Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 2
I ............................................ ■ltstjóvar: Gísli J Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar: 14 900 - 14 902 - 14 903 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Preiitsmiðja Albýðubiaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. G5.00 á míauði. í lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi-. Alþýðuflokkurinn. — Fr:im- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ALÞINGI i .ALÞINGI kemur saraan í dag. Skömmu eftir há degi munu þingmenn sáfnast saman og ganga til kirkju. Að aflokinni guðsþjónustu fer fram í þing- ■sal látlaus en virðuleg setningarathöf!n og síðan geta sförf hafizt. 'I öðrum löndum er víða siður, að þjóðhöfðingi e8a forsætisráðherra flytja við þingsetningu yfir- litsræðu um stöðu ríkisins, og gef>a jafnframt hug- imynd um þau mál, sem ríkisstjórn muni leggja á- herzlu á, og lýsa steínu stjórnarinnar. Þykir þetta sjálfsögð byrjun á störfum þinga. Hér á landi hefur þessi siður ekki verið tekinn upp. Er þó ástæða til að minna á þetta og íhuga, hvort ekki væri í framtíðinni rétt að hafa hér sama hátt og annars staðar, ekki sízt af því að þinghlé yfir vor- og sumarmánuði er hér lengra en í öðrum löndum. Lýðveldið er ungt og ýmsar stofnanir þess 'efu enn að mótast, þótt við >gerum okkur ekki grein fyrir því daglega. Þess vegna er vel hægt að gera slíkar breytingar sem þessa, þótt ekki hafi það ver- ið gert fyrr. Við þingbyrjun er einnig ástæða til að minna á starfsskilyrði Alþingis. Gamla húsið við Austur- völl er orðið gersamlega ófullnægjandi, og þrengsli þar svo mikil, að þingmenn >geta varla rætt einslega við kjósanda, sem heimssekir þá, neins staðar í hús- inu, og starfsfriður fyrir nefndir og einstaka menn er stopull. Nú er veknegun í landi og margt byggt, sem er óþarfara en viðunandi húsakynni fyrir æðstu stofnanir þjóðfélagsins. Þetta mál hefur verið á dagskrá þingsins síðustu ár, og er starfandi nefnd til að kanna það. Hefur komið í Ijós, að ágreiningur er um staðarval fyrir framtíðarbyggingu þingsins, en slíkan ágreining verður að leysa á einhvem hátt. Þar er margra kosta völ, sumra góðra. Framkvæmd þessa máls h|ýtur að taka nokkur ár, og er því meiri ástæða að ýta á eftir því — og leysa það myndarlega. Jonandi er þjóðinni enn svo annt um Al- ngi, bvað sem líður mönnum og málefnum dæg- baráttunnar, að hún vilji fá því góð starfsskil- ði og reisa yfir það hús, sem allir íslendingar igeta verið stoltir af. i MIKIÐ ATRIÐI ’ VIÐ VORUM að þrátta við Þjóðviljann um Kúbu hér á dögunum. Virðist svo, sem kommúnist ah hafi ekki viljað halda lengi áfram þeirri deilu, því þeir hafa þagnað. En þjóðin hefur tekið eftir Jfcví, að þeir neita ekki, að þeir mundu taka upp somu utanríkisstefnu og Castro, ef þeir fengju að- isjöðu til á íslandi. Þetta er mikilsvert atriði, sem landsmenn þurfa að muna. 2~ 10. október 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ HANNES Á HORNINU ★ Enn um lóðina við Landsbókasafnið. lendinga mun hafa tekið próf i þessari grein. Hann hefir séð um lýsingu í mörgum skrifstofum hér í bæ og mörgum stöðum, þar sem lýsing þarf að vera vönduð. Hann mælir hvern sal og reiknar út þörf Ijósmagnsins og hagar Ijósgjöfum þannig, að birtan er hvarvetna jöfn, og hvergi ber skugga á. illa, svo miklu erfiðarar er fyrir bókavöröinn, að viðhafa nauðsyn- legt eftirlit. HVER BER ÁBYRGÐ á þessum tröppum?.Svo spurði gamall mað- ur. „Ég datt í þeim í myrkri og meiddi mig“. Það er jafn ótrúlegt og það er satt, að í 65 ár eru tröppurnar að aðaldyrum Lands- bókasafnsins búr.ar að vera í myrkri og handriðalausar að auki. Yfir þeim er engin týra og ljósker- (in við Hverfisgötu liggja illa við ' og koma að litlum notum“. Framkvæmdir í gatnagerö Fiamh. af 16. síðu víða um land á komandi vori. Alþýðublaðið átti í gær tal við Sigurð Iuga Sigurðsson oddvita á Selfossi. Einmitt í gœr var byrjað að malbika þar á staðnum, en unn- ið hefur verið að undirbúningi mal bikunarinnar í sumar. Þaö stendur til að malbika 200 metra af Selfoss- veg, sem er 7 metra breið akbraut. Áætlað er að kostnaður við fram- kvæmdirnar nemi V-z milljón kr. ★ Danskur snillingur og íslenzkir klaufar. ★ Lýsing í þjóðskjalasafni og Landsbókasal. ★ Tröppurnar og lýsing þeirra. GESTUR SKRIFAR: „Það eru margir bæjarbúar, þakklátir Al- þýðublaðinu fyrir greinina um Safnahúsið. — Það er ekki nóg, að danskur snillingur hafi gefið okkur teikningu að þessu húsi, ef íslenzkum klaufum, er látið hald- ast það uppi, að skemma bygging- una og umhverfi hennar, en það hefir verið gert. ÞEGAR LESTRARSALUR Lands bókasafnsins var lýstur, skömmu á eftir hinum salnum, var það verk unnið af fúski og vanþekkingu, og hinum fallega sal stórspillt. Blikk- trog voru smíðuð og þeim fest á hvolfi yfir borðunum, en sá er gallinn á, að þegar menr. lesa við þessi borð, kastast ljósið á bók- ina, sem verið er að lesa, og eftir náttúrunnar lögmáli aftur frá pappírnum í sama horni og beint upp í augu þess, sem les. Þetta er sérstaklega óþægilegt, þegar um gljápappír er að ræða. Vuk þess mun flestum koma saman um, að trog þessi séu ljót og að þau breyti alveg svip þessa sal-, sem áður var hreinn í stíl. — Trog þessi gera það og að verkum, að menn, sem sitja við le.stvr sjást ÞEGAR LESTRARSALUR Þjóð- skjalasafnsins, var loks sómasam- lega lýstur, sá Ljóstæknifélag ís- lands um það verk. Lýsing húsa er nefnilega orðin vísindagrein, sem kennd er í háskólum og í þjónustu nefnds félags, er raf - magnsverkfræðingur, sem einn ís- Frá Skattstofu Reykjavíkur. Tilkynning nm framtalsfresti Jb ingmenn Framh. af IC. síðu urður Bjarnason mun taka sæti í g fjarveru Alfreðs Gíslasonar bæjar fógeta. Nokkuð hefur verið rætt um það á bak við tjöldin, að æskilegt sé, að ljúka þinginu snemma, ef til vill fyrir jól. Slíkar bollaleggingar heyrast alltaf í þingbyrjun, — en vandamálin sjá venjulega um, að þær verði ekki að veruleika. Þó hefur núverandi ríkisstjórn spar- að ríkiskassanufn margar milljón- ir með því að hafa þing 1-2 mán- uðum styttri hvert en þau voru í tíð vinstri stjórnarinnar. Ókleift er að segja fyrir um, hvaða mál verði umfangsmest á þinginu, því alltaf vilja einhver ný og óvænt stinga upp kollinum. Þó \ er augljóst, að eftirtalin verkefni verða meðal hinna merkari: Fjár- lög ríkisins fyrir 1963, fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu 5 ár, afstaða til Efnahagsbandalags Ev- rópu, endurskoðun tollalöggjafar, ný vegalög, kennaramenntun o. fl. Að venju hefur verið unnið mikið að viðhaldi þinghússins í haust, en það er gamalt og þarfn- ast endurbóta á hverju hausti. — Þó hafa engar veigamiklar breyt- : ingar verið gerðar, en framtíðar- húsnæði þingsins er til athugunar hjá sérstakri nefnd. Alþýðublaðið ræðir þingsetn- m ingu nánar í leiðara. Athygli er vakin á ákvæðum 35. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem svo er fyrir mælt að skattframtölum skuli skila til skattstjóra eða umboðsmanns hans fyrir lok janúarmánaðar. Þeir sem atvinnurekstur stunda, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúarmánaðar. Ef sérstaklega stendur á, getur skattstjóri eða umboðsmað ur hans veitt framtalsfrest, þó eigi lengri en til 28. febrú- ar, nema atvinnurekendum má veita frest til 31. marz. Um fram þann frest, sem lögin ákveða, þ. e. til 28. febr., eða 31. marz fyrir atvinnurekendur, er skattstjóra ekki heim- ilt að veita nokkurn frest. 47. gr. laganna kveður svo á að ef framtalsskýsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættum 25%. Er skylt að beita þessum viðurlögum, nema skattþegn sýni fram á að óviðráðanleg atvik hafi hamlað. Auk þess glatar gjald- andi heimtingu sinni á því að honum verði tiikynnt um breytingar á framtali. Þá, er ennfremur bent á að samkvæmt ákvörðun fjármála- ráðuneýtis er skylt að skila tii skattyfirvalda skýrslum um greidd vinnulaun í síðasta lagi 20. janúar ár hvert, ella má beita dagsektum samkv. 50. gr. laga nr. 70/1962. Framangreindar frestákvarðanir eru óhjákvæmilegar til þess að unnt sé að ljúka gjaldheimtuskrám á lögboðnum tíma, þ. e. fyrir lok maí mánaðar. Hér með er þeirri áskorun beint til allra, sem framtals- skyídir eru eða launaskýrslu eiga að gefa, svo og til þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt hafa tekið á sig ábyrgð á framtals- eða reikningsskilum fyrir aðra, að hraða nú þegar allri undirbúnings vinnu vegna þessara skýrslugjafa, svo þeir geti komizt hjá viðurlögum og réttindamissi, sem eft- ir á verður þýðingarlaust að bera sig upp undan, eða ó- heimilt að víkja frá. Reykjavík 9. október 1962 Skattstjórinn í Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.