Alþýðublaðið - 01.09.1962, Síða 13
Hermaður úr Útlending-ahersveítinni með herdeildarfána: Á fán-
anum er kjörorð Útlendingahersveitarinnar „Honneur et Fidélité“
(Heiður og trúmennska), en þriðja hugtakið í kjörorði franska hers
ins vantar: „Patrie“ (Föðurlandið).
SÍÐAN í júnímánuði hafa
um 200 hermenn frönsku út-
lendingahersveitarinnar á Kors-
íku - mest megnis ungir nýliðar
gerzt liðhlaupar. Náðst hefur í
um það bil þriðjung þeirra, en
um 60—70 hafa komizt undan til
Elbu eða Sardíníu á sundi eða í
bátum.
Hermenn frönsku útlendinga-
hersveitarinnar á Korsíku liafa
valdið eyjarskeggjum miklum á-
hyggjum, og það ekki af á-
stæðulausu. Ein helzta tekju-
lind þeirra eru skemmtiferða-
menn, en í sumar hefur þeim
fækkað ískyggilega mikið á eyj-
unni, vegna ótta Við liðhlaup-
ana.
Það voru um það bil tvö þús-
und hermenn úr hersveitinni,
sem fluttir voru til Korsíku frá
Alsír i júnímánuði. Eyjaskeggj-
ar vilja fyrir hvern mun losna
við þessa óboðnu gesti.
Eyjaskeggjar hafa orðið fyrir
barðinu á hermönnunum eins
og fregnir af líkamsárásum bera
vott um, og það eru einmitt
þessar fregnir, sem fæla
skemmliferðamennina burtu.
Um 60 til 80 hermenn útlend-
ingahersveitarinnar leynast á
eyjunni. Til þess að fá peninga
og vistir á flóttanum þaðan hafa
þeir gert árásir á heimili og á
verzlanir og þau hafa stolið bát
um Talið er a.m.k. 12 hafi drukkn
að á sundi til Elbu eða Sardiniu.
Skæðastir hafa þeir verið á
norðanverðri eyjunni, skammt
frá bænum Bastia, en á strönd-
inni þar hafa margir ferðamenn
slegið upp tjöldum. Lögreglu-
stjórinn í Bastia hefur kvatt
liðsforingja úr leyniþjónustu út-
lendingahersveitarinnar á sinn
fund til þess að ræða aðgerðir
gegn liðhlaupunum.
Ýmsar sögur hafa borizt af á-
rásum liðhlaupanna á tjaldbúðir
ferðamanna. Fyrir nokkru var t.
d. ráðizt á þrjá menn, sem höfðu
komið sér fyrir í tjaldi, og beið
einn þeirra bana. Skipulagðar
leitir að liðhlaupunum hafa yfir
leitt enn ekki borið árangur. Þó
fundust tveir liðhlaupar nýlega
í búðum ,,nakninga.“ Ástæðan :
Nakningarnir voru brúnir á
stöðum, þar sem liðhlauparnir
voru ekki hvítir.
Áður en þessi deild útlendinga
hersveitarinnar var flutt til Kor-
síku í júní bárust nær daglega
fregnir af því, að hermenn úr
hersveitinni hefðu gerzt lið-
hlaupar. Flestar þessara fregna
bárust frá Egyptalandi, þar sem
liðhlauparnir - báðust hælis, en
þangað komu þeir með frönsk-
um skipum. Áhafnirnar reyndu
ekkert til þess að koma í veg
fyrir að þeir strykju frá skipun-
um. í Egyptalandi fengu þeir
peninga og siðan voru þeir sénd
ir til föðurlanda sinna.
Næstu mánuði á undan korn-
ust nokkur þúsund þýzkra lið-
hlaupa úr Útlendingahersveit-
inni til Þýzkalands um Ítalíu.
Þeir fóru eftir hinum undar-
legustu krókaleiðum. Margir lið-
hlaupar gengu í lið mcð OAS í
Alsir.
Útlendingahersveitin er mikið
vandamál fyrir Frakka'. Svo virð
ist sem 130 ára blóðugri og
glæsilegri sögu hennar sé senn
að ljúka, en þó mun de Gaulle
Frakklandsforseti því andvigur,
að hersveitin verði algerlega
leyst upp, enda mundi það vekja
mikla mótspyrnu í Frakklandi.
Ýmsir. Frakkar munu þó
vera þess fýsandi, að hersveit-
in verði leyst upp.
Ástæðan til þess, að höfuð-
stöðvar útlendingahersveitarinn-
ar hafa verið fluttar frá Sidi
Bel Abbes í Alsír til Korsíku,
en ekki til Frakklands, er sú,
að samkvæmt lögunum frá 1831
um stofnun útlendingahersveit-
arinnar má hún aldrei vera stað-
sett á franskri grund. Þess vegna
hafa hinar ýmsu deildir hennar
verið sendar til Franska Soma-
lilands, Madagaskar, „Djöfla-
eyjar,“ í Frönsku Guyana — og
annarra nýlendna, sem enn lúta
Frökkum.
Þó má geta þess, að lítil deild
úr útlendingahersveitmni var
flutt til Riviera í Frakklandi.
Þar hafa hermenn hennar gert
mikinn óskunda og margir þeirra
hafa strokið.
í Alsírstríðinu fékk útlend-
ingahersveitin í hendur erfið-
ustu og ógeðfelldustu verkefn-
in. Hersveitin varð miðstöð OAS
hryðjuverkanna og hreiður upp-*
reisnartilrauna. Sá maður, sem
raunverulega stjórnaði hryðju-1
verkastarfsemi OAS, Jean Gar- j
dy, var áður fyrr hershöfðingi |
í útlendingáhersveitinni. Belg-1
inn Rogcr Degueldre úr útlend-
ingáhersveitinni stjórnaði morð-
sveitum OAS, og þannig mætti
lengi telja.
Útlendingahersveitin varð
skiljanlega að hverfa frá Alsír
áður en landið öðlaðist sjálf-
stæði. Við það hefur ljóminn,
sem hvílt hefur yfir hersveit-
inni, horfið að mestu. Mennirn-
ir, sem gengu í hersveitina til
þess að berjast í eyðimörkinni
gegn Berbum og Kabýlum, vilja
hverfa þaðan. Þeir geta ekki sætt
- sig við venjuleg störf hermanna
á friðartímum. Hinn helgi bær
hersveitarinnar, Sidi Bel Abbes,
geymist nú aðeins í minningu
þeirra. Safnið fræga þar með
gömlum vopnum, fánum og
myndum af frægum herforingj-
um hersveitarinnar, hefur verið
flutt burtu. ,
Um það bil 60% hermann-
anna eru Þjóðverjar. Þar á með-
al eru margir fyrrverandi SS-
menn, sem leitað hafa hælis í
lCífXSSHi
.
'y' IPlll
• - ? - JS| !gfiba« '.jí -pt.'- J.
Utlending’ahersveitin á göngu.
hersveitinni. Þetta var meðal
annars ástæðan til þess, að
deildir úr hersveitinni voru
ekki sendar til Þýzkalands, en
franskir ráðamenn munu hafa
íhugað þann möguleika.
Edinborg
Framhald af 1 síðu.
„pörtum", eins og kemur fram,
þegar menn skrifa orðin, hvort
sem er með venjulegum stöfum
eða hljóðritunarkerfum. Þeir
,,partar“, sem hægt er að greina
frá hverjum öðrum, væru þá
jafnmargir og í sömu röð, eins
og maður þarf marga stafi eða
hljóðtákn til að koma því, sem
sagt er ,með skiljanlegu móti
niður á blað. Með Pat, og senni-
lega með öðrum slíkum vélum,
hefur verið sannað, að þetta er
ekki rétt. Þvert á móti hefur
komið í ljós, að það sem skrif-
að 'er niður sem venjulegt tal,
er ekki í sérlega nánum tengsl-
um við þau hljómburðaratriði,
sem koma til skjalanna í tali
manna.
Það, sem gerzt hefur því hérna
er það, að sannað hefur verið,
að mannlegt tal er framleitt með
tiltölulega mjög fáum atriðum
(sbr. að framan), en þau atriði
eru tengd saman á fjölmarga
vegu til að mynda hin ýmsu
hljóð. Þetta hefur verið sannað
með hinni „parametrísku" að-
ferð, sem notuð er í Pat. Með
grundvallarhljóðum, styrkleika,
hæð o. s. frv., hefur reynzt kleift
að láta vél tala næstum þvi eins
vel og venjulegan mann.
Ég hef reynt að gera hér
stuttlega, og sjálfsagt mjög ófull-
nægjandi grein fyrir vélinni Pat,
sem getur talað næstum hvaða
mál, sem er, ef hljómburðarrann-
sóknin er rétt gerð.
Hitt er svo annað mál, að
Pat hefur ekki mikið erindi í
blöð. Mér fannst þó rétt að segja
örlítið frá henni, þó hún sé ekki
í baðfötum og ekki líkleg til að
taka þátt í fegurðarsamkeppni á
Langasandi. En kvenkynsverurn-
ar eru nú ekki einu sinni bara
skrokkar, þær taka líka (ein
ef til vill full mikið) og stundum
er það allgáfulegt, sem af þeirra
vörum gengur. Það er þó svo
með Pat litlu, að ekkert gengur
fram af hennar vörum, sem ekki
hefur fyrst veriö sett í hana,
venjulega af karlmanni.
i
1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. sept. 1962 13