Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 8
VIÐTA
MUNIÐ ÞIÐ ekki eftir henni
littn frænku ykkar, sem grét svo
sirt um daginn, þegar systir henn-
ar fékk fallega brúSu ? afmælis-
gjöf, sem hét Dóra, var ljóshaerð
og leggjalöng í fallegum kjól og
gat deplað augunum og jafnvel
látizt sofa.
Og af góðmennsku ykkar genguð
þið út í næstu leikfangabúð og
keyptuð aðra fallega brúðu, sem
hét Dóra og gat lokað augunum
alveg eins og hin.
Munið þið ekki gleðina í hjarta
ykkar, þegar þið gáfuð frænkunni
brúðuna og sáuð tárin þorna gegn-
um gleðibrosið: Þið höfðuð geíið
henni DÓRU.
Bn hver er þessi Dóra, sem er
svo vinsæl meðal barnanna — sem
steinsofnar um leið og hún leggst
út af og segir mömmu aldrei hvað
miður fer?
Að þessu ætluðum við að komast
og þess vegna, gengum við upp á
Skólavörðustíg 18, þar sem „Dór-
umar“ vinsælu eru framleiddar.
Þar tóku á móti okkur feðgarnir
Tómas Ólafsson og Torfi Tómas-
son, en þeir hafa unnið saman að
brúðusmíði undanfarin tvö ár.
Þeir hafa ekki ennþ-i fengið
fullnægjanlegt húsnæði undir
starfsemi sína, verða að vera með
annan fótinn í bílskúr vestur í bæ,
því þó að ekki fari mikið fyrir
einni brúðu, geta margar saman
verið æði fyrirferðarmiklar. Það
fyrsta, sem við rákum augun 1,
þegar við komum inn, var stafli
mikill á borðinu, sem samanstóð
af aragrúa af dúkkuhöfðum, 031-
um eins og vakandi og starandi út
í loftið, — að vísu blilt, — þvi
augnaráð dúkkna er ævintega blítt.
Og frá gólfi til lofts, eru kassar
með fullbúnum dúkkum. sem biða
þess eins, að hafna í faðmi lítillar
og umhyggjusamrar stúlku. í stór
um pappakössum, lágu þssr nakt-
ar í hundraðatali.
Þið framleiðið mikið sé ég er —
gengur þetta allt út?
— Já, og við önnum varla eftir-
spurninni, segir Torfi.
— Verzlið þið við margar búðir?
— Já, við verzlum við allar
helztu leikfangaverzlanir ó land-
inu, — og sífellt, er salan að auk-
ast.
— Gert mikið, til að auglýsa
vöruna?
— Nei, ekkert að ráði, — þessar
dúkkur auglýsa sig sjálfar, segir
Torfi og býður mér í reiptog um
hendurnar á einni þeirri mninstu.
— Sjáðu til, segir hann, þegar
handleggirnir bifast ekki, — svona
vara mælir með sér sjáít. Ef við
hefðum togazt á með cmhverja af
þessum erlendu brúðum, sem nú
eru fluttar til landsins, þá skaltu
vita það, að hún hefði tætzt í sur d-
ur, okkar eru þetta miklu sterk-
ari og endingarbetri.
—- Og sjáðu útlitið, segir Tómas
og horfir ástföngnum augum á
brúðumar í bezta skarti, á háhæi-
uðum skóm, sem hægt er að taka
af og setja á aftur og klæddar
fínum kjólum, alla vega hærðar og
krullaðar og með roða í kinnum
eins og yngismeyjan hans Daviðs
frá Fagraskógi, sem finnur ellt-
hvað vakna í brjósti sér, þegar hún
stendur fyrir framan spegilinn . . .
— Nú framleiðum við átta stærð
ir og tegundir af brúðum en byrj-
uðum aðeins með eina.
— Og vérðið?
—h- Það er mismunandi, eftii því,
hvaða brúðugerð það er. Þær
ódýrustu hjá okkur kosta 140
krónur, en þær dýrustu kosta 500
krónur. Brúður ' sama gæðaflokki
og stærð mundi innfluttar kosta
allt að því 1000 krónur.
— Hvernig fenguð þið hugmynd
ina að því, að fara að búa til
brúður, — ekki hafið þið vaknað
einn morgun fyrir tveimur árum
og sagt við sjálfa ykkur: í dag
ætla ég að byrja að framleiða
brúður?
Torfi lítur brosandi á fóður sinn
og segir síðan: Hugmyndina fékk
ég einu sinni, þegar ég sa móður
mína sitja og sauma utan á brúðu,
sem hún var að búa til að gamni
sínu, nokkurs konar heimilsiðnað.
Og síðan hófumst við handa og
byrjuðum, að vísu í smáum stíl,
en nú hef ég snúið mér eingöngu
að þessu starfi, það er orðið svo
tímafrekt, eftir að fynrspumin
fór að aukast. Og nú vinnum við
að þessu í sameiningu, ég pabbi
og mamma, en hún sér um að
sauma á þær kjólana og undir-
fötin, — því að ekki sendum við
þær frá okkur fáklæddar.
— Nú og svo, — segir Tómas,
þá höfum við gefið þessu fyrirtæki
okkar nafn, Vinylplast, eft*r hrá-
efninu, sem við notum mest. —
einnig í boltana, sem við framleið-
um. Og okkar vörumerki höfum
við, rautt hjarta með Dórunafn-
inu í.
— Og, — ef þú ferð í búð og
ætlar að fá þér fallega dúkku þá
geturðu þekkt þær á hjartanu!!
Islandssýning
ÍSLANDSSÝNING í Frankfurt am
Main 2.-6. september.
Hin alþjóðlega haustkaupstefna
í Frankfurt am Main í Þýzkalandi
var haldin dagana 2.-6. septem-
ber sl. Þessi kaupstefna er ein hin
elzta og merkasta í Evrópu og
leggja margir íslenzkir kaupsýslu
menn leið sína suður þangað haust
og vor þar sem þar gefst kostur
á að kynna sér framleiðslu um
það bil 2500 fyrirtækja frá 30
löndum á einum og sama stað.
Fyrir atbeina Ferðaskrifstofu
ríkisins og í samvinnu við Flug-
félag íslands og Loftleiðir var á-
kveðið að efna til landkynningar-
og vörusýningar af íslands hálfu.
Er þetta í fyrsta skipti sem ís-
lenzkir aðilar sýna framleiðslu
sína þarna.
Haustsýningin er einkum helg-
uð hverskonar listiðnaði, hand-
unnum vörum, vefnaðarvörum og
húsbúnaði og var því meginá-
herzla lögð á islenzkan heimilis-
iðnað og listiðnað. Tókst að út-
vega sérstakan sýningarskála ir.ið-
svæðis, við svonefnt „Stræti
þjóðanna”, sem hentaði einkar
vel sýningu sem þessari.
Alls sýndu þarna 10 fyrirtæki
vörur sínar auk Ferðaskrifstofu
ríkisins og flugfélaganna tveggja,
8 ,14. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
í Frankfurt am Main
er höfðu sameiginlega landkyrn-
ingardeild í hluta skálans þar sem
veittar voru upplýsingar um land
og þjóð og útbýtt þúsundum
fræðslurita og upplýsingabæk-
linga um ferðalög í landimi og
þjónustu íslenzkra skipa og flug-
véla.
Félög sem þarna sýndu fram-
leiðslu sína voru þessi: Sindra-
smiðjan hf. stóla af ýmsum gerð-
um, Glit hf. keramik, vasa og skál-
ar af nýrri gerð, gullsmíðirnir
Komelíus Jónsson og Jón Dal-
mannsson, ýmsa listmuni úr silfri
svo sem armbönd, hringi, men,
festar og íslenzka eðalsteina, Ul-
tíma hf. ofin gluggatjaldaefni, Leð
uriðjan hf. veski, töskur, möppur
og aðra muni úr leðri og selskinni,
Sportver hf. sportfatnað, íslenzk-
ur Heimilisiðnaður ullarvörur oín-
ar og prjónaðar af ýmsu tagi. Auk
þess voru sýndir handunnir list-
munir nokkurra einstaklinga svo
sem Þorleifs Þorleifssonar og Bar-
böru Árnason o. fl.
Það vakti allmikla athygli, er
íslenzkur varningur var sýndur
þarna í fyrsta skipti og var sýn-
ingin tvívegis kynnt í sjónvarpi og
útvarpi og farið mjög lofsamlegum
orðum um vörurnar og sýnínguna
í heild. Þess má geta að Ríkissjon-
varpið 1 Hessan flutti ýtarlegan
þátt um sýninguna og spjall við
starfsfólkið.
Sýningin var opin frá kl. 9—6
eftir hádegi og jafnan mikill
fjöldi gesta og því ærinn starfl
fyrlr starfsfólk að svara spurning-
um og veita hverskonar upplýs-
ingar. Voru þarna tvær starfs-
stúlkur Ferðaskrifstofunnar, þær
Rosmarie Þorleifsdóttir og Chii-
stel Peters auk Stefáns Hauks
Einarssonar, sem hafði umsjón
með sýningunni.
Þótt hér hafi raunar verið frem-
ur um tilraun og kynningu að
FramhalH á 13. síðu.