Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 7
„Það er enginn vandi að VERÐA pabbi, en það er aftur á móti mesti vandi að VERA pabbi“. Sigurður Jónsson frá Brún: Hvernig er bú- \ vöruverð ákveðið NÝLEGA er komin út bók hjá- bókaútgáfunni Fróða, skrifuð af danska kimnirithöfundinum Villy Breinholst og þýtt af Andrési Kristjánssyni. Villy Breinholst mun einna kunnastur hér á landi fyrir litlu sögurnar sem hann skrifar í viku- blaðið Fálkann, bráðsnjalla þætti og stutta. Villy Rreinholst er mik- iivirkur rithöfundur í heimalandi EÍnu, hann hefur skrifað 28 bækur og bætir að meðaltali tveitnur við á ári, og þar að auki skrifar hann sögur og þætti fyrir yfir 300 ev- rópsk dagblöð' og vikublöð. Bækur hans hafa verið þýddar á 12 tungumál og alltaf fjölgar l»eim sem lesa eftir þennan danska búmorista og háðfugl. Bókin: Vandinn að vera pabbi, sem nú er komin út á íslenzku, er er fyrsta bók Rreinholst er út kem ur hér, og um leið sú fyrsta sem höfundur skrifar í bókaflokki þar sem vandamál hjúskapar og upp- eldis eru rædd frá spaugilegu og gáskafullu sjónarmiði. í tilefni útkomu bókarinnar koni Villy Breinholst til íslands og dvaldi hér nokkra daga í boði Flug félags íslands. Ferðaðist hann allmikið um landið og kynntist því og þjóð eftir megni, en hann er nú að safna efni í bók urri Skandinaviu, þar sem ísland á að skipa einn sessinn Einnig mun hann slcrifa grein um ísland í auglýsingarrit Flug- félags íslands, sem út kemur í marz næstkomandi. Verður greiri- in skreytt teikningum eftir teikft- ara Breinholst, Belganr. Lon van Roy, sem myndskreytir bækur hans. Við hittum Villy Brenholst að máli áður en hann fór úr landi og inntum hann eftir hvað honum hefði fundist til um land og þjóð. Hann sagðist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum og bað hefði glatt sig að ekki hefði borið á nein um kala í garð Dana hér á iandi og einnig hefði sér þótt ánægju- legt að kynnast gestrisni og alþýð- legheitum meðal íslendinga. — En hann sagði, að sér hefði þótt undarlegt þegar hann pantaði koníak á hóteli einu, þar fékk hann það í rjómaglasi! — En íslendingar væru húmor- istar eftir því sem hann liefði kynnst þeim og hann kvaðst hugsa sér gott til glóðarinnar að láta gefa út fleiri bækur sínar hér á landi, m.a. væri von á öllum bóka- flokkinum um fjölskylduna og vandamál hennar, en þær bækur heita: Kunsten at vere far, iserti þegar er komin út) Farmand og Lillemor, Den fuldkomme Ægté- mann og Kys din kone. Villy Breinholst er í ágætum holdum, en samt ekki of feitur, og hann hefur umræður um íslenzka matinn: Ég tek með mér sneið tit konunnar minnar heima, ætla að ! lofa henni að smakka svið Erfitt að vera eitin. i Hérna hef ég smakkað skyr, og hákarl. Hákarlinn þótti mér bezt- ur, — en ég varð að halda fyrir nefið þegar ég borðaði hann . . . — Mesti sigur Breinholst til þessa á sviði ritlistarinnar eru bækur lians urn Skandinavíu, sem hafa hlotið feiknarlegar vinsældir um allan heim og eru notaðar 1)1 kynningar Norðurlöndum af ferða jskrifstofum og flugfélögum. Þess- ar bækur hans lýsa Skandinövum á nærfærinn en ýktan hátt og draga ,'ýmislegt sérkennUegt og spaugilegt fram i fari þeirra. En það er eitt sem vantar i þessar bækur sem lýsa Norður- | landabúum á svo skemmtilegan hátt. íslendingar eru vart nefndir í bókunum. Og til að bæta úr þess- I um tilfinnanlega skorti hcfur Villy Breinholst einmitt komið ! hingað til að sjá og heyrr. það sem hann skrifar síðan í væntanlega l bók sína um Norðurlöndin. I Og eftir því sem okkur skiidist var hann harla ánægður, og hefur væntanlega frá mörgu að segja og sér margt skemmtilegt í fari okkar íslendinga, því glöggt er gestsaugað. Villy Breinholst rekur sína eig- in bókaútgáfu, þar sem hans bæk- ur eru eingöngu gefnar út og hann hefur á vegum sínum tyift teikn- ara og þýðenda, sem eingöngu vinna fyrir hann. Við fáum fyrst að heyra hvernig ísland hefur komið Breinl'.olst fyrir sjónir þegar landkynningar- rit Flugfélagsins kemur út í man næstkomandi, en svo þar á er von á bók hans um navíu, með ísland inni falið... I ALÞYÐUBLAÐINU 22. sept. s. 1. er grein með þessari fyrir- sögn. Grein þessi er að því leyti ó- venjuleg, að hún er byggð upp utan um tölur og skal hér ekki reynt að hrófla við þeim, enda hálfgaman að rekja niðurstöður út frá þeim leiðum, sem til er bent og sjá hversu vel grunnur- inn þolir. En það bíður að sinr.i annarra manna flest. Hér skal þó vikið að nafngift einnar upphæðar, það er: „Laun bóndans." Er þá bóndinn orðinn kaupamaður? Hver talar um laun kaup- manns, sem rekur eigin verzlun? Hver hefur rétt til að ákveða kaupgreiðslu til yerksmiðjueig- anda, sem sjálfur rekur fyrir- tæki sitt eða þess farsmanns, er sjálfur á fleytu sína og uppsátur, rær einn eða með háseta löglega ráðna upp á hlut eða kaupf Eru ekki slíkir menn undir þá sök seldir að verða að taka af- leiðingunum af mistökum ’sínum ef einhver eru? Eiga þeir ekki rétt á að njóta — innan takmarka skattalqggjaf- ar að vísu — snilldar sinúar og ráðdeildar, ef þá eiginleika, er að finna hjá þeim eða skal þeim, hversu mikilhæfir sem þeir eru og starfsamir skammtaður saml hlutur og hverjum þeim v^nvita, sem klaufast við að geraj sama handtakið alla ævina og illa þc? Einhleypur verkamaður f kaup stað, maður, sem ber á engu á- byrgð og vinnur aðeins 8 tíma á dag, ber úr býtum samkvæmt síð ustu vínnusamningum ntferfellt 60.000 kr. á ári og meira ef hon- um verður nokkuð úr sumarfríi, sem bóndinn fær ekkert. Bóndi með eiginkonu, — þvf ekki er tekið fram, að hana skuli vanta né henni ætlað kaup sér- staklega —, hlýtur samkvæmt upplýsingum blaðsins 94.576 krónur fyrir bæði, þótt hann vinni oftast kappsamlega og oft tvöfaldan tíma og þurfi sjálfur að skipuleggja öll verk sín og annárra á búinu og metá 'hvera hlut allt frá skýjafari himinsir.s til skitu á kind hversu viði skull bregðast og verði að ráða fram úr af viti ef heyið á að nást litt hrakið og skepnunni á að skána. Þessi ágæti bóndi Alþýðublaðs ins leggur fé í fyrirtæki sitt, i upphafi sennilega aleigu sína, og honum eru reiknuð 5% af þvi. Verkamaður hefur aftur á móti kost á því að hulstra allan afgang launa sinna. arfa og eigið safn á mun arðvænlegri stöðum, þar sem örðugra er að áætla rentufótinn, sem getur legið ein- hvers staðar á milli innlánsvaxta í banka og útlánsvaxta okrarn, svo enn hallar á hvern þann bónda, sem metur kjör sín ein- göngu eftir fjáröflunarvorium. Vegna þessa kjaramunar á meðal annars sópast innan sveit- ir og tæmast af mannfólki. Fyrir þessar sakir þarf nú að senda legáta til að losa bændur við þatt býli, sem enginn vill kaupa og þeir geta ekki setið lengur vegna sjúkdóma, ellihrörnunar og hjúa- leysis. Fleira mætti telja á báða vegu, en ritstjórum leiðast langar greinar og margir vilja 1 birta skoðanir sínar á takmörkuðum. tekjufleti blaðanna. Skopteiknarar finna margt. skoplegt í fari Villy Breinholst. Hérna' eru tvær slíkar myndir af honum. EINUM OG MIKIÐ VARÚÐ, stúlkur, svona skulið þið EKKI snyrta ykkur. Þið retið komizt í heimspressuna fyrir bragðið. Textinn, sem fylgdi myndinni, gefur þær upplýsingar, að hún sé af sýningastúlk- unni Collen Colby (15 ára), og sé hún gott dæmi um ofnotkun á snyrtivörum. Collcen, sem er bandarísk hefur lagt sér til ,.Kleopötruútlitið“ svokallaða. Textahöfundur gagnrýnir eink- um hárgreiðsluna (..Fyrr má nú rota en dauðrota") og andlits- farðann( „Hún smyr þrisvar sinnum of þykkt“). Því skal hér staðar numið cg beðið frétta úr ísafjarðarsýslum, Múlasýslum og hugsanlega víðar að, frétta af stækkun afrétta, en einkanlega úr Reykjavík, um hækkun tekna hjá þeim, sem áð- ur voru hæst launaðir eða stóSu á annan hátt öllum fótum í jötu. Nóg mun rætt þykja hér og víð- ar um smækkun byggða og þes9 háttar leiðindi, svo sem búvöru- verð. ALÞVÐUBLAÐIÐ - 27. sept. 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.