Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 12
SÁ ER VI HER MEO KASSERUE - Oi5 MEO EN Ek'STRA SWR DtAMAHT TtL £ CARMBN! FLERE HUNDREOE KllOMETER OERFRA OER KOMMER OE - Vt ER EFTERHÁNOEN 8LEVET SPECtALtSTER! y Unglingasagan: BARN LANDA- MÆRANNA „Áf hverju ekki?“ kallaiM Ricarda óðamála aftur.“ „Viíanlcga þiggur hún pen ingana og ég skal sencia meira seinna. Auðvitað sendi ég peninga. Ég skal tína þá af trjánum.“ Og hann hló hátt. „Ég vildi að guð gœfi að ég gæti farið þangað sjálfur og hjálpað þeim,“ sagði Ric ardo svo. „En þú sérð sjálfur að ég vinn eins og þræll Juan. Jafnvel faðir okkar þurfti ckki að leggja svona hart að sér þegar hann vann í námunum — og þú veizt hve oft hann ta'ar um það. Ég vinn jafnmikið seint sem snemma." „Og hvað verður þú að læra Ricardo?“ „Alit sem getisr orðið mér til góðs í starfi mínu lijá Senor Benn.“ „Og hvað gerir Senor Benn Ricardo?“ „Hann er bæði innflytj- andi og útflytjandi. Hann gerir allt mögulegt og ég verð að læra það allt. Reikning og annað álíka.“ Hann benti á blað þakið útreikningum. „Vesaiings Ricardo“ sagði Juan og hann sárfann til. „Svo þér hefur ekki veitzt þetta auðveld staða?“ „Nei, nei,“ sagði Ricardo. „Mig langar oft til þorpsins okkar aftur. Oft langar mig til að henda þessu öilu frá mér og hlaupast á brott og leika mér við ykkur.“ „Og berjast við hvitu drengina?“ spurði Juan. „Hvítu drengina? Ó já,“ flýtti Ricardo sér að segja. „En nú skal ég segja þér hvað þú átt að gera. Þú átt að hraða þér heiru með pen ingana og fuilvissa móður mína um að það sé nóg þar sem þeir voru fengnir og — “ Juan reis á fæíur og lagði peningaseðlana í hrúgu á fcorðið. Hann setti bók ofan á þá til að koma í veg fyrir að þeir fykju. „Rétt er það,“ sagði hann. „Ég fer afiur heim en ég tek ekki þessa peninga.“ Ricardo ygldi sig. Eitt sinn liafði yglibrún Ricnrdo gert Juan leiðan en nú var reiði hans og sorg of mikil til að hann hugsaði um slíkt. „Og því tekurðu ekki pen ingana?“ spur'íii Ricardo. „Af því,“ sagð Juan, „að cg veit ekki bctur en pen- ingar okkar hafi alltaf verið heiffarlega fengnir.“ Þeir horfust í ingu um stund. „Svo“ sagffi Ricardo ioks. Fósturbróðir hans svaraði þessu engu. Hann hafði sagt nóg og nú rétti hann fram höndina. „Vertu sæil,“ sagði hann. Hann verkjaði í hjartar- stað en hann sagði þessi orð virðulega. Eins og í öllum menningarríkjum heims, eykst umferðin stöðugt í Engiandi, og bQum þar fjölg ar ört. Stafa mikil vandræði í London af um- ferðarös, og gætir þess einkum þá hluta dags þegar menn fara í vinnu og úr. Þá þurfa tugþús undir akandi manna að komast í gegn um mið- bæinn, sem er heldur þröngur. Eftir því sem fleiri bílar koma á götuna, verffur umferðin hæg ari, og það getur tekið verzlunarmann á bíl klnkkustund að komast um miðbæinn og til síns heima. Nú hafa Bretar ákveðið að leysa vandann með því að gera eina frægustu verzlunargötu heims, Bond Street að einstefnuakstursbraut. Þetta hefur vakið mikla andúð meðal verzlnnareig- cnda við strætið, sem sennilega óttast minni verzlun á eftir. Hin fræga gata Piccadilly hefur áður veriff gerff aff einstefnuakstursgötu og gefist vel. Sam göngumálaráðherra hefur skrifaff öUum bifreiffa stjórum borgarinnar bréf og beffiff þá um aff sýna hjálpsemi og þoiinmæði í umferðinni fyrst eftir aff kerfið hefur breyzt. ABSOLUT - FOREL0- 816 SENDER VI EN MASKINE 00 FORAT LEOE EFTER HAM - OS H0RER FRA OS, MCNSIEOR OUVAt, 06 DE ER HELT SIK- KER PÁ, AT VI KUN NE STOLE PÁ EDOIE Og þér eruff alveg viss um aff við getum reitt okkur á Eddie? Alveg vissir. — En samt munum við senda á eftir lionum fiugvél til aff grennslast fyrir um hann — þér heyriff bráðlega frá okkur, herra Duval. í mörg hundruð kílómetra fjarlægff. Þarna eru þeir. — Viff erum meff tímanum orffnir sérfræffingar. Og hérna erum við meff kassana, — og meff einn sérstaklega stóran demant handa Carmen. Rýssneskt ævintýri: Ókunni maðurinn írá Indlandi hetjur. Apraxia, drottning, kona þín, er fátækari en nokkur þvottakona móður minnar“. Nú stukku allar hetjurnar á fætur og hrópuðu: „Hvaða dóni er þetta? Hann hæðir Apraxiu drottn ingu, liann heytir ónotum í Valdimar, hinn göfuga kóng“. „Móðgist ekki“, sagði ókunni maðurinn. Sann leikurinn er sá, að það er mikill munur á Kiev og Indlandi. Hrörlcgustu kofar okkar eru reisulegri en höllin hérna, Valdimar kóngur. Á göíunum er gulur sandur og silkiteppi. Maturinn hér er ókræsi legur og bagðvondur á móts við okkar mat. Ó, kæri kóngur. Eg gæti leikandi keypt kóngsríki þitt fyrir lítinn hluta skotsilfurs míns“. Nú var Churilo Plenkovich orðinn reiður. „Við skulum veðja, ókunni maður — við skul um leggja undir mikið fé, 30 þúsund rúblur. Þú skalt dveljast hér í Kiev í 300 daga. Á hverjum degi skulum við ganga um strætin, skrautbúir. Þegar þessir 300 dagar eru liðnir skal um það dæmt, hvor okkar hefur gengið glæsilegra til fara, — og hann sigrar!“ Valdimar kóngur og hinar hetjurnar studdu þessa tillögu, oð Diuk Stepanovich félist á veð- málið. Þegar veizlunni lauk, gekk hann að gæð- ingi sínum og stakk í hnakkíöskuna bréfi til móð ur sinnar í Indlandi. Hesturinn stökk af stað og 12 24. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.