Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 8
EGYPTINN TRUÐI EKKI - FRÚIN GRÉT AlþýðublaSiff náði tali a£ tveim farþeganna, sem með flugvélunum voru. Annar þeirra, ungur Egypti sem var á leið frá Kairo til Kali forniu til framhaldsnáms í verk- fræði sagði: Við fengum ekki að vita að lenda ætti á Keflavíkurflugveli; fyrr en nokkrum mínútum áður en lent var. Ekki var skýrt frá neinni á- stæðu. En líklega hefur veriö um einhverja smávægilega bilun að ræða á flugvélinni, bætti hann við. Er blaðamaður Alþýðublaðsins sagði Egyptanum frá gruninum um tímasprengjuna, hló Iiann og sagði: Nei það er óhugsandi. Flug vélin sveimaði lengi yfir flugvell inum áður en hún lenti og ef um tímasprengju hefði verið um að ræða hefði flugvélin varia verið svo lengi á sveimi yfir flugvellin um. Er fólkið stóð upp frá borðum komum við auga á unga amcríska konu, sem var snöktandi. Hún tal aði hálfgrátandi við starfsmann Loftleiða, sem þarna var fólkinu til aðstoðar. Síðan gekk konan út að fá sér frískt loft og blaðamaður og Ijósmyndari Alþýðublaðsins fylgdu í humátt á eftir. Er við sá- um að konan hafði jafnað sig á- ræddum við að beina nokkrum spurningum til hennar. Hún sagöi: Ég er alveg eyðilögð yfir því að komast ekki á réttum tíma til San Fransisco. Litla dótíii mín bíður þar eftir mér á flugvellinum Sú bandariska hafði heyrt minnzt á tímasprengjuna. Hún var að koma frá Madrid á Spáni og hafði miklar áhyggjur af dóttur sinni en engar af tímasprengjunni. 2 i Farangur tekinn ! 1 MYNDIN var tekin, meðan ver- i ið var að taka upp farangur far- i þeganna og flytja hann inn á E Flugvallarhótelið, þvi að auðvit- i að var ekki vitað nema vítisvélin i leyndist einhvers staðar í honum. jsa HOTUN NEYÐIR 2 ÞOTUR Framhald af 1. síðu. ástandinu. íslenzka flugvallarstjór- anum á Keflavíkurflugvelli, og hemum barst tilkynningin um lend ingu vélanna kl. 16.30. Altt slökkvi lið vallarins var sent út á flug- braut þá sem vélarnar lentu á. Þá fóru sjúkrabílar, lögregla og fleiri starfsmenn vallarins á staðinn, og kl. 16.40 lenti fyrri vélin og liin fimm mínútum seinna. Vn leið og vélarnar snertu braut Ina óku slökkvibílar ^meðfram þeim, og er þær höfðu stöðvast á brautarenda, var stigum þegar rennt upp að þeim, og farþcgarnir drifnir út og í burtu frá vélunum. Síðan var sjálfum vélunum ekið á vissan stað á flugvellinum, gflir yfirgáfu þær og síðan settur um þær hervörður. Farþegum og áhöfn var síðan ek ið að flugvallarhótelinu, og fengu þeir að hafa meðferðis allan hand farangur sinn. Síðan var þeim ek ið til Reykjavíkur, og fóru flug- freyjur með þeim. Aðrir af áhófn- inni urðu eftir á flugvellinum. Far þegarnir vissu ekkert hvað var að gerast fyrr en þeir voru komnir inn á hótelið. Áður en tlugvélarn ar lentu hafði þeim verið sagt, að smávægileg vélbilun hefði orðið, og Iending því nauðsynleg. Að þessu loknu var ákveðið að koma ekki nálægt vélunuin fyrr en eftir þann tíma, að þær hefðu átt að vera lentar í New York. Á meðan var reynt að útvega tæki til að rannsaka vélarnar með. Var náð í prófessor Þorbjórn Sigur- geirsson, sem kom með geiger-telj ara. Þá var reynt að ganga frá líf- tryggingu fyrir þá menn, sem áttu að vinna við leitina. Þó íslenzk tryggingafélög hefðu verið fús til að tryggja þá, var nauðs.vnlcgt að leita til hins mikla Loyd’s í Lond- on um endurtryggingu.. En þá kom í ljós að félagið vildi skki taka á sig þessa miklu áhættu og stóð i löngu stímabraki að /á endur- tryggt, og að lokum fékkst Loyd’s til að tryggja 20 menn fyrir Vís milljón íslenzkra króna hvern. Var þá þegar lagt af stað að flugvélunum, og leitin hafin u.m. þ.b. fimm klukkustunduin eftir að vélarnar höfðu lent. Fyrst var Ieit að í vélinni, sem fyrr kom. Mikilli flóðlýsingu hafði verið komið fyrir allt í kringum vélina, og fékk eng inn að koma nær en í 100 metra fjarlægð, nema þeir sem leitina önnuðust. Hervörður og íslenzkir lögregluþjónar stóðu vörð.' Þorbjörn Sigurgeirsson fór fyrst ur um borð ásamt Birni Ingvars- syni lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli og flugstjóranum. Þá fóru einnig nokkrir staifsmenn á flugvellinum. Meðan á ieitinni stóð voru hafð , ir til taks tveir sprengjusérfræð- ingar frá hernum, sem áttu að f jar lægja sprengjuna ef hún fyndist. Fyrst var leitað í flugstjórnar- klefanum, farþega- og fsrangurs- rými og síðan i hreyflum og víðar um flugvéíina. Um klukkan 11 var búið að leita í báðum vélunum og var þá eftir að skoða allan farang u :inn, sem var mikið verk. Meðan á þessu stóð kom skeyti frá aðalstöði’um Luftliansa-félags ins um að allir farþegarnir og far angur yrði flutt í aðra vélina að skoðun lokinni, og henai síðan flog ið til New York. Hin vélin átti að fara tóm til Frankfurt. Um klukkan tvö i nótt var lokið við að Ieita í farangrinum, og áttu vélarnar að leggja af stað klukkan þrjú. Höfðu þær þá verið á Kefla vikurflugvelli í rúmar 10 klukku- stundir. Það kostar um 10 þúsund mörk á klukkustund, eða rúm- lega 100. þúsund íslenzkar krónur að hafa hvora vél stöðvaða, og hef ur því beint tjón af biðinni hér orðið um 2 milljónir isl. króna- Fleiri flugvélar frá Lufthansa urðu að lenda í gær vegna spreng; uhótunarinnar, og var blað inu m. a. kunnugt um eina, sem var á leið frá Chicago til New York. Beint og óbeint tjón vegna þessa atburðar, hefur því orðið gífurleg- ur fyrir félagið. Þegar fréttist um mál þetta í New York varð uppi fótur og fit hjá öllum blöðum og fréttastofum, og verður ísland ugglaust nefnt á forsíðum tuga erlendra blaða I dag. Ekki var blaðinu kunnugt í nótt, að náðst hefði í þann, sem hringdi á skrifstofu Lufthansa klukkan 3 í gær, en lögreglan í New York hafði þegar byrjað mikla leit. AI- mennt var álitið að þaraa hefðl verið um geðveikan mann að ræða. i g 27. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.