Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 15
Baum það, að allt er svo óendanlega fjarri. Réttið mér hendina. Héld uð þér í hendina ó Rainer þá? Æi, já, líka á mér! Þess hefi ég alltaf óskað“. „Það er viðvíkjandi formsat- riðunum. Ef ég gæti lifað, hefði mér aldrei komið til liugar að nefna það. Þetta er bara forms- atriði. Skjalaritarinn kemur á morgun. Móðir mín veit um það. Það er vegna Tintins. Öllum formsatriðum er hægt að full- nægja á þrem dögum. Lýsing um vígslu og ættleiðingu. Svo langt á ég þó eftir, er það ekki? Það gengur miklu betur í dag. Þ<;ð er vegna stóru steinanna". Helena beið og vætti varir hans, sem reyndu að mynda orð. „Hvaða steinar?" spurði hún blíð lega. „Stóru steinarnir á vegi yðar. Ég þoli ekki að þeir séu þar. Það er þess vegna. Þér verðið að segja já“, hvíslaði hann með erfiðis- munum. „Ef ég skil yður rétt, óskið þér að gefa mér og barni mínu nafn yðar, til þess að gera okk ur lífið léttara. Það er svo fag- urt af yður, en hvað þér getið verið óendanlega góður Kran- ich — þakka yður fyrir", sagði liún og strauk tvisvar yfir hið kalda raka enni. „Hér er ekki um mig að ræða“. Þetta gamla og þekkta orðtæki hans fékk nú á banadægri nýjan myndugleik og kraft, sem ekki varð mótmælt —. „Ekki um mig. Ég er ekki lengur til. Viljið þér? Vegna Tintins? Segið já“. ,,Já“, svaraði Helena. „Já, vin ur, við skulum tala um það, þeg ar yður líður betur. Nú skuluð þér hvíla yður. Ég held í hend- ina á yður, og svo er bara að liggja alveg rólegur. Heyrði þér klukknahririginguna?" „Ég heyri — heyri vængjaþyt inn — í þeim stóru“, hvíslaði hann og varð svo undur lítill í livitu sjúkrarúminu. Vinstri skyrturermin lá galtóm á sæng- inni. Svitinn brauzt fram á and litinu, og það bar vott um of- reynslu. Nokkru síðar, — um kl. átta — rann hendi hans úr hönd Helenu og tók að fálma um sæng ina. Helena hoi’fði ó þetta með spurn í augum. Ef til vill minnt ist hún annara handa, blindra fálmandi handa með brunasár- um, eða máttlausra fingra, sem heldu um snæliljur. Hún hrökk lítils háttar við, cn vökukonan kom og horfði rannsakandi á rúm ið. Helena leit spyrjandi ó hana, en hún hristi aðeins höfuðið og harf. Höndin^ hin umkomulausa hönd hélt áfram að þreifa um sængina. „Hvað ertu að gera vinur?" Hún sá. hve erfitt hann átti með andardráttinn. — „koma öllu í lag — öllu — í lag—formsat...“ hvíslaði hann, svo að varla heyrð ist. Sem snöggvast leit hún á hann sársaukafullu augnaráði, svo fylltist svipur hennar ósegj- anlegri blíðu hún laut þétt ofan að honum og fór að tala. Henni fannst, eins og hún héldi á ljósi, sem hún lýsti vini sínum með inn í myrkrið og væri að fylgja honum lítinn spöl á hintíi síðustu erfiðu göngu. Andardráttur hans varð sifellt styttri og æðaslögin veikari. „Já“, sagði hún, „já kæri vin- ur, öllu skal verða komið í lag. Ég er fús á að verða konan yðar, ekki aðeins vegna steinanna, og ekki heldur vegna Tintius, held- ur af því, að mér þykir vænt um yður. Mér þykir vænt um yðar, — getið bér heyrt til mín? Ég er svo glöð, af því að yður líður miklu betur í dag. Ég sleppi yður ekki. Ég held fast í yður. Ég held í yð- ur Kronick; finnið þér það? Þér skuluð lifa; við tvö eigum að lifa saman. í sumar förum við til Sviss, og þér skuluð fá að kynn- ast Tintin, og þá verður hann barnið yðar. Þér viljið lifa, er það ekki? Getið þér heyrt til mín? Ég er fast hjá yður. Þér munuð lifa Kronich — ” Höndin á sænginni lá hreyf- ingarlaus. Krinich opnaði augun og þekkti andlit Helenu, sem laut djúpt niður að honum. „Já, lifa”, sagði hann mjög skýrt og greinilega, hver sam- hljóði var réttur. Svo féll hann saman eftir árej'nsluna, og hönd- in lá aftur kyrr, meðan hið bláa æðanet fékk smátt og smátt hinn sama gula lit og húðin. Rétt á eftir kom hjúkrunar- konan inn með súrefnisgeym- inn og læknirinn með kamfóni- sprautuna, en Kronich bóksali þurfti hvorugt framar. Heimur Tintius litla byrjaði við húsið og náði út að girðing- unni umhverfis blómagarðinn, og þar í fólst allt innan girðing- ar: grasbalinn, brunnurinn, blómabeðin, trén, dýrin og litirn- ip, þetta var allt svo óendanlega margbrotið. Þrepin fjögur frá dyrunum niður í garðinn voru geigvænlega há, og hann komst ekki niður, nema með því að mjaka sér þar niður á rassinum með rpiklum erfiðismunum. — Seinna, þegar hann varð fjögra, fimm ára varð þetta miklu létt- ara og seinast. gat hann farið þetta í tveim stökkum. En tréð, sem óx framan við glugga rann- sóknarstofunnar, var alltaf jafn hátt, og króna þess teygði sig langt upp í himininn. Stígvél Fabians misstu ekki heldur neitt af aðdráttarafli sínu, hvort sem herra Fabían gróf í garðinum, gaf marsvínunum í kjallaranum rófur, eða tók til meðal allra hinna dularfullu hluta í rannsóknarstofunni. Þó að prófessorinn öskraði oft: ,Fabían, þú ert asni,‘ hafði það engin áhrif á þá virðingu, sem hann bar fyrir staðreyndunum. Fabían átti allt: epli, seglgarns- spotta, lcubba, til að byggja úr og alls konar áhöld. Hann átti lika smásjá, sem maður mátti oft horfa í og ekki aðeins — eins og við sérstök hátíðleg tækifæri. — Hann átti líka flösku og í henni var lítið skip með öllum seglbún- aði. En fyrst og fremst hafði Fa- bían unnið hjarta drengsins með hinni mjúku japlandi kanínu, sem hét Pétur. Herra Fabían var næst ur í röðinni á eftir Guði. Aftur á móti var prófessor Köbellin í hugarheimi drengsins ímynd Kölska; liami var duttl- ungafullur, óútreiknanlegur púki, sem oft lét eins og blómagarður- inn, grasbalinn, brunnurinn og allt hitt tilheyrði honum, en ekkl Tintin. Þá var kallað á hann inn í húsið og honum sagt að vera hljóður. Á meðan trítlaði þessi púki fram og aftur um garðinn með hendurnar á baki og hlífðar- kyrtilinn skakkt hnepptan, og Tintin var sagt, að prófessorinn þyrfti að hafa næði til að hugsa. Það var annars fremur skrýtið ástand í þessu húsi. Stundum var allt sérstaklega vitlaust, þó hlupu allir fram og aftur í einni bendu, og enginn hafði tíma til neins. Mali, en svo nefndi Tintin móður sína, þaut í hvíta kyrtlinum sín- um upp tröppurnar með fjögur glös milli fingranna. í röntgenher berginu var suða, gegn um rifu á dyrunum að tilraunastofunni mátti greina hjól, sem snarsnér- ust og vökva, sem voru í bullandi suðu í glösum. Jafnvel Mitsuró frændi var í uppnámi, hann kom neðan úr kjallaranum, þar sem liann hafði útbúið herbergi til á- kveðinna hluta, og á eftir komu Fabían með nokkrar litlar dauð- ar mýs á skóflu og gróf þær úti í garðinum. Svo komst aftur kyrrð á og allir urðu hugsandi bæði prófessorinn Mali og Mit- súo. Tintin þrammaði út í hst- húsið, settist á kassa og hvíslaði sögum endalaust inn í löngu eyr- un á Pétri. Hvað prófessor Köbelh'n snerti, þá var hann blátt áfram and- styggilegur. Hárið var snjóhvítt og gegn um það mátti greina eld- rauðan hársvörðinn, og græn- leitt skegg hafði hann og var van ur að tyggja það milli tannanna, svo ægilegt var að sjá. Hann var alltaf með annað augað lokað, og setti það slægðarsvip á andlitið, en þetta kom af því, að hann alla ævi hafði rýnt í stækkunargler og smásjár. En þótt þessi ein- falda skýring, sem kom frá To- bian, væri aldrei nema rétt, varö ekki komizt fram hjá þeirri við- bjóðslegu staðreynd, að fingur hans voru langir og bognir og alltaf titrandi, svo hann gat hvorki gripið eða borið, en varð í þess stað að pota eða krafsa í hlutina af máttvana ráðríki með skældri og krenntri klónni Þessi veikleiki hafði það í för með sér, að hann var alltaf grút- skítugur. Frú Fabían lét hann ó hverjum morgni fá nýþveginn kyrtil, en um hádegisbil hafði Köbellin þurrkað í hann öllu, sem hann kom í snertingu við, og þar sem blóð var eitt af helztu efnunum í hinni fjölbreyttu efna- blöndu, var ekki að undra, þótt prófessorinn yrði í drauma- heimi drengsins að blóðþyrstri ófreskju. Allt öðru máli gegndi með Mit súo frænda. Hans aðsetur var í kjallaranum, og það var eini staðurinn í öllu húsinu, þar sem Tintin mátti aldrei líta inn, ekki einu sinni meðfram dyrastafn- um. „Því ekki?” Hafði hann eitt sinn sagt við Fabían. ,Móðir þín vill það ekki, af því að tilraun- irnar með dýrin eru gerðar hér”, hafði Fabían svarað, og maður var engu nær. Samt sem áður setti Tintin herbergið við nlið- ina á liesthúsinu í kjallaranum í samband við litlu dauðu mýsnar og marsvínin, en lengra en þet+a komst ímyndunarafl hans ekki. og Mitsúo var honum blíður og góður og vakti traust hans, hann var alltaf brosandi og alltaf að reykja vindlinga. Þegar Mitsúo tók eitthvað milli fingranna og sýndi, þá sá maður það glöggt. Auk þess kunni Mitsúo tvö nöfn á hverjum hlut, því allt, sem var lifandi, hafði tvö nöfn, annað venjulegt þýzkt og hitt útlent og hátíðlegt. Það var bæði fallegt og blátt áfram, að snigillinn héti líka Helix hortensis og rauð- beykið við múrinn fagus silva- tica. eins og líka var hægt að segja, til þess að allt væri full- komið Tintin og líka Valentin Willfúer. Ef Mitsúo frændi var vinur hans, þá var Mali hreinasti eng- ill. Malí var hið bezta, fegursta og elskulegasta, sem til var í heiminum. Því miður hafði Malí lítinn tíma, en hún kom alltaf á morgnana, þegar hann vaknaði, og á kvöldin kom hún honum í rúmið. í húsi þessu báru allir hvíta kyrtla en á Malí varð hann að englaklæðum. Eitt sinn er hann var að sofna, hafði honum fundizt, að Malí hefði stóra engla vængi samanbrotna undir kyrtliri þau böðuðu sig saman í fjalla- læknum, hafði hann athugað þetta gaumgæfilega, og þar voru þó engir vængir. Mali hafði stór- ar hendur, og sá sem var hennar um. En í næsta skipti, þegar’ barn, þurfti ekkert að óttast, ekki einu sinni prófessorum. — Þegar Mitsúo frændi sýndi eitt- hvað, þá sá maður það, þegar Malí gerði það, þá fann maður til þess eins og farið væri hönd- um um það, það var hægt að verða pínu lítill og skríða og smjúga allsstaðar inn, en það var líka hægt að verða stór og sterkur eins og grenitré, svo að Ödýrar barnakerrur .mmimmmmiimiiiimiiiiiihiimimiiiiimimmimimii JUMMKIIRiHIMIlMMIIf«, nimiilMIIIIIIIIIIIIMMIlW... •mmiimMmmimimmmimmiíuímimmii Miklatorgi. Nýkomið , ; Brúnt apaskinn — Terylene í kjóla, pils og buxur. tt i VerzEunin Snót Vesturgötu 17. Stóran rjómaís, — og sem ábæti væri ágætt að fá sandköku. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. október 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.