Alþýðublaðið - 13.11.1962, Qupperneq 1
Sjá baksíðu
Kópavogi
^ I GÆRMOIiGUN var sá dómur
kveð'inn upp í Félagrsdómi, að Al-
þýðusambandi íslands sé skylt að
^ veita Landssambandi íslenzkra
j verzlunarmanna upptöku í ASÍ
með fullum og óskertum réttind-
um sém stéttarfélagasambandi.
Það var 5. apríl, 1961, að LIV
höfðaði mál gegn ASÍ fyrir Fé-
Iagsdómi vegna þess, að síðasta
þing ASÍ hefði fellt upptökubeiðni
LÍV. Stefndi, ASÍ, krafðist þess
að málinu yrði vísað frá Félags-
dómi og var sú krafa tekin til
greina. En frávisunin var kærð til
Ilæstaréttar, sem vísaði málinu aft
ur til Félagsdóms.
I dómnum segir, að síðasta þing
Alþýðusambands íslands hafi fellt
upptöku LÍV með svohljóðandi
ályktun: 27. þing ASÍ staðfestir þá
samþykkt miðstjórnar sambands-
ins að synja um sinn inntökubeiðni
LÍV, meðan skipulagsmál ASÍ eru
í deiglunni. Jafnframt vill þingið
| lýsa yfir, að ASÍ er reiðubúið að
' veita LÍV alla aðstoð í hagsmuna-
baráttu verzlnnarfólks, sem það
getur í té látið og felur miðstjórn
að gera xun það efni bindandi samn
ing við LÍV, ef það óskar þess.
Var þessi tillaga samþykkt með
198 gegn 129 atkv. Félagsdómur
taldi að aðild LÍV þyrfti ekki á
nokkurn hátt að brjóta í bága við
skipulag ASÍ.
Stefnandi, LÍV byggði kröfu
sína um inngöngu í ASÍ aðallega
því, að samkvæmt lögum frá 1938.
ættu menn rétt á því að stofna
stéttarfélög og stéttarfélagsam-
og í 2. gr. sömu laga væri
boðið að stéttarfélög skuli vera
opin öllum í hlutaðeigandi stavfs-
grein. Að vísu sé ekki tekið npp
nefnda grein tilsvarandi ákvæði
um stéttarfélagasambönd en af
eðli málsins leiði, að hið sama eigi
við um þau. í lögum ASÍ sé einn-
ig gert ráð fyrir, að stéttarfélaga-
sambönd séu innan vébanda þess
og séu tvö slík sambönd þegar
þar. Þá taldi stefnandi einnig, að
á það bæri að líta, að ASÍ væri sá
aðilinn í landinu, er mestu réði
um kanp og kjör í Iandinu Afstaða
þess væri mjög þungt lóð í efna-
hagsmálum þjóðarinnar og áhrif
þess á þjóðfélagsheildina margvís-
leg. Af þeim sökum gæti það skipt
Iaunþega hagsmunalega miklu að
vera í því.
Dóminn kváðu upp belr Hákoa
Guðmundsson, Gunnlaugur E.
Briem og Einar B. Guðmusdsseu
Framhald á 14. siðu.
Þrír íslenzkir togarar selðu afla
sinn erlendis í gær. Ingólfnr Aru
arson seldi 119,4 lestir í Grimsby
fyrir 9833 stpd. Sléttbakur seldi
95 lestir í Cuxhaven fyrir 90,492
mörk og EglU Skallagrímsson setdi
75 lestir i Bremerhaven fyrfc 72
þúsund mörk.
MVNDIN er tekin í blóma-
skála Þórðar Þorsteinssonar
í Sæbóli í Kópavogi, og um
það er cngum blöðum að
fletta, að myndin á sjónvarps
skerminum er af Þórði sjálf-
um. Þannig er þetta fyrsta
íslenzka sjónvarpið. Sonur
Þórðar hefur komið með frá
Ameríku tæki, sem bæði tek-
ur og sjónvarpar myndum.
Og þegar myndin var tekin,
var Þórður að vinna í blóma-
skálanum við Nýbýlaveginn.
Ljósm.: GG.
NOKKUR útgerðarfyrirtæki á
Akranesi hafa nú samið við sjó-
menn um kaup og kjör við síld-
•veiðarnar. Eins og menn muna,
kom fram frá Sáttasemjara miðl-
unartillaga, sem atkvæði voru
grcidd um í síðustu viku. Hún var
felld eins og kunnugt er af fyrri
fréttum. Samningar sjómanna á
Akranesi fela í sér hækkun, sem
nemur 0,5 til 1% miðað við tii-
boð sáttasemjara. Fyrsta fyrirtæk-
ið, sem samdi á Akranesi var Har-
aldur Böðvarsson og Co, og gerð-
ist það á laugardaginn, og fara
bátarnir sennilega út í dag.
Fyrirtækin á Akranesi, sem sam
ið hafa-eru þessi: Haraldur Böðv-
arsson og Co, sem mun gera út
átta báta til síldveiða og þrjá, sem
stundað hafa annan veiðiskap.
Fiskiver hefur einnig samið, það
mun gera út fjóra báta á sfld.
Sömuleiðis hefur fyrirtækið Heima
skagi samið, en það mun gera út
þrjá báta. Önnur útgerðarfyrir-
tæki á Akranesi munn öll hafa
samið í gærdag. Landssamband
íslenzkra útvegsmanna sendi sjó-
mannadeild verkalýðsfélagsins á
Akranesi harðorð mótmæli í gær,
vegna þessarar samningagerðar.
Blaðið átti samtal við Harald
Böðvarsson, útgerðarmann á Akra-
' nesi i gær. Sagði Haraldur að bát-
jarnir hefðu tekið næturnar um
jborð strax á sunnudag, eða dag-
inn eftir að samið var. Ef að veð-
ur hefði leyft, þá hefðu þeir farið
út samdægurs, en hann sagðist
vonast til að veðrið skánaði í nótt,
svo bátarnir kæmust út á morgun.
Hjá þeim væri sem sagt allt til-
búið, einungis beðið eftir, að veðr
ið skánaði. Haraldur taldi að 16
bátar mundu stunda síldveiðar frá
Akranesi i haust.
— Hér eru menn í jólaskapi og
allt á fullri ferð, sagði Haraldur,
Ég hef ekki heyrt um neinn, sem
ekki er ánægður yfir því að þessi
lausn er fengin.
Aðspurður um samningaviðræð-
urnar hér í Reykjavíkí sagðist Har
aldur ekki hafa neina trú á, að