Alþýðublaðið - 12.09.1962, Side 9

Alþýðublaðið - 12.09.1962, Side 9
leg aukning frá því sem áð- ur var, aðeins 105 Kínverjar á ári. Bandaríkin hafa auk þess séð hálfri milljón manna fyrir matvælum í Hong Kong, og einnig sent hvatn- ingu til annarra ríkja Ame- ríku um að taka á móti flóttamönnum. En í Peking er ekki haldið á málunum með jafnmiklum mannúðar- brag. Þeir vita, sem er, að bæðu þeir um alþjóðlega að- stoð gegn hungursneyðinni, neyðinni, yrði þegar gripið til róttækra ráðstafana í hinum vestræna heimi. Þeir biðja ekki um hjálp, — heldur láta þeir fólkið flýja. Þúsundir og aftur þúsund- ir standa stöðugt meðfram landamærunum til Hong Kong og hafa aðeins eina ósk heitasta : Að komast yfir, — þeir vilja flýja frá hungurs- neyðinni, til tryggs lífs í frelsinu. En hvað er frelsi Hong Kong? Hún gefur hvorki at- vinnu, bústað, öryggi, né nokkuð annað sem talizt get- ur til þjóðfélagslegra nauð- synja. Það er freisið í hús- um byggðum úr pappa, frels- ið í fljótandi heimilum, sem varla er hægt að kalla báta. Og það er frelsið í hellum. Mannfólkið hefur leitað aft- ur á náðir fortíðarinnar. Og allt er krökkt af fólki, það sefur hvert við annars hlið yfir alla eyjvtna. Þannig er búið á eyjunni Hong Kong, þar sem neyðin er mest í heiminum á friðartímum. Og flóttamennirnir knýja enn dyra, því það er hungur í austri. Efri myndin: Þannig er hreinlætið í Hong Kong. Það er almennur þvottadaeur og konurn ar flykkjast niður að eina vatnshólinu til að hvo tuskur sínar. Vatn ið er banvænt vegna gerla, og flíkurnar verða litlu hreinni skol aðar upp úr skolpugu, vatninu. Þar þvær einn upp úr annars skoli. Neðri myndin: Þarna hefur einn flúið hungr- ið og þjáningar fyrir handan hjá Kínverj- um, en það stoðar ekki að vera kominn til frels isins, þegar þar er ekk ert athvarf fyrir mann. Þess vegna er þessi grát andi maður færður aft ur til baka, til þess að auka ekki á örbirgðina á eyjunni, rekinn til baka til hins kommún- istíska Kína. Hinir margeftirspurðu amerísku greiðslusloppar eru komnir. Margir litir og gerðir. Verð: Kr. 445,00 — — 495,00 — — 540,00 ' Laugaveg 26, sími 15-18-6. Matráðskona óskast, frá 20. september til 31. október, í mötuneyti skrifstofunnar, Pósthússtræti 2. Upplýsingar í síma 19460. H. F. Eimskiptafélag íslands. Áðstoðarmaður eða aðstoðarstúlka Óskast til rannsóknarstarfa við Eðlisfræðistofnun Háskól- ans, einhver þekking í rafmagnsfræði eða efnafræði æski- leg. Skólinn tekur nú brátt til starfa og er innritun hafin. Er skrifstofan opin alla virka daga kl. 1—8 e. h. meðan á inn- ritun stendur. Verða nemendur innritaðir til föstudags 21. sept. Enn sem fyrr hefur skólinn úrvalskennurum á að skipa, og hafa tveir sérfræðingar í ensku talmáli, Mr. E. M. Read, B. A. og Mr. Roy Izzard, B. A. bætzt í hópinn. Hafa þeir báðir hlotið sérstök meðmæli í þessum greinum frá skólum í Bretlandi. Þá hefur einnig bætzt í hópinn nýr þýzkukennari, Herr Dieter Wendler, B. A., sem í mörg ár hefur kennt útlendingum þýzku í Heidelberg og lilotið mjög góð meðmæli. Fyrsta námskeið vetrarins lýkur 14. des., fyrir mestu jóla- annirnar. ENSKA, ÞÝZKA, DANSKA, FRANSKA, ÍTALSKA, SPÁNSKA, SÆNSKA, RÚSSNESKA. ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. Málaskólinn Mímir Hafnarstræti 15 (sími 22865 kl. 1—8 e. h.). iBBS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. sept.a962 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.