Alþýðublaðið - 13.11.1962, Blaðsíða 10
Fræðslufundur
um knattspyrnu
TÆKNINEFND Knattspyrnusam-
bands íslands efnir til fræðslu-
fundar n. k. sunnudag kl. 2 e. li.
Fundurinn verður haldinn í Vals-
heimilinu og eru allir þjálfarar
boðnir og velkomnir. Á fundinn
verða flutt tvö framsöguerindi, af
þeim Reyni Karlssyni íþróttakenn
ara og Guðmundi Jónssyni. Að
erindinu loknu verða frjálsar um-
ræður. Að lokum verður kvik-
myndasýning. (
AIUSTERDAM 11. nóv. (NTB-
AFP) llollendingar sigruðu Sviss
lendinga í landsleik í knattspyrnu
í dag með 3 mörkum gegn 1. Stað
an í hálfleik var 1:1. Þetta var fyrri
leikur landanna í I. umferð Evrópu
bikarkeppni landsliða.
/
PARÍS 11. nóv. (NTB-AFP) Ung
verjaland sigraði Frakldand í lands
leik í knattspyrnu, er háður var á
Colomhes leikvanginum á sunnu-
dag, þeir skoruðu 3 mörk gegn 3
mörkum Frakka. í leilthléi var stað
an 2:1 fyrir Ungverja. Áhorfendur
varu um 30 þúsund.
Meistaramót Reykjavíkur í körfuknattleik hófst að Hálogalandi um
helgina. Myndin er frá leik KR (b) og Ármanns í 2. flokki karla.
KR-ingar sigruðu,
R.víkurmót í körfu-
knattleik er hafið
VWWMMiWWWWiVWWMWMW
Meistaramót Reykjavíkur í körfu
knattleik hófst í íþróttahúsinu að
Hálogalandi sl. sunnudagskvöld.
Baldur Möller, formaður íþrótta
bandalags Reykjavíkur setti mót
ið með ræðu, en að þvi búnu hófst
keppnin. Þar sem landsliðið í körfu
knattleik er nýkomið úr utanför,
var eingöngu keppt í yngri flokk-
unum.
í 2. fl. karla sigraði KR (b) Ár-
mann með 24 stigum gegn 21. Leik
urinn var geysispennandi og þess
má geta, að Ármenningar eru ís
Norðurlandalið
í knattspyrnu
DANSKI íþróttaritstjórinn
Magnus Simonsen hefur sett
saman Norðurlandalið í knatt
spyrnu, sem lítu út sem hér
segir: Arne Arvidsson Sví-
þjóð, Kaj Johansen Danmörk,
Lennart Wing Svíþjóð, Yngve
Brodd Svíþjóð, Finn Thorsen
Noregi, Hans Mild Svíþjóð,
Roald „Kniksen“ Jensen Nor
egi, Owe Ohlsson Svíþjóð,
Ole Madsen Danmörku, Leif
Skiöld Svíþjóð, Örjan Pers-
son Svíþjóð.
landsmeistarar í þessum flokki.
Má því sannarlega segja að úrslit
hafi komið á óvænt.
Tveir leikir áttu að fara fram í
3. fl. karla, en KFR gaf leikinn
gegn ÍR, svo að aðeins KR og Ár-
mann léku. Þeim leik lauk með ör
uggum sigri KR-inga, sem skoruðu
22 stig gegn 11.____
Svíar sígruðu
Aþenu, 12. nóv.
(NTB—Reuter)
SVÍAR sigruffu ísrael í landslcik
í knattspyrnu í dag meff 4 mörk-
um gegn engu. Þeir skoruðu 2
mörk í hvorum hálfleik. Áhorf-
endur voru um 40 þús.
Skíðamót
á ísafirði
FYRSTA skíðamót vetrarins var
háð á ísafirði á sunnudaginn.
Keppt var eingöngu í svigi, færi
var ágætt. í braútinni voru 35 hlið.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Samúel Gústafsson 59,1
2. Hafsteinn Sigurðsson, 60,1
3. Sverrir Jóhannessön 67,5
EM í frjáls-
íþróttum haldið
í Búdapest1966
Á FUNDI Evrópunefndar al-'
þjóðafrjálsíþróttasambands-
ins, sem lialdinn var í Prag
um síðustu helgi var ákveð-
ið, að Evrópumeistaramótið
í frjálsíþróttum 1960 skuli
haldið í Búdapest. Nokkrar
aðrar borgir höfffu sótzt eft-
ir því að halda mótið, m. a.
Helsingfors, Varsjá og Búka-
rest.
VÍN 11. nóv. (NTB-Reuter) ítalir
sigruffu Austurríki í landsleik í
dag meö 2:1. Öll mörkin voru skor
uff í .fyrri hálfleik.
STOKKHÓLMI 11. nóv (NTB-
TT) Svíar sigruðu Finna í landsleik
unglinga í knattspyrnu í dag 2:0
(0:0)
A sunnudag lék úrvalslið það,
sem vaiið hcfur verið úr ítölsku
deildunum og mæta skal úrvali úr
skozku deildunum á miðvikudag,
reynsluleik gegn öðru úrvali. Fyrr
nefnda úrvalið sigraði með 7:0.
Kurre Hamrin og John Charles
skoruðu tvö mörk hvor. í liffinu
voru eftirtaldir leikmenn: Cudsini
Roma, Castano Juventus, Salva-
dore Juventus, Losi Roma, Nielsen
Atlanta, Pavinato Bologna, Ilamrin
Fiorentina, Del Sol Juventus, Char
les Roma, Hallcr Bologne, Petria
Fiorentina.
Ritstióri: ÖRN EIÐSSON
Enska knattspyrnan
Um ein milljón fleiri áhorfendur
hafa sótt knattspyrnuleiki það sem
af er þessu hausti, en á sama tíma í
fyrra. Þó mikillar ánægju gæti í
röðum knattspyrnufrömuða vegna
þessa, veldur það þeim miklum á-
hyggjum, hversu áhorfendur láta
ófriðlega á sumum leikjanna.
Þrátt fyrir það, að enska knatt-
spyrnusambandið léti þau boð út
ganga eftir fund í miðri vikunni,
að leikvöllum sem slíkt kæmi fyrir
yrði lokað einn eða fleiri leik-
daga, gerðust áhorfendur aðsóps-
miklir á tveim leikjum.
Leikurinn Sheff. Wed — Aston
Villa var frekar viðburðasnauður
í fyrri hálfleik en heldiu- keyrði um
Bravé!
HANN var spenntjir þessi KR-
ingur í leik Ármanns og KR f 2.
flokki á meistaramóti Reykjavík-
ur í körfuknattleik. Þaff er von aff
hann fagni, KR var aff skora sig-
nrstigið í leiknum.
10 13- n6v- 1962 - alþýðublaðið
þverbak í seinni hálfleik. Efiir
hornspyrnu á 15. mín. seirni hálf-
leiks, framkvæmda frá vinstri
gegn S.W. lá h. úth. A.V. MacEwan
með blæðandi varir á vellinum.
Dómarinn ráðfærði sig við línu-
verði og rak síðan út af m. frh. S.
W. „Bronco“ Layne.
Þá varð fjandinn laus, því áhorf
endur hentu inn á völlinn öllu laus
legu sem til fannst, svo sem setum
flöskum o.fl. og leiða varð einn
mann í burtu með lögregluvaldi,
sem ætlaði að jafna um dómarann.
Leikmenn tóku svo upp þráðinn
með persónulegum skærum og v.
ih. A. V. O’Neill fékk áminningu.
Þessum leik var lýst í enska útvarp
ið og sögðu þulimir sig aldrei hafa
lent í slíku þó hafa þeir báðir lýst
Ieikjum í 20 ár eða meir.
SEGJA má með sanni, að ekki
hafa þeir heppnina með sér hjá
Fulham, Haynes, fyrirliði þeirra
og landsliðsins, hefur enn ekki
leikið með vegna öklabrots í bíl-
slysi í ágúst. Þá misstu þeir mið-
framvörð, Dodgin út af sl. laug-
ardag fótbrotinn og í leiknum
gegn Tottenham viðbeinsbrotn-
aði framvörðurinn Mullery.
Fulham átti allt frumkvæðið
allt fram að óhappinu, sem skeði
á 65. mín. og átti fyllilega skil-
ið, að hafa 2-3:0 í hléi. Jones og
McKay skoruðu mörk Totten-
ham, bæði eftir að Fullham
missti manninn út af.
Burnley lék toppleik gegn
W'olves og voru Conelly og Mc-
Ilroy beztir.
Everton átti afbragðsleik gegn
Blaekpool. Mörkin skoruðu Yo-
ung, 2, Bingham, Gabriel og Ste-
vens.
Botnleikurinn milli Leyton og
Ipswich lauk með sigri hins síðar
nefnda, þó Leyton ætti gullið
tækifæri að jafna úr vítaspyrnu
seint í leiknum, en Dunmore
„brenndi af.” Þetta var kærkom-
inn sigur fyrir Ipswich til að ná
upp einhverjum moral fyrir leik-
inn gegn Milan í 2. umferð Evr-
ópumeistarakeppninnar, sem
leikinn verður í Milano á mið-
vikudag.
Chelsea er efst I 2. deild og
gersigraði Walsall með 5:1. Eftir
aðeins 11 mín. leik stóðu leikar
4:1 og í hléi 5:1, Tambling 2 og
Bridges, Moore skoruðu mörk
Chelsea og eitt var sjálfsmark.
í Skotlandi gerðist það, að að-
eins eitt af fimm efstu liðunum
fékk tvö stig. Rangers tapaði nú
í fyrsta sinn í deildakeppninni og
var sigur Dundde Utd. sanngjarn.
l.deild.
Arsenal 1 - Sheff. Utd. 0
Birmingham 2 — Nott. For. 2
Framhald á 11. síðu.