Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 13
Sextugur: EYSTEINN JÓHANNESSON hótel stjóri WWVWWWWVVWWWWMWWWWWMW Snemma sumars árið 1902, lóku ung hjón sér ferð á hendur héðan úr Reykjavik til Ausífjarða. Þau setluðu þar, að leita sér atvinnu yfir sumarið, en á þeim tíma leitr uðu Sunnlendingar mjög austur í atvinnuleit. Þessi hjón hétu Guð< rúiv Eysteinsdóttir frá Hraunsholti við Hafnarfjörð og Jóhannes Guð- mundsson, ættaður úr Kjós. Þau ! áttu heima að Njálsgötu 36. Þau stunduðu vinnu sína fyrir aust'an um sumarið og tóku sér far með Iióiar 23. september um haustið. Veðrið snerist snögglega þennan dag og gerði afspyrnurok .Vistin um borð í skipunum var ekki upp á ma>rga fiska og. sízt af öllu fyrir verkafólk. Um nóttina tók Guðrún létíasótt, en nokkurnveginn um sama leyti, leitaði skipsstjóri vars við Skrúð. Skipsstjóri aðstoðaði síðan konuna og gerðist ijósi sveins eins myndarlegs, sem hrein ákaflega í fárviðrinu, enda vaggaði skiþið fionum heldur óþyrmilega. Skipsstjóri var hrifinn af sjálfum sér fyrir nærkonustörfin. enda mátti hann vera það, því að honum tókst allt vel. Þegar hanu ixafði hjálpað til að lauga sveiniiin ósk Eysteinn Jóhannesson aði hann eftir því, að fiann- yrði látinn bera nafn hans, en það vildu foreldrarnir ekki. Þegar kom til Réykjavíkur var hann skírður Eysteinn Austmann, síðara nafn- ið var vegna fæðingarstaðarinfi, Siðan hefur honum því alltat vaf- izt fiálfpartinn tunga um tönn, þeg ar . hann hefur verið spurður. að því, hvar hann væri fæddur. Eysteinn Jóhannesson íæddist í stormi og stórsjó, — og. hann hef- ur átt nokkuð stormasama og æv- intýralega æfi. Hann gerðist fyrst mjólkurpóstur, en síðan fór iiann á eitt fyrsta skip Eimskipafélágs- ins, sem hjálparsveinn. Hann réði sig sjálfur á það, eftir-að föður lians hafði mistekizt ráðningin. Þegar hann hafði verið'-léttadreng- ur um sinn, fór hann að læra mat- reiðslu, en. síðan réðst hann á dönsk skip og var matsveinn og bryti — og sigldi í áratugi. Hann var á stórum skipum og lit’um og sigldi um næstum öll heimsins höf. Þegar styrjöldin braUzt út lenti hann í Brasilíu — og skip iians og öll skipshöfn, og þar ,,fraus liann inni“ árum saman. Á þeim órum gerðist hann höteist.|óri og nokkurs konar umsjónarmaður með' tugum kvenpa; sem hræður tveir áttu og fleiri tugum barna þeirra. Þetta voru auðugir bræður af sænskum og dönskum ættum — og ; treystu þeir Eysteim vel til margvíslegra starfa. Sá hann, auk kvennastarfsins og hótelsfjórnar- innar, um útgerðármál bræðranna svo og plantekru, sem þeir áttu. Þegar stríöi .lauk buðu þeir homim ágæta kosti, sem hann viidi ekki þiggja enda átti hann konu í Danmörku og dóttur, sem hann unni. t Eysteinn gat haldið áffam að sigla á dönskum skipum, enda kom inn hátt upp samkvæmc reglum skipafélagsins. En hann langaði 1 heim og fór heim til reynslu. Hér | starfaði hann að veitingarekstri og | líkaði svo vel, að haiin vildi setjast | hér að. Hann réðst að Laugarvatni og kona hans og dóítif komu hingað, og síðan hafa þau þrjú dvalið hér. Þetta er í örfáum orðuni lífs- hlaup Eysteins- Jóhannessonar. Hann varð-sextugur á mánudagínn, en það fór fram hjá mér. Heföi ég gjama viljað minnast öllu nán- ar á þennan ágæta mann við þetta tækifæri, én þetta verður að nægja fyrst svona fór. Allir ljúka- upp einum munni um það, að Eysteinn Jóhannesson sé framúrskarandi smekkvís og myndarlegur veitingamaður Allir, sem gist hafa að Laugarvatni, hvort sem það eru nemendurnir, sem njóta starfs hans á vetrum eða sumargestir á hótelinu, hafa sömu skoðanir á þvi máli. En auk þess er Eysteinn sv'o mikill drengskap- armaður og hlýr persónuleiki. að maður verður betri maður við kynninguna. Við höfum ótt nokkr- ar stundir. saman í rólegum við- ræðum og get' ég þvi borið urn þetta. Hann er óvenjulegur m.vour, umburðarlyndur, viðsýnn og marg- vitur. Lífsreynsla hans er mikil og hjartafilýjan svo fieit, að hann feíl- ir aldrei þungan dóm. Þetta tel ég alltaf bera skýrastan vott um persónuleika hvers og eins. Eysteinn Jóhannesson kvámtist árið 1930 Else Sörensen frá Es- bjerg, hinni ágætustu konu og eiga þau einá cióttur, GuCrúnu , Sólveigu; | Ég. færi Eysteini Jóhannessyni | og fjölskyldu hans hamingju- og heillaóskir mínar með þökk fyrir 'ágætá kynningu. V'SV. í' DAG eru liðin hundrað ár síðan ungrum hjónum, Guð- laugi Jöhannessyni og Guð- nýju Jónasdóttur, á Þremi í Eyjáfirðf, fæddist sonur, sem í skírninni hlaut nafnið Sig- tryggur. Hjónin voru bæði hálfþrítug-, þegar þeim fæddist þessi son- ur. Pau áttu ekki til ríkra aff teljast; Elnyrkjar voru þau ðg jörðin frekar harðbýl, og þurftu þau aff vinna hörðum Könd- um, gæta ýtrasta sparnaðar og notá vinnugetu barna sinna til þess að vera sjálfbjarga. Og það vildu þau vera, voru sam- hent' um vinnusemi, vönduð til orðs og æðis — vildu ekki í neinu vamm sitt vita. Trúúð voru þau, greind og bókhneigð og þau kappkostuðu að veita börnum sínum eins mikla fræðslú og aðstæður leyfðu, og innræta þeim trú á Guð, Iand sitt og þjóð, og ekki sízt það, að Guð hjálpaði þeim, sem hjálpaði sér sjálfur. Og sonurinn sem þeim fæddist 27. september 1862, reyndist allt í senn, vinnusamur, skyldu rækinn, trúaður á hin gróandi öfl og haldinn brennandi hrá til að fræðast um allt, bæðí nær og fjær. Hann hreifst snemma’ af umbóta- og fram- faraáhuga liinna miklu braut- ryðjenda, Jóns Sigurðssonar og Tryggva Gunnarssonar, skildi það strax sem unglingur, að ef þjóðinni ætti að farnast vel, yrði aff fara saman tru á gróffr- armátt manns og moldar, fræffsla um andieg og hagnýt efni og sterkur vilji hvers ein- staklihgs til aff verffa sjálfúr aff mánni og láta um leiff sem mest gott af sér Ieiffa fyrir aðra. Sigtryggnr reyndist for- eldrum sínum ómetanleg stoff, en samtímis stefndi hann aff því marki, aff afla sér allrar þeirrar þekkingar, sem kostur væri á — og ná jafnlangt á mcnntabrautinni og framast væri unnt. En affstæður blá- fátæks unglings til langskóla- göngu voru erfiffar í þann tíð. Og þrátt fyrir einstaka elju og ýtrasta sparnaff og hagsýni í hvívetna, varff Sigtryggur frá Þremi ekki stúdent fyrr en kominn yfir þrítugt, og nær hálffcrtugur var hann, þegar hann lauk gufffræffiprófi. Ilann var og kominn yfir fertugt, þegar hann varff prestur í Dýrafjarffarþingum og settist aff á Núpi, þar sem Kristinn, bróðir hans-bjó, sem var gædd- ur sama anda trúar á gróffrar- öfl og gróðrarmátt tilverunn- ar. En á Núpi vann séra Slg- tryggur sitt affalstarf sem prestur og leiðtogi. Mér er séra Sigtryggur am flest minnisstæffári en aðrir menn, sem ég. hef kynnzt — og frá fjölmörgum stundum ævi hans og minnar. En aldrei mun ég hafa skiliff til fulls, hvað gæddi hann þeirri feikna- orku og furðutrú á allt fagurt, gott og gagnlegt, sem fram kom í öllu hans starfi, fyrr en við áttum tál saman f einrúmi á áttræðisafmæli hans 1942'. Þá sagði ég viff hann : „Oft hef ég til þín hugsaff upp á síðkastiff, þegar sem vá- legastar fréttir háfa borizt ut- an úr veröldinni. Mig langar mikiff til að vita, hvort þú ótt- aðist ekki um sigur hins góffa og gróandi í hittefffyrra og f fyrra, þegar hersveitir Hitlers æddu yfir löndin og brutu undir sig eina þjóffina af ann- arri — ’ og mailnhelgin, sem kristinn dómur hefur smátt og smátt hafiff til vegs á Vestnr- löndum, var hvarvetna virt aff vettugi og troðin járnhælum ekki dýrslegrar, heldur djöf- ullegrar gr.immdar.“ Hann stéð álútur, meðan ég Frh. á 5. síðu. Gíslason Hagalín RÆINNING - JÓN ÓLAFSSON JON OLAFSSON í DAG er til moldar borinn frá Neskirkjú, Jón Óláfsson fbrstjóri, Grenimel 24, er' Iézt á Landsspít- alanum 18. þ. m. eftifi skurðaðgerð, er reyndist vonláus. Hann var fæddur á Þingeyri 22. nóvember 1818; sonur hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur frá Effiaseli í Hrunamannahrcppi og Óláfs Ólafssonar fyfirverandi skólastjóra á Þingeyri. t Jón ólst upp í foreldrahúsum og eftir að hafá lokið námi við Sam- vinnuskólann í Reykjavík 1939 vann hann verzlunarstörf, unz hann fluttist tll Reykjavíkur 1941 og stuirdaði síðán endurskoðuhar- og bókhalds störf, þar til hann gerðist fbrstjóri og síðan með- eigandi að bókbandsfyyrirtækinu Bókfell lif. Árið 1948 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Margréti Gunn- arsdóttur og eignuðust þau þrjú börn, TngibjÖrgu, Kristínu og Ólaf. Þau eignuðust brátt hlýlegt og listrænt heimili, sem gott var að koma á, enda hjónin bæði sam- taka í að varðveita og viðhalda á- hrifum og erfðum úr föðurgarði. Jón Ólafsson var hlédrægur maður að eðlisfari og viðkvæmur. Ábyggilegur og traustur vinur vina sinna, og lagði oft á sig mik- ið erfiði til að geta leyst hvers manns vanda, sem til hans leitaði, og síðustu árin, oft sér um megn, án þess að láta á því bera. Það var óvenju gott að vera í nærveru Jóns Ólafssonar, því auk manndómsins og alvörunnar, sem einkenndu líf hans, flutti hann á- vallt með sér fölskvalausa gleði og græskulausa kímni, enda var Jón vel gefinn og víðlesinn. Þótt- starfsdagur Jóns Ólafsson- ar yrði ekki lengri, hafði hann af- kastað miklu dagsverki, þrátt fyr- ir erfitt heilsufar síðustu árin, og voru vinnuafköst hans frábær. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur, með hjartans þakklæti fyr- ir langa og. trygga vináttu, votta ég konu þinni, börnum, öldruðum , foreldrUm og öðrum aðstandend- j um dýpstu samúð mína. ’lTJIlx í-íl mecnn ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ - 27: sept.. 1962 ..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.