Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 3
WWWVWWMWWMMMWMMMWWWMWMMWWWWWWW I Gerræði komma í Fél. skipasmiða: STOFNEND- UR STRIK- AÐIR ÚT ÞAU FÁHEYRÐU tíðíndi hafa gerzt í Félagi skipasmiða, að komm únistar, sem hafa stjórn félagsins, hafa strikað út fjóra af stofn- endum félagsins af kjörskránni við fulltrúakjörið til Alþýðusam- bandsþings. Er hér um að ræða félaga, sem hættir eru vinnu fyrir aldurs sakir en vinna ekki önnur störf. Mun það aldrei hafa komið fyrir í öðru verkalýðsfélagi að félagar væru strikaðir út af kjörskrá eftir að þeir eru hættir vinnu vegna aldurs. Stafnendur félagsins, sem sviptir hafa verið kosningarétti í félagi sínu eru þessir: Eðvarð Stefánsson, Guðmundur Gíslason, Pétur Gunnlaugsson og Þórður Eiríksson. Menn þessir njóta allra félagsréttinda annarra en kosningaréttar svo sem greiðslna úr sjúkrasjóðum félagsins. Á kjörskrá félagsins eru nú 38, eftir að hinir 4 stofnendur liafa verið strikaðir út. — Þá hefur það ennfremur gerst í félaginu, sem ekki.vekur síður furðu, að for maður félagsins, korr.múnistinn Helgi Arnlaugsson hefur skipað sjálfan sig í kjörstjórn, enda þótt hann sé í framboði fyrir kommúnista. — Geta má þess, að fjölmennur félagsfundur fjallaði um mál hinria fjögurra stofnenda félagsins, þ. e. hvort færi þætti að svipta þá kosningarétti. Mætti fyrirætlan komm- únista mikilli andstöðu á fundinum og treysti formaðurinn, Helgi Arnlaugsson, sér ekki til þess að bera upp tillögu um aö svipta mennina kosningarétti. En síðan hefur hann tekiö sér bessaleyfi til ,þess í trássi við félagsmenn. — Við kosningar í Félagi skipasmiða undanfarin ár hefur venjulega aðeins munað örfáum atkv. Er því greinilegt að gerræði kommúnista í félaginu getlir riðið haggamuninn og má sjá að kommúnistar liyggjast lialda félaginu með lögbrotum og hreinu gerræði. Munu lýð- ræðissinnar áreiðanlega svara yfirgangi kommúnista á viðeig- andi hátt. Þeir munu áreiðanlega ekki kjósa ofbeldissegginn Helga Arnlaugsson heldur kjósa frambjóðanda lýðræðissinna. WWWWWWWWMWWWWWWWWWWWWMWWMMWWWMWW Nýtt ríkjasamband Egypta og Jemens? ! ADEN, KAÍRÓ og LONDON, 5. október, (NTB-Reuter-AFP). Foringi byltingarstjórnarinnar í Jemen, Abdullah Sallal, ofursti, hélt því fram í Sanaa-útvarpinu í dag, að tilgangurinn með bylting- unni væri sá, að stofna nútímaríki i Jemen. í þessu ríki mundi þjóð- in ráða. Hann skýrði frá því, að utanrík- isstefna mundi byggjast á arab- ískum grundvallaratriðum, sátt- mála AÞ og fimm grundvallarat- riðum um sambúð þjóða, er sam- þykkt voru á Bandung-ráðstefn- unm. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í Kaíró, að Sallal hafi far- ið þess á leit við Nasser forseta, að rikjasamband Jemens og Egyp- talands verði tekið upp að nýju. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í Kaíró, er egypzkt r.kip á leið til Jemen með fallhiífarher- menn, sem verja eiga hið nýja lyð veldi. Þessi frétt hefur verið stað- fest opinberlega. ★ ÚTLAGASTJÓRN. Góðar heimildir í Jemen herma, að Seif el-Islam el-Hassan prins hafi myndað útlagastjórn. Prinsinn gerir kröfu til konungdóm° í land- inu. Forsætisráðherrann í stjórn inni er Ahmed el-Sayari. Aðrar fréttir herma að ættbálk- ar hliðhollir konungsríltinu hafi hrundið árás uppreisnarmanna á bæinn Jouf. í viðtalinu í Sanaa-útvarpinu lagði Sallal ofursti á það áherzlu, að mikilvægustu verkefni stjórnar- innar nýju væru þau, að koma á stjórnmálalegu og þjóðfélagslegu réttlæti og útrýma aftnrhalds- 1 stefnu. Hann lagði ennfremur á það á- ! herzlu, að nýja stjórnin mundi | jafna ágreining hinna ýmsu sér- i trúarflokka. Einn þeirra Weidi-sér ! trúarflokkurinn, hefur haft mikil áhrif í stjórnmálum, enda þótt hann sé í hópi hinna fámennari. Margir andlegir leiðtogar hans hafa verið konungar landsins. Sallal skýrði frá því, að bylting in hefði verið ráðgerð síðan 1953. Þegar stjórnmálasambcnd tókust við erlend ríki tóku byltingaráætl- anirnar að ,mótast. ★ MORÐINGINN? Maðurinn, sem kveðst hata ráð- ið Imam Mohammed el-Badr af dögum, er í Kaíró, þar sem hann I er undir læknishendi vegna j meiðsla, sem hann hlaut í uppreisn inni. Að sögn blaðs nokkurs í Kaíró, er hér um að ræða Ilussein i el-Sukkari, lautinant í Jemen-hcr. I Hann tók þátt í árásinni á konungs ! höllina í Sanaa, þar sem Imaminn á að hafa beðið bana. í blöðunum er grein, sem Suk- kari lautinant á að hafa skrifað. Hann kveðst hafa skotið Imaminn í anddyri hallarinnar með vélbyssu. Ég fór samkvæmt skipunum bylt- ingarleiðtoganua og heilsaði að hermannasið áður en ég skaut hann. Tveir á út- leið með afla TVEIR af togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru nú á leið utan með fisk. Skúli Magnússon er á leið til Þýzkalands með 190 tonn af fiski. Ráðgert er að Þorkell Máni selji í Hull á mánudaginn. AWWWVWWWtWHMWWWWW Félagar FRAKKLAND: I SR! Stjórn Pompidou féll í gærnótt Félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem verða í landi um helgina eru hvattir j \ ±!' þess að greiða aikvæði ^ j til við fulltrúakjöriö. Listi stjórnar Sjómannasamtav.ds- ins er A-listi. Hrindið aðför kommúnista á samtck ykkar. Kjósið snemma og kjósið A-LISTANN. wwwwwwwwwwmMwww PARÍS, 5. október. De Gaulle, forseti er kominn til Parísar, til að ræða við Pompidou, forsætisráðherra um vantrausts- yfirlýsinguna, sem franska þingið samþykkti í nótt. Vantraustsyfir- lýsingin var samþykkt eftir 12 tíma liarða baráttu með 280 atkvæðum, 39 atkvæðum meira en til þurfti.1 Pompidou hefur beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og mun nú þing verða rofið og efnt til nýrra kosninga strax í næsta mán- uði. Seinast í þessum mánuði, þann 28. verður allsherjaratkvæða- greiðsla í Frakklandi, um breyt- ingu á stjórnarskrárini, sem er í því fólgin, að forseti lýðveldisins | skuli hér eftir kosinn með þjóðar- atkvæðagreiðslu. ) Það er einmitt um þessa at- kvæðagreiðslu, sem styrinn hefur staðið um í þinginu. Telja stjórn- j arandstæðingar, að hér sé um að : ræða stjórnarskrárbrot, því stjórn in hafi enga heimild, til að láta fara fram slíka atkvæðagreiðslu ! án Iieimildar þingsins. De Gaulle sagði í sjónvarpsræðu til frönsku þjóðarinnar stuttu fyr- ir fundinn, að ef tillaga hans fengi ekki nægilegan stuðning þann 28. mundi hann segja af sér. Vantraustsyfirlýsingin í nótt var mikið áfall fyrir de Gaulle, og má segja, að örlög íimmta lýðveldic- ins séu algjörlega komin undir kosnmgunum þann 28. New York 5. okt. ÖRYGGISRÁÐ allsherjar- þings SÞ samþykkti á fundi sinum í dag, að mæla með upptöku Alsír í SÞ. Tillag.i þess efnis var samþykkt með öllum atkvæðum nema full- trúa Formósu-stjórnar, sem sat hjá. Ástæðan er sú, að' stjórn Alsír hefur lýst yfir stuðningi sínum við inntöku Peking-stjórnarinnar í banda lagið. París, 5. okt. (NTB-AFP) FRANSKA lögreglan sagði frá því í dag, að einn af hættu legustu morðíngjum OAS,- Claude Peintre, hefði verið handtekinn í París í gær- kvöldi, ásamt vopnuðum líf- verði. Claude var m. a. eftir- lýstur fyrir morðið á alsírska lögfræðingnum Popie. Belgrad (NTB-Reuter). JÚGÓSLAVNESKA stjómin bar fram mótmæli við kín- verska sendiherrann í Bel- grad Chou Min í dag vegna ræðu sem utanríkisráðherra kínversku Alþýðustjórnar- innar Chen Yi hélt á mánu- daginn. Komizt er þannig að orði í mótmælunum, að ráð- herrann hafi á hinn frekleg- asta hátt móðgað Tito og póli tískt forystulið Júgóslavíu, auk þess sem hann réðist á utanríkisstefnu Júgóslavíu. ★ PHILADELPHIA: Thomas Dia- mond í Philadelphia hefur höfðað mál á hendur Thalidomide-Iyfsöl- um þar í borg. Kona Diamocás fæddi fyrir skömmu vanskapað barn, en hún hafði notað Thalido- mide á meðgöngutímanum. Dla- mond krefst 2500.000 dollarg í skaðabætur. Kröfu sina gyggir hann á því, að lyfið hafi ckki ver- ið nægilega vel rannsakaö. I>að var selt undir nafninu Kevadon í Philadelphia. Barnið fæddist ut- limalaust og var auk þess skadcþiö á heila og í andliti. i HAB-DAGUR Á MORGUN! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. októbor 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.