Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 16
ílabylting á ríkinu Veröa engar prest kosningar í Rvík? VINNINGUR SÓTTUR Sigurður Brynjólfsson nemi, Bústaðavegi 85 hlaut vinninginn í Happdrætti Al- þýðublaðsins 7. okt. sl. — Vinningurinn var Volkswag- en bifreið, árgerð 1963, og var honum afhentur bíllinn í gær. HMtHMHWMHUttVHWMW 43. árg. — MiSvikudagur 24- október 1962 — 234- tbl. ÓFÆRT VESTUR BLAÐIÐ hafði samband við Vegamálaskrifstofuna í gær til að afla frekari upplýsinga um vega- skemmdirnar, sem urðu fyrir vest- an um og fyrir síðustu helgi. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, er blað- ið fékk, var ekki búizt við, að vesturleiðin yrði fær í gærdag, á- litið var, að viðgerðir mundu taka lengri tíma en svo. Vegamálaskrifstofunni barst í gær skeyti um að engar vega- skemmdir hefðu orðið á hálend- inu milli Barðastrandar og Arnar ] fjarðar. Á flestum stöðum var byrjað að lagfæra skemmdirnar. Vegir höfðu víða rofnað á stórum köfl- um og þurftu jarðýtur á mörgum stöðum að aka töluverða leið milli þeirra staða, þar sem skemmdir höfðu orðið. Vesturleiðin var í gær ekki álit- in fær jeppum, hvað þá venjuleg- um fólksbílum. Búizt var við, að ef ekki brygði á ný til vætutíðar, mundi leiðin þó verða fær fljótlega. Ríkið borgar 9,400,000 í leigu! RÍKIÐ eyðir 9,4 milljónum krónum árlega í greiðslu húsa- leigu til annarra aðila, að því er fjármálaráðherra upplýsti á Al- þingi í gærkvöldi. Skýrði hann frá þessu í sambandi við kaup rík isins á Borgartúni 7, þar sem margar ríkisstofnanir hafi verið lcigjendur en fleiri munu nú verða til húsa eftir að' ríkið er orðið eigandi hússins. Ster.dur fyrir dyr- um að stækka húsið og bygg ja ofan á hluta þess. SJÖ ríkisstofnanir hér á Iandi verja árlega 9,4 milljónum króna í viðhald og varahluti bifreiða sinna og véla, að því er fjárinálaráðherra Gunnar Thoroddsen upplýsti í fjár lagaræðu sinni í gær. AHs kostar rekstur þessara bíla og véla 18 milljónir króna og er t.dið, að' unnt sé að stórlækka þenniu kosln að með' endurnýjun og hagkvæm- ari rekstri. Ráðherrann skýrði svo frá, að mikil athugun hefði farið fram á bifreiðakostnaði og vélakostnaði ríkisins, og væri henni að Ijúka. Voru sérstaklega athugaðar eftir taldar stofnanii;, sem eðii síns vegna hafa mikið af bílum og vól um: Vegagerðin, Póstur- og sírni, Vita- og hafnarmálastjórnin, Véla- sjóður, Rafveitur ríkisins, Lana- nám ríkisins og Flugmálastjórnin. Þessir aðilar eiga 213 bílu af 25 mismunandi tegundum, svo að eitt sé nefnt, og væri mun hagkvæmara að það væru 5-8 tegundir. Þá er meðalaldur bílanna 12 ár, þar af 37 vörubílar, sem eru 15 ára eða eldri. Mikið af þessum tækjum var keypt af iSölunefnd varnarliðs- eigna og eru orðin algerlega úrelt. Er talið hentugast að endurnýja bílana á 3-5 ára fresti til þess að forðast hinn mikla viðhalds- og rekstrarkostnað sem annars fellur á þá. AÐ KOMA BRENNANDl TIL HAFNAR Vélbáturinn Stjaman í Vestmannaeyjum brann til stór- skemmda í fyrradag, og var dreginn brennandi til hafnar. Myndin sýnir, er Hafnsögumannsbáturinn var að draga Stjörn una inn á ytri höfnina í Vestmannaeyjum, og leggur reykinn aftur úr bátnum. Heimaklettur er til vinstri á myndinni, í bak sýn Elliðaey og í fjarska djarfar fyrir Eyjafjallajökli. Ljósmynd. Trausti Jakobsson. Gunnar Thoroddsen talaði um þennan „gamla og úrelta" flota ríkisins af bifreiðum og nefndi loks sem dæmi, að með því að endur- nýja 35 jeppa, sem áðurnefndar stofnanir eiga, megi spara eina milljón á ári, þótt gert sé ráð fyrir fullum afskriftum á nýjum jeppum. ÚTSÉÐ er um það, aö prest- bosningar til hinna nýju kalla í Reykjavík fara ekki fram svo 'MHtlMUMttMMMMIMIMMW BÚIÐ ER AÐ STEYPA 3V2 km. BLAÐIÐ fékk þær upplýs- ingar í gær hjá Snætirni Jónassyni, verkfræðingi, að nú væri búið að steypa 3,.■í• kílómeter af Keflavíkurveg- inum nýja. Steypti kaflinn nær nú suður á Hvaleyrar- holt. Snæbjörn kvað verkið ganga mjög sæmilega, og hefði vcðurfar ekki háð því svo teljandi væri. í fyrstu hefðu nokkur vand ræði skapast vegna þess, að ekki fékkst nægur mannafli til starfa, en úr því hefði þó rætzt. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er ætlunin, að steypa 5 kílómetra í haust, hamli tíðarfar ekki fram- kvæmdum. Snæbjörn kvaðst vonast til að verkinu lyki á næstu tveim vikum. Vtvovwtwvtviwwwtvivwwvw snemma, að unnt verði að skipa liina nýkjörnu presta í embætti fyrir áramót eins og fyrirhugaö var fyrir, sagði biskupsritari í við- tali við blaðiö í gær. Aðspurður um framgang þessa máls, sem mjög var umrætt fyrr á þessu ári, — að fimm nýir prest- ar yrðu kjörnir til starfa í Rvík og núverandi prestaköllum sk.pt,, sagði biskupsritari, að ekkert hefði heyrzt frá þeirri nefnd, sem skipuð var í málið. Fyrir kirkjuþinginu, sem stendur yfir í Reykjavík .þessa dagana, liggur fyrir frumvaip um veiiingu prestakalla. Þetta frum- varp er ekki nýtt af nálinni, því að það hefur verið til umræðu áður á kirkjuþingi og um það hefur verið leitað álits héraðs- funda um allt land. Allir héraðs- fundir nema tveir reyndust hlynnt ir því að leggja niður presikosn- ingar, en ef frumvarpið verður að lögum verður prestaval í höndum sóknarnefnda, safnaðarfulltrúa og prófasta. Ef til vill fer það svo, að frum- varp þeirra fái skjótan framgang og prestar þeir, sem væntaniegir eru til Reykjavíkur verði sam- kvæmt ákvæðum þess ekki kosnir af söfnuðunum eins og hingað til hefur tíðkast heldur valdir af fyrr nefndum aðilum. Spilakvöld i Iðnó Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur heldur spilakvöld í Iðnó á föstudagskvöld kl. 8,30. Ávarp flytur dr. Gunn- Iaugur Þórðarson. Fólk er beðið að mæta stundvíslega. Umferðarslys á Akureyri Akureyri í gær. Umferðarslys varð hér á Akur- cyri kl. 7,40 I gærmorgun. Maður að nafni Sverrir Magnússon varð fyrir bíl og fótbrotnaði auk þcss sem liann hlaut skrámur. Nánari tildrög slyssins voru þau að Sverrir var á gangi upp Gránu félágsgötu svo árla morguns og kom þá að Volkswagenbifreið, sem ók í sömu átt og Sverrir gekk. Framhald á 2. síSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.