Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 9
hrif. í þessu leikriti um mann-
legan breiskleika, veikleika og
skipbrot, verkar hún stundum
eins og kóngsdóttir í einhverju
œvintýri. Hún er einum um of
heil en í stað þess að benda með
því enn gleggra á bresti "hinna,
veikir hún leikritið. Sá andi
sem svífa á yfir vötnum þessa
leiks á ekki að vera hennar, að
því er mér finnst, en hann er
það.
Eins er það með Pétur, vininn,
sem aldrei bregst. Hann er ein-
um um of ævintýrakenndur, til
þess að vera eðlilegur og sannur.
Svo er fyrir að þakka, að slík-
ar persónur eru til, en fyrir
þeirra tilstilli verður leikritið
einum of líkt ævintýri og það
er áreiðanlega ekki ætlunin. —
Leikritið hefði orðið sterkara
með meiri átökum hinna íáu að-
alpersóna. Það eru Láki, Áróra
og Jónatan, sem berjast, þau eru
þjóðin, hrösul, brokkgeng og
barnaleg, en átök þeirra verða
að koma innan frá, í þeirra eig-
in brjósti bera þau sigurinn eða
dauðann, eins og þjóðin sjálf.
Ekki vegna áhrifa álfameyj-
anna úr þjóðsögunum eða kóngs-
sonarins úr ævintýrunum, — og
komi þeirra áhrif til, verða þau
að vera með óbeinni hætti en
hér var sýnt.
Þessi er mín bjargföst sann-
færing, en hún bendir aðeins á
leið, sem er önnur að sama marki
og Jökull hefur náð, og farizt
mjög vel.
Áður en vikið er að leikurun-
um og þeirra þætti, verður að
geta þess, að Steinþór Sigurðs-
son hefur gert forláta góð leik-
tjöld fyrir leikritið. Þau juku
gildi leiksins að mun. Jón Þór-
arinsson hefur og samið tónlist
við leikritið, sem var hugnan-
leg. Ljósastjórn Gissurs Pálsson-
ar varð líka yfirleitt til bless-
unar, en hin daufa lýsing var þó
ýkt á köflum, — óþarflega sterk
undirstrikun á anda leiksins. —
Gísli Halldórsson hefur haft
leikstjórnina með höndum og
unnið það verk af miklum skiln-
ingi og vandvirkni.
Þá er komið að hlut leikar-
anna. Tólf leikendur alls fara
með hlutverk. Tvær ungar stúlk-
ur, Hrafnhildur Guðmundsdótt-
ir og Gerður Guðmundsdóttir
fara með smáhlutverk og gera
þeim þokkaleg, en lítt umtalsverð
skil. Theódór Halldórsson og
Guðmundur Ingimundarson
fara og með smáhlutverk, án
orða. Þeim er vel skipað af leik
stjóranum. Rukkara leikur Karl
Sigurðsson skemmtilega.
Önnur hlutverk eru stærri og
gefa öll tilefni til nokkurrar um-
sagnar.
Framh. á 13. síðv
Barna-
fatnaður
UngbarnRgallar, verð 282.00 kr.
Úlpur, verð 245.00 kr. — Kjólar, ný sending.
Drengjabuxur og blússur — Barnanáttföt með
sokkum — Prjónaföt á drengi. — Peysur
Ullargammosíur, verð frá kr. 95.00.
Gallabuxur, verð frá kr. 104,00.
Hrannarbúðin
Blönduhlíð 25 — Grensásvegi 48 — Nesveg 39
sem áSur var SKESFAN
AUGLÝSIR DAGLEGA NÝJAR VÖRUR
HRANNARBÚÐIN, Blöndhlíð 35.
HRANNARBÚÐIN, Grensásveg 48.
HRANNARBÚÐIN, Nesvegi 39.
Pökkunarstúlkur
wyjHBWgw1'1"1"----
ir — og fyrst og fremst fyrir
baráttu Alþýðuflokksins og
verkalýðshreyfingarinnar. En
nýir tímar bera í skauti sér
nýjar hugsjónir. Eg efast ekki
um, að Félag ungra jafnaðar-
manna er fullkomlega því hlut
verki vaxið, sem framtíðin ætl
ar því að vinna að.
VSV.
★
i Á 35 ára afmæli Eélags ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík
vil ég færa því árnaðaróskir og
þakklæti Sambands ungra
jafnaðarmanna. Það hefur um
áratuga skeið staðið í farar-
broddi unghreyfingarinnar, úr
röðum þess hafa komið svo
margir forystumenn Alþýðu-
flokksins fyrr og síðar og á
þessu merkisafmæli þess á
Samband ungra jafnaðar-
manna ekki aðra ósk heitari
en þá, að það megi eflast
mjög og vaxa í framtíðinni,
Alþýðuflokknum og jafnaðar-
stcfnunni til heilla.
35 ár eru langur tími og þó
fer það eftir því hvernig á
það er litið og við hvað miðað
er. Ef miðað er við aldur Al-
þýðufiokksins og annarra
starfandi stjórnmálaflokka í
landinu, þá er það sannarlega
gamalt félag. Alþýðuflokkur-
inn er 46 ára gamall í ár, en
félagið er 35ára, elzt alþýðu-
flokksfélaga i Reykjavík og
líklegast eitt elzta, ef ekki elzt
starfandi alþýðuflokksfélaga í
landinu. Og það ber aldurinn
vel. Það hefur nýskeð kastað
ellibelgnum og færzt í fang
endurnýjun lifdaganna. Það
vill vera ungt félag ungs fólks
en ekki gamalt og staðnað fé-
lag, sem fáir vilja vera í.
Ungir jafnaðarmenn um allt
land eru stoltir af Félagi
ungra jafnaðarmanna í Reykja
vík. Það á'sér stærsta og bezt
búna félagsheimili stjórnmála-
félaga reykvískrar æsku, og
heldur þar uppi mestu starfi.
Ósk þeirra og von er sú, að
félagið megi enn færast í auk-
ana svo að það megi sem allra
bezt vinna að tilgangi sínum.
Bjg. Guðmundsson.
óskast strax.
Hraðfrystgfiúsið Frost h.f.
Hafnarfirði — Sími 50165.
Hörplötur
4x8 fet. þykktir 8 m/m., 12
m/m., 22 m/m og 26 m/m.
Væntanlegar þykktir:
8 m/m. 16 m/m, 18 m/m og
20 m/m.
Trétex
4x8 og 4x9 fet,
þykkt: W‘.
Þilplötur
4x8 fe.t, 4x9 fet
210x160 cm og 514x12 fet.
Einnig 4x9 fet gataðar.
Þykkt: V6”.
Plastplötur
120x279 cm.
Verð kr. 663,75 pr. plata.
Einnig fyrirliggjandi: Palisander harðviður og spónn,
eik 3" þykkt, mahognispónn o. fl.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F
Grettisgötu 2 — Sími 24440.
•i
.y í
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. nóv. 1962 <}