Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 15
eftir 11 j Vicky Baum Kranzte sem var að skola til- raunagiös af öllum stærðum. Hel- ena Willfuer stendur við borðið og fæst við bromgufur sem hún á að framleiða dibrombensól úr. „Ég veit ekki Kranzte, en ég er ekki allskostar ónægðúr með yfirmann okkur í seinni tíð. Hann er svo oft annars hugar, að það eru hreinustu undur, að hann skuli ekki fyrir löngu liafa sprengt kofann í loft upp með tilraunum sínum“. ,,Já, hann er eitthvað niður- dreginn að sjá, það er hann, og ég veit líka vel, hvað er að. Sann arlega, ef ég segði það, sem ég veit, — ég sem þekki eldabusk una hjá prófessornum”. „Á hann í stríði heima fyrir? — Það er auðvitað konan? Fögur kona, en eitthvað svolítið glað- lynd“. „Það er ekki að furða, það leið ir ekki gott af sér að flana um allt með fiðlu og halda hljóm- leika. Nú hefur hún náð í neðra, og þá fer allt það skynsamfega út um þúfur“. Samcalssuðuna leggur að eyrum Helenu. Hér er heitt, svækju hiti. Vatnið sullast úr kranan- um, það er eins og það sé alltaf að segja eitthvað Ijótt, alltaf. Hún er máttlítil i hnjánum, og hugsunin er þokukennd af áhrif um bromgufanna. Hún tekur á- hald og gengur nokkur skref yf ir votar gólfflísarnar. — allt í einu hringsnýst allt fyrir augum hennar. Veggirnir æða á móti henni frá öllum hliðum og steyp- ast yfir hana. Það glamrar i ein- liverju. Er það sprenging? hugs- ar hún, og svo er eins og hún væri á hafsbotni, þar sem risa- vaxin dýr vagga sér bak við græn ar slæður. „Eldabuskan segir, að þessi Kolding komi á laun og — „Nú, hver fjandinn! Hvað er þetta, Kronzle — ?“ Ungfrú Willfuer lá á gólfinu endilöng með lokuðum augum og fölvum vörum, áhaldið hafði brotnað. „Er það nú, stúlkan hefur fengið aðsvif! Það er líka há- bölvað loftið hérna inni.“ Ungfrú Willfúer er borin inn i tilraunastofuna og vatni dælt yfir liana. Það verður mikið upp nám og fólk þyrpist saman. Ung- frúin rankar við sér og tautar eitthvað; svo réttir nún sig snögg- lega upp og segir ákveðið : „Þetta er þó hlægilegt. Svona á ekki að geta komið fyrir." Hendurnar titra, en hún hefur náð valdi yfir sjálfri sér. „Hvenær hafið þér byrjað á þessum fíflalátum, ungfrú Wil- fúer?“ spyr prófessor Ambrósí- us, sem er á eftirlitsferð. „Það veit ég alls ekki. Þetta var svo sem ekkert, herra próf- essor." „Nú, jæja, en þér ættuð að leggja yður út af. Svo vil ég ekki sjá yður aftur í dag hér í til- raunastofunni, þér skiljið. Eg get ekki notað stúdenta, sem hafa ofreynt sig. Getið þér gengið?” „Auðvitað,” svarar ungfrúin og skjögrar skömmu síðar út í sól- skinið. Það er ómögulegt, hugs- ar hún. Það er alveg ómögulegt. Góði, mildi Guð, láttu það ekki gerast. í tilraunastofunni segir kandi- dat Strol um það, sem gerzt hef- ur; „Af brómgufum fellur eng- inn heilbrigður maður í yfirlið. Þetta eru kvennakenjar, hrein og bein móðursýki, svo mikið veit ég.” Um hádegisbllið birtist ungfrú Willfúer á baðstaðnum við ána, sækir sér baðþerru og sundföt og horfir inn í búningsklefa. Þar er skuggsýnt og megn lykt af tjörg- uðu tré, 'glampinn frá öldunum titrar á veggjunum. Ungfrú Will- fúer afklæðist og stendur stund- arkorn kyrr í hálfrökkrinu og horfir niður eftir líkama sínum, sem af alveg sérstakri ástæðu er orðinn henni eins og ókunnur, og hún finnur til kveljandi ótta. Það er ómögulegt hugsar hún enn, það er svo að segja hin ein- asta hugsun, sem hamrar i höfði hcnnar hvíldarlaust, nótt og dag. Skömmu síðar yfirgefur hún baðklefann, heiisar nokkrum ungum persónum, sem liggja og móka í hitanum, réttir Frídel Mannsfeldt höndina : Marx er ókominn, Guð má vita hvar hann er? og kinkar kolli tii May Kolding, sem situr á bekk ásamt einhverri fuglahræðu. Ungfrú Willfúer gengur eftir lítilsháttar hik upp á efsta stökk palljnn, stingur sér fram af, — réttir sig, svo að hún verður lá- rétt í loftinu og skellur í vatnið beint á kviðinn. Drottinn minn dýri, hvað þetta var ægilega sárt! hugsar hún, næstum meðvitund- arlaus af sársauka, — en hún klifrar aftur upp. Hún gengur aftur að stökkpallinum og endur tekur sömu æfingu hvað eftir annað. Allir á baðstaðnum horfa nú á hana og gagnrýna dýíing- arnar. „Haltu bara áfram,’ segir fugla hræðan. „Haltu bara áfram að slengja þér> á kviðinn. Þetta eru meiri skellirnir. May, ég held hún sé orðin vitlaus.” Hún er þó kyrrlát hún ungfrú Willfúer, en nú hamast hún,“ — svarar May Kolding og horfir á mcð forvitni. Ungfrú Willfúer reikar með dynjapdi hjartslætti aftur inn í baðklefann, klæðir. sig úr bað- fötunum og horfir innhverfum augum niður eftir líkama sínum. Eftir alla óreynsluna finnur hún nú tii sársauka og nokkurra sam drátta í kviðarholinu. „Góði Guð, þú hjálpar mér. Það getur ekki reynst rétt, hugs- ar hún, og yfirgefur baðstaðinn, og snýr aftur til efnafræðistof- unnar. Ungfrú Willfúer gengur inn í hálfrökkvaða búðina til Króniks bóksala. Henni finnst lyktin af hinum gömlu bókum miður góð. „Góðan daginn, Krónik!" „En sá heiður! Hvað get ég gert fyrir ungfrúna?" Eg kem eiginlega bara til að masa svolítið. Fjárhagur minn þolir enga útúrdúra. Eg vildi gjarnan fá yður til að kaupa nokkrar bækur, sem ég er búin að nota.“ „Með mestu ánægju,” svarar Krónik og slær gervihendinni skringilega út í loftið af tómum ákafa. Hann hefur smátt og smátt komizt upp á að nóta gervioln- bogann og notar sér það út í æsar. „Get ég fengið einn vindling?" spyr Helena hikandi. „Auðvitað, þér eruð annars ekki vanar að reykja, ungfrú.” „Nei, en mig langar svo til að reykja, eins og stendur. Það hressir mann.“ Já, en þér vinnið líka alltof mikið. Hafið þér annars séð Marx nýlega? Það er eitthvað að hon- um. Hann forðast mig, — og víst Fridel líka.“ Það er víst eitthvað að okkur öllum, prófessornum, Marx og mér. — En það er rétt, að vera ekki að tala um það. Peningar minir endast ek'ti lengi fram úr þessu, svo ég verð að passa mig. Krónik segir henni hvernig Rainer hefur sett allt á annan endann í sjúkrahúsinu. Hann átti að gera sjúkdómsgreiningu og komst að þveröfugri niður- stöðu við prófessorinn. Við krufn ingu hafði komið í ljós, að sjúk- dómsgreining prófessorsins var röng, en Rainers rétt. Já, þarna sjáið þér. Við hin erum stundum hreinustu skussar í samanburði við hann. En ég er þó að reyna að vita ögn meira. Eg á nú að byrja á hinni læknis- fræðilegu efnafræði, og verð því eitthvað að stækka sjóndeildar- hringinn; það er.nú raunar þess vegna sem ég kom. Má ég for- vitnast svolítið hérna í búðinni?" Auðvitað, eins og yður lystir. Hvað ætlið þér helzt að athuga: læknisfræði og náttúruvísindi? Læknisfræði, — eitthvað al- menns eðlis, ekki visindi. Við vitum ekki um allra ein- földustu hluti eins og t. d. um líffærafræði kvenna eða líf bams ins fyrir fæðinguna; það eru h!ut- ir, sem frú Grasmiilke er betur að sér í en ég.“ „Eðlilega," svarar Krónik og staflar alls konar bókum á borð- ið fyrir framan Helenu, sem beygir sig roðnandi og vandræða- lega djúpt yfir bækurnar og blaðar í þeim. Hún blóð skamm- ast sín og er kindarleg á svip- inn. Kronieh reykir vindling og horfir annars hugar út um glugg ann. Að lokum finnur hún bók, sem hún biður hann að lána sér. „Með ánægju, — það þarf ekki að skrifa hana“ bætir Kroni eh við og beinir orðum sinum til búðarþjónsins. Kronieh hefir hita, hugsar hún um leið og hún réttir honum höndina. Taug- ar hennar eru úr öllu hófi næm- ar og viðkvæmar. Hún stingur bókinni í tösk- una og gengur löngum og hröð- um skrefum niður að ánni, þar sem nokkrir bekkir stóðu. Frá kastaníutrjánum eru aldinin þeg ar byrjuð að falla. Hún opnar bók ina og byrjar að lesa — tekur efnið föstum tökum, þrátt fyrir örvæntinguna. Fyrst er það efn- isyfirlitið. Svo opnar hún bók- ina á blaðsíðu 37: Líf barasins fyrir fæðingu — og byrjar að lesa. -0- Nærri kirkjunni eru smá á- vaxtabúðir, þar sem fólk getur fengið fyrstu kirsuberin, fyrstu jarðarberin og stundum rósir eða jafnvel gulltoppa. Ungfrú Will- fuer gengur framhjá. Jarðarber! með hrifningu finnur hún ang- an þeirra leggja að vitum sér. Það er undarlegt óbragð í munn inum á henni og henni líður ekki sem bezt. Jarðarber! Hún stanz- ar og horfir á þau með sárri í- löngun. „Jarðarber, ungfrú?" Nei, hugsar hún. Jarðarber eru ekki fyrir hana og hennar líka, svo rík er hún ekki. Ynd- isleg eru þau, maður verður að láta sér nægja ilman þeirra. Hún er komin góðan spöl framhjá, en þá stöðvast hún aftur, sulturinn nagar hana og hún er sannfærð um, að fengi hún aðeins jarðar- ber mundi sulturinn og óbragð- ið og óþægindin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hún snýr aft- ur til búðarinnar. „Jarðarber, ungfrú?“ Hún leggur aftur á flótta og í þetta skipti stefnir hún til Haupt strasse. Það fylgir víst hugsar hún með sér, þessi sári sultur og þessi græðgi. Samt sem áður finnst henni alltaf, að þetta mundi allt jafna sig ef hún gætt losað sig við þessa óstjómlegu löngun í jarðarber — rétt eins og bæling einkennanna gæti nuinið brott orsökina. Hún staðnæmist á næsta götu horni, tekur pyngjuna upp.-at- hugar og telur innihaldið. Svo snýr hún snögglega aftur til á- vaxtasölunnar. '* „Jarðarber, ungfrú". Helena kaupir hálft kg. af hin um dýru jarðarberjum. Hún er bæði feimin og rugluð. Og svo fer hún að borða þarna úti á göt unni. Og svo . . .? Jarðarberin voru þá alls ekkert góð. Þau voru volg, ógeðsleg, súr, enginn, ilmur af þeim; á þeim er jafn- rel sandur. Hún lyktar að þeim — en hana langar ekkert í þau. Og hún stefnir hægum og þúng- um skrefum heim, eins og jarð- arberin hafi skorið úr um örlög hennar. „Hérna færðu jarðarber'* sagði hún við Gullvör, sem fyr- ir löngu er komin frá Luden, og hamast nú við doktorsritg’erð sína. „Jarðarber? Ertu búin að fá stórmennsku brjálæði? Því börð arðu þau ekki sjálf?" „Þakka þér fyrir, en ég hefi ekki lyst á þeim, er ekki vel frísk“, segir Helena og lætur sig fall niður á rúmið. Angan jarð- arberjanna leggur um alla stof una, og hún fær óbeit á þeim. Gullvör borðar og hneggjar. af ánægju. Helena hnýtir hendur um hné sér og starir samanhnipr Kwannon, sem með skiln- ingsríkum hlátri horfir á tóm hennar. Ungfrú Willfuer kemur niður á stofuhæðina, þar sem ekkjan notar síðustu dagsbirtuna til að setja augu, sem geta lokast, í eina brúðuna. ALÞÝÐUBLA0IÐ - 6. október 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.