Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 4
Jómírúarræðö Ragnars Guðleifssonar á Alþingi: FRUMVARP það til laga, er ég leyfi mér hér með að flytja, er um breytingu á lögum nr. 23, 6. maí 1955, um landshöfn í Keflavíkur- kaupstað og Njarðvíkurhreppi. Breytingin er í því fólgin, að á- kvæði laganna um heimild ríkis- - stjórnarinnar til lántöku vegna byggingar hafnarinnar breytist þannig, að heimildin hækkar úr 25 millj. króna, sem hún nú er, í 70 millj. króna. Þetta er stórt stökk, og menn hljóta því að álykta að hér liggi á bak við miklar fyrirhugaðar framkvæmdir. Énda er það svo og mun ég skýra það nokkru síðar. Fyrir rúmlega 16 árum síðan voru samþykkt lög hér á hinu háa Alþingi um landshöfn í Keflavík •og Njarðvíkum. Eg er þess full- víss, að fyrir þeim, er að þessari lagasmíð stóðu, hefur það vakað, að þarna yrði byggð höfn, er bæri nafnið landshöfn með réttu, höfn, er fullnægði þeim kröfum, sem gerðar eru til fullkominnar fiski- hafnar og þá einnig útflutnings- hafnar fyrir öll Suðumesin. En fyrst og fremst yrði þetta lffhöfn allra þeirra mörgu fiskimanna, er veiðar stunda á Faxaflóa og ná- lægum miðum. Höfn, er væri þeim mönnum, er sækja hinn raun verulega gullforða okkar í greipar .ffigis, öruggt vígi að lokinni erf- iðri sjóferð. Því spyrjum við í dag: Hafa vonir og áætlanir þessara manna ræzt? Hefur hin fyrirhugaða lands höfn verið byggð? Því miður verður að svara þess- um spurningum að mestu neit- andi. Landshafnarsvæðið er takmark- að milli Vatnsness, er liggur sunn an Keflavíkur og Hákotstanga, er liggur suðaustan að Njarðvíkur- höfn eða Vatnsnesvík og Njarð- vik, svo og strandlengjan þar á milli. Við Vatnsnes er nú hafnargarð- ur um 200 m. langur, sem nær út í um 13 metra dýpi. Þar fer fram öll afgreiðsla stærri flutninga- skipa. Garðurinn skýlir fyrir norð an og austanátt, en í suðaustan- : átt er höfnin illa varin og því eng anveginn örugg. í höfninni eru nú 4 bátabryggjur og við þær fer nú fram afgreiðsla fiskiflotans, svo og við hafnargarðinn, þegar þar er rými vegna flutningaskipanna. En þegar við höfum það í huga, að á sl. ári voru afgreidd 344 flutn- ingaskip í þessari höfn, þá verður okkur ljóst, að skipin eru í höfn- inni svo að segja daglega, og reikn um við þá með helgum sem rúm- helgum. Afgreiðsla fiskibátanna fer því aðallega fram við bátabryggjum- ar, en þar er hægt að afgreiða 10— 12 báta samtímis við hagstæðust skilyrði, en aðeins 3 báta, þegar skilyrðin eru verst, þ. e. þegar dýpi er minnst um stórstraums- fjöru. Þegar það nú liggur fyrir, að á vetrarvertíð og þegar síli veiðist á haustvertíð, koma í höfn- ina daglega 70—100 bátar og fá þar afgreiðslu, þá má gera sér í hugarlund að þama er öll aðstaða til afgreiðslu mjög erfið. Um þetta segir svo í skýrslu Lands- hafnarstjórnar, er lögð var fyrir fund er ég mun geta síðar: ,,Er einstök heppni að ekki verða stór tjón á mönnum og skipum í veðrum, þegar Grindavíkurhöfn og Sandgerðishöfn lokast vegna brims og bátar þaðan leita vars í Keflavíkurhöfn, sem verður þá þeirra lífhöfn, þrátt fyrir hinar mjög slæmu aðstæður”. ,,Það má teljast kraftaverk, að allur út- og innflutningur, sem fer um höfnina, skuli geta átt sér stað við núverandi aðstæður og tekst því aðeins, að samvinna að- ila er mjög góð og mikið unnið í nætur- og helgidagavinnu, sem svo leggur aukinn bagga kostnað- ar á þá, sem við framleiðsluna starfa”. Þegar á allt þetta er litið, má það merkilegt heita, en er þó stað- reynd, að óvíða mun meira afla- magn koma á land en einmitt í þessari höfn. Á síðastliðnu ári var landað í Landshöfninni 50 þús- smálesta af nýjum fiski, þar af 19 þús. smálesta af síld. Er þetta 50% aukning frá árinu áður. Þetta magn er 8.5% af heildarafla lands- manna það árið. Framh. á 13. síðu Guðni Gubmundsson skrifar erlend tíðindi: RÆÐA KENNEPYS I FYRRAKVÖLD RÆÐA Kennedys, Bandaríkja- seta s. 1. mánudagskvöld, mun síðar meir vafalaust teljast ein af hinum merkilegustu, sem liann hefur flutt.. X þetta skipti þó ekki sérstaklega vegna fag- urs máls eða háleitra hugsjóna, eins og hinar fyrri, heldur vegna hinnar heimssöguiegu þýðingar hennar. Með því að setja algjört hafnbann á Kúbu eða setja hana í algjöra sóttkví, að því er tekur til árásarvopna, hefur forsetinn gengið lengra og tekið sér meiri völd, en H dæmi eru til um þjóðhöfðingja í lýðfrjálsu landi á friðartímum. Það er óumdeilanlegt, að Castro komst til valda á sínum, mcð stuðningi Bandaríkja- manna og Bandaríkjamenn létu hann afskiptalausan, þar til í ljós kom, að liann var ráðinn í því, að koma á fót kommúnist- ísku ríki á Kúbu. Jafnvel þá var stjórnin, stjórn Eisenhovvers, hikandi, þó að hún að síðustu gerði ráöstafanir til að styöja innrás kúbanska andstaðinga Castros í landið. Sú innrás fór algjörlega út um þúfur og varð Bandaríkjamönnum til mcstu hneysu, eins og gjarna vill verða um misheppnaðar tilraunir á hvaða sviði sem er. Eftir liína mishepptvuðu inn- rás virtist svo, sem Castro for- hertist um allan helming og missti þann litla snefit af ró- legri hugsun, sem til var I hon- um. Fór að Iokum svo aö hann bað Rússa um aðstoö. Undan- farnar vikur og mánuði hefur svo staðið' yfir gífurleg Iiernað- arleg uppbygging á Kúbu. farm- kvæmd af rússncskum sétfræð- ingum. Því hefur verið marg- Framh. á 13. síðu GLUGGATJALDASIENGUR - BÖND Amerískar \ GLUGGATJALDA- } STENGUR ] GLUGGATJALDA- 1 BÖND 1’ KRÓKAR ] Einnig f GLUGGATJ ALD A- ] BRAUTIR mcð i hjólum og til- heyrandi fest- ingum. LUDVIG STORR & Co, sími 1-33-33. HELLESENS VASALJÓS, margargerðir. Heildsala — Smásala. j ÖRNINN Spítalastíg 8 - Sírni 14661. Box 671. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur fimmtudaginn 25. október kl. 8,30 í Iðnó, uppi. Fundarefni: Rætt um uppsögn samninganna. Konur fjölmennið á fundinn. Stjórnin. Beygjuvél óskast fyrir allt að 2 m. m. þykkt og 140 cm. breitt jám. Uppl. hjá Haraldi Þórðarsyni í síma 22180 og 22183. Strætisvagnar Reykjavíkur. Hafnfirðingar Hafnfirðíngar; Hefi opnað skóvinnustofu á Hverfisgötu 57 allar skóviðgerðir, leður og gúmmí, framkvæmdar fljótt og vel. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. SIG SIGURÐSSON. 4 24. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.