Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.09.1962, Blaðsíða 14
DAGBÓK sunnudagur Sunnudagrur 16. septem- »er. 8:30 Létt rnorgunlög. 0;10 Morguntónleikar. 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ttr: Séra Jakob Jónsson. Organ- leikari: Páll Halldórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegis- fónleikar. 15:30 Sunnudagslög- in-. 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir). 18:30 „Ó, mín flaskan fríða“: Gömlu lögin eungin og leikin. 20:00 Eyjar Við ísland; VI erindi Hrísey fGuðmundur Jörundsson út- gerðarmaður). 20:30: Karlakór Dalvíkur syngur. Söngstjóri: Gestur Hjörleifsson. Einsöngv- arar: Vilhelm Sveinbjörnsson, Jóhann Daníelsson og Helgi Indriðason. Píanóleikari Guð- mundur Jóhannsson. 21:00 í Skagafirði: Dagskrá úr sumar- ferð Stefáns Jónssonar og Jóns Sígurbjörnssonar. 22:00 fréttir og veðúrfregnir. 22:10 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 17. september 8:00 Morgunútvarp 12:00 Há- degisútvarp. 13:00,,Við vinn- una“: Tónleikar. 15:00 Síðdeg- isútvarp. 18:30 Lög úr kvik- myndum. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Kristján Ingólfsson, skólastjóri á Eski- firði). 20.20 Einsöngur: John Charles Thomas syngur. 20.35 Erindi Selárdalur í Arnarfirði ,— staður og kirkja (Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri). 21:05 Tónleikar: Sinfonía nr. 100 í G-dúr. 21:30 Útvarpssagan: „Frá vöggu til grafar“, XII 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: Hlunn- }ndi, fjármennska o. fl. við Breiðafjörð. 22.30 Kammertón- leikar. 23:30 Dagskrárlok. rf/A Eimskipafélag Is lands h. f. Brúar foss fór frá Ham borg 13. 9. t: Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Dublin 12. 9. til New York Fjallfoss fer frá Kaupmanna- tiöfn 17. 9. til Kotka. Goðafoss fór frá Dublin 8. 9. til New York. Gullfoss fór frá Kaup- tnannahöfn 15. 9. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá fceningrad 15. 9. til Kotka og Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Reykjavík kl. 19:00 í kvöld, 15. 9. til Patreksfjarðar, Bíldu- ílals, Súgandafjarðar, ísafjarð- ar, Norður- og Austurlands- hafna og þaðan til Kaupmanna- hafnar og Hamborgar. Selfoss fcom til Reykjavíkur 14. 9. frá New York. Trölláfoss kom til Reykjavíkur 15. 9. frá Hull Tungufoss fór frá Hamborg 15. 9. til Reykjavíkur. Skipadeild S. í. S. Hvassafell fer væntanlega 17. þ. m. frá Archangelsk áleiðis til Limerick í írlandi. Arnar- fell er í Helsingfors. Jökulfell kemur í dag til Riga írá Reykja vík. Dísarfell fór í gær frá Kópaskeri áleiðis til Hjalteyrar. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er í Reykja- vík. Hamrafell er í Batumi. Skipaútgerð rikisins. Hekla fór frá Reykjavík 14. 9. áleiðis til Hamborgar, Amster- dam og Leith. Esja er á Aust- fjörðum á norðurleið. Herjólf- ur er í Reykjavík. Þyrill er á leið frá Norðurlandshöfnum til Reykjavíkur. Skjaldbreið er á Norðurlandshöfnum. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð- urleið. H. f. Jöklar.' Drangajökull lestar á Vest- fjarðahöfnum. Langjökull er á leið til Reykjavíkur frá Vest- fjörðum. Vatnajökull er á leið til Grimsby, fer þaðan til Calais, Amsterdam, Rotterdam og London. Flugfélag íslands h. f. Millilanda- flug: Hrimfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. Flugvélin fer til Oslo og Kaup- mannahafnar kl. 10:30. í fyrra- málið. Gullfaxi fer til Glasgow Dg Kaup.m.h. kl. 8:00 ífyrram. Innanl.flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 íerðir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarð ar og Vestmannaeyja. Á morg- un er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fag- urhólsmýrar, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kópaskers, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Orðsending frá Verkakvennefé- laginu Framsókn: Konur fjöl- mennið á fundinn á mánu- dagskvöldið 17. sept. í Alþýðu húsinu við Hverfisg. kl. 8.30 Fundarefni: Kosning fulltrúa á 28. þing Alþýðusamband's íslands. Dómkirkjan. Messað kl. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláksson. Elliheimilið. Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. Ólafur Ólafsson, kristniboði prédikar. Heimil- ispresturinn. Langholtsprestakall. Messað kl. 2 e. h. Kirkjudagur séra Árel- íus Níelsson. Hallgrímskirkja. Messað kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Laugarnesskirkja. Messað kl. 11 f. h. Séra Garðar Svavars- son. Neskirkja. Messað kl. 10.30 f. h. Séra Jón Thorarensen. Kirkja óháða safnaðarins. Mess- að kl. 2 e. h. Séra Emil Björns Kvöld- og næturvörður L. R. í dag: Kvöldvakt kl. 18.00-00.30 Á kvöld- vakt: Björn L. Jónsson. Á næt- urvakt: Sigmundur Magnússon. Á morgun mánudag: Á kvöld- . vakt: Jón Hj. Gunnlaugsson. Á næturvakt: Andrés Ásmunds- son. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn. — Næturlæknir kl. 18.00—08.00. — Sími 15080. Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag nema laugar- daga, kl. 13.00—17.00. Kópavogsapótek er opið alla laugardaga frá kl. 09.15—04.00 virka daga frá kl. 09.15—08.00, og sunnudaga frá kl. 1.00—4.00. son. 14 16. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ £-4 -iW .'U "• Kóngsbærinn í Kirkjybæ Framhald af 9. síSu. á fjalli. Það er ekki svo langt síðan við höfðum 1000 fjár, en valdsmennirnir kunnu svo vel að taka. Féð gengur að mestu sjálf- ala, við þurfúm ekki að gefa inni eins og þið á íslandi. Það verða nógir til að taka við Kirkjubæ. Ættin á þessa byggð, þótt kóngurinn sé talinn fyrir henni. Húsaþyrpingin er byggð Laðangarðsættinni, sem Páll kóngsbóndi er afsprengi af og sem kom til Kirkjubæjar í þann mund, er síðasti biskup- inn hvarf þaðan til Þórshafnar árið 1557. Páll kóngsbóndi veit alla þá sögu: Árið 1538 fcsetti kóngurinn síðasta kaþólska biskupinn, Ámund Ólavsson, af í Kirkjubæ og sló eign sinni á allar eigur og tekjur biskupsstólsins. Skól- inn, sem biskuparnir höfðu um aldarraðir haldið í Kirkjubæ, var lagður niður. Siðar var settur á stofn latínuskóli í Þórshöfn, en hann var lagður niður 1808. Síðasti biskupinn í Kirkjubæ var Jens Riber. Hann fluttist til Þórshafnar árið 1557, eftir að hafa þrem sinnum orðið fyrir ránum franskra sjóræn- ingja. Um leið og þetta gerðist var Þórsliöfn að verða til. Þar var haldin kaupstefna, og þar óx upp sá kaupstaður, sem nú er fremstur í Færeyjum. í stofu sinni segir Páll kóngs- bóndi okkur söguna af Sverri konungi. Sú saga hefur geymzt í munnmælasögunum í Kirkju- bæ. Þegar Sigurður (eða Sjúrður eins og Sigurðar heita á fær- eysku) munnur var konungur í Noregi um 1170 var sá biskup í Færeyjum, er Hrói hét. Hann átti fyrir bróður Una, er ráðizt hafði til hirðár Sigurðar kon- ungs sem vopnasmiður. Þann vetur var og við hirð konungs ung stúlka frá Þrándheimi. Hún hét Gunnhildur. Mælt var, að konungur gerði sér dælt við hirðmeyna og vitað, að Uni hinn færeyski unni henni hug- ástum. En Gunnhildur vildi held- ur kónginn en smiðinn. Líður nú vetur í kóngsgarði, en um vorið býst Gunnhildur til ferðar og heldur til biskupsset- ursins í Kirkjubæ í Færeyjum. Hún ræður sig þar til fjósstarfa. Um jólaleytið elur hún barn með leynd, og var það sonur Noregskonungs. Hjón nokkur bjuggu skammt frá fjósinu. — Stúlkan fer með barnið til þeirra, og biður þau að fóstra það fyrir sig, en gegnir sjálf starfa sínum í fjósinu sem fyrr. Þegar kýrnar eru látnar út um vorið og beitt nætur og daga, tekur Gunnhildur son sinn og felur hann í gjótu uppi í fjall- inu, skammt frá þar, sem kýrn- ar voru í nátthaga. Þar er enn kölluð Sverris hola. Barnið fæddi liún á mjólk, þangi og skelfiski. Sama vor kemur Uni biskups- bróðir í heimsókn til Kirkjubæj- ar. Þar hittir liann norska stúlku, sem hann hafði síðast séð við hirð Noregskonungs og hrifist af. Hún forðaðist hann, en hann njósnar um ferðir henn- ar og kemst að því, að hún fer til fjalla kvölds og morgun. — Hann finnur fylgsni bamsins og Gunnhildur verður mjög skelfd, þegar hún veit, að komizt hefur upp um leyndarmál hennar. Uni segir, að hann viti fullvel, að sveinninn sé sonur Sigurðar munns, en hann býðst til að láta sem drengurinn sé hans eigin sonur, ef hún vilji þar í mót giftast honum. Qfunnhildur fellst á þetta, og biskupinn vígir þau í hjóna band. Þau fara síðan til Nor- egs, því að Gunnhildur vildi heimta arfshluta sinn heiman úr Þrándheimi. Sverrir kom aft- ur til Færeyja fimm ára gamall .og þar er það, sem Sverris saga liefst. — Svona er sagan um Sverri konung, en þið voruð líka að spyrja um tjaldinn. — Tjaldurinn er tákn Fær- eyja af því að ái minn Nolseyj- ar-Páll orti langt kvæði, fugla- kvæðið, um Dani og Færeyjar. Það var, þegar hann var að stríða við að koma okkur und- an einokuninni, byggði sjálfur skip og flutti korn til Færeyja. í kvæðinu eru dönsku embættis- mennirnir ýmis konar ránfuglar, en Færeyingarnir eru smáfuglar og tjaldurinn verndar. hina smáu. En sagan um kóngsbóndann sjálfan? — Eg er fæddur 1894. Tólf ára gamall fór ég til íslands, og var þar tvö ár í skóla. Síðan kennl ég Ásgeir Ásgeirsson, Ólaf Thors og ýmsa aðra menn íslenzka. Síðar fór ég í búnaðarskóla í Nor- egi og giftist færeyskri konu. Við eigum ekki nema sex börn, en 18 barnabörn, svo að það hjálpar dálítið. Þau eru öll í Færeyjum nema einn, sem er í Noregi. en vonandi kemur hann heim bráðum. Eg var formaður un"mennafé- lagshreyfingarinnar hér í 35 ár og kom síðast til ís^ands á af- mælishátíð ungmennafélaganna á Þingvöllum fyrir þrem árum. Við höfðum hugann bundinn við ým- is konar íþróttir þessir gömlu menn, en nú hefur knattspyman tekið hug hinna ungu manna. Við urðum ekki fyrir vonbrigð- um af Kirkjubæ. Við þökkum kóngsbóndanum fyrir móttökurn- ar og komum kveðju hans til skila. Hann biður að heilsa kunningjunum. II. í Reykjavík Freyjugötu 41. Sími 11990. (Inngangur frá Mímisvegi). Kennsla hefst í byrjun október n.k. kennt verður í 3 kvöld- , deildum. Málaradeild, Högg- myndadeild og teiknideild. — Innritun í skólann alla virka §! dag frá kl. 8 — 10 e. h. Barnadeildir auglýstar síðar, Atvinna Járniðnaðarmcnn og aðstoðarmenn óskast strax- Vélsmiðjan Héðinn Járnsmiður og rafsuðumenn óskast nú þegar. — Talið við verkstjórann. KEILIR H.F. Sími 34981.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.