Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 11
Fasteigrcir til söiu
3ja herb. íbúð í steinhúsi við
Álfhólsv.
2ja herb. íbúð við Kársnesbraut.
4ra herb. íbúðarhæð í tvíbýlis-
húsi við Holtagerði.
íbúðir oít einbýlishús víðsvegar
í Kópavogi og Garðahreppi.
íbúðir óskast
Hef kaupendur að 2ja og 3ja
herb. íbúðum.'
Hef kaupendur að 4ra — 6 her-
bergja íbúðum með öllu sér.
Hermann G. Jónsson, hdL
Lögfræðiskrifstofa
Fasteigrnasala
Skj'ólbraut 1, Kópavogi.
Sími 10031 kl. 2-7.
Heima 51245.
Bílð og
búvélasalan
Simca Ariane. Nýr, óskráður
Superluxc.
Opel Reccord '60-61.
Opel Caravan 60’-61’.
Consul 315 ekin 8. þús. ’62.
Opel Caravan ’55.
Chevrolet ’55, góður bill.
Chevrolet ’59. ekin 26. þús.
Bíla- *«
búvélasalan
við Miklatorg, sími 2-31-36.
Bátasala:
Fasteignasala:
Skipasala:
Vátryggingar:
V erðbréf a viðskipti:
Jón Ó. Hjörleifsson,
viðskiptafræðingur.
Sími 20610 — 17270.
Tryggvagötu 8, 3. hæð.
Heimasími 32869.
degi.
Ný reglugerb um mat
og flokkun garðávaxta
Reikningsbók
handa fram-
haldsskólum
28. SEPT. s. 1. gaf Iandbúnaðar-
ráðherra, Ingólfur Jónsson, út
nýja reglugerð um Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins, mat og
flokkun kartaflna og grænmetis.
Þá skipaði landbúnaðarráðherra
Eðvald B. Malmquist, ráðunaut,
yfirmann frá síðustu mánaðarmót-
um, og hefur hann síðan ferðazt
um sveitir Árness- og Rangárvalla •
sýsina, haldið fundi með framleið-
endum og ieiðbeint þeim við flokk-
un og meðferð kartöfluuppskerunn
ar samkvæmt hinni nýju reglugerð.
Eins og kunnugt er hefur komið
fram alvarlegur ágreiningur milli
kaupmanna og neytendasamtak-
anna í Reykjavík um flokkun og
gæði þeirra kartaflna, sem á mark-
aði vorú nú snemma í haust. Það
þótti því sérstök ástæða til að end-
urskoða hina gömlu reglugerð,
sem- gilt hefur fram að þessu, og
gera á henni nauðsynlegar endur-
, bætur, til að stuðla að meiri
Ivöruvöndun og betra eftirliti með
framleiðslunni og dreifingu henn-
ar.
í 7. gr. reglugerðarinnar segir,
að Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins skuli í samráði við Framleiðslu
ráð stuðla að því, að markaðurinn
nýtist sem bezt og að sanngjörnum
óskum framleiðenda og neytenda
verði sem fyrst fullnægt. Skipu-
leggja skal dreifingu og sölu þann-
ig, að grænmetisverzlunin ákveði
sölusvæði hvers umboðsmanns.
Verði þannig komizt hjá óþarfa
flutningum og undirboðum frá því
verði, sem Framleiðsluráð hefur
auglýst á hverjum tíma.
í hinni nýju reglugerð er heitið
úrvalsflokkur fellt niður, en í stað
þess kemur I. flokkur og síðan II.
og III. flokkur. Breyting þessi tek-
ur þó ekki gildi fyrr en um næstu
áramót, og verða því umbúðir í
smásöluverzlunum hér í R.vík auð-
kenndar skv. gömlu reglugerðinn'
þangað til, þ. e. a. s.: Úrval, I. fi.
o. s. frv.
Þá er ennfremur gert ráð fyrir
því, að smáar kartöflur (ca. 25 gr. >
úr úrvals afbrigðum s. s. Ólafsrauð
ur og Gullauga, verða seldar á al-
mennum markaði, en það hefur
sýnt sig undanfarið, að fólk sæk-
ist mjög eftir þessum kartöflum,
enda eru þær sízt lakari hinum
stærri og auðvitað miklu ódýrari
vara.
Allar innlendar kartöflur, sem
seldar eru til manneldis, skulu
vera aðgreindar í þrjá megin
flokka.
Smásöluverzlanir í Reykjavík. á
Suðurnesjum, Akranesi og ná-
grenni þessara staða, eiga að
kaupa kartöflurnar frá Grænmet-
isverzlun landbúnaðarins eða um-
boðsmönnum hennar, eftir þvi
sem henta þykir, hverju sinni og
Grænmetisverzlunin ákveður.
Þá var verzlunum gert að skyldu
að hafa aðeins á boðstólum kn.rt-
öflur í greinilega merktum umbúð
um, þar sem sjáist í hvaða gæða
flokki kartöflurnar eru og hvaðan
þær eru keyptar i heildsölu. Skulu
umbúðirnar vera áprentaðar nafni
Grænmetisverzlunar landbúnaðar-
ins hér í Reykjavík og nágrenni.
Þá er matsmönnum gert að skyldu,
að hafa eftirlit með því, að kartöíi-
urnar séu ekki seldar ómetnar né
ómerktar í smásöluverzlanir hér
í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi
og víðar eftir nánari fyrirmælum,
þar um. Skal matsmönnum heimilt
að skoða kartöflubirgðir verzlana,
þegar þurfa þykir, og er seljanda
þ. e. kaupmönnum, skylt að láta
matsmönnum í té upplýsingar og
alla aðstoð við skoðunina.
Framleiðendum er gert að
Skyldu, að flokka aðalkartöflur í
þrjá flokka, eins og áður getur,
samkvæmt þeim fyrirmælum, sem
i reglugerðinni eru. Allar kartöfl-
ur skal afhenda til heildsala í
þurrum, hreinum og gisnum pok-
um, sem eru að þyngd 25 eða 50
kg. nettó eftir því sem Grænmetis
verzlunin ákveður.
Loks skal tekið fram, að með
brot á reglugerð þessari skal farið
að hætti opinberra mála, og varða
brot allt að 10.000 kr. sekt, nema
þyngri refsing liggi við lögum sam
kvæmt.
(Fréttatilkynning frá landbúnað-
arráðuneytinu).
NÝLEGA er komin út á vegum
Ríkisútgáfu námsbóka Reiknings-
bók handa framhaldsskóium, II.
hefti, eftir Kristin Gíslason, gagn-
fræðaskólakennara. — Bók þessi,
sem 251 bls., er einkum ætluð
nemendum í II. bekk gagnfræða-
skóla, enda er efni hennar valið
með hliðsjón af fyrirmælum náms-
skrár um námsefni á því aldurs-
stigi. í bókinni er m. a. íjallað um
jákvæðar tölur og neikvæðar, jöfn
ur, þríliðu, vaxtareikning, pró-
sentureikning, flatarmál, rúmmál
og meðaltalsreikning.
Síðasti kafli bókarinnar er um
almenn viðskipti. Þar er gerð
nokkur grein fyrir einfaldari reikn
ingafærslu og notkun tékka og
víxla. Auk þess eru sýnd dæmi um
póstávísanir, póstkröfur og algeng-
ar kvittanir. Flest af þessu er ný -
mæli, sem hafa ekki áður verið
tekin til meðferðar i reikningsbók-
um fyrir nemendur á skólaskyldu-
aldri. — Tli þess er ætlazt að all-
flestir nemendur geti haft full not
af bókinni, þrátt fyrir misjafna
námshæfni. í því skyni eru við-
íangsefnin skýrð ýtarlega í byrj-
un hvers kafla og dæmaforði bók-
arinnar skipt í flokka, svo að auð-
veldara sé að velja viðfangsefnl
við hæfi hvers nemanda.
Þetta frábærlega, glæsiiega sófasett
er meðal allra vinsælustu húsgagna-
setta sem framleidd hafa veriff.
KJÖRQARÐUR
MESSINA
SKEIFAN
Enda er frágangur vinnu og allt efni
frábært. Sérstök áherzla er
aff velja saman fallega liti á áiri«>n«
SÍMI 1-69-
iMiiriAiwÉlttfi
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. október 1962