Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 2
 Ritstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndai,—AOstoðarritstjórl Björgvin Guðmunrisson. — Fréttaiitstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 - 14 902 -- 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuliúsið. - Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lau: asölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jéhannesson. ■* • DAVÍÐ BEN-GURION DAVÍÐ BEN-GURION, forsætisráðherra ísraels, væntanlegur hingað til lands í kvöld í opinbera heimsókn. Hefur hann verið á ferð um Norðurlönd til að kynnast lífi fólks og þjóðskipulagi í þess- um hluta heims, eh einnig til að kynna land sitt og þjóð. ísrael er aðeins 15 ára gamalt sem fullvalda ríki. Það er umkringt fjandsamlegum nágrönnum, sem svarið hafa að koma því fyrir kattarnef. Gyðingar vita því vel, að þeir verða að leggja fram alla krafta sína, ef þeim á að takast að tryggja framtíð hins nýja heimalands þjóðar, sem hefur verið heimilis- laus að kalla í tvö þúsund ár. Ben-Gurion er ekki aðeins einn af höfuðleiðtog- um Israelsríkis og forsætisráðherra þess frá stofn- un. Hann er mikilhæfur baráttumaður og alþýðu- íeiðtogi, sem hefði hlotið forustuhlutverk með hvaða þjóð, sem er. Hann aðhylltist ungur sósíalis- ma og hefur átt meginþátt í að móta ísrael í anda jafnaðarstefnu og samvinnuhugsjónar. Hafa þessar systurstefnur óvíða í frjálsum löndum náð svo mikl um árangri í raun sem í Israel. Athyglisverðast er, að Gyðingar þar eystra leggja höfuðáherzlu á frelsi einstaklingsins og hafna ófrelsi og kúgun kommún ismans. íslendingar kunna vel að meta forustumenn, sem standa föstum fótum í liðinni tíð og fomum bók- menntum, en hagnýta vizku aldanna til lausnar á vandamálum nútímans. Ben-Gurion er slíkur mað- ur. Hann vitnar tíðum í spámennina og hvetur þjóð sína til að byggja þjóðfélag sitt í anda þeirra: Frið ur og bræðralag eru arfur frá spámönnunum, segir binn aldni forsætisráðherra. Eins og vitrum mönnum er títt, er þeir hugsa í öldum en ekki árum, er Ben-Gurion bjartsýnn um framtíð mannkynsins. Hann telur að kalda stríðið muni smám saman hjaðna, og veigamiklar breyt- ingar verða í austri og vestri, er renna muni styrk- um stoðum undir tryggan heimsfrið. Hann hefur Ijjargfasta trú á hugsjónum sínum um framtíðar þjóðfélagið, sem mun byggjast á frelsi, jafnrétti, kunnáttu og sköpunarmætti hins vinnandi manns, þar sem þrældómur, misrétti eða valdbeiting eiga sér ekki stað. Hann bendir á, að hráefni, tækni, verkfæri, fjármagn og skipulag eigi drjúgan þátt í uppbyggingu ríkisins, en þetta séu aðeins hjálpar meðul. Mest sé vert um manninn sjálfan, sem verði ^ð vera efst á baugi. Davíð Ben-Gurion er íslendingum sannarlega vel kominn gestur. Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN KOSTAR Volkswagen er með miðstöð, sprautu á framrúðu, leðurlíkingu á sætum og í toppi, synkroniseruðum gírkassa. Heildverzlunin HEKLA h.f. Hverfisgötu 103 — Sími 11275. HANNES á horninu Umferðarkönnun nauð syrileg. Hjálpum til svo að ár- angurinn verði góður. Fyrsta umferðarkennsl an. Skemmtilegar minning ar. ' ÉG VIL HVETJA bifreiðaeigend ur að taka vel undir þá könnun, sem nú er efnt til um umferðina í Reykjavík og nágrenni. Ég hef kynnt mér hana nokkuð og sé ekki betur en stefnt sé í rétta átt að spurningarnar, sem lagðar eru fyrir Ibifreiðaeigendur séu allar nauðsyniegar til þess að geta byggt á áætlanir um skipulag borgarinn ar í sambandi við hina vaxandi um ferð og aukinn bifreiðakost. MIKLAR UMBÆTUR hafa orðið í umferðarmálum borgarinnar á síð ustu tveim til þrem áratugum. Ég man hve mikla athygli það vakti þegar fyrsta sinn var gerð tilraun til. að kenna fólki að ana ekki beint af augum og tiilitsiaust Þann dag tók Knud Ziemsen borgar- stjóri sér stöðu á miðjum krossgöt um Austurstrætis og Pósthússtræt is og baðaði út öllum öngum og stjórnaði umferð. MIKILL MANNFJÖLDI safnað ist um hann til þess að fylgjast með þessu uppátæki, en hann kaU aði hvatskeytislega til þeirra, sem ekki hlýddu bendingum hans. Þá var mikil ólga í pólitík og borgar- stjórinn var miðdepill ólgunnar. Það bar líka á því, að áestustu and- stæðingar hans gerðu gys að.hon um og vildu ekki fara eftir skipun um hans eða bendingum. Ég var skelfilega mikið á móti honum í pólitík, en um þetta skrifaði ég í blaðið og bar lof á hann fyrir fram Framh. á 14. síðu 2 12. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.