Alþýðublaðið - 18.10.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1962, Síða 4
lýðveldis' 0. AB£K PKDT. HERSVEITIR sinna fyrir framan Sanaa. Þár var bústaður fyrr- verandi Imams. og Arabar BYLTINGIN í Jemen hefur haft víðtæk áhrif langt út fyrir landa- mæri ríkisins. Byltingin sannar, að í landinu hef tur verið stjórnai-andstaða, sem stjörn gamla imamins tókst ekki að einangra frá umheiminum. Mið- aldarskipulag hefur verið í landinu en liðsforingjarnir, sem gert hafa uppreisn, vilja koma á nútima- skipulagi. Miðstöð landflótta byltingar- manna í Mið-Austurlör.dum er Kairó. Þar er kynt undir uppreisn- ir í löndum eins og Jó.rdaníu, Saudi-Arabíu og Jemen. Meðal út- laga þessara, er Tallal prins frá Saudi-Arabíu, sem undirbýr upp- reisn í Saudi-Arabíu. Nasser forseti Egyptalauds hef- ur átt í deilum við þessi þrjú ríki. Hussein Jórdaníukonungur og Saud konungur í Saudi-Arabíu Iiófu nána samvinnu sín í milli, þegar hið Arabíska sambandslvð- veldi Nassers (Egyptaland Sýrland og Jemen) lirundi til þess að tryggja hagsmuni sína gegn fyrir- ætlunum Nassers. Klofningurinn í Arababandalag- inu í haust sýndi hve Nasser var orðinn einangraður í Arabaheim- inum, en nú er hann það ekki lengur. Þó að stefna hans í innan- ríkismálum og gagnvart vestur- löndum sé hófsamari nú en oft áður er hann aftur í sókn sem ógnar bæði þeim Saud og Kussein Og Bretum í Aden-nýlendunni, sunnan Jemen. Nasser bíður án efa óþreyju- fullur eftir uppreisnum í Jórd- aníu og Saudi-Arabíu einnig. Segja má, að í Jemen sé um að ræða upp- gjör milli hins gamla hefðbundna Arrabaheims og hins nýja arabiska sósíalisma Nassers. Ef byltingar- stjórnin í Jemen heldur velli er það Nasser, sem fer með sigur af hólmi en ef fylgismenn imamins ná völdunum eru Saud og Hussein sigurvegararnir. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hafa leiðtogar úr báðum þessum herbúðum ekki gripið til hemað- arlegrar íhlutunar í einhverju þriðja Arabariki fyrr en nú. ' Greinilegt er, að Egyptar áttu þátt í undirbúningi uppreisnarinn ar, en Jemenbúar áttu sjálfir frum kvæðið, enda var góður jarðv. fyr- ir byltingu í einræðisríki imamins sem ríkti með harðri hendi. Ara- bískir sósíalistar í Aden-nýlendu Breta og Egyptar veittu dygga að- stoð. En Nasser skarst ekki í leik inn fyrr en uppreisnin hafði heppn azt og frændi imamins, Hassan prins bjó sig undir að hrifsa völdin. Sallal ofursti, foringi byltingar manna, og samverkamenn hans gerðu ljóst skömmu eftir bylting- una, að þeir Öskuðu eftir náinni samvinnu við Nasser og Egypta. Nasser brá skjótt við og sendi vopn og vistir, ráðunauta og tæknifræð- inga. Fréttir frá Jemen eru ósam- hljóða, en svo virðist sem þessi að stoð Nassers sé ekki ýkja víðtæk enn sem komið er. Sallal hefur einnig lýst yfir, að stjórn hans telji sig eiga í stríði við Jórdaníu og Saudi-Arabíu, sem sent hafa herlið til landamærc Jemens og jafnvel inn í landið sjálft. Aðstoð Nassers við upp- reisnarmennina kann að aukast ef Jórdanía og Saudi-Arabia auka að stoð sína við konungssinna. Rússar voru einna fyrstir til að viðurkenna stjórn Sallals, og nokkrum dögum eftir uppreisnina losuðu 19 rússnesk skip hergögn í hafnarbænum Hodeida. Senni- lega var þó hér um að ræða nokk ur skip, sem voru. á leið til Jemen með hergögn, sem imaminn gamli hafði beðið um áður en uppreisn in skall á. Sallal ofursti, hefur Iátið í Ijós óánægju með, að Bandaríkjamenn og Bretar hafa ekki viðurkennt stjórn sína og Ivst yfir, að af- staða Bandaríkjamanna geti orðið til bess, að samningar fym'ei-andi stjórnar við bandarfsk fyrirtæki sem starfa í Jemen, verði teknir til endurskoðunar. En Bretar og Bandaríkjamenn eru í klípu. Aden-nýlendan suður af Jemen er síðasta herstöð Breta á svæðinu frá Miðjarðarhafi til Singapore. Á sl. tfu árum hafa Þeir glatað her- stöðvum sínum við Súez, í írak. í .Tórdanfu. Bretar óttast mjög að atburðirnir f Jemen gefi sjálf- stæðishrevfingunni í Jemen byr undir báða vængi, en hún krafst þess, að Aden verði sameinað Jem- en, enda eru flestir íbúar Aden af jemenskum stofni. Uppþot, sem hafa átt sér stað í Aden nýlega, eiga að rót sína að rekja til at- burðanna í Jemen. Kröfum þessum hafa Bretar svar að með áætlun um samieningu nv- lendunnar Aden og verndarsvæðis' ins Aden. Svo virðist sem ágreiningur sé innan nýju stjómarinnar um af- Framli. á 13. síðu Þegar kommum þótti 50 þús. nóg ÞEGAR kommúnistar sátu * ríkisstjórn, höfðu ráðherra hús- næðismála og formann húsnæð- ismálastjórn, þóttl þeim hæfi- legt að lána til bæjaríbúða í Reykjavík 50.000 krónur á hverja. Nú eru þeir í htjómar- andstöðu og finnst 120.000 ekki vera nóg. Þessar tölur segja í rauninni allan sannleika um þau skrif, sem lesa mátti i Þjóðviljanum í gær, þar sem sagt var, að full trúar stjórnarflokkanna hafi verið á móti lánahækkun til bæjaríbúða. Sannleikurinn er sá, að þessir fulltrúar sam- þykktu að veita Reykjavíkurbæ þau lán til íbúðanna, sem bær- inn sótti um. Hefur það hingað til þótt gott að geta uppfyllt umsóknir um húsnæðislán, þótt ekki væri lengra gengiö. En kommúnistar eru að rcyna að búa sér til áróðursmál með þessu. Nú eru enn all margir hús- byggjendur, sem ekki hafa fengið þau lán að fullu, sem þeir sækja um, Ef tillögur kommúnista um að láta Reykja víkurbæ fá meira en þau 120. 000, sem hann sótti um, hefðu verið samþykktar, hefði orðið að draga það fé af öðrum hús- byggjendum. Ekki hafa komm- únistar bent á neinar leiðir til til aukinnar f járöflunar til hús- næðislána, og er tillöguflutn- ingur þeirra því að engu haf- andi. BVLTINGARLEIDTOGARNIR: Dr. Bei iani og Sallal hershöfðingi. Slátrun aldrei meiri á Grænlandi HIN árlega slátrun lamba í Nar- ssauaq í Grænlandi er nú fyrir skömmu hafin. Nú þegar er búið að flytja um sex þúsund lamb- skrokka til Danmerkur. Ætlunin er að slátra í ár 16-17 þúsund dilkum í Grænlandi og er það hærri tala en nokkru sinni áður. Fjölgun fjár á Grænlandi hef- ur verið geysilega mikil á síðasta áratug, en nú virðist sláturstöðin í Narssauaq vera að binda endi á þá miklu fjölgun, og gróðinn var á síðasta fjárhagsári sex milljón krónur rúmlega. Fjárbændum í Suður-Græn- landi hefur fjölgað stórlega á síð- ustu árum, — og þá einnig fénu. Það eru til suður-grænlenzkir fjárbændur, sem slátra á annað þúsund dilkum á ári hverju, og . sem græða á því rúmlega 200 ; þúsund krónur og þurfa ekki að borga af þeim peningum neinn l skatt. En samt eru mikil vand- | kvæði á því að halda f járbúskap í Grænlandl, því að þar er lítiS um sprettu á sumrum og vetrar- ^ beit engin. 4 18. október 1862 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.