Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 7
lMMWWWWiWW»ttWVmWtWWWWWV WMWWWWWtWWWWWWWWWWW« I FRÉTZT hafði, að Jóhannes skáld úr Kötlum væri að safna vísnm í afmælisdagbók, sem yrði með nokkuð nýstárlegu sniði. Alþýðublaðið hafði tal af Jchannesi og fékk það staðfest, að hann væri að ganga frá af- mælisdagbók, sem hefði að geyma vísur eftir eitthvert af- mælisbarn hvers dags. BÓKFELLSUTGAFAN STENDUR AÐ ÚTGÁFUNNI Jóhannes sagði, að heimtur hefðu gengið misjafnlega. Þetta hefði verið nokkuð erfitt verk og seinlegt. Þó tók hann með vísur eftir liðin ljóðskáld og visnasmiði á íslandi, en er- lend skáld eða þýðingar koma ekki til greina. — Voru margir dagar óráð- stafaðir, þegar þér liöfðuð safn að á daga skáldanna? — Ekki svo ýkja margir, en ég hef cytt jafnlöngum tíma í að berjast við um það bil tutt- ugu daga, og ég þurfti til að ná hinum 345. l>egar maður fer að athuga þetta, kemur upp úr kafinu, að afmælisdagar skáld- anna rekast ekki svo ýkja mik- ið á, og þó kemur það fyrir. Einar Benediktsson og Þor- steinn Valdimarsson eru t. d. fæddir sama mánaðardag, sömu leiðis Jón úr Vör og Davíð Ste- fánsson, og enn Sigurður Ein- arsson prestur í Holti og Guð- mundur Frímann. Þetta kemur víðar fyrir, cn hér eru hrapal- legustu dæmin. — Birtast þá vísur eftir báða? — Nei, ég læt aldurinn ráða. — Hvernig fóruð þér svo að r með dagana, þegar þekktu skáldin voru uppurin? — Fyrst og fremst reyndi ég að leita uppi þá, sem hafa eitt- hvað fengizt við skáldskap, þótt þeir hafi ekki birt það opinber- lega. Það eru nefnilega ótrú- Iega margir, sem fást við þetta fyrir sig. En sumir dagar hafa verið mjög erfiðir. Jóhannes úr Kötlum — Lítur út fyrir, að skáld fæðist fremur einn árshlutann en annan? — Það Iítur út fyrir það. Mánuðirnir eru ákaflega mis- munandi. Annarsvegar eru heil- ir mánuðir, þar sem hvert stór- skáldið rekur annað, og jafn- bertir eru mánuðirnir ágúst, september og október. Verst er ástandið í ársbyrjun eða í janú- ar, febrúar og marz. Ég átti í erfiðleikum við marga daga í marz. Þó eru Davíð og Tómas báðir fæddir í janúar, og eru það engir smákariar. En jöfnust er uppskeran þennan sigilda uppskerutíma á haustin. — Er aðeins ein vísa við hvern dag? — Við höfum bundið okkur við 9 línur eftir hvern mann. Þá getum við tekið tvær fjög- urra lína vísur, ef svo stend- ur á. — Hafið þér fengið einhver gullkorn frá mönnum, sem ekki hafa áður látið ljós sitt skína á skáldaþingi? — Það er ekki útilokað. — Er það satt, að ný ljóða- bók eftir yður sé væntanleg á markaðinn? — Já, það kemur bók eftir mig í afmælisútgáfu Máls og menningar. — Eru þar eingöngu ný ljóð? — Já, þessi eru öll ný, en annars er ég að byrja að at- huga fyrningar, sem ég á frá liðnum árum og hef komizt að því, að þær gætu orðið að helj- armikilli bók.. — Er hennar von á næsta ári? — Getur verið. — Eru þar kvæði úr Þórs- mörkinni? — Nei, það merkilega er, að ég hef aldrei ort eitt einasta kvæði í Þórsmörk. Þegar eitt- hvað hefur sterk áhrif á mig, eins og náttúran þar, þá yrki ég aldrei neitt. Mér finnst náttúr- an þar yrkja einhvern veginn nóg fyrir sig sjálf. ■ H 150000 slátrað í haust BÚIÐ er að slátra um það bil 100- 00Q fjár hjá Sláturfélagi Suður- lands á þessu hausti. Haustslátr- unin hófst 12. september, en for- stjóri Sláturfélagsins sagði í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að bú- izt væri við, að slátrun lyki um 20. þessa mánaðar, og þá yrði búið að slátra 150.000 fjár, en það er tals- vert meira en í fyrra. í fyrrahaust var 139.000 fjár slátrað í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands, en þau eru sex í allt. Stærsta sláturhús á landinu er sláturhús Sláturfélagsins á Sel- Kommar misstu fulltrúann IÐJA, félag verksmiðjufólks í Hafn arfirði, hefur kosið Gisla Hildi- brandsson aðalfulltrúa á næsta þing ASÍ. Varafulltrúi var kjör- i inn Sveinbjörn Pálmason. Komm- únistar höfðu fulltrúa þessa félags síðast, en misstu hann nú. Frá stúdenta- i félagi Háskólans NÝLEGA var haldinn aðalfundur í Stúdentafélagi Háskólans. Eftir- taldir menn voru kosnir í stjórn fé- lagsins, Böðvar Bragason stud. jur. formaður, Hákon Árnason stud. jur. gjaldkeri, Gunnar Sólnes stud. jur. ritari og meðstjórnendur Már Pétursson stur. jur. og Svavar Ei- ríksson stud. oecon. Fráfarandi for maður er Knútur Bruun stud. jur. Hin nýkjörna stjórn vill jafn- framt láta þess getið að félagið mun gangast fyrir móttökuhátíð nýstúdenta (Rússagildi) næstk. íimmtud. 11. okt. í Glaumbæ. — Fagnaðurinn hefst kl. 7.30 og eru stúdentar kvattir til að fjölmenna. í- fossi, en þar er slátrað upp uncFir 2000 fjár á dag. Þar er nú búið áð slátra um 55.000 fjár. í Reykjavík er slátrað 700 — 8QO fjár daglega, en nú er slátur ekki lengur áfgreitt í sláturhúsinu hefd ur aðeins í kjötverzlun Sláturft- lags Suðurlands að Bræðraborgar- stíg 43. Verzlunarstjórinn í verzl- uninni á bræðraborgarstígnuim sagði í viðtali við blaðið, að slát- urverzlunin gengi prýðilega í haust eins og að undanförnu, miklum mun hagkvæmari af greiðsla væri nú á slátrinu en áður hefði verið. Fram til þessa hefnr fólk ekkert þurft að bíða, en get- að lokið sláturkaupum sínum af á skammri stundu. Mikil og góð regla er höfð á afgreiðslunni, sem flýtir fyrir. Unnið er í sláturhúsunum myrkranna á milli, en sláturverzl- unin á Bræðraborgarstígnum ér opin frá 8 á morgnana til venju- legs lokunartíma á kvöldin, ii lokuð allan laugardaginn. lló sagði verzlunarstjórinn að í kjö,- búðinni mætti fá lifur, vambir og mör fram til hádegis á laugardög- um, en margir keyptu of lítið á föstudögum af þessu góðgæti ög kæmu í öngum sínum í verzluniija daginn eftir. hefja gæzluflug BLAÐAMÖNNUM var í gær boð ið í flugferð með hinni nýju flug- vél Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF Vél þessi koin til landsins fyrir einum og hálfum máuuði, en síð- an hafa flugmenn Landhelgisgæzi- unnar verið að reyna hana, og einn ig hafa ýmsar bre.ytingar verið gerðar á henni. Vélin er af Skymaster-gerð, og keypt hingað frá Porcúgal fyrir 127 þúsund dollara. Mú verður 2-3 herbergja íbúð óskasf um stuttan tíma. Upplýsingar í síma 14905 reynt að selja gömlu Rón. en ólík- legt er talið að nokkur kaupandi fáist, enda er vélin orð.in gömul, á fáa flugtíma eftir og er mjög dýr í rekstri. Má get.a þess að skoðun á vélinnl og endurnýjun kostaði jafn mikið og hin nýja vél. Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar, sagði í gær, að nýja vélin yrði nefnd Sif, en það ætti vel við, þar eð Sif var kona hins mikla Þórs. Flugmenn gæ?.l- unnar voru mjög ánægðir með nýja farkostinn. Áhöfn vélarinnar verða sex menn, eins og á Rán, en flugstjóri verður Guðjón Jóns- son. Sif verður flogið til UanmcrV:- ur innan skamms, þar sem enn frekari breytingar verða gerðar á henni. Skipherra er Garðar Páls- son. í vélina er nú komið eitt radar- tæki, og annað verður sett í hana næstu daga. Þá vantar ljóskastara og einnig er eftir að stælcka Iglugga og koma fyrir nokkrum mælitækjum og fleiru. Vélin er jmjög rúmgóð og starfsskilyrði á- hafnar hin beztu. Pétur sagði, að þessi flugvél væri mun öruggari en Rán, og þá sérstaklega í lágflugi. Flugþol vél- arinnar er 18 klukkustundir. í flugferðinni í gær, var farið yfir Vestmannaeyjar, Eldey, vest- jur að Snæfellsnesi og síðan til Reykjavíkur. Vetrarstarf KFUM og K að hefjast K. F. U. M. og K. hafa nú í rúm- lega 60 ár hafið starf sift meðal reykvískrar æsku um sama leyti og skólar hefjast. Sumarstarfi félag-" anna lauk í ágústlok, er sumarbúð- um K. F. U. M. í Vatnaskógi og K. F. U. K. í Vindáshlíð var lokað. Voru umsóknir um dvöl á báðuni stöðum langt umfram það, sem unnt var að veita viðtöku. Vetrarstarf félaganna í bænum er margþætt og hefja flestar deild- irnar starf sitt nú um helgina. j— Sunnudagaskólinn byrjar kl. 10,30 f. h. á morgun, sunnudaginn 7. okt. Sama dag hefja V. D. í K. F. U. M. (drengir 6—8 ára) og Y. D. við Amtmannsstíg (drengir 9 — 12 ár&) fundi sína. Y. D. í K. F. U. K. byrj- ar fundi fyrir telpur í félagshús- inu við Amtmannsstíg kl. 3 e. h. Telpnadeildin í Laugarnesi hefur fyrsta fund á mánudag kl. 5,30 e. h. í húsi félaganna Kirkjuteigi 33. Langagerðisdeildin hefur drengja- fund á sunnudag kl. 1,30. Almennar samkomur verða á sunnudögum kl. 8,30. Fundir ung- linga- og aðaldeilda hefjast nú í vikunni á venjulegum fundar- kvöldum. , Drengjadeildir í Laugarnési hefja fundi 1 næstu viku. Um aðfa helgi verður vonandi unnt að byrja i barna- og unglingastarf í húsi þvi I sem félögin hafa keypt við Holta- veg. ALÞÝÐ.UBLAÐIÐ - 6. október 1962 J,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.