Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 5
I ista og sósíalista. Vann hann mik ið fyrir málstað þeirra hreyfinga og talaði á alls kyns fundum. BRAUTRYÐJANDINN. Sumarið 1906 fór David Ben Gurion að heiman í hópi braut- ryðjenda til að heimsækja land feðra sinna og undirbúa jarðveg- inn fyrir stofnun samveldis Gyð- inga. Hann fór í land í Jaffa í heimildarleysi og •hóf vinnu í fyrsta landbúnaðarhéraði Gyð- inga. Hann tók virkan þátt í starfi sósíalistiskra Zionista og varð viðiírkonndur áhrifamaður og mælskusnillingur. Haustið 1907 fluttist hann í afskekktan smá- bæ og skipulagði varnir landnem- anna gegn ræningjum, sem herj- uðu á plássið. Árið 1910 bauð Izliak Ben-Zvi, núv. forseti Ísraelsríkis, Ben-Gur- ion sæti í ritnefnd fyrsta hebrezka sósíalistablaðsins í Jerúsalem. hreyfingu GySingaverkamanna, Hann markaði stefnuna fyrir sameiningu G.vðingabyggða í Pal- estínu og sjálfstjórn þeirra. Vorið .1912 fór hann.ásamt Ben- Zvi til Konstantinopel til að læra lögfræjji og geta þannig orðið virkari fulltrúi fólksins. En vorið 1915 voru þeir báðir gerðir brott- rækir frá Palestínu ákærðir um að egna til uppreisnar og tyrkn- eski landsstjórinn lét þau orð falla að þeir mættu aldrei framar stíga þar á land. Þeir héldu til Bandaríkjanna og stofnuðu hreyfingu til að koma á landnámi í Gyðingalandi og Gyð- ingaher til að berjast með Banda- mönnum. Hinn 5. desember kvænt- ist Ben-Gurion Paulina Munweiss, sem síðan hefur staðið við hlið manns síns og gætt heilsu hans og velferðar. | Ben-Gurion gekk í nýstofnaða j Gyðingaherdeild eftir að Banda- ríkin fóru að taka þátt í heims- styrjöldinni og komst með henni ■til Egyptalands í ágústmánuði 1918, en eftir heimkomuna hófst j nýr þáttur í starfinu. Þá laut Pal- 'estína brezkri umboðsstjórn. BARÁTTAN FYRIR SAM- EININGU. Fyrsta takmark Ben-Gurions var sameining verklýðshreyfing- arinnar, sem skiptist milli fjölda flokka. Stofnaði hann verklýðs- samband og varð aðalritari þess. Undir stjórn hans vann sambandið að launabótum og bættum vinnu- skilyrðum og undirbjó grundvöll- inn að stofnun þjóðarheimilis Gyð- inga. Árið 1930 náðist sá mikilv. áfangi að tveir helztu verklýðsflokkarn- ir runnu saman og stofnaður var ,,Mapai“-flokkurinn, þ. e. verka- j mannaflokkur ísraels. * Allt frá 1920 var Ben Gurion I leiðtogi Zionistahreyfingarinnar |Og árið 1933 þegar verkamanna- Iflokkurinn hafði unnið um helming j þingsæta á 18. Gyðingaráðstefn- lunni varð hann stjórnarmeðlimur j Gyðingasamtakanna, • en tveimur I árum síðar formaður. Forseti sam- itakanna var Dr. Chaim Weizmann. , Ben-Gurion vann ótrauður að landbúnaðar- og iðnaðarmálum. Þótt hann skipulegði varnir Gyð- inga gegn síendurteknum árásum Araba var hann algjörlega and- vígur almennum hefndarráðstöf- unm gegn óvopnuðum Aröbum. Árið 1936 ræddi hann við brezka stjórnarnefnd, sem rann- saka skyldi hið alvarlega ástand er hlauzt af æsingum og uppþotum Araba, og féllst Ben-Gurion á til- lögu nefndarinnar um skiptingu landsins. 1939 sótti hann ráðstefnu i Lundúnum til að ræða vandamál Palestínu. David Ben-Gurion var leiðtogi í baráttu Gyðinga gegn tillög- um brezku stjórnarinnar í hvít- bók 1939, sem takmarkað hefðu innflutning Gyðinga og jarða- kaup þannig .að þeir hefðu jafnan verið í minnihluta. Þegar Bretar sögðu Þjóðverj- um stríð á hendur og Gyðingar Palestinu buðu þegar alla aðstoð sína í baráttunni gegn hinum sameiginlegu óvinum lýsti Ben- Gurion stefnu sinni á þá lcið, sem frægt er orðið, að þeir mundu berjast gegn hvítbókinni eins og cngin styrjöld væri. Eftir því sem á styrjöldina leið sannfærðist Ben-Gurion um að brezka urhboðsstjórnin væri dauða DAVID Ben-Gurion hefur verið forsætisráðherra ísraels allt frá stofnun ríkisins að rúmu ári undanteknu. Hann fæddist 16. Október 1886 í Plonsk, smáþorpi í hinum rússneska hluta Póllands lim 45-mílur frá Varsjá: Ættarnafn ið var Green, en hann breytti því í Ben-Gurion skömmu eftir að hann settist að í ísrael. Nokkrir ættliðir forfeðra hans höfðu átt heima í Plonsk, en afi hans og faðir, sem hét Avigdor, Voru mikilsvirtir menningar- frömuðir. Faðir Davids helgaði Eig Zionistahreyfingunni, sem þá var ný á nálinni, og lét kenna Ibörnum sínum hebrezku. Ben- Gurion hefur sagt, að faðir hans hafi kennt honum að unna Gyð- ingaþjóðinni, ísrael og hebrezkri tungu. David var vel gefinn drengur og hann var ekki nema 14 ára þegar hann stofnaði félag til að útbreiða hebrezka tungu og menn- ingu meðal unglinga. Nokkru síðar fór hann til náms í Varsjá Og 1903 gekk hgnn í félag Zion- I ■ ■■M8WMBMW) dæmd og á ráðstefnu Zionista »- New York 1942 gekkst hann fyrir samþykkt ályktunar um að krefjast þess að Palestína yrði samveldí Gyðinga. Þegar spennan jókst að styr- jöldinni lokinni með því ákvæð’- um hvítbókarninnar var haldið 'til streitu. þrátt fyrir þörfina á !að finna samastað fyrir heimilislaúsa Gyðinga i Evrópu, gerði Ben-Gtir- ion ráðstafanir til að mæta hverju sem koma kynni og fór til Banda- ríkjanna .til að afla fjár til vopna- kaupa vegna varna landsins. 1946 varð hann varnarmálaráðunautur Gyðingasamtakanna og hélt áfram að búa sig undir árásir Araba. Hinn 29. nóvember samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna ályktun um skiptingu lands- ins og hófust þá þegar árásir Araba og annarra á Gyðinga- byggðir og samgöngur. Gaf B4n- Gurion sig þá allan að varnarmál- um með alþekktri elju sinni Hann varð leiðtogi stjórnarvalda allra Gyðinga og þannig raunverulega .forsætis- og varnarmálaráðherra- hins væntanlega Gyðingaríkis. Þeg ar Ísraelsríki var stofnað 14. njaí 1948 og Bretar voru að fara varð hann yfirmaður bráðabyrgðastjórn- arinnar. EINSTAKUR MAÐUR. Síðan ríkið var stofnað hefur Ben-Gurion verið forsætis- og landvarnamálaráðherra allra ríkis- stjórna ísraels nema einnar og.for ingi stærsta stjórnmálaflokksins, enda hefur hann borið hæst »• stjórnmálalífi landsins og ver'ð einn þekktasti þjóðarleiðtógi veraldar. Þótt ráðherrann hafi jafnan tjáð sig viljugan til að hitta leið- toga Arabaríkjanna að máli og ræða friðarmálin án þess a<5 setja skilyrði, hefur hann lagt áherzlu á frumskyldu landsmanr.a að verja tilverurétt sinn með þvi Arabar hafa opinberlega hótað að eyða landinu í styrjöld. Árum saman höfðu Arabar háð skæruliðahernað og í október 1956 þegar þeir bjuggu sig opinskátt undir styrjöld með Egypta í farar- broddi fyrirskipaði forsætiisráð- herra ísraéls landvarnaliðinu að Framh. á 7. síðu ★ Nýir og breyttir t.ímar er nú að hefjast í sögu mannkyns- ins. Stórar þjóðir og smáar, sem Iengi hafa lotið erlendri stjórn, eru að varjra af sér okinu og öðlast sjálfstæði. Sumar þeirra eiga sér forna menningu, r aðrar hafa engrar uppfræðslu notið öldum saman. Þess getur ekki verið langt að bíða að all ar þjóðir verði jafn réttháar, sjálfum sér ráðandi og frjálsar í samfélagi manna án tillits til litarháttar kynþátta eða menn- ingarhátta. ★ Jafnvel „kalda stríðið" er stundarfyrirbrigði. Bæði Sovét- ríkin og Bandaríkin verða að lúta lögmáli breytinganna og þessi tvö stórveldi munu ekki ögra hverju öðru grá fyrir járn um um aldur og ævi. í Ameríku eykst styrkur verkamanna, bænda 'og vísindamanna og í Veit hvað hann synguiY sá Sovétríkjunum er Ieitað eftir frjálsræði og bættum lífskjör- um. Eftir því sem fræðsla er aukin og vináttubönd vísinda- manna styrkjast vex vissulega löngun eftir frjálsræði í hugsun orði og vali og að lokum mun lýðræðið sigra. ★ Veröldin mun ekki halda á fram að vera til ef henni er skipt í hélming, sem lifir í alls nægtum og helming, sem býr við fátækt. Mannkyninu stafar hætta af bilinu mikla milli ríkra þjóða og fátækra, en ekki eins af kalda stríðinu milli austurs og \ esturs. ★ Hægt er að vinna hugi As íu- og Afríkuþjóða með því að koma fram við þær sem með- bræður og jafningja og sýna þeim manniega einlægni og traust án þess að vera með gort eða hroka velgerðarmanns ins og „stóra bróður“. Ekki nægir að bjóða vísindalega og efnislega aðstoð, en sýna ber að þjóðirnar eru knýttar vin- áttuböndum vegna sameigin- Iegra örlaga eins og við í ísra- el komum fram við fólk úr víðri veröld, sein safnast sam- an í okkar Iandi. ÍSRAEL OG UTLEGÐ GYÐINGA. ★ Ísraelsríki er takmark * sjálfu sér og ekki þarf að rétt læta tilveru þess. En það stefn ir einnig að æðra takmarki, sem er fullkomin endurreisn Gyð- ingaþjóðarinnar allrar í anda Jesaja og Mika. ★ Eini „bandamaður“ þess er útlegð Gyðinga, sem skapaði það, heldur áfram að veita því styrk og endurreisir það. Sam- starfið er ekki ákvarðað í nein um hátíðlegum, undirrituðum og innsigluðum samning, cu Framh. á 7. síðu ■) i> ALÞÝÐUBLAtHÐ - 12. sept. 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.