Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 15
GRANNARNIR Það er spennandi að vita, hvort þau taka eftir því hverju þú helltir . deigið, mamma. Neville Shute fyrstu. En hann er svo sannar- lega hugrakkur, annað er ekki hægt að segja“. „Ég held að hann sé ágætur“, sagði hún hægt.. ,,Við vorum að ræða um uppskurðinn, og það sem hann þarf að gera. Ég hef auðvitað aldrei séð hann skera. En ég held að hann spjari sig. Ég vildi að minnsta kosti held- ur sjá hann skera Pascoe, held- ur en dr. Parkinson. Ég lauk við mjólkina og setti bollann frá mér. „Það þykir mér gott að heyra“, sagði ég. ,,Nú verðum við bara að von'a að þið komist út úr vélinni." Ég gekk út að glugganum og leit til veð urs á ný. „Ég held að ég fari nú aftur i rúmið og reyni að sofa meira“. Setjist þér niður augnablik, ég skal búa um rúmið“, sagði hún. „Það er allt í lagi::, mótmælti pcf Hún fór í átt til dyranna. „Setj ist þér bara niður. Þér sofið á- reiðanlega betur ef ég bý um rúmið..‘ Mér var ekki nema einn kostur, að hlýða henni. Ég sett- ist niður og horfði í eldinn. í næsta herbergi heyrði ég hana vera að snúa sængurfötunum. Svo birtist hún í dyrunum með rauðan hitapoka. „Þetta hékk á bak við hurðina. Á ég ekki að setja í hann fyrir yður?“ „Nei, takk“, sagði ég. „Svona lagað nota ég aldrei“. „Er yður ekkert kalt á fót- unum?“ „Ekki ögn“, sagði ég og brosti. Hún kinkaði kolli. „Allt í lagi. Ég er að verða búin. „Hún för aftur inn í svefnherbergið. Hún hafði svei mér komið til okkar á réttu augnabliki. Johnnie Pas- coe hafði mikið meira lífsmögu- leika, þar eð læknirinn mundi hafa þcssa stúlku við lilið sér. Nú stóð bara á mér að koma þeim til Lewis River. Hún kom nú aftur inn í her- bergið og var þá. búin að búa um. Ég stóð upp og fór inn í svefnherbergið. Rúmið var mjög snyrtilega um búið. Alveg eins og sjúkrahúsrúm. Þegar ég var kominn upp í, stanzaði hún í dyr unum á leiðinni út, og spurði hvort nú væri allt í lagi. „Þetta gæti ekki betri verið“, sagði ég. „Ég þakka yður kærlega fyrir“. Hún tók vekjaraklukkuna. „Ég skal sjá um að vekja yöur. Þér getið sofið alveg rólegur þess- vegna". Hún slökkti ljósið og fór út og lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér. Ég lá i myrkrinu, mér leið vel og var heitt. Allt þessari á- gætist gtúlku að þakka. Veðr- ið var að batna og daginn eftir yrði sennilega mikið betra veð- ur en mig hafði dreymt um. Það var ekki eins hvasst og áður, og máninn gægðist inn um glugg- ann til mín. Nú höfðum við á- gætan lækni og fyrsta flokks hjúkrunarkonu. Þetta mundi allt vara vel. Þegar ég var i þann mund að stofna fór ég að hugsa um Johnnie Pascoe, og ég fór líka að hugsa um stúlkuna sem hafði flogið með honum, sem flug- freyja. Þau höfðu flogið saman í tíu mánuði á leiðinni — Van- couver, Honolulu, Fiji og Syndn ey. Það eru strangar gætur hafð ar með áhöfnunum hjá AusCan. Enginn jná fljúga meira en 840 stundir á ári, og eftir hverjar tólf flugstundir verður að koma sólarhrings hvíld. Frá Honululu til Nandi vallarins á Fiji eyj- um er um tólf tíma flug; svo þar verður að hvílast. Þá er eftir um átta tíma flug til Sydney. Á- hafnaskiptin eru ákaflega flók- in og það eru alltaf varaáhafnir á öllum þessum stöðum. Ég hafði kynnst þessari stúlku vel á þessum tíu mánuðum. Hún kom til mín á skrifstofu yfirflugstjórans í Vancouver. Þá hafði ég flogið norðurleiðina í þrjú ár. Vancouver-Frobisher- London. Ég var þá orðinn hálf- leiður á norðurleiðinni, og hafði ekkert á móti þvi að skipta, þeg ar mér bauðst tækifæri til og fljúga síðasta árið á suðlægum slóðum. Það var nær Tasmaní og þar var ég að hugsa um að setjast að, þegar ég hætti hjá félaginu. Við voru að endurráða í áhafn- irnar, út af þessari breytingu og því hafði ég fengið þessa skrifstofu lánaða. Hún kom inn meðan ég var að tala við Dick Scott, nýja vélamanninn minn. Hann hafði flogið suðurleiðina áður. Foreldrar hans bjuggu í Nýja Suður Wales og vildi því gjarna komast aftur á suðurleið ina. Ég leit aðeins á hann, þegar hún kom inn og bað hana að doka við meðan ég talaði við Dick. Við áttum að fara suður eftir með vél, sem hafði verið í skoðun og loggbækurnar lágu í hrúgu fyrir framan mig, Ég sagði Dick að líta í þær meðan ég spjallaði við stúlkuna. „Eruð þér ekki Dawson?“ spurði ég. „Jú, Peggy Dawson". ' Ég tók í hendina á henni. Mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég hlaut að hafa séð hana öðru hverju í Vancouver. Fáðu þér sæti“, sagði ég. Þú hefur undanfarið flogið með Forrest á Ieiðinni Honolulu- San Francisco-Vancover", sagði ég- Hún játaði því. „Hvers vegna vilt þú fara á suður leiðina?" „l>að er nær heimili mínu", sagði hún. „Ég á heima í Mel- bourne". Þctta var mjög. eðlilegt. Á tveggja mánaða fresti kom af- leysinga-flugfreyja og þá mundi hún fá viku frí annað hvort í Kanada eða Ástralíu. „Ertu frá Ástralíu?" „Já”. „Þú ert ekkert hrædd við að verða staðsett á Nandi. Þar er ekki mikið við að vera“. „Það held ég ekki,“ sagði hún. „Það væri gaman að vera þar um tíma“. „Ég vil ekki neinn, sem verð- ur búinn að fá nóg eftir einn eða tvo mánuði", sagði ég. ,.Ef þú kemur á suðurleiðina, þá verð urðu helzt að vera þar í ár“. „Ég veit það“, sagði hún. Og lízt þér þá vel á þetta?" Hún játti því. Hún vissi þetta allt eins vel og ég. Mér leizt ágætlega á hana. „Þér eruð lærð hjúkrunarkona, er ekki svo?“ Hún kinkaði kolli. „Ég lærði á Quenn Alexandra spítalanum í Melbourne". „Hafið þér starfað einhverstað ar annars staðar?" „Nei, ég hætti þar til þess að vinna hér“. Yfirflugfreyjan hafði gefið henni mjög góð meðmæli. Ann- ars væri ég heldur ekki að tala við hana. „Þú hefur verið aðstoðarflug- freyja hjá Forrest er ekki svo?“ „JÚ“. „Hvað lengi?" „í fjóra mánuði. Síðan ég byrjaði". „Ég kinkaði kolli. ,Ef þú kem ur til min þá verðurðu aðalflug — færð hærra kaup. Heldurðu að þú annir því ekki?“ „Það er ég alveg viss um“. „Allt í lagi, þá segjum við það. Þetta er Dick Scott". Hún leit upp og brosti. „Við þekkjumst", sagði hún. Hún þekkti líka Pat Petersen, sem var flugmaður hjá mér. Hann hafði verið með Forrest áður. Þetta virtist ætla að verða ágætis á- höfn. Öllum var þeim umhugað um að komast á suðurleiðina. Ég spjallaði svolítið lengur við stúlk una og spurði hvort hún hefði einhverja uppástungur um að stoðarflugfreyju. Hún vissi um eina stúlku, sem hafði mikinn hug á því að komast á suðurleið ina. Sú hafði verið í tvö ár hjá öðru félagi og var búin að vera mánuð hjá okkur. Ég hitti hana síðar um daginn og réð hana. Sam Prescott varð siglingafræð ingur hjá mér. Ég hafði ekki neinn sérstakan loftskeytamann í hug og tók því náunga frá Winnipeg, sem Wolfe hét. Að- stoðarflugmaðurinn hét Dixon. Þá var áhöfnin komin og tveim dögum síðar lögðum við af stað til San Francisco og Honolulu. Þar hvíldum við okkur og fórum síðan með fulla vél af farþegum til Nandi. Ég hafði flogið suðurleiðina, þegar AusCan byrjaði að fljúga hana. Þá flugum við CD 6 vélum og urðum að lenda á Canton eyju til að taka benzín. Nú gátum við flogið beint til Fiji og siglinga tæki voru öll orðin mikið betri. Frammi í stjórnklefanum á þess um vélum voru tvær kojur, svo við gátum sofið svolítið til skipt ist, þegar allt gekk vel á löng um ferðum. Við lögðum af stað var á mínum stað í rúma klukku frá Honoluulu flugvelli og ég stund og síðan tók Pat við, þá vorum við komin í fulla hæð, en ég fór þá aftur í farþegarým ið til að litast um. Þar virtist allt vera í himna lagi. Farþegarnir voru að ljúka við snarlið, sem þeim var boðið eftir flugtak. Og flugfreyjurn- ar voru að rétta þeim teppi og kodda. Það var nóg að gera hjá þeim og ég ætlaði að sjá hvern ig þær stæðu sig. Ég gekk í ró- leg heitum milli sætanna og spjallaði við farþegana. Þegar ég gekk til baka spurði ég flug freyjuna hvort ekki væri allt í lagi. „Við þurfum að ganga frá tveim rúmum, en ég geri það á eftir. „Viltu ekki að Scott hjálpi þér við það? Rúmin eða kojurnar voru upp undir þaki og það var ekki belnt kvenmanns verk að ná þeim niður. Hún hristi höfuðið. „Það er allt í lagi“. Ég kinkaði kolli, og hugsaði með mér hvar ég hefði séð hana áður. „Slökktu ljósin, þegar all ir eru búnir að koma sér fyrir, og láttu mig vita þegar þú ert búin að slökkva. Kveiktu síðan ekki aftur nema með leyfi frá okkur". „Ég skal gera það“, sagði hún. „Ég vil að önnur ykkar vaki. Þið getið blundað til skiptis". Ég fór aftur fram í stjórnklef ann. Þar gekk allt sinn vanagang. Ég lét Pat Petersen fara að sofa, og sagði honum að hann mundi taka við aftur klukkan tvö um nóttina. Ég sagði vélamanninum að fá sér blund líka. Ég var því einn eftir frammí. Fyrir aftaD mig sátu siglÍBgafræðingurian og loftskeytamaðurinn við borð sín. Klukkan tvö sendi ég Wolfe til að„ vekja hina. Þeir'tóku við og ég fór aftur í til að fá mér bluncj. Mér til mikillar undrunar var flugfreyjan þar. „Ég ætlaði bara að koma með nýjan kodda", sagði hún. „Það er naumast", sagði ég. Svona mikið hefur ekki verið haft við mig áður“. „Viltu kannske kaffisopa áður en þú ferð að sofa?“ „Nei, það held ég ekki“. „Hvenær ætlarðu að vakna?“ „Eftir svon þrjá tíma eða eða svo“. ,Hún kinkaði kolli. „Þá kem ég með kaffið". Ég sá að liún fór fram í og talaði við San Prescott. Ég fór úr jakkanum og tók áf mér bindið síðan lagðist ég nið ur og breiddi yfir- mig. Meðan ég var að festa blundinn, var ég að velta því fyrir mér, hvort þessi stúlka ætlaði að verða mér til ama. Eftir að hafa flogið í 30 ár, þá var það engin nýjung að hitta flugfreyju, sem vildi allt gera ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. sept’ 1962 |,5‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.