Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 1
ft fi HÖTUN NEYfllR TVÆR ÞOTUR TIL SKYNDILENDINGAR HER —u. TVÆR FLUGVELAR af gerSinni Boeing 707 frá þýzka flugfélaginu Lufthansa, lentu á Keflavíkur- flugvelli kl. 16,40 í gær, þar eS óttast var, að tímasprengja væri í annarri hvorri vélinni. Gífur- legar ráðstafanir voru gerðar á flugvellinum. Strax og vélarnar voru lentar, voru allir farþegarnir, 113 að töiu, drifnir út og vélarnar gersamlega einangraðar. Það var um klukkan þrjú í gærdag', að síminn hringdi á aðalskrifstofu Lufthansa í New York, og rödd í símanum sagði: _ „ÞAÐ ER TÍMASPRENGJA 'í EINNI FLUGVÉL YÐAR, OG HÚN MUN SPRINGÁ INNAN EINNAR KLUKKUSTUNDAR.” - Síðan var lagt á. Um leið voru öll hjól komin í gang. Öllum flugvélum félagsins, sem þá voru á lofti, var skipað að lenda á hverjum þeim flugvelli, sem næstur væri. Á viðkomandi flugvöllum voru allar hugsanlegar öryggisráðstafanir gerðar fyrir lendingu vélanna. MYNDIRNAR: Að ofan: Leitarmenn ganga út í aðra flugy'élina í gærkvöldi. Til hægri: Farþegar matast á Ilótel Borg. Skammt frá íslandi voru þá tvær Boeing-þotur á flugi, og var þeim skipað að lenda á Keflavíkur- flugvelli. Önnur þeirra var á leið frá Frankfurt til New York, en hin frá Köln til New York. í þeim voru samtals 113 farþegar. Sn fyrri hafði verið fjórar klukkustundir á flugi, þegar hún fékk orðsending una, en hin 3 klukkustundir og 45 mínútur. Flugstjórarnir á vélunum höfðu þegar samband \úð flugstjórnar- menn á Reykjavíkur- og Kefla- víkurflugvelli, og skýrðu frá hættu Framhald í Opnu Síðusty fréttir. Rétt fyrir kl. 3 í nótt stigu farþegarnir um borð í vélina, sem átti að fara til New York, og hóf bún sig til flugs kl. 3. Á- aetlað var, að hin flugvélin færi nokkru seinna til Frankfurt. Leit var lokið, öryggisráðstöfunum hætt. Ekkert markvert fannst í 'arangri eða vélum eftir leit í rúmar 4 klst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.