Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.09.1962, Blaðsíða 2
£E©ssoiaKsai) Rttstjóiar: Gísli J Astþórríon (áb) og Benedikt Gröndal.—AðstoSarrltstjórl Björgvin Guömundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskrlftargjald kr. 55.00 á mánuði. í iauaosöiu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ■ Sjómenn athugið! ÞAÐ ER furðulegt, h'vað menn leyfa sér í ósvífn um áróðri í þessu landi, þó'tt fólkið sé þroskað og menntað. Síðasta dæmið er áróður Þjóðviljans í sambandi við fyrirhugaðar kosningar til Alþýðu- sambandsþings í Sjómannasambandinu. Lífskjör íslenzkra sjómanna hafa í heild aldrei verið betri en síðustu ár og fyrir atbeina Sjómanna sambandsins hafa þau farið stöðugt batnandi, jafn framt því sem félagslegt öryggi sjómanna, trygg- ingar og lífeyrissjóður, hafa batnað. í síldardeilunni í sumar hafa Sjómannasamband ið og formaður þess, Jón Sigurðsson, algerlega hreinan skjöld. Jón flúði ekki af hólmi, eins og kommúnistar, heldur hélt málstað sjómanna fram eins langt og hægt var. Hann varð í minnihluta í gerðardómnum og gaf út sérálit, þar sem hann krafðist þeirra kjara, sem samningamenn sjómanna höfðu boðið. Sjómannasamtökin hafa harðlega mót mælt gerðardómnum og það hefur Alþýðublaðið gert. En hvað gerist? Þjóðviljinn leggur nú gerðardóm inn á herðar Jóni Sigurðssyni og öðrum ráðamönn um sjómannasamtakanna, sem hafa linnulaust barizt gegn honum! Það er ætlun kommúnista að hengja Jón fyrir mál, sem hann hefur barizt gegn í allt sumar! Er þetta hægt, íslendingar? Sjómenn muna eftir öllu því starfi, sem Sjó- mannasambandið hefur lagt fram til að vinna kjara bætur þeirra síðustu ár. Þeir vita, að kommúnist- ■ar hafa frá upphafi barizt gegn Sjómannasamband inu ög geta alls ekki verið fulltrúar þess á Alþýðu- sambandsþingi. Verzlunarlaus hverfi ÞAÐ ER eitthvað í ólagi með smásöluverzlunina í Reykjavík — eða skipulag nýrra hverfa að bæjar ins hálfu. Sunnan og norðan við Miklubraut eru til dæmis voldug íbúðahverfi að rísa, þar sem þús- undir manna búa, en þar koma engar verzlanir. Fólkið býr við hin frumstæðustu skilyrði, sem eru óþolandi í nútíma borg. Varla er verzlunin í heild svo illa stæð, að hún geti ekki veitt borgurum nauðsynlega þjónustu. Að minnsta kosti spretta snyrtivörubúðir og sjoppur upp um allan bæ, en enginn fæst til að selja mjólk og mat. Eins rísa hallir heildsala og iðnrekenda við Suðurlandsbraut fyrir tugi milljóna. Kaupmenn og kaupfélög í matvöru munu vafalaust svara, að á- lagping sé svo lág í þeim vöruflokkum, að þeir hafi ekki ráð á nýjum byggingum. Ef svo er, verður að konia þeim málum í eðlilegt horf, svo að fólkið fái þá þjónustu, sem nauðsynleg er. Bæjaryfirvöldin eiga að rannsaka, hvað veldur því, að heil hverfi eru 'verzlunarlaus, og beita sér fyrir lausn á vand- anum, hver sem hann er. HANNES Á HORNINU k Gætum varúðar með safnið að Árbæ. ★ Ekki að safna í blindni. ★ Sóðaskapurinn við Smiðjustíg á ekki neina sögu. ur því, er þú segir, en vil bæta þessu við ábendingarnar til út- varpsráðs: Hafið meira af lestri fornrita, en verið hefur. Það er efni, sem allir hafa ánægju af að hlusta á. Ekki minna en fimm kvöld í viku. Efnið er skemmtiiegt og frásögn og stíll oft og tíðum með sérstökum ágætum, sem allir vita, er lesið hafa. En hvað veit unga fólkið mikið um efni eða frásagnarstíl fornsagnanna, Heims kringlu eöa Fornaldarsögu Norður- landa? Ég vona, að hægú-sé að fá góðan upplesara. ★ Bréf um vetrardag- skrána. ÉG ÁTTI nokkurn þátt í því á sínum tíma, að Árbæ væri sómi sýndur. Og ég hef nokkrum sinn- um þakkað fyrir það, sem gert hef- ur verið. Að ýmsu hefur jafnvel verið meira gert en ég hafði þorað að vona og sérstaklega cr það gott, að kirkjan skuli hafa verið l yggð þarna. Hún er, ásamt sjálfum bæn- um, mesti dýrgripur, sein þarna er. EN NÚ VIL ÉG koma með að- vörun. Safnnáttúran má ekki fara með okkur út í vitleysil. Mér iýst ekki á það, að flytja ro’tukofann af Smiðjustígnum upp eftir. Mér finnst, að ekkert sé merkilegt við hann. Hann er aðeins rúmlega 110 ára gamall og á alls enga merkis- sögu umfram jnnur gömul aflóga hús í borginni. Hins vagar fagna ég því, að húsið skuli nú vera rifið og þurrkað út, því að eins og ég hef áður sagt, var það ekki orð- ið annað en helber sóðaskapur. BJÓLFUR SKRIFAR: „Ég vil þakka þér fyrir athugasemdir þínar varðandi vetrardagskrá Rilc- isútvarpsins. Ég er alveg saniþykk- EINNIG ÆTTJ að lesa i fram- haldslestri góða sjálfsæfisögu. Gerir ekkert þótt einhverjum sé efnið kunnugt, hinir eru miklu fleiri, sem efnið er ekki kunnugt, og svo óska ég eftir framhaldssögu eftir eitthvert af gömlu skáldun- um t. d. Kvaran eða Jón Trausta. Sem sagt eins og þú segir Hanres, meira af töluöu orði í kvölddag- skránni, helzt ekkert af þungri hljómlist frá kl. 8 til 10:30. Það hafa fjölmargir gaman af saka- málasögum. Ég óska eftir sakamála sögu sem framhalds-kvöldsögu í vetur. MÉR FINNST AÐ útvarpsráð þurfi að athuga, að hafa meira af eldri og yngri lögum, sem þjóðin syngur og raular. Það er einkenni- legt, að hugsa til þess, — og þó reyndar ekki, en ætti að vera út- varpsráði nokkur bending um þetta, hve margir höfðu mikla á- nægju af að hlusta á undirleik Magnúsar Péturssonar við morgun leikfimina. Þarna spilaði hann bæði lög, sem sungin voru allt frá aldamótum til 1930, og einnig skemmtileg lög, sem nú eru á allra vörum. Látið okkur heyra lögin úr íslenzku söngvasafni og Ljóð og lögum. Þótt ekki væri nema píanó og fiðla, þá mundi það vera til mikillar ánægju fyrir fjölda hlust- enda. SVO LANGAR MIG persónulega að biðja um fræðsluerindi um réttarfarið, frá því að fyrst er gef- in út stefna, hvort sem um einka- mál er að ræða eða ákæruvaldið, og þar til málið er afgreitt frá Hæstarétti, sem sé allan gang mála, eins og þetta gengur fyrir sig, og einnig hver er munur á okkar réttarfari og þar sem kvið- dómendur eru eins og t. d. hjá Bretum. Herðatré Vönduð tegund nýkomin Geysir h.f. Fatadeildin Kuldahúfur ir fyrir telpur og drengi nýkomið glæsilegí úrval ★ Geysir h.f. Fatadeildin g 27. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.