Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J ÁstþórsMOn (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri
Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar:
14 900 - 14 902 - 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið.
— Prenismiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00
á mðnuði. í lauí *.'sölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram-
kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Bændur og bátasjómenn
BLÖÐ framleiðendaflokkaxina fagna ákaft
þeirri niðurstöðu, að sexmannanefndin skyldi ná
samkomulagi um verð landbúnaðarafurða. Má lesa
j dag eftir dag ritstjórnargreinar, þar sem vegsömuð
' er sú gæfa, að samningar skyldu takast og ekki
koma til þeirrar sölustöðvunar, sem Framsókn hafði
æst bændur upp í að hóta.
Alþýðublaðið getur tekið undir það út af fyrir sig,
að samkomulag er að jafnaði farsælla en illdeilur.
En mikill og einkennilegur munur virðist vera á af
stöðu framleiðendablaðanna til þessa máls eða til
bátasjómanna. Það þykir sjálfsagt að bæta bænd-
um dóm, sem þeir voru óánægðir með. En þessi blöð
ininnast ekki orði á, að bæta þurfi bátasjómönnum
dóm, sem þeir telja ganga óeðlilega á sinn lilut og
vera útgerðinni óþarflega hagstæður. Hvað veldur
því, að hin blöðin gera þennan mun á bændum og
bátasjómönnum?
Framsóknarflokkurinn hefur í þessum málum
homið fram í sínu rétta Ijósi. Hann gerir hosur sínar
grænar fyrir neytendum bæjanna, en á sama tíma
æsir hann bændur til að gera stórfelldar kröfur um
. verðhækkanir, sem neytendur verða að borga. Þeg-
ar á hólminn kemur er Framsókn alltaf á móti neyt
endum þéttbýlisins og getur því aldrei orðið þeirra
flokkur. Hefur sagan staðfest þetta og tímabundin
fylgisaukning Framsóknar í bæjunum hefur alltaf
horfið aftur, þegar hið rétta eðli flokksins hefur
komið vel í ljós.
Það hefur verið mikið áróðursmál Framsóknar-
flokksins, að ríkisstjórnin fari illa með bændur og
þrengi hag þeirra. Nú verður ógerlegt að halda
þessu lengur fram, þar sem fulltrúar bænda hafa
sjálfir skrifað undir samkomulag um verðlagsgrund
völl sinn.
í sambandivið breytingarnar, sem nú verða á bú-
vöruverði, hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka nið-
urgreiðslur á kjöti um 18 milljónir króna. Hefur n:ð
urgreiðsla á kartöflum nýlega verið afnumin, þar
sem m'kil spilling hafði þróazt í skjóli hennar og
heimaræktun á kartöflum að miklu leyti lagzt nið-
ur. Neytendur fá nú aftur það fé, sem af þeim var
tekið með hærra kartöfluverði, þar sem um svip-
‘ aðar upphæðir er að ræða.
Vantar fræðslustarf
EITT AF ÞVÍ, sem kommúnistar í stjórn Alþýðu-
: sambands Islands hafa gersamlega vanrækt, er
fræðslustarf. Þeir hafa að vísu fengið bækur og
málverk að gjöf, en félagsleg fræðsla hreyfingar
innar er í molum, þótt aldrei hafi hennar verið
meiri þörf en nú. Er rétt að verðlauna stjórnendur
Alþýðusambandsins fyrir að sofa í þessu þýðing-
armikla máli?
2 16. -sept- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIB
SENDILLINN sem síðasf bregsi
VOLKSWAGEN
SENDIBÍLLINN
ER EINMITT
FYRIR YÐUR
Heildverzlunin HEKLA HF. I ALLTAF FJÖLGAR
Hverfisgötu 103 — Sími 11275 VOLKSWAGEN
HANNES
Á HORNINU
4r Frjáls samkeppni eða
svikamál.
ÍK Innflutningur tækja og
" varahlutir.
4r Nauðsyn á nýjum regl-
um.
NEYTANDI SKRIFAR: „ÞaS er
. mikið talað um. frjálsa samkeppni.
Ilún er víst góð innan vissra tak-
marka, en hún er ekki góð þegrar
liún miðast við áð níðast á neyt-
endunum. Postular frjálsrar sam-
keppni tala mjögr um það, að hún
skilji hismið frá kjarnanum, að
sá, sem ekki dugir í samkeppninni
verði að hætta, hinn, sem dugir
vel standi af sér stormana. Það
getur verið rétt, en dæmin sýna
það þó ekki nema að nokkru leyti.
Innflytjandi, sem er duglegur nær
kannski betri innkaupum en hinn
óduglegi — og ef sá dugnaður
verður til þess að neytandinn fái
betri og ódýrari vöru þá er til-
ganginum náð, en annars ekki.
ÉG SKRIFA þér þetta bréf af á-
kveðnu tilefni, sem ég hirði þó
ekki að geta beinlínis heldur að-
eins almennt, enda er þetta al-
mennt mál og ekki til sóma fyrir
stétt kaupsýslumánriá óg' irinfly.tj--
enda. Dugnaður sumra þeirra hef-
ur gengið út á það, að ná sér í ný
sambönd, við skulum segja, í sam-
bandi við vélar og tæki. Þeir hafa
flutt vélarnar og tækin inn í
landið, auglýst það mikið í blöðum,
lofað vöruna — og selt hana.
4
ÞEGAR KAUPENDUR hafa
spurt um varahluti til þessara
tækja, er það segin saga, að full-
yrt er, að þeir muni koma bráð-
lega, það hafi verið gerð pöntun,
en afgreiðslutími sé nokkur, en
hlutirnir muni koma með fyrstu
ferðum. í góðri trú hefur neytand-
inn svo fest kaup á tækinu, en
landið, auglýst þau mikið í blöðum
eru til að tækin hafa bilað innan
tíðar — og engir varahlutir verið
fáanlegir og tækin því ónothæf.
ÞAÐ VÆRI IIÆGT að nefna
fjölda dæma um þennan óhæf^
verzlunarmáta, en það skal ekki
gert að sinni. En af þessu tilefni
vil ég segja þetta: Það verður að
setja á, einhvern hátt skorður við
svöna verzlunarháttum. Það ér
Frh. á 5. síðn. ,