Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 4
1 ^yWWMWMWWWWWWWWWWWWVWMWWWWWWHtMWWWWMMWMtW ✓ DJUP- KLÆÐI ÞETTA er hvorki Marzbúi, sem villst hefur til jarðar, né jarðarbúi, sem hyggrur á ferðalag til Marz. Þetta er brezkur sjóliði, sem kominn 'er I nýjan björgunarbúning, sem ætlaður er kafbátsmönnum. Búningurinn á að koma að gagni fyrir þá menn, sem yf irgefa þurfa kafbáta á miklu dýpi. Björgunarmenn úr flotanum hafa reynt hann með góðum árangri að undanförnu, og ráðgerðar eru frek- ari tilraunir á Miðjarðarhafi. Þar verða björgunarklæðin reynd á allt að 260 feta dýpi. tWWWWWWVVWMMWMWTOVtWVMWW .VvWVVVVVWWWWWVVtVWVVVVWVtWWVV Á FUNDI barnavemdarnefndar, eltíra að sinna þeirri skyldu sinni. Reykjavíkur sem haldinn var 1. Skammdegið fer í hönd og sam- okt. sl. var samþykkt að beita sér | kvæmt reynslu eykst þá slysahætt fyrir því, að reglum um útivist j an og afbrotum barna fjölgar. Með barna verði fylgt og skora á for-1 auknu eftirliti og strangari gæzlu Aðalfundur Verkalýðs- félags Grindavíkur AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags Grindavíkur, var haldinn föstudag- inn 5. þ. m. Fráfarandi formaður, Svavar Ámason, baðst nú undan endur- fcosningu, eftir að hafa gegnt for- ■tnennsku í félaginu i samfellt 23 ár. Fráfarandi gjaldkeri, Bragi Guðráðsson, baðst einnig undí.n EIPSPÝTOR ERU EKKl BARNALElKFÖNfi! Híseigendafélag Rcykjavlkar endurkosningu, en ritarinn, ívar Magnússon, Iézt í ársbyrjun, og minntist formaður hans með þakk- læti fyrir langt starf í félaginu, en fundarmenn vottuðu hinum látna virðingu sína með því, að rísa úr sætum. Stjórn félagsins er því nú skip- uð nýjum mönnum eingöngu, en þeir eru: Þórður Magnússon, for- maður, Magnús Magnússon, gjald- keri og Angantýr Jónsson, ritari. Varamenn: Kristinn Jónsson, vara- formaður og Ragnar Magnússon, varagjaldkeri, voru báðir endur- kosnir, og Kjartan Kristófersson, vararitari. Endurskoðendur voru endur- kosnir, Ámi G. Magnússon og Magnús Þórðarson, og til vara Lúther Kristjánsson. í trúnaðarmannaráð voru kosin: Þórhallur Einarsson, Marel Eiríks- son, Magnús Þórðarson, Helga Þórarinsdóttir, Ragnar Magússon og Árni G. Magnússon. Auk þess á stjórn félágsins sæti í trúnaðar- mannaráðinu. Fulltrúi fyrir félagið á Alþýðu- sambandsþing, var kosinr. Krist- inn Jónsson og til vara Bragi Guð- ráðsson. á reglum um útivist er hægt að draga úr slysahættunni og fækka afbrotum. Það hlýtur að vera á- hugamál allra foreldra. Ákvæði um þessi atriði eru í 19. gr. lögregiu- samþykktar Reykjavíkur, en hún er svohljóðandi: Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi sem ekki eiga brýnt erindi, umferð út í skip sem liggja í höfninni, frá kl. 20-8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22-8 á tímabilinu 1. maí til 1. október. Unglingum inn an 16.. ára aldurs er óheimill að gangur að almennum knattborðs- stofum, dansstöðum og öldrykkju stofum. Þeim er óheimill aðgang- ur að almennum veitingastofum, ís- j sælgætis- og tóbaksbúðum eftir kl. 20.00, nema í fylgd með fullorðn- um, sem ber ábyrgð á þeim. Öll afgreiðsla um söluop til bama eft ir að útivistartíma þeirra er lokið er óheimil. Eigendum og umsjónar mönnum þessara stofnana ber að sjá um, að unglingarnir fái þar ekki aðgang né hafist þar við fram yfir það sem leyfilegt er. Ákvæði þessi eru þó ekki því til fyrir- stöðu, að unglingar megi ekki hafa afnot af strætisvagnaskýlum. Böm yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri semna en kí. 20 frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1 maí til I. október nema í fylgd með full- orðnum. — Börn frá 12-14 ára mega ekki vera á almannafærl seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. mai til 1. október nema í fylgd með fullorðnum. Þegar sérstaklega stendur á, get ur bæjarstjórnin sett til bráða- birgða strangari reglur um útivist barna allt að 16 ára. Foreldrar og húsbændur barn- anna skulu, að viðlögðum sektum sjá um að ákvæðum þessum sé íylgt. Foreldrafræðsla í námsflokkunum Allir, sem fást, við uppeldi barna finna til þess, hve það er erfitt og ábyrgðarmikið starf, en sáralítið hefur verið gert til þess að leiðbeina foreldrum í því efni. Kennarar og fóstrur læra nokkuð i uppeldis- og sálarfræði og til ef sérmenntað fólk, sem hægt er að leita til, þegar áberandi örðug leikar koma í Ijós, en er ekki á- stæða til að reyna að koma í veg fyrir vandræðin, með því að benda foreldrum á ýms undirstöðuatriöi í uppeldi barna? Foreldrarnir eru einu ábyrgu uppalendurnir fram til skólaaldurs og sá grundvöllur sem þeir leggja skiptir mestu máli fyrir þroska og lífs barnsins síðar. Og þótt barnið fari í skóla er á- byrgð og þátttöku foreldranna í uppeldinu ekki þar með lokið, held ur kemur þá nýr þáttur: samstarf heimilis og skóla, sem þyrfti helzt að styðjast við persónuleg kynni koreldra og kennara. Með þessi sjónarmið í huga var í Námsflokkum Reykjavíkur i fyrra stofnaður námsflokkur, sem kallaður var Foreldrafræðsla og var þar tekið til meðferðar upp- eldi barna fram til skólaaldurs. Þátttaka var góð og áhugi rnjög mikill, og sams konar ílokkur er starfandi í vetur. Auk þess flokks verður stofnaður sambærilegur flokkur, þar sem leiðbeint verður um uppeldi barna á skól3skyidu- aldri, og hefst kennsla í honum á fimmtudaginn kemur 11. októ- ber kl. 8. Fjallað verður um eínið í fyrirlestrum og samtölum. Aðal- áherzlan verður lögð á þátt for- eldranna í uppeldi barna eftir að þau fara í skólann og nauðsyn þess, að heimilið verði eftir sem áður sterkasti aðilinn i lífi cg upp eldi þeirra þrátt fyrir hin miklu ítök, sem skólinn hefur og hiýtur að hafa í lífi skólabarna. Leiðbeint verður um bókaval, rætt um kvikmyndir við barnahæfi, gefnar ráðleggingar um skólanesti o.fl. þ.h. Síðan eru fyrirhugaðir samtals- tímar foreldra við fulltrúa skól- anna og við sálfræðing, sem m.vndi gefa hagnýtar leiðbeiningar. Auk þess er ráðgert, að foreldrar í þess um flokki fái tækifæri íyrir jólin til að föndra með börnum sínum, búa til smáhluti og jólaskraut. Einnig að þeir fái að læra jóla- leiki og samkvæmisleiki, sem gætu gefið þeim hugmyndir til að stytta sér stundir með börnun- um í frístundum og jólaleyfum. Kosið í Fram Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði hefur kosið íulltrúa sinn á þing ASÍ. Kjörinn var sem aðalfulltrúi Ársæll Ásgeirsson og til vara Hallsteinn Friðþjófsson. VEGABRÉF AÐ gefnu tilcfni vekur utanríkis ráðuneytið athygli á þvi, að afnám vegabréfsáritunarskyldu fyrir ís- lendinga, sem ætla til Þýzkalands, er bundið því skilyrði, að ekki sé um dvöl í atvinnuskyni að ræða. Hugsi mcnn sér að sækja um at vinnu í V.-Þýzkalandi, þurfa þeir að aíla sér staðfestingaráritunor í þessu skyni hjá þýzka sendiráðinu í Reykjavík fyrir brottfór frá ís- landi. U tanríkisráðuney tið Reykjavík 1. október 1962 Friðrik V. Ólafs- son skólastfóri Síðastliðið vor kom Friðrik V. Ólafsson skólastjóri Stýrimanna- skólans að máli við mig. Við rædd- um einkum um löngu liðna atburði, sem skeð höfðu, þegar við fyrst vorum saman til sjós. Ég var skráð- ur háseti, en óvanur siglingum. Friðrik var stýrimaður, og féll það í hans hlut að hafa mig á vakt með sér. Ég þekkti ekki á kompásinn til að byrja með og kunni því ekki að stýra eftir honum. Friðrik kenndi mér hvort tveggja og flest þau verk sem fyrir komu um borð. Friðrik kunni mörg af kvæðum góð skáldanna og rifjaði þau stundum upp á hundvaktinni, þegar lítið var um að vera. Ég hafði gaman af þessu og sagði honum í staðinn frá sjóróðrum og verbúðum á Suð- urlandi. Fór hann þá oft með mergjaðan kveðskap um sjósókn manna á opnum skipum. Kvæðið um Þorbjörn Kolku var eftirlæti hans, en þar í var þetta: Spölur er út að Sporðagrunni, Spákonufell til hálfs þar vatnar, og hverfur sveit í svalar unnir, sækja færri þangað skatnar. Einu þar færi, um gildar greipar í góðu veðri Þorbjörn keipar. Þolinmæði og íramkomu Frið- riks við mig óvaninginn g'.eymi ég aldrei, sá ágætismaður var hann. Eftir þetta skildu leiðir okkar um all mörg ár. Ég fór í siglingar, eins og komizt er að orði. Friðrik gekk sína götu beina til frægðar og frama. Ég átti þó þvi láni að fagna að sigla aftur undir stjórn Friðriks um sinn. Þá var hann orðinn útlærður sjóliðsforingi að mennt og skipherra á einu af varð- skipum rikisins. Þá urðu kynni mín af Friðrik á sama veg og þau höfðu áður verið, hann vildi alltaf allt fyrir mig gera, meðan hans naut við. Nú er þessi tryggiundaði öðlingsmaður horfinn af sjónarsvið inu. Hann andaðist 19. september sl. Grímur Þorkelsson 4 10. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.