssamtakanna
var skorað á alla byltingarleiðtoga
að koma sem fyrst saman til ráð-
stefnu í Algeirsborg. í tillögunni,
sagði að alsírskir leiðtogar yrðu
að hugsa um þjóðarhag en ekki
eiginhagsmuni.
Fundurinn stóð í eina klukku-
stund. Að honum loknum streymdi
mannfjöldinn til lögreglustjóra-
byggingarinnar og syrgði hina
föllnu í átökunum í Arabahverf-
inu í gær.
Seinna streymdu tugir þúsunda
mótmælamanna um göturnar og
mótmæltu vopnaviðskiptum her-
manna hinna ýmsu héraðsher-
stjórna frelsishersins.
Sýning í Lista-
mannaskála
FELAG íslenzkra myndlistar-
manna opnar í dag haustsýningu
í Listamannaskálanum. Sýningin
verður opnuff í dag klukkan tvö
og verffur opin frá kl. 2-9 daglega
til 16. september.
Á sýningunni eru verk eftir 28
listamenn, málverk, skúlptúr; og
ofin teppi. Málverk eru á sýning-
unni eftir 21 málara og höggmynd-
ir eftir 7 listamenn. Teppin á sýn-
ingunni eru gerð af frú Barböru
Árnason. Alls eru 42 málverk og
j 14 höggmyndir á sýningunni.
Sextugur Þorleifur
Gubmundsson
SEXTUGUR er í dag Þorleifur
Guðmundsson, verkstjóri, Arnar-
hrauni 28, Hafnarfirffi. Þorleifur
hefur starfaff lengi hjá Hafnar-
fjarðarbæ og veriff yfirverkstjórl
bæjarins.
Þorleifur hefur verið ötull og á-
hugasamur um ýmis framfara- og
menningarmál. Hann er einn af
hinum traustu og farsælu liðsmönn
um Alþýðuflokksins og er bæði vel
látinn og vinsæll.
í dag munu fjölmargir vinir og
vandamenn senda honum hlýjar
| kveðjur og heillaóskir og Alþýðu-
j blaðið árnar honum allra heilla á
þessum tímamötum.
VERÐLAGIÐ
Framhald af 1. síffu.
ursoffnir ávextir, niffursoffið græn-
meti, ýmsar kryddvörur, hreinlæt-
isvörur aðrar en sápa og þvotta-
efni, búsáhöld úr leir og gleri, all-
ur ytri fatnaður, leffurskór kvenna
baðker, vaskar, salerni, lamir, raf
magnsþræðir, alls konar Ijósakrón-
ur og lampar, ritföng, svo sem
sjálfblekungar og skrúfublýan^ar,
skrifstofuvélar, úr, klukkur, íþrótta
áhöld og sportvörur ýmis konar.
Að sjálfsögðu er þessi upptaln-
ing hvergi nærri tæmandi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. sept. 1962 J