Alþýðublaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute
fram. Hann kemur hingað örugg
lega aftur, þó svo það verði ekki
fyrr en eftir hálfan mánuð. Ég
ætla að skreppa til Oxford á morg
un og finna stað handa þér til
að búa á. Þér fellur vel við Ox
ford, ekki satt?“
„Það gengur ekki, Johnne",
sagði hún dapurlega.
„Hvers vegna ekki“, sagði ég.
„Þetta er það eina sem við get-
um gert“.
„Ég er konan hans“, sagði
hún. Því verður ekki breytt“.
. „Hann samþykkti að veita þér
skilnað, og þú ættir nú að vera
gift mér. Hann er geðbilaður og
þess vegna skipti hann um skoð
un. Við getum ekki haldið svona
áfram, elskan. Þetta er hreint
brjálæði".
,,Ég veit það“, sagði hún. „En
það rætist úr þessu. Meðan það
ekki gerist, þá er ég konan hans,
og hér verð ég að vera þar til
hann kemur heim“.
Ég var þögull.
Síðan sagði hún. „Það getur
verið að mér takist að tala um
fyrir honum þegar ég sé hann“.
Ég gat ekki haggað henni
hversu sem ég reyndi. Ég hélt
því heim aftur.
Þegar ég ók niður aðaðalveg-
inum kom dökk vera út úr lim
garðinum meðfram veginum. Það
var Entwhistle, lögregluþjónn.
„Gott kvöld“, sagði hann. „Eru
einhverjir aðrir gestir í húsinu?"
„Nei“, sagði ég. „Ég er sá
eini“.
„Þá ætla ég að fara og ganga
úr skugga um að gluggarnir á
fyrstu hæð séu vel lokaðir",
sagði hann. „Það er betra, svona
til öryggis".
„Eigið þið von á honum?“
spurði ég.
Hann hristi höfuðið. „Þá er
hann líka vitlausari, en af er lát
ið“, svaraði hann. „Hann er of
kænn til að koma hér. En það
sakar ekki að vera viss“.
Þennan dag var 28. apríl, að
hálfum mánuði liðnum var 12.
maí. 13. maí mætti búast við að
Derek léti sjá sig, ef hann hefði
þá ekki náðst að segja. Ég gat
ekkert gert í þessu. Ég reyndi
enn einu sinni að fá Brendu til
að fara burt ásamt móður sinni
' og barninu. En hún var ósveigj-
anleg, og gramdist þegar ég var
að jagast í þessu.
Barnfóstrunni leist ekki meira
en svo á allt þetta, svo hún sagði
upp og hélt sína leið.
Brenda kom út á flugvöll á
hverjum morgni til að fljúga, það
virtist gera henni gott. Hún kaus
fremur að koma á morgnana en
eftir hádegi, því þá var færra
fólk á vellinum. í blöðunum
hafði verið sagt frá stroki Der-
eks og þar höfðu komið margar
myndir af honum.
Ef frá eru talin þau skipti,
sem hún kom út á flugvöll, þá
lield ég að hún hafi ekki farið
út fyrir hússins dyr. Hún kom
eklji út á fiugvöll á laugardag né
sunnudag, því það var svo mik-
ið ai' fólki þar. Ég tók Moth vél-
ina út fyrir hana á mánudags-
morguninn, þótt annars ætti að
vera lokað. Það var svo fátt,
sem ég gat gert fyrir hana.
Þessi hálfi mánuður var næst
um óþolandi, maður var svo
spenntur. — Ég vissi að hún
neytti einhvers konar svefnlyfja
Sjálfur geri ég það ekki, því það
fer ekki vel saman við að fljúga.
Ég var hins vegar andvaka til
klukkan _tvö og þrjú á hverri
nóttu. Ofan á þessa taugaspennu
vegna Dereks, fannst mér Brenda
vera að fjarlægjast mig Markmið
okkar voru ekki þau sömu. Ég
vildi að hún skildi við mann sinn
og yrði konan mín, ef ekki að
lögum, þá í reynd. Hún vildi vera
kyrr hjá honum, ekki af því að
hún elskaði hann, heldur var
skyldutilfinning hennar svo mik
il, hún hefði getað verið nunna
þess vegna. Ég vissi að hún ótt-
aðist. að hann kæmi aftur. Ég
hafði það alltaf á tilfinningunni,
að liún væri að fjarlægjast mig.
Að morgni þess ellefta kom
hún út á flugvöll. Það virtist allt
vera í lagi, og hún fór inn til að
hafa fataskipti og kom síðan út
aftur og gekk að vélinni. Ég var
búinn að taka hana út og var
að hita hreyfilinn. Þá gerði ég
allt fyrir hana sem ég gat. Hún
sneri sem snöggvast aftur inn á
skrifstofuna, en kom svo aftur
út að vélinni. Ég hægði á hreyfl
inum og hún steig upp í vélina.
Hún spennti á sig beltið og
brosti til mín og síðan ók hún
vélinni út á brautina. Okkur
höfðu engin orð farið á milli.
Ég fylgdist með henni þar til
hún var komin á loft. Síðan fór
ég inn á skrifstofuna. Það lá bréf
á borðinu mínu, í því stóð:
Kæri Johnnie,
Þakka þér fyrir allt.
Brenda.
Ég hljóp samstundis út. Mér
var ónotalegt innanbrjósts. Hún
nálgaðist nú flugvöllinn í 7 —
8 þundruð feta hæð. Skyndilega
hægði hún á vélinni og beindi
nefi hennar upp á við. Velin stóð
fyrst kyrr, svo byrjaði hún að
hrapa í spinni.
Ég tók andköf. „Guð minn góð
ur . . . nei . . . nei“.
Ég stóð og horfði á þetta. Þeg
ar hún átti eftir þrjú hundruð
fet til jarðar var vélin enn í
spinni. Ég hrópaði til strákanna,
að ná í sjúkravagn. Vélin hætti
nú að spinna en stefndi beint
niður og hraðinn jókst óðfluga.
Hún gerði aldrei minnstu til-
raun til að bjarga sér. Vélin kom
niður með daufum dynk og ég
lagti af stað hlaupandi. Sjúkra
vagninn heyrðist leggja af stað
að baki mér.
I annað skipti þessa sömu nótt
vagnaði ég með andfælum. Ég
var sveittur og ég skalf allur.
Stundarkorn hafði ég ekki hug
mynd um_var ég var. Mér fannst
ég vera í litla hótelinu, sem ég
hafði búið í Nýju Dehli. Þar
hafði ég vaknað svona næstum
hverja einustu nótt. Brenda var
dáin og nú var barnið dáið líka,
það eina sem eftir var af Brendu
handa mér. Ég hafði vanrækt
barnið, ég hafði drepið barnið
okkar. Brendu með vanrækslu
minni. Ég hafði farið burt frá
því til Indlands. Skömmin var
mýi refsing og nú mátti ég lifa
það sem eftir var einn og yfir-
gefinn.
Ég teygði hendina eftir bréf-
inu frá frú Duclos til að lesa það
í hundraðasta skipti, þó svo ég
kynni það orðið utan að. Bréfið
var ekki á sínum stað og ekki
vasaljósið mitt heldur. Ég snerti
eitthvað sem ég kannaðist ekki
við. Þegar ég smá rankaði við
mér, fann ég að ég hélt utan
um fótinn á borðlampa. Ég þreif
aði fyrir mér þangað til ég fann
kveikjarann. Ég lá og deplaði
augunum í ljósflóðinu. Ég var í
herberginu hans Jolinnie Pas-
coe, og það var allt í lagi.
Ég hafði ekki séð stúlkuna,
sem ég elskaði hrapa. Ég var
ekki í Nýju Dehli. Ég hafði ekki
drepið barnið með vanrækslu
minni. Þetta var bara slæmur
draumur, — martröð. Ég var
Ronnie Clarke, og þetta var allt
í lagi.
Ég lá um stund og það færð
ist yfir mig ró. Ég var Ronnie
Clarke, og þetta var allt í lagi.
Ég lá um stund og það færð
ist yfir mig ró. Ég var Rronnie
Clark og Sheila beið eftir mér
heima í Essendon og Pétur og
Díana líka. Ég leit á armbands
úrið á borðinu við hlið mér.
Klukkan var ekki nema hálf eitt.
Ég hafði sett vekjaraklukkuna á
fimm. Ég hafði að visu sofið í
nokkra tíma, en hvað gott sá
svefn hafði gert mér, það var
ég ekki svo viss um. Mér mundi
svo sannarlega ekki veita af öll
um mínum sálar og líkamskröft
um fyrir flugið daginn eftir.
Ég mundi geta sofið talsvert
lengur, en ég vissi að ég mundi
ekki sofna aftur fyrr en ég væri
orðinn rólegri. Ég ætlaði þó
ekki að fá mér aðra róandi
töflu.
Ég fór því fram úr rúminu og
setti á mig inniskóna hans Jo-
hnnie og fór í sloppinn hans. Ég
|
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gatna- og holræsagerð götunnar MávaneS
Arnarnesi, Garðahreppi, byggingu holræsaútrásar frá göt-
unni í sjó fram, lagnir vatnsæða í götuna og jarðvegsflutn
ing í nokkrar lóðir við götuna frá nálægum stöðum.
Enn fremur óskast tilboð í hitaveitulögn í sömu götu.
Verklýsingar og teikningar verða afhentar hjá undirrituð--
um gegn kr. 3.000,00 skilatryggingu.
■>
Páll Magnússon, lögfr. ,<
Laufásvegi 44, Reykjavík, Sími 14964. i
Sigfús HaSldórsson
opnar
málverkasýningu
á Hafnarfjarðarmyndum í Iðnskólanum í
Hafnarfirði. kl. 4 í dag.
Tilkynning
til kaupgreiðenda
Samkvæmt heimild í lögum nr. 69/1962, 48. gr. g-lið ber
öllum kaupgreiðendum að senda til bæjarskrifstofunnar £
Kópavogi, fyrir 15. sept. 1962, skrá yfir þá starfsmenn sína,
sem búsettir eru í Kópavogi.
Vanræki kaupgreiðandinn að láta þessa skýrslu í té inn
an tiltekins frests, verður kaupgreiðandi sjálfur gerður á-
byrgur fyrir útsvarsgreiðslum starfsmanna sbr. 48. gr. 1-lið,
1. og 4. tölulið sömu laga.
iD'f
Kópavogi, 30. ágúst 1962.
ufc'-í
BÆJARSTJÓRI. ',0/
1
s
s
s
s
s
s
Ynnilega þakka ég ykkur ölium, sem senduð mér kveðjur
á sextugsafmæli mínu 12. ágúst s. 1.
Steindór Steindórsson
.... frá Hlöðum.
S
S
s
s
s:
.V
s1
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér hlýhug
á áttræðisafmæli mínu, 20. ágúst, með heimsóknum, gjöfum,
kveðjum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Sigurjónsdóttir
Lóni, Kelduhverfi.
V
V
s
s
s'
V
s
V
s'
s;
ALÞÝÐUBIADIÐ - 1. sept. 1962 15'