Alþýðublaðið - 26.10.1962, Síða 8

Alþýðublaðið - 26.10.1962, Síða 8
Atburðarásin VaJdhafarnir Hersföðin Rússinn CASTRO hinn skeggjaði og skæru- liðar hans brutust til valda á Kúbu fyrir tæpnm f jórum árum. Á þessu tímabili hafa þeir orðið helztu fjandmenn Bandaríkjamanna í Vesturheimi. Hér fer á eftir yfir- lit um helztu atburði: 1953: 28. júlí: Fidel Castro gerir árás á hersveitir stjórnarinnar í Santi- ago til að rcyna ag hrinda af stað aimennri uppreisn gegn Batista. Árásin mishcppnast. Castro er dæmdur í 15 ára nauðungarvinnu, en er látinn laus eftir tveggja ára fangelsi og fer í útlegð til Mexico. 1956: 2. des.: Castro og 80 fylgismenn hans ganga á land á Kúbu til að j hef ja baráttuna við Batista. Næstu ' ár eflist hreyfing hans og einræð- isstjórn Batista byrjar að veikjast vegna skemmdarverka og í.rása manna Castrós. 1959: 1. jan.: Batista-stjórnin missir völdin. Castró og fylgismenn hans taka stjómartaumana í sínar hend- ur. 16. febr.: Castro verður forsætis- ráðherra og boðar róttækar breyt- ingar á stjórnskipulaginu og land- búnaðarbyltingu. 15. apr.: Castro heimsækir Was- hington og ræðir við Nixon og Herter utanríkisráðherra. ! 21. okt.: Flugritum með áróðri gegn Castro dreyft í Havana. — Sprengjuárásir á opinberar bygg ingar. USA ákærð fyrir íhlutun. 1960: 26. jan.: Eisenhower vísar á bug ákærum Castros á Bandaríkin. 4. febr.: Sovéski varaforsætisráð- herrann Mikojan staddur í Ha- vana. Undirritaður samningur milli Kúbu og Sovétríkjanna um vöruskipti og lántökur. 27. maí: USA stöðvar fjárhagsað- stoð til Kúbu. 29. júní: Erlend olíufélög á Kúbu þjóðnýtt. 6. júlí: USA hættir innflutningi á sykri frá Kúbu. Krústjov hótar RAUNVERULEGIR valdhafar á ir nota sér Castró til þess að Kúbu erú nokkrir gamlir bolsé- styrkja völd sín. Helztir þeirra víkar, og virðist Castro vera þeim eru þessir: algerlega háður. Bolsévíkar þess- ERNESTO „CHE” GUEVARA, FIDEL CASTRO iðnaðarmálaráðherra, er 34 ára að aldri. Það er hann, sem undirrit- að hefur síðustu samninga um auknar vopnasendingar í Moskvu. Hann er fæddur í Argentínu og var sonur arkitekts. Ilann lauk kennaraprófi, fór úr landi 1953 vegna andstöðu sinnar við Peron einræðisherra og hélt til Guate- mala og síðar til Mexíkó, þar sem hann hitti Castro-bræðurna Raoul og Fidel og gekk í Iið með fyrstu innrásarmönnunum. Hin raun- verulcgu völd á Kúbu eru í hönd-| um hans, það er hann, sem stend- ur að baki þjóðnýtingunni og öðr- um haftaráðstöfunum stjórnarinn- ar. BLAZ ROCA, aðalritari Komm- únistaflokksins, er 54 ára að aldri. Ritarastörfunum hefur hann gegnt síðan 1934, þrátt fyrir „bandalag”, sem hann gerði við Batísta, ein- ræðisherra, árið 1938. Roca er son ur skósmiðs og á síðasta þingi kommúnista í Moskvu stóð hann við hlið Krústjovs á ræðupallin- um á Rauða torginu. CARLOS RODRIGUEZ, rit- stjóri kommúnistablaðsins „Hoy” cr 49 ára gamall. Hann er pró- fessor við Havana-háskóla og veitir nú forstöðu „umbótastofn- un landbúnaðarins”. 8 26. október 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hann var ráðherra í tíð Batísta, þegar einræðisherrann samdi um vopnahlé kommúnista. Á síðustu RAUL CASTRO ráðstefnu Ameríkubandalagsins (OAS) var hann formælandi Kúbu. FABIO GROBART er titlaður ritstjóri tímaritsins „Cua Social- ista”, en hefur í rauninni verið trúnaðarmaður valdhafanna í Moskvu á Karíbahafs-svæðinu í meira en mannsaldur. Hann er fæddur í Póllandi og var foringi neðanjarðarhreyfingar kommún- ista þegar Kúbu-kommúnistar gengu til opinbers samstarfs við Batísta. LAZARO PENA, aðalritari verkalýðssamtakanna á Kúbu er 62 ára gamall, fæddur í Havana. Dvaldist f Mexíkó og Moskvu Þar til Castro brauzt til valda. eldflaugnastríði ef USA ckipti sér af þróun mála á Kúbu. 17. júlí: Öryggisráð SÞ ræðir kæru Kúbu á Bandaríkin vegna efna- hagslegra þvingana, sem Kúba tel- ur að USA hafi í frammi. 4. sept.: Kúba segir upp vináttu- samningum við USA. 28. sept.: Sovétríkin senda vopn til Kúbu. 15. des.: Sovézk sendinefnd gerir samninga í Havana um tækniiega og efnahagslega aðstoð við Kúbu. 1961: 4. jan.: USA slítur stjórnmálasam- bandi við Kúbu. 17. apr.: Hernaðarástand á Kúbu eftir innrás kúbanskra flótta- manna, sem Castró heldur fram ai hafi verið æfð, vopnuð og f járhag lega studd af Bandaríkjastjórn Sovétríkin krefjast afskipta SÞ a málinu. 19. apríl: Innrásin brotin á bal aftur, og margir innrásarmann; handteknir. 1. maí: Castró lýsir því yfir, ai Kúba sé sósíaliskt ríki. 1962: 22. jan.: Kúba rekin úr bandaiag Ameríkuríkja. 3. febr.: USA stöðvar allan inn flutning frá Kúbu og tekur fyri alian útflutning til eyjunnar. 2. júlí: Castró semur í Moskvu ur aukna hernaðaraðstoð. ATHYGLI manna beinist nú að bandarísku herstöðinni Guanta- namo á suðaustanverðri Kúbu, meðan spennan í Kúbu-málinu eykst stöðugt. Á þessuin stað standa banda- rískir og kúbanskir hermenn and- spænis hvorum öðrum með brugðna byssustingi. Fjarlægðin á milli þeirra er um 200 metrar og á milli þeirra eru margar gaddavírsgirð- ingar og faldar jarðsprengjur 6000 BANDARÍKJAMENN Kúba leigði þessa stóru hersíöð, sem nær yfir 70 ferkílómetra svæði, árið 1903. Undarlegt kann að virðast, að Castro hafi ekki krafizt þess, að herstöðin verði lögð niður, og bendir það til þess, að hann, það er að segja Sovét- ríkin, hafa ekki viljað, að málið yrði tekið fyrir. Lífið gengur sinn vanagang handan gaddavírsgirðinganna og jarðsprengjanna. Um 6.000 banda- rískir hermenn og fjölskyldur þeirra hafa til þessa lifað eðlilegu lífi í Guantanamo, en þotur hafa farið í eftirlitsferðir meðfram ströndinni, þar sem tveir banda- rískir tundurspillar hafa legið í vari, og ný bandarísk herskip hafa sífcllt verið að koma og fara í sam- bandi við „flotaæfingar” á Karíba- ! hafi. Herstjórinn í flotastöðinni, Ed- ward J. O’Donnel, sagði nýlega: „Fólkið liér lætur ekki liræða sig”. Að minnsta kosti þar til siglinga- bannið komst á hafði enginn beðið um að vera sendur til Bandaríkj- anna. Þvert á móti höfðu margir hinna kvæntu hermanna beðið um ! að fá að vera áfram í Guantanamo, þar sem hitinn er oft óþolandi, en lífið Iétt að mörgu leyti, þar eð yfirstjórn bandarískra landvarna hefur veitt mörg tækifæri til í- þróttaæfinga, skemmtana o. fl. til þess að bæta upp einangrunina. Um 800 börn hafa verið í flota- stöðinni (þau munu hafa verið verið flutt burtu nú ásamt konum hermannanna), og þau hafa gcngið l í skóla, sem þykir til fyrirmyndar. Guantanamo hefur cinn Achille- sar-hæl, en það er útvegim vatns. Vatnsleiðslur liggja frá svæðum þeim, sem cru undir stjórn Kúbu- búa, og hægt væri að skera á þær hvenær sem væri. í Guantanamo eru hins vegar vatnsbirgðir, sem duga ættu í þrjá mánuði. Enn hef- ur ekkert gerzt í þessu sambandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.