Alþýðublaðið - 26.10.1962, Side 5
SÁR ÞÖRF Á HEIMILI
FYRIR TAUGAVEIKLUÐ
í REYKJAVIK
LOKA varð biðlista þeim, sem
kominn var af taugaveikluðum
börnum, sem þurftu að leita til
geðverndardeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar snemma í haust, þar
eð biðlistinn var þegar orðinn svo
langur, að fyrirsjáanlegt var, að
þau börn, sem þegar höfðu verið
skráð, mundu taka upp tímann, al-
veg til áramóta. Sálfræðideild
skólanna á svo annríkt, að þeirra
biðlistar eru orðnir yfirfullir frain
£ janúarlok.
Frá þessu var skýrt á blaða-
mannafundi í gærdag, en á þeim
fundi voru mættir forráðamenn
barnaverndar í Reykjavík og for-
stöðumaður geðverndardeildar
Heilsuverndarstöðvarinnar. Næst
komandi laugardag, 1. dag vetrar,
fer fram fjársöfnun á vegurn
barnaverndarfélagsins. Fyrirhug-
að er, að verja því fé, sem safn-
ast til byggingar heimilis fyrir
augaveilcluð börn. Fyrir tveim ár-
um gaf Barnaverndarfélagið 100
þús. kr. til stofnunar sjóðs í þessu
markmiði. í fyrra 1. vet.rardag
var hafin merkjasala og söfnuðust
þá um 90 þús. kr. Félagið selur
einnig barnabókina Sólhvörf til
ágóða fyrir þetta málefni.
Sálfræðingarnir, sem blaða-
menn ræddu við í gær töldu, að
mikil nauðsyn væri á heimili sem
þessu. Þeir sögðu, að ekki væri
unnt að hjálpa nema þriðjungi
þeirra barna, sem koma til geð-
vernaardeildanna ár hvert, sök-
um aðstöðuleysis. Mörg börn
þörfnuðust þess, að vera undir
handleiðslu sálfræðinga nokkurn
tíma og stöðugt, þyrftu að komast
burtu frá uppeldi heimilisins o.
agði arfa-
uppskeru?
Hornafirði í gær.
Kartöfluuppskera var með Ié-
legra móti í sumar, og þeir, sem
verst urðu úti, kenna um arfa-!
eitri, sem þcir notuðu. Þessi eit-|
urlyf heita Karnex og ísókornox.
Ef til vill má vera, að vorkuld-
arnir og klakinn í jörðinni haíi
haft einhver áhrif, en svo einkenni
lega tókst þó, að hjá sumum
var uppskeran ágæt, en hjá öðr-
um mjög léleg og höfðu þeir hin-
ir sömu notað fyrrnefnd lyf. T. Þ.
Alþýðublaðið spurðist fyrir um
þessi lyf hjá hlutaðeigandi aðil-
um, sem selja lyfin. Þar var sagt,
að efnin væru sterk, og ef notað
væri of mikið af þeim, gæti það
leitt til skemmda á karöflunum. —
Varúðar þyrfti því að gæta, þeg-
ar þau væru notuð, en væri notk-
unarreglunum fylgt, ætti ekkert
aö vera að óttazt.
s. frv. Sálfræðingarnir sögðu enn-
fremur, að mjög mikil líkindi
væru talin á því, að geðtruflan-
ir margs fullorðins fólks mætti
rekja til bernskunnar, og talið
væri, að koma mætti í veg fyrir
ýmis konar geðtruflanir og t. d.
afbrotahneigðir unglinga og full-
orðinna manna, ef þcim væri hjálp
að, á meðan þeir eru enn á barns
aldri, en taugaveiklun eða geð-
truflun væri þá þegar farin að
segja til sín.
Sálfræðingarnir sögðu, að mik-
ill fjöldi hinna taugaveikluðu
barna hefðu algjörlega fullt vit,
en geðverndardeild Heilsuverndar
stöðvarinnar hefur einnig orðið
að annast rannsóknir á vangefn-
um börnum og ýmislega fötluð-
um.
Stjórn Barnaverndari'éiag
Reykjavíkur er þannig skipuð.
dr. Matthías Jónasson,
Kristinn Björnsson sálfr.
frú Pálína Jónsdóttir,
dr. Símon J. Ágústsson,
sr. Garðar Svávarsson,
sr. Jakob Jónsson.
Stjórn sjóðsstjórnar er skipuð
af stjórn barnaverndarféiagsins,
en sjóðstjórnin er skipuð svo :
dr. Matthías Jónasson,
sr. Ingólfur Ástmarsson ibisk-
upsritari og fulltrúi biskups í
stjórninni),
Jónas B. Jónsson fræðslustj.
Sigurjón Björnsson sálfr.
Sigurjón Björnsson sálfræðing-
ur sagði á blaðamannafundmum
í gær, að það þyrftu að vera a.
m. k. 20 sálfræðingar starfandi í
Rcykjavík að aðstað við geðveikl-
uð börn, ef þeir ættu að anna
þeim verkefnum, sem fyrir eru.
•ÍSf
Sýnir 7 3
málverk
UNGUR listamaður, Bjarni
Jónsson, Iieldur um þessar
mundir sýningu í Listamanna
skálanum. Á sýningumii eru
72 málverk og eru þau öll til
sölu. Hafa allmörg- þegar
selst. Sýningin var opnuð
13. október, og henni lýkur
þann 28.. Aðsókn hefur ver-
ið góð. Sýningin er opin dag
lega frá kl. 2-22.
Skarhlb
opnab
SAMKVÆMT upplýsing-
um Vegagerðar ríkisins átti
að opna Siglufjarðarskarð í
gærkvöldi. Mikill lausasnjór
var þá í skarðinu og færð
þar ótrygg.
Ýta mun hafa farið yfir
Þingmannaheiði í gærdag og
í kjörfar hennar bílalest.
Framkvæmdir
á Króknum
Sauðárkróki í gær.
Búið er að steypa hluta af
Skagfirðingabraut og nokkuð af
af Freyjugötu liefur verið olíubor-
(ið. Versð er að vinna að dýpkun
hafnarinnar með stórum krana.
Fjárslátrun er nýlokið, en
; hrossaslátrun hefst um helgina.
Búizt er við, að slátrað verði á-
rnóta mörgum hrossum og í fyrra ’
eða á milli 700 og 800 hrossum.
Miklar ógæftir hafa verið áS
undanförnu og afli tregur, þegar
róið er. — M. B.
Blönduósi í gær.
Búið er að taka í notkun dans
salinn í hinu nýja félagshéimili
Blönduóssinga. Einnig hefur foi-
stofa, snyrtiherbergi og eldliús
verið tekið í notkun, en enn er
óbyggður annar salur og ýmislegt
sem á að vera í tengslum við fé-
Iagsheimilið.
Skemmtanir eru haldnar oft í
nýja salnum og jafnan vel sóítar.
G. II.
Helgi Sæmunds-
son skrifar
um skáldið
MEÐ John Steinbeck hefur
þriðji stórmeistari amerískrar
skáldsagnagerðar á þessari öld
fengið nóbelsverðlaunin. Hin-
ir eru Ernest Iíemingway og
AVilliam Faulkner.
Af þessum rithöfundum er
Steinbeck vafalaust kunuastur
alþýðu manna liér á landi.
Minnsta kosti þrjár úrvals
sögur hans hafa verið prýðilega
þýddar á íslenzku, en þar á ég
við „Þrúgur reiðinnar'. „Mýs
og menn“ og „Litla-Rauð’ . —
Margar aðrar skáldsögur hans
og smásögur hafa einnig verið
íslenzkum lesendum iil boða
undanfarna áratugi, en sumar
þær þýðingar munu vafasamur
greiði við höfundinn. Annars
er Steinbeck engan vegititi eins
vandþýddur og Hemingway og
Faulkner. Og lýðhylli hans
liefur orðið sýnu ' meiri en
þeirra. Steinbeck telst í hópi
víðlesnustu núlifandi rithöf-
unda heimsins. Skáldsögur
hans þykja misjafnar, cn hitt
dettur engum í hug að neita
John Steinbeck þeirrar viður-
kenningar, að hann sé frábær
og einstakur rithöfundur.
Steinbeck er Kaliforníumað-
urinn í amerískum nútíðarbók-
menntum og liarla jarðbund-
inn í efnisvali, túlkun og af-
stöðu. Iðulega lýsir hann eftir-
minnilega verkafólki átthaga
sinna, og kemur það kannski
skýrast fram í „Mýs og menn“,
hvort heldur er skáldsögunni
eða leikritinu. Steinbeck gerir
smátt stórí í töfrabirtu skáld-
skapar síns. Hann er ekki átiún
aðargoð þeirra gagnrýnenda,
sem þykjast sprenglæröastir í
kröfum — milli hans og þeirra
eru aðrir rithöfundar. En al-
þýðufólk víðs vcgar um lieim
dáir Steinbeck, og hann er í
inikilli náð hjá þeim gagnrýn-
endum, sem meta mest söguna
í sögunni, efnisvalið, persónu-
lýsingarnar og frásögnina.
John Steinbeck ræður varla
yfir þeirri tækni, sem ein-
kenndi Ernest Hemingway,
þegar hann gerði bezt. Stein-
beck er heldur naumast sál-
könnuður á borð við VVilliam
Faulkner. Ef til vill er hann
þeim báðum síðri sem stílsnill-
ingur. En Steinbeck verður
hins vegar ógleymanlegur, þeg-
ar hann opnar lesendunum
undraheiminn bak við hvers-
dagsleikann og trúir þeim fyrir
persónulegum. leyndarmálum
sínum eða sögufólksins sem
hann gæðir furðulegu lífi og
minnisstæðum örlögum. Mig
grunar, að sagan af Litia -Rauð
sé að ýmsu leyti órækt vitni
þessa, aff ógleymdum barnsleg-
ustu og einlægustu köflunum
i „Mýs og menn“, til dæmis,
þegar Georg leggur Lenna til
drauminn um búskapargælu
framtíðarinnar til þess aff láta
hann una nútíffinni og fcr svo
sjálfur aff trúa þessu af þvs aff
munurinn á þrám þeirra og
óskum er liarla lítil!, þó
að þeir séu sinn í hvorum vits-
munaflokki. Þar kcnnist í
mannrænum og snjöllum
skáldskap sú gleðitrú og ham-
ingjuvon, sem gefur fátækum
manni og umkomulausum þrek
til aff heyja lífsbaráttuna. Og
þá tekst John Steinbeck betur
en flestum öörum.
Steinbeck er af heimsfræg-
um nútímarithöfundum skyld-
astur sumum gömlu meísturun-
um, þó að hann sé vissulega
barn sinnar aldar. Einhverjir
sérvitringar kunna aff efast um
aff hann eigi nóbelsverðlaunin
skiliff. Aftur á móti nura ráð-
stöfun þeirra honum til hanöa
njóta fjöldafylgis víðs vegar
um heimsbyggðina. Og sannar-
lega er maðurinn, sem skrif-
aði „Þrúgur reiðinnar“, „Mýs
og menn“ og „Litla-Rauð“, vel
að þeim kominn. Ilans verður
lengi að miklu getið og af
mörgum.
Hclgi Sæmundsson.
JOIIN STEINBE ’K
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. október 1962 5