Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J Ástþórrson (áb) og Bcnedikt Gröndal,—Aðstoðarritstjóri
Björgv.n Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar:
14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið.
— Prenlsmiöja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. (.5.(0
á mánuði. I lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurin.i. — Fram-
kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
t
Hvenær kemur jboð?
j SJÓNVARP flyzt nú á hverjum degi inn á
fleiri heimili á suðvestanver'ðu íslandi. Móttöku-
tseki eru seld í fjölda verzlana í Reykjavík og loft-
netum fjölgar stöðugt á húsum. Er augljóst, að á-
hugi á þessum nýja miðli er mikill og vaxandi.
Þessi þróun ætti að ýta undir ráðamenn þjóðar-
innar til að taka nauðsynlegar ákvarðanir varðandi
íslenzkt sjónvarp. Ríkisútvarpið hefur undirbúið
málið, en leggur ekki til að ráðizt verði í það af
neinu óðagoti heldur verði byrjað fljótlega, en far-
ið með gát. Þurfa ríkisstjóm og alþingi að taka á-
'kvarðanir um stofnun íslenzks sjónvarps og skapa
því fjárhagsgrundvöll. Þegar það hefur verið gert,
má reikna með tveggja ára undirbúningstíma, áð-
ur en íslenzkar sjónvarpssendingar hefjast. Eftir
það mun sjónvarpið breiðast um landið með þráð-
lausa símanum, og væri til dæmis fljótlega hægt
að setja upp endurvarpsstöð í Vestmannaeyjum
fyrir allt Suðurland.
Hér á íslandi hefur, miðað við önnur lönd, verið
óvenjulega mikil andstaða gegn sjónvarpi.
Flestum mun þó vera ljóst, að það er tap-
aður málstaður, sjónvarpið verður ekki stöðvað.
Hins vegar er rétt að gera sér sem fyrst grein fyrir
þróun þess og ákveða hana fyrir næstu 5—10 ár.
íslendingar vænta þess, að nauðsynlegar ákvarð-
&nir í þessu máli verði teknar á því þingi, sem nú er
hafið.
/
Æskan á þingi
SAMTÖK ungra jafnaðarmanna halda þessa
daga þing sitt í Hafnarfirði. Er þar saman kominn
fríður hópur ungmenna víðs vegar af landinu, á-
nægjulegur vottur um þá fótfestu, sem jafnaðar-
stefnan á með æsku þjóðarinnar.
Það er Álþýðuflokknum mikils virði að eiga
virka og hugsandi æskulýðshreyfingu. Ein megin-
á^tæða fyrir þróunarsögu flokksins er sú, að í
klofningnum 1937 fóru heilir árgangar, og hefur
tekið tíma að vinna upp það tjón í fylkingu starf-
aúdi flokksmanna. Nú er sýnilega að koma fram
fjoldi æskumanna, sem aðhyllist stefnuna og vill
fyrir hana vinna. Á þessu getur Alþýðuflokkurinn
byggt bjartar vonir um framtíðina.
Jafnaðarstefnan hefur hlotið viðurkenningu
fl^stra hugsandi og góðviljaðra manna í landinu.
En eigi hún að koma íslendingum að því gagni, sem
.. yfjrgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vafalaust vill,
þarf Alþýðuflobkurnn á vaxandi brautargengi að
hálda. Það verkefni er ekki sízt í höndum þess
unga fólks, sem nú situr á þingi í Hafnarfirði.
ÍÍ '
HANNES j
Á HORNINU
★ Maður á heimleið.
★ Ummæli við komuna.
★ Svartsýni og lcvíði mitt
í allsnægtum.
★ Skuggar inn í framtíð-
ina.
FERÐALAXGUR SKRIFAR:
„Hann var erlendis, en i heimleið,
Ég hitti hann á flu?vellinum,
þekkti hann héðan úr borginni
síðan ég var drengur. Og nú var
hann að koma úr ferðalagi sunnan
úr löndum. Ég spurði hann, hvort
hann hlakkaöi ekki til að koma
heim. Svarið hans kom mér á ó-
vart, og varð til þess að ég skrifa
þessar línur.
þjóðfélagsheildinni er ískyggileg-
asti bletturinn á íslendingum. Þar
eiga stjómmálaflokkarnir aðalsök-
ina, og þá fyrst og fremst, sem
láta það ráða afstöðu sinni til
grundvallarmálanna, hvort þeir
eru í stjórnaraðstöðu eða and-
stöðu. Þetta mátti sjá á framferðl
Sjálfstæðisflokksins í tíð vinstri
stjórnarinnar, og þetta blasir ekki
síður við nú í framkomu Fram-
sóknarflokksms.
ÞAÐ ER ENGUM BLÖÐUM um
það að fletta, að þessi framkoma er
undirrót alls þess versta, sem
ir þjóðfélagið — og ná áhrif þess
út í hverja grein og inn að hjarta-
rótum þjóðarlikamans. Við erum
ekki búin að bíta úr nálinni með
þetta. Afleiðingarnar varpa skugg-
um langt inn í framtíðinni.
Hannes á horninu.
HANN SAGÐI: „Ég hlakka ekki
til að koma heim, ég kvíði fyrir að
koma aftur til íslands". Þetta
sagði hann, maður kominn á efri j
ár, velmetinn borgari, efnalega!
sjálfstæður, í miklum metum, og ■
það að verðleikum. — Ég skyldi
ekki þetta svar, Og spurði hann.
hversvegna hann segði þvílíkt og
annað eins. —
„SJÁIÐ ÞÉR TIL, loftslagið á
íslandi er yndislegt, en andrúms-
loftið er oft banvænt. Þcgar ég
kem heim, þá finn ég það sama og
ég skyldi við, misklíð og úlfúð,
eilíft rifrildi um menn og stund-
um um málefni. Ef þér lesið blöð-
in, hvað sjáið þér þá!! Svart er
hvítt og hvítt er svart, eftir því
hvaða blað þér lesið. Dómgreind
fólksins er farin að bila, svo um
munar. Ófyrirleitnir pólitískir
loddarar blekkja þjóðina ár eftir
ár, og hver verður svo endirinn og
árangurinn? Ef einhver hefur
skoðun, ef einhver hefir þor og
hugrekki til þess að benda á nýju
fötin keisarans, þá er hann útrek-
inn og úthrópaður..
BÆÐAN HANS var lengri, hann
sagði að sig langaði til, síðustu ár-
in, að dvelja erlendis í friði og ró,
án þess að þurfa að anda að sér
þessu banvæna andrúmslofti öí-
undar og leiðinda. Hann vildi sjá
landið og þjóðina sína úr fjarska;
„fjarlægðin gérir fjöllin blá og
mennina mikla“.
Ann Schein heldur
hljómleika hér á ný
Ameríski píanóleikarinn Ann
Schein heldur tónleika tyrir styrkt
arfélaga Tónlistarfélagsins í Aust
urbæjarbíói n.k. þriðjudags- og
miðvikudagskvöld kl. 7
Ann Schein er tónlistarunnend-
um hér að góðu kunn. Hún hefur
komið hingað tvisvar áður og liald
ið tónleika, í seinna skijitið fyrir
liálfu þriðja ári. Þá lék hún með
Smfóníuhljómsveitinni, b-moll pí-
anókonsert eftir Tschaikcvski og
hclt tvenna tónleika fyrT Tónlist-
a. lélagið. Má fullyrða að fáir pí-
rnó.leikarar hafi fengiri innilegri
viðtökur áheyrenda en Ann Schein
féklc á þessum íónleikum.
Ann Schein er ung að árum en
hefur þó þegar hlotið mikla frægð
Hún dvaldi sl. vetur í París undir
handleiðslu Antons Rubinsteins
Sl. vor hélt hún tónleika í Carneg
ie Hall í New York og hlaut mjög
góða dóma gagnrýnenda.
Á efnisskrá á tónleikunum hér
eru þessi verk: Sónata í Es-dúr op.
81 a (Les Adieux) eftir Beethoven
Wanderer-fancasían eftir Schubert
Þessi gullfaliega fantasía mun ekki
hafa verið lcikin hér opinberlega
síðan Rudolf Serkin lék hana áiið
11946. Þá kemur sónata eftir Bart-,
1 ok (samin 1926) og loks nokkur
1 verk eftir Chopm.
MÉR ÞYKIR þessi velmetni
borgari hafa verið svartsýnn. Nokk
uð er til í því, sem liann segir. en
ekki er það svona slæmt. Hitt er
rétt, að ábyrgðarleysi gagnvart
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréítarl ögmaður
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 10 A. Sími 11043.
5IGFÚS GUNNLAUGSSON
CAND OECON
AUSTIN SJO
sendiferðabifreið.
Engin smábifreið býður þvílíka eiginleika.
Aflmikil og sparneytin vél.
Frábærir aksturshæfileikar.
Sjálfstæð gúmmífjöðrun við livert hjól, gerir akstur þægi-
legan á ójöfnum vegi.
Drif á framhjólum.
Verð aðeins um kr. 97.500,00 með miðstöð
og útbúnaði til að hafa aftursæti.
GARÐAR GÍSLASON H.F.
Lögg. slcjalaþ. og dómt. í ensku
Bogahlíð 26 - Sími 32726
bifreiðaverzlunin.
2 Í4. oktáber 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ